Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 Minning: Guðlaug Sigmundsdóttir írá Gunnhildargerði Fædd 19. apríl 1895 Dáin 26. október 1988 Eitt af því sem gefur lífínu gildi eru góðir samferðamenn. Við getum seint fullþakkað almættinu þá eins og skyldi, ekki síst ef þeir eru í fjöl- skyldunni eða í hópi náinna vina eða samstarfsmanna. I dag kveðjum við eina slíka ágæt- is samferðakonu, Guðlaugu Sig- mundsdóttur, sem andaðist á Borg- arspítalanum 26. þ.m. eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Að lokinni langri vegferð þessarar öldnu heið- urskonu getum við sem eftir lifum yljað okkur við margar dýrmætar minningar sem hún skilun eftir sig í hugum okkar, þó tilveran sé öllu tómlegri eftir fráfall hennar. Guðlaug var fædd 19. apríl 1895, ein af tíu bömum hjónanna Guðrún- ar Sigfúsdóttur, f. 5. sept., d. 8. ágúst 1925 og Sigmundar Jónsonar, t 4. ágúst 1852, d. 18. október 1925, sem bjuggu f Gunnhildargerði í Hró- arstungu 1882—1919. Guðlaug var yngst af sex systmm, en þrír bræður vom næstir á eftir henni í aldursröð, en einn eldri bróðir hennar dó í frum- bemsku. Þessi stóri mannvænlegi bamahópur ólst upp í foreldrahúsum og urðu þau öll nýtir þjóðfélags- þegnar. Guðlaug er næstsíðasta systkinið sem kveður þennan heim. Eftir lifír Sigfús, yngsti bróðirinn. Hann kveður nú ástfólgna systur eftir langa og samtvinnaða vegferð. Foreldrar Guðlaugar vom vel met- in sæmdarhjón. Að þeim stóðu sterk- ir austfírskir stofhar. Sigmundi vora falin ýmis trúnaðarstörf sveitar sinnar, því að hann þótti bæði „ráða- góður og ráðasnar" eins og segir í vísu sem um hann var kveðin. Hann var atorkumaður, kjarkmikill og harðduglegur líkt og faðir hans, Jón Vigfússon sterki, sem bjó í Gunn- hildargerði og sögur em af í Þjóðsög- um Sigfúsar Sigfússonar. Guðrún var fríðleikskona, vel verki farin, greind, glaðsinna og góðsöm. Hún var af Njarðvíkurætt sem einnig er getið um í Þjóðsögum Sigfúsar Sig- fússonar. Gunnhildargerðisheimilið var mannmargt, oft milli 15-20 manns í heimili. Auk sinna eigin bama ólu hjónin upp 4 fósturböm að allmiklu leyti. Þó ekki væri auður í búi á bemskuheimili Guðlaugar þá var það annálað fyrir gestrisni og greiðasemi og gjafmildi Guðrúnar var mörgum fátæklingum kunn. Systkinin vom alin upp við vinnu- semi, en aðrir þættir uppeldisins gleymdust ekki. Þeim var innrætt trúrækni og aðrar góðar dyggðir. Á þessum ámm var kennsluskylda ekki lögboðin, en Gunnhildargerðishjón vildu mennta böm sín eftir föngum, búa þau undir lífíð og auka þroska þeirra og víðsýni. Þau réðu sér heim- iliskennara sem þau bám allan kostn- að af sjálf og munu böm nágrann- anna oft hafa notið góðs af. Ur þessum frjóa jarðvegi íslenskr- ar sveitamenningar eins og hann gerðist bestur var Guðlaug komin. Hún bar uppeldinu fagurt vitni alla ævi. Hún hlaut í vöggugjöf marga bestu kosti foreldranna og urðu þeir henni notadijúgir á lífsleiðinni. Þegar Guðlaug var 19 ára hieypti hún heimdraganum og fór til Reykjavíkur í nám við hússtjómar- skóla Hólmfn'ðar Ámadóttur. Stuttu eftir heimkomuna eða 28. október 1917 steig hún sitt gæfu- og örlaga- spor er hún giftist Pétri Sigurðs- syni, f. 8. jan. 1888 frá Hjartarstöð- um í Eiðaþinghá. Hann var búfræð- ingur frá Hvanneyri og hafði einnig stundað nám í tvö ár við danskan lýðháskóla. Fyrstu búskaparárin bjuggu Guðlaug og Pétur á nokkmm stöðum á Héraði, en fluttu síðar búferlum að Vattamesi í Fáskrúðs- firði og bjuggu þar góðu búi. Framan af starfaði Pétur hjá Búnaðarsam- bandi Austurlands og fékkst eitthvað við bamakennslu á vetmm. Á herð- um Guðlaugar hvíldi því meira upp- eldi barnanna þeirra átta og annasöm og erfið bústörf bændafólks þessara tíma. En það var ekki að skapi Guð- laugar að vorkenna sér eða víla fyrir sér hlutina, svo í gegnum erfíða tíma komst hún án þess að æðrast enda var frænka mín einhver sú allra dug- legasta kona sem ég hefí þekkt. Böm þeirra hjóna em í aldursröð: Sigriður hjúkmnarfræðingur, f. 18.8.1918, d. 8.3.1968, maðurhenn- ar var Bjöm Guðfinnsson prófessor, f. 21.6.1905, d. 27.11.1950; Sigrún húsfrú, f. 13.3.1920, d. 19.4.1971, hennar maður var Sigurður Þórðar- son endurskoðandi, f. 19.8.1912, d. 12.12.1978; Inga Margrét húsfrú, gift Benedikt Elíassyni Langholt sjó- manni, f. 20.3.1920; Ragnhildur hús- frú, f. 6.9.1922, gift Ásmundi Matt- híassyni lögregluvarðstjóra, f. 30.7.1916; Einar byggingameistari; f. 2.11.1923, kvæntur Sigríði Karls- dóttur verslunarmanni, f. 24.11.1928; Rós húsfrú, f. 6.6.1925, gift Magnúsi Jóhannessyni rennismið f. 28.11.1922; Eysteinn flugvélstjóri, f. 8.12.1926, d. 13.9.1970, kvæntur Margréti Þorvaldsdóttur hjúkmnar- fræðingi, f. 23.9.1928. Bryndís leik- kona, f. 22.9.1928, gift Emi Eiríks- syni loftsiglingafræðingi, f. 28.1.1928. Öll hafa böm þeirra hjóna reynst nýtir og góðir menn og er ættboginn út af Guðlaugu og Pétri orðinn stór. Árið 1933 bragðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur, trúlega vegna heilsu- brests sem Pétur hafði kennt sér. Segja má að heimili þeirra Guðlaug- ar og Péturs í Reykjavík hafí verið reist um þjóðbraut þvera. Frændur og vinir að austan sem leið áttu til Reylqavíkur vom aufúsugestir og dvöldu jafnvel hjá þeim um lengri eða skemmri tíma og nutu allskyns fyrirgreiðslu hjá fjölskyldunni eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ekki söfnuðu þau jarðneskum auði heldur þeim sem mölur og ryð fá ei grandað. Guðlaug var á undan sinni samtíð, þar sem hún, sveitakona austan af landi, stofnaði eigið fyrirtæki, pijónastofu, fyrst á heimili sínu, en flutti hana síðar á Tjarnargötu 3. Hún rak pijónastofuna í mörg ár eða meðan starfsgeta hennar leyfði. Ég hygg að margir eldri Reykvíkingar minnist ánægjulegra viðskipta við hana. En ófáar vora pijónaflíkumar sem hún gaf. Það má segja að hægri hönd hennar hafí sjaldan vitað hvað sú vinstri gerði. Guðlaug fór ekkj varhluta af erfiðleikum í lífinu. í febrúar 1948 brann heimili fjölskyld- unnar á Bergstaðastræti 70 ásamt öllum eignum. Samheldni og dugnað- ur flölskyldunnar kom þá vel í ljós, því að sama árið rétt fýrir jól flytja þau í eigið hús, Úthlíð 13, sem þau hófu byggingu á eftir bmnann. Guð- laug missti mann sinn 24.2.1955 eftir erfíða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Böm hennar þijú dóu á miðjum aldri með stuttu millibili. En Guðlaug var listakona á fleiri sviðum en f pijónaskap. Hún kunni listina að lifa og taka öllu sem að höndum bar, gleðistundum jafnt sem sorgar- stundum í lífínu, með jafnaðargeði og reyndi ávallt að gera gott úr að- stæðum líðandi stundar. Hún sagði eitt sinn við mig þegar hún átti við erfíðleika að stríða að það eina sem hún bæði guð sér til handa væri að beiskja og hatur næði aldrei að festa rætur í sálu sinni. Þessi lífsreynda kona var sannmenntuð í skóla lífsins og stóðst með sóma þau próf sem lögð vom fyrir hana. Guðlaug var bæði skilnings- og kærleiksrík og sóttu því bæði aldnir sem ungir eftir félagsskap hennar, jafnvel eftir að hún var orðin háöldmð. Um kyn- slóðabil var vart að ræða í samskipt- um hennar við yngra fólk. Má segja að hún hafí óbeint verið ættmóðir margra fleiri af yngri kynslóðinni en þeirra sem vom út af henni í beinan legg. Guðlaug var fríð kona og það sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún var fróð og las mikið af allskon- ar bókmenntum, en sneiddi hjá því lesefni sem ofbeldi og aðrar verri hvatir einkenndu. Hún hélt minni sínu vel og oft var leitað til hennar til að fá vitneskju um liðna tíð og birt við hana viðtöl um gamla tímann. Guðlaug var ákaflega ættrækin kona, auk þess að fylgjast vel með öllum sínum afkomendum þá hygg ég að hún hafí fylgst með eða vitað deili á allflestum afkomendum for- eldra sinna, sem munu vera hátt á þriðja hundrað. Hún var hag allra þessara ættingja sinria mjög fyrir brjósti og tók þátt í gleði þeirra og sorgum. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist hún á íjónustumiðstöð aldraðra við Dal- braut. Þar var oft gestkvæmt og þó frænka mín væri farin að heilsu fóm gestir ríkari af hennar fundi, því hún var gefandi í mörgum skilningi. Guðlaug dó sátt við lífíð og til- vemna og kveið ekki umskiptum, enda átti hún góða heimvon. Ég þakka henni af alhug fyrir samleiðina og bið henni blessunar guðs á eilífð- arvegu. Öllum aðstandendum votta ég innilega samúð. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir Guðlaug Sigmundsdóttir, föður- systir mín, hefur nú kvatt jarðlífið, næstsíðust tíu systkina frá Gunn- hildargerði í Hróarstungu. Langur og viðburðaríkur starfsdagur er á enda. I þakklæti fyrir góðsemi henn- ar og hlýhug alla tíð í garð foreldra minna, okkar bræðranna og Qöl- skyldu minnar set ég þessi kveðjuorð á blað. Við Guðlaug ræddum síðast sam- an á heimili hennar í nýliðnum ágúst- mánuði. Á nítugasta og fjórða ald- ursári var hún enn skýr og minnug og gat sagt mér nýjar fréttir af niðj- um sínum. Hún spurði einnig frétta, hafði sama áhuga og áður á að fylgj- ast með hvemig ættingjunum vegn- aði. Hún veitti okkur feðgum kaffí og meðlæti. Þótt dregið hefði vem- lega úr líkamsþrótti hennar fannst mér hún enn vera sjálfri sér lík. — Svona mundi ég Laugu frænku í Úthlíðinni frá því fyrsta, veitandi gestum og gangandi, áhugasama um gengi og heilsufar annarra. Hún vann þá enn á pijónastofu sinni heima, hraðvirk og eljusöm. Marga pijónaflíkina gaf hún okkur bræðr- um. Örlæti hennar var mikið og litla áherslu lagði hún á veraldarauð til handa sjálfri sér. Heimsóknir Laugu frænku á heim- ili foreldra minna settu mjög svip sinn á uppvaxtarár mín. Mér fannst engin bera íslenskan búning af meiri reisn en þessi hávaxna og skömlega kona. Mjög kært var alla tíð með henni og föður mínum, hún leit fyrst og fremst á hann sem litla bróður sinn, en á þeim er tíu ára aldursmun- ur. Móður minni var það mikils virði hve vel Guðlaug tók henni strax og þær mægðust. — Samræður syst- kinanna vom kapítuli út.af fyrir sig. Nærstaddir fluttust iðulega með þeim í huganum frá Reykjavík aust- ur á bóginn í mannlífið á Héraði á fyrsta þriðjungi aldarinnar. Síðar skráði faðir minn eftir systur sinni nákvæma lýsingu á torfbænum í Gunnhildargerði, sem þau ólust upp í, ennfremur minningar um foreidr- ana í niðjatal þeirra, sem út kom árið 1985. Minningabrot Guðlaugar, sem birt vom I ijóram heftum tíma- ritsins „Heima er best“ fyrr á þessu ári, gefa góða hugmynd um umræðu- efni þeirra systkinanna og bera þess einnig ótvírætt vitni hve stálminnug Guðlaug var ennþá á tíræðisaldri. Því fór samt fjarri að Guðlaug væri föst í einhverri fortíðarhyggju, það einkenndi hana einmitt hve já- kvæðan skilning hún sýndi samtíma sínum og lífsmáta ungs fólks. Hún var gædd góðri skynsemi, en nokkuð skoðanaföst. Sálarstyrkur hennar og aðlögunarhæfni dugði henni vel í því mótlæti og gagnvart þeim missi sem hún varð oft að þola á lífsleiðinni. Á erfíðum stundum veitti hún öðmm iðulega af styrk sínum. Guðlaug Sigmundsdóttir uppskar sem hún sáði. Böm hennar, tengda- böm og afkomendur þeirra virtu hana sem mikla ættmóður og fyrir- mynd í allri breytni. Þau studdu hana síðan af alúð þegar hún þurfti þess með. Fyrir það eiga þau skilið þakk- læti frá okkur hinum. Ég og fjölskylda mín sendum þeim öllum samúðarkveðjur. Sigmundur Sigfússon t Faðir okkar, ÞÓRARINN VILHJÁLMSSON, lést á Hrafnistu 5. nóvember. Börnin. t VALGERÐUR HJÖRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Álftahólum 2, andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 6. nóvember. Guðlaugur Eyjólfsson, Þorbjörg Guðlaugsdóttlr, Ingólfur Guðlaugsson, Sigurður Guðlaugsson, Magna Baldursdóttir, Jón Gunnar Guðlaugsson, Lára Jónsdóttir, Báröur Guðlaugsson, Guðný Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SKÚLI BERGMANN BJÖRNSSON, Gnoðarvogi 28, Reykjavfk, andaðist á heimili sínu lau^ardaginn 5. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, ’• Regina Bergmann. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur okkar, EYJÓLFUR EINAR EYFELLS ÞÓRSSON bifvólavirki, Laugarnesvegi 83, lést i Landakotsspítala föstudaginn 4. nóvember. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Eyjólfsson, Þór Jóhannsson, Elín R. Eyfells. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR GÍSLASON frá Langagerði, Kirkjuvegi 14, Selfossi, lést á heimili sínu laugardaginn 5. nóvember. Guðbjörg Jónsdóttlr, Eygló Kristófersdóttir, Björn Sigurðsson, Ester Halldórsdóttir, Steinar Karlsson, Hrefna Halldórsdóttir, Ágúst Morthens og barnabörn. t ANDRÉSÁRNASON húsasmi'ðameistari, Kirkjugerði 14, Vogum, frá Vík f Mýrdal, andaðist laugardaginn 5. nóvember sl. á gjörgæsludeild Borgar- spítalans. Halldóra Davfðsdóttir, Arnbjörg Andrósdóttir, Davfð K. Andrésson, Elfnborg H. Andrésdóttir, Árni Jóhannsson, Hannes B. Andrésson, Ingibjörg Jóna Baldursdóttir, Guðmundur Andrésson, Guðrún Jónsdóttir og barnabörn. t Eginkona mín og móðir okkar, ÞORBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR, Hraunbæ 22, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Sigvaldi Sigurösson, Sigurður Sigvaldason, Gunnlaugur Sigvaldason, Aðalbjörg Slgvaldadóttir, Þorbjörn Sigvaldason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.