Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 265. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Eistland: Yilja fá ræðis- mann í Helsinki Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara EISTNESKA utanríkisráðuneyt- ið hefur tilkynnt Snnskum stjórnvöldum að það hafí áhuga á að opna ræðismannsskrifstofu Sununu verð- ur skrifstofu- stjóri Bush Washington. Reuter. GEORGE BUSH, hinn nýkjörni forseti Bandarikjanna, skýrði frá þvi i gfær að hann hefði ákveðið að skipa John Sununu, rikisstjóra New Hampshire, skrifstofustjóra forsetamebættisins. Skrifstofustjórinn er í raun fram- kvæmdastjóri forsetans og hafði sá orðrómur gengið Qöllunum hærra í Washington undanfama daga að Bush hygðist velja Sununu. Samtök gyðinga í Bandaríkjunum höfðu lát- ið í ljós áhyggjur sökum þessa en Sununu, sem er af líbönskum og bandarískum ættum, neitaði einn ríkisstjóra í Bandaríkjunum að for- dæma samþykkt Sameinuðu-þjóð- anna frá árinu 1975, þar sem síon- ismi var lagður að jöfnu við kyn- þáttahatur. • • Ofgasam- tök bönnuð í S-Afríku Pretoríu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Suður- Afríku hafa bannað starf- semi samtaka hægri öfga- manna, sem nefnast „Frelsis- hreyfing hvitra“. Akvörðun Pretoríu-stjórnarinnar var kunngerð í gær en þetta er í fyrsta skipti sem ákvæðum neyðarlaga er beitt gegn samtökum hvitra öfgamanna í landinu. Ákvörðun stjómvalda kemur í kjölfar fjöldamorðs á götum Pretoríu á þriðjudagskvöld er 23 ára fyrrum lögreglumaður skaut sex blökkumenn til bana ogsærði 12 til viðbótar. Maður- inn hefur lýst yfir því að hann sé ný-fasisti og hefur verið ákveðið að hann skuli sæta geðrannsókn áður en dæmt verður í málinu. „Frelsishrejrfing hvítra" var stofnuð fyrir þremur ámm en helsta stefnumál samtakanna er að blökkumönnum verði meinað að búa í Suður-Afríku. Samtökin em sögð vera fámenn en merki þeirra líkist mjög Hakakrossinum, merki Adolfs Hitlers og fylgismanna hans er nasistar vom við völd í Þýska- landi. Morgunblaðsins. í Helsinki og hafa þessi tíðindi vakið mikla athygli. Finnar fylgj- ast spenntir með þvi, sem er að gerast hjá bræðraþjóðinni sunn- an Finnskaflóa, en stjórnvöld hér, sem eru vön að fara með gát gagnvart Sovétstjórninni, segja, að ekki sé tímabært að ræða um eistnesku tilkynning- una. Tilkynning eistneska utanríkis- ráðuneytisins um áhuga þess á að opna ræðismannsskrifstofu í Hels- inki veldur því, að stjómvöldum hér er vandi á höndum, því Finnar fínna til mikillar samkenndar með Eist- lendingum, sem em skyldir þeim að menningu og tungu, og fylgjast af áhuga með vaxandi sjálfstæð- iskröfum þeirra. Eistlendingar vilja ganga frá þessu máli strax í desem- ber en finnskir stjómmálamenn þegja ýmist þunnu hljóði eða vísa því frá sem ótímabæru. Þjóðfylkingin eistneska er for- ystuaflið í sjálfstæðisbaráttunni en ef græningjar em undanskildir hafa fínnsku stjómmálaflokkamir ekk- ert samband við hana. Kalevi Sorsa, utanríkisráðherra jafnaðarmanna, segir, að flokkurinn geti að vísu stutt þjóðfylkinguna í orði en fínnska ríkið geti hins vegar ekki haft við hana nein samskipti. Þing Eistlands samþykkti á mið- vikudag að lýsa yfír fullveldi lýð- veldisins innan Sovétríkjanna auk þess sem fundarmenn höfnuðu fyr- irhuguðum breytingum á stjómar- skránni. Búist er við því að Æðsta ráð Litháens samþykki svipaðar jrfirlýsingar á fundi sínum í dag, föstudag. Samkvæmt fréttum Reut- ers-fréttastofunnar hélt forseti Eistlands, Arnold Ruutel, í gær- kvöldi til Moskvu til viðræðna við ráðamenn þar en stjómvöld lýstu jrfír því í gær að samþykktir Æðsta ráðsins í Eistlandi biytu gegn stjórnarskrá Sovétríkjanna. Sjá „Til að efla . . .“ábls.27. MorgunDiaoio/BorKur Amarson Þetta er ólýsanlegt sagði Linda Pétursdóttir ungfrú heimur Lundúnum, frá Andrési Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SIGURINN kom mér algerlega á óvart,“ sagði Linda Péturs- dóttir, í samtali við Morgun- blaðið um minútu eftir að ljóst var að Linda hefði hreppt titil- inn ungfrú heimur í Lundúnum í gærkveldi. Blaðamaður spurði Lindu hvort hún gæti lýst þeirri tilfinningu að hafa hlotið þessa viðurkenningu, en hún sagði enga leið að lýsa því: „Þetta er ólýsanlegt." Strax eftir að Linda hafði verið lýst sigurvegari keppninnar þyrpt- ust að henni erlendir blaðamenn og ljósmyndarar, en þrátt fyrir spumingaflóð var Linda greinilega of frá sér numin til þess að geta svarað spumingum þeirra. Hún óskaði þó eftir því að koma á fram- færi kveðju heim til allra þeirra, sem hefðu stutt hana og greitt götu hennar á einn eða annan hátt. Þátttakendur í keppninni voru 84 frá jafnmörgum löndum, en áður en nóttin var öll var ljóst hveijir voru kallaðir og hveijir út- valdir. í öðru sæti var ungfrú Kórea, Yeon-He Choi, sem er 22 ára gömul íþróttafréttaþula. f þriðja sæti var ungfrú Bretland, Kirsty Roper, en hún er sautján ára gömul stúdína. Linda er þó ekki einvörðungu handhafí titilsins ungfrú heimur, því hún var einnig ein af fímm fegurðardrottningum álfanna — fulltrúi Evrópu. Sjá frétt, myndir og viðtöl á bls. 2 og 23. Þjóðarflokkur Benazir Bhutto sigurvegari þingkosninganna í Pakistan: Alþýða manna hefiir krafist vonar, frelsis og framfara — segir Bhutto sem býst við því að verða forsætisráðherra fyrst kvenna í íslömsku ríki Islamabad, Larkana. Reuter. BENAZIR Bhutto, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar i Pakistan, hvatti forseta landsins í gær til að fylgja leikreglum lýðræðis og fela flokki hennar, Þjóðarflokknum, mynd- un meirihlutastjórnar. Verði for- setinn, Ghulamn Ishaq Khan, við ákaili þessu verður Benazir Bhutto forsætisráðherra, fyrst kvenna í ríkjum þeim sem játa múhameðstrú. Þingkosningar fóru fram í Pakistan á miðviku- dag og fékk Þjóðarflokkurinn 92 menn kjörna og vantaði 17 þing- sæti til að ná hreinum meirihluta á þingi. Þetta er í fyrsta skipti í 11 ár sem efnt er til frjálsra kosn- inga í landinu. Benazir Bhutto, sem er 35 ára að aldri, kvað Þjóðarflokkinn hafa fengið umboð þjóðarinnar til að leiða hana á vit 21. aldarinnar, aldar von- ar, frelsis og framfara. Flokkurinn væri sá eini sem unnið hefði sigur í öllum fjórum héruðum Pakistans og því bæri forsetanum að fela henni mjmdun meirihlutastjórnar. Smá- flokkar ýmsir og óháðir framboðs- listar fengu 58 þingmenn og sagði Bhutto á fundi með blaðamönnum á heimili sínu að óformlegar stjómar- myndunarviðræður væru þegar hafnar. Hefð er fyrir því í Pakistan að þingmenn ættbálka og ýmissa trúarhópa annarra en múhameðstrú- armanna gangi til samstarfs við stærsta stjómmálaflokkinn. íslamska lýðræðisfylkingin, kosn- ingabandalag flokka, sem hljmntir eru núverandi stjórnvöldum, fékk 54 fulltrúa kjöma. Kosið var um 207 sæti múslima á þingi en þar sitja alls 237 menn. Samkvæmt stjómar- skránni ber forseta landsins ekki skylda til að veita leiðtoga stærsta stjómmálaflokksins umboð til stjóm- armyndunar en sérfræðingar vom á einu máli um að hann kæmist ekki hjá því að tilnefna Benazir Bhutto. Bhutto kvaðst hafa átt óformlegar viðræður við ráðamenn innan hers- ins, sem stjómað hefur landinu und- anfarin 11 ár en yfírmaður herafla Pakistana hafði áður lýst yfir því að vilji þjóðarinnar yrði virtur. Sjá einnig „Bhutto óumdeilan- legur leiðtogi . . .“ á bls. 2G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.