Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 ÁFERÐ með Kópal Dýrótóni Uvoulielcuii öö stvrkíeiki í haniat ki. Veldu Kópal med gljáa við hæfi. SEVEN Seas VÍTAMÍN DAGLEGA GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ EPLAEDIK + 3 (Ö)t orenco HEILDSÖLUDREIFING Laugavegi 16, simi 24057. Söffur úr hversdagslífínu: í SKÚRIN GARYINNU Ég tilheyri þeim Qölmenna hópi fólks sem hefur gaman af að fara út að borða einstaka sinnum. Mér finnst yndislegt að koma úr vetrarnepjunni inn í hlýjan og notalegan veitinga- staðinn, þar sem skuggar blóm- anna flökta um í síbreytilegu kertaljósinu og hlusta á þægi- lega píanómúsik og skemmtileg- an klið frá glöðu fólki. Ég veit að allir sem fylla þennan hóp með mér reyna eins og ég að gera sér dagamun á þennan hátt, jafnvel nú, þegar „tímarnir eru erfiðir“ eins og sagt er. Um daginn gerðist hins vegar atvik sem sýndi mér „hina hliðina" á veitingahúsum, ef svo má segja. Það eru ekki margir sem koma á slíka staði snemma morguns þegar öll rómatíkin er dáin með kertaljósunum, og maturinn, sem var svo fallegur og girnileg- ur á diskunum i gær er löngu horfínn ofan í hina glöðu gesti og að líkindum á hraðri leið burtu frá þeim aftur. „Hinni hliðinni" á veitingahúsamenn- ingunni kynntist ég um daginn vegna þess að ung vinkona mín, sem vinnur fyrir sér með því að skúra á veitingastað, bað mig að hjálpa sér. Fyrir kemur að hún verður lasin rétt eins og annað fólk, en veitingastaðinn verður að skúra daglega hvað sem raular og tautar. Einu sinni, ekki alls fyrir löngu, þegar umrædd vinkona mín var afleit af kvefi og höfuðverk bað hún mig sem sagt að hjálpa sér að skúra. Ég játti því og hún ók mér á laugardagsmorgni niður í bæ í hikstandi, köldum bíl sem æ ofan í æ skrikaði til á morgunhrími gatnanna. Hún lagði bílnum og tók upp lyklakippuna og opnaði dymar að veitingastaðnum. Þegar inn var komið var loftið eilítið þungt eftir gleðskap næturinnar og laufblöðin á gólfunum sögðu til um að plönt- unum líkaði ekki nema miðlungi vel reykjarloftið frá gestunum. Við fórum fyrst inn í eldhús og mér krossbrá þegar ég sá hvað eldhús- gólfið var með ólíkindum óhreint. Vinkona mín tekur fram kúst og byijar með döprum svip hins kvef- aða að sópa saman ýmsu dóti sem lent hafði á eldhúsgólfínu í hita leiksins kvöldið áður. Ég fer úr kápunni, bretti upp ermamar og bíð eftir fyrirskipunum. Mér er sagt að taka ryksuguna og ryk- suga teppin. Eftir nokkra leit finn ég gripinn og set hann allshugar fegin í samband. Ryksugan fer af stað með miklum hávaða en hún er ekki að sama skapi dugleg að sjúga í sig drasl eins og ryksugum ber þó að gera. Við nánari að- gæslu kemst ég að þeirri niður- stöðu að hún sé hálf stífluð. Ég basla við að losa stífluna og tekst það eftir mikið vesen. Eftir það stendur ekki á að hún sjúgi í sig rykið, hins vegar er týnt eitt milli- stykkið svo ég verð að ryksuga á hnjánum. Þetta hefst þó og ég gæti þess vandlega að tína burtu glerbrot og langar stangir, sem hafðar eru til að hræra í hanastél- um, svo ryksugan stíflist ekki aft- ur. Meðan ég ryksuga er vinkona mín önnum kafin við að sópa sam- an föllnum laufum og brotnum glösum. Ryksugan er hins vegar harla brokkgeng við mig og fer að lokum að blása út úr sér ryki í stað þess að sjúga það upp. Þá kalla ég í vinkonu mína og býð henni verkaskipti, held kannski að henni gangi betur að ráða við ryk- suguna. Ég fæ kústinn í hendurnar og held áfram þar sem frá var horfið, að sópa saman ýmsu rusli á gólfinu. Þegar ég horfi á hin föllnu lauf og glerbrotahrúguna dettur mér í hug kvæði Davíðs: Gekk ég um dagmál frá drykkju og leikj- um brotnum glösum og brunnum kveikjum Gekk ég aleinn, en ánnar leiddi meyna sem mig til mótsins seiddi. Hver svo sem hefur seitt hvern kvöldið áður, þá er eitt víst, eitt- hvað hefur þetta fólk verið að hugsa um annað en snyrtimennsk- una. Svo mörg glös virðast vera í brotahrúgunni að ég hallast að því að það hljóti að kosta hnyskju að endurnýja glasaforðann ef um- gengnin um glertauið er venjulega svipuð þessu. Kannski að Islend- ingar séu enn eins og berserkimir sem bitu í skjaldarrendurnar. Nú er hins vegar lítið framboð af skjaldarrendum en mikið framboð af glösum, menn bíta kannski í það sem nærtækast er þegar ber- serksgangurinn kemur yfir þá. Sé svo er kannski ekki að kynja þó tannstönglar séu líka áberandi í ruslahrúgunni. Mönnum finnst kannski óþægilegt að ganga með glerbrotin milli tannanna. Hvað sem öðru líður þá eru Islendingar greinilega komnir uppá lag með að stanga vel úr tönnum sínum. ^ Þeir eru hins vegar ekki allir snyrtilegir að sama skapi og kasta því tannstönglunum óhikað á gólf- ið. Margir samtíðarmenn mínir eru augljóslega með tannholdsbólgu. Það er auðséð af þeim blóðugu tannstönglum sem eru þama í bland við annað drasl. Hvað rauð- astur er þó plasteyrnalokkur einn sem orðið hefur viðskila við eig- anda sinn og liggur í umkomuleysi á gólfinu. Ég hugsa um fallvalt- leika lífsins og set vesalings eyma- lokkinn upp á borð, fæ mig ekki til að henda honum með hinu drasl- inu, sem ég tek upp með fægiskúffu og set í rusladallinn. Eftir viðureignina við ryksug- una og kústinn tökum við vinkon- umar stutta „pásu“ en ekki líður að löngu þar til við sjúgum sultar- dropana upp í nefið og höldum áfram að úðra. Vinkonan sækir vatn i stórt fat og fer að skúra, en ég tek að mér að hreinsa kló- settin. Það er ekki þrifalegt verk. Einum gestanna hafði greinilega orðið bumbult og ekki hitt alveg beint í klósettið þegar hann kast- aði upp. Ég þríf þetta möglunar- laust en get ekki varist því að hugsa fremur kuldalega til hins magaveika gests. Eitt af klósettun- um vili ekki lengur sinna sínu hlut- verki eins og vera ber. Vatnskass- inn hefur sagt af sér og það flýtur heiðgulur vökvi neðst í klósettinu. Ég sæki plastílát og fylli það af vatni og klórvökva og helli þessu niður í klósettið. Ég hef mikið fyr- ir þessu, en um það leyti sem guli vökvinn er horfinn á vit Atlants- hafsins þá frétti ég að til stendur að setja niður nýtt klósett seinna sama dag. Það stendur á endum að þegar ég er búin að þrífa klósettin og vinkona mín hefur lokið við að skúra og endanlega búin að gefast upp á ryksugunni, þá kemur eig- andinn. Hann glaðhlakkalegur mjög og býður okkur hressilega góðan daginn. Vinkona mín hefur lengi setið um að ná tali af eigand- anum svo nú ber vel í veiði. Hún beinir talinu tafarlaust að kaup- gjaldsmálum, til stendur að hún og vinkona hennar taki senn að sér í sameiningu að skúra við- bótahúsnæði. Hún talar um kjör sín og þau kjör sem ræstingakonur hafi á flestum stöðum, samkvæmt samningum síns stéttarfélags. Eig- andinn verður ókvæða við en segir eitt ljóst, hann vilji ekki af neinum félagasamtökum vita í sínu húsi. Vinkonu minni, sem er ung og óreynd, verður orðfall, en ég, sem eldri og reyndari manneskja segi alvarlega við manninn að einhvern rétt hljóti stúlkumar að hafa, eftir einhveijum reglum hljóti hann að borga. Hann verður þungbrýnn við svona derring í einni vesælli skúr- ingakonu og segir: „I þessu hús ræð ég öllu, hér hafa menn þann rétt sem ég vil.“ Eftir þessa yfirlýs- ingu skálmar hann burtu enda ljóst að ekki dugar fyrir slíkan mann að eyða alltof löngum tíma á tali við óbreyttar vinnukindur. Það má hann þó eiga að nokkru seinna sá ég hann koma að máli við vinkonu mína og biðja hana þess lengstra orða að koma fljótlega að semja um kaupið. Þá var hann svo hlýleg- ur að helst gæti maður haldið að innan undir hinum þykka skrápi slægi hlýtt hjarta. Kannski að svo sé. Einhvers staðar segir að maður komi manns í stað. Það rættist þarna, þegar eigandinn yfirgefur okkur þá drifur allt í einu að fólk úr öllum áttum. Skyndilega er allt orðið fullt af fólki á veitingastaðn- um. Mikill handagangur verður snýst þar hver um annan. Það upplýsist að óvænt er von á stórum hópi af fólki svo hafa verður hrað- ar hendur til að undirbúa allt fyrir gestakomuna. Andrúmsloft stað- arins fer nú helst að líkjast því sem ríkti í frægri kvikmynd eftir hinn franska Tati. Við í skúringunum drífum okkur að ljúka okkar störf- um og koma svo áhöldum fyrir. Okkur tekst þetta naumlega áður en inn taka að streyma konur á ýmsum aldri, sem allar eru þó greinilega kunnugar og segja elsk- an hver við aðra. Ég fer í kápuna og vinkona mín í peysu utanyfir sig og saman þrömmum við niður óhreinan stig- ann. Ekki hafði reynst unnt að koma ryksugunni í samt lag svo við gátum ekki lokið við að ryk- suga. En hvað um það, gestimir eru vonandi eins og flestir Islend- ingar, horfa hátt og hugsa um sitt- hvað mikilfenglegra en rusl sem skúringakonur þrifa í nöturlegri morgunskímunni, við undirleik stuðlaga sem þulirnir á útvarps- stöðvunum keppast við að kynna með yfirdrifnum hressileika. Á götunni fyrir utan er allt komið í fullan gang, fólk og bílar á fart- inni og brotnu glösin og óhreinu klósettin blikna og verða að fjar- lægri endurminningu, rétt eins og þau kvöld sem ég hef setið á veit- ingahúsum við kertaljós, blómailm og ljúfa tónlist. Allt er eins og var — og þó. Skyndilega býður mér í grun að það verði aldrei neitt eins og það var. Hætt er við að hér eftir læðist að mér samkennd með skúringakonunni þegar ég sé yfir- lætisfulla gesti kasta frá sér glös- um og tannstönglum, að ekki sé talað um ef fyrir augu ber útælt klósett og annað því um líkt. Á leið inn í bílinn finn ég að hér eft- ir mun hjarta mitt slá hlýtt til allra skúringakvenna sem þrífa á gráum morgnum damminn eftir sóðalega næturhrafna. Ætli þeim sömu hröfnum brygði ekki í brún ef eng- inn þrifi eftir þá ósómann og vísast vilja þeir ekki geraþað sjálfir, sem þó væri réttast. Eg hugsa með mér að ef eitthvert réttlæti ríki hinu megin þá ættu allir sóðar að vinna við ræstingar. En ég átta mig um leið á því að lítil líkindi eru til þess að mikið sé um gler- brot og blóðuga tannstöngla á betri staðnum. Og þó næturhrafnamir séu kannski óskemmtilegir þá get ég nú samt ómögulega fengið af mér að óska þeim á verri staðinn þar sem líkindi á slíkri umgengni væru líklega meiri. Ég sé í hendi mér að einfaldast væri að þeir bættu ráð sitt og þá frómu ósk ber ég fram i huganum um leið og ég skelli aftur bílhurðinni og bíllinn hrekkur í gang. TEXTI: Guðrún Guðlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.