Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 ÍÞRÚMR -FOLK ■ NORÐURLANDAMÓTIÐ í keilu hefst í dag í Óðinsvé í Dan- mörku og eru Islendingar meðal þátttakenda í fyrsta sinn. Landslið Islands er skipað eftirtöldum leik- mönnum: Alois Raschofer, Hjálmtý Ingasyni, Valgeiri Guð- bjartssyni, Birni Vilhjálmssyni, Guðmundi Guðmundssyni, Halld- óri Sigurðssyni, Ásdisi Steingr- imsdóttur, Heiðrúnu Þorbjörns- .dóttur, Birnu Þóðardóttur, Jónu 'uunnarsdóttur, Ágústu Þor- steinsdóttur og Elínu Óskars- dóttur. Liðið hélt utan á sunnudag og hefur leikið tvo æfingaleiki. A mánudag var keppt við úrvalslið Dana í Kaupmannahöfn og sigr- uðu Danir í báðum flokkum. í karlaflokki 3.439:3.046 og í kvennaflokki 3.134:2.847. Á þriðju- daginn var leikið við meistara Suð- ur-Svíþjóðar, Pilgaarden, en með því liði leikur heimsmeistari kvenna. I karlaflokki sigraði sænska liðið 3.459:3.262 og í kvennaflokki unnu sænsku stúlkunar, 3.293:2.922. I JÓHANN Torfason var kjör- inn formaður Iþróttabandalags “ tsaQarðar á aðalfundi banda- lagsins fyrir skömmu. Jóhann tók við formennskunni af Gunnari Péturssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. ■ GRUNNSKÓLI Grindavíkur sigraði þrefalt í úrslitakeppni grunnskólanna í körfuknattleik sem fram fór í Grindavík um helgina. í keppni í 7. og 8. bekk sigruðu Grindvíkingar nemendur úr Selja- skólanum 32:18. Sömu lið mættust —'.Aárslitum í 9. bekk drengja og lauk ieiknum með sigri heimamanna, 39:28. Loks sigruðu heimamenn í 7.-9. bekk stúlkna. Þar vann Grunnskóli Grindavíkur úrslita- leik gegn Réttarholtsskóla 16:10. ■ Á mynd frá 2. deildarkeppn- inni í sundi, sem birtist í blaðinu á þriðjudaginn, voru bæði lið UMSK, sem sigraði, og HSÞ, sem varð í öðru sæti, en ekki bara lið UMSK eins og sagt var. Þá vantaði nafn eins þjálfara UMSK-liðsins í upp- talningu. Það var nafn Sifar Bach- man. Beðist er velvirðingar á þessu. KNATTSPYRNA Firma- og félagshópa- keppni FH Firma- og félagshópakeppni FH í innanhúss knattspymu verður haldin 2. - 4. desember n.k. Leikið verður í 2 x 7 mínútur og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sæt- in. Þátttaka tilkynnist fyrir 25. nóvember til Guðmundar (652023), Bjöms (40912) eða Jóns Þóris ^551317). KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Island gegn bestu þjóðum Rewns IHM? Sterkustu körfuboltalandslið heims taka þátt í undankeppni HM ISLENDINGAR hafa sem kunnugter ákveðið að taka þátt (undankeppni heims- meistarakeppninnar í körfu- knattleik (fyrsta sinn. í gœr rann út frestur til að skila þátttökutiikynningum og þá hafði 21 þjóð boðað þátttöku. í hópí þessara þjóða er marg- ar þœr bestu í heimi, s.s. ólympíumeistararnir Sovét- menn, Júgóslavar og Spán- verjar. Allar þessar þjóðir hafa einnig ákveðið að taka þátt í Evr- ópukeppninni sem hefst í maí á næsta ári. Þijú efstu liðin í þeirri keppni komast beint í lokakeppni HM og munu því ekki taka þátt í undankeppninni. En hvaða þijú lið það verða skýrist ekki fyrr en í maí. Það verða því 18 þjóðir sem taka þátt í undankeppni HM í september. Liðunum 18 verður skipt í þijá riðla en aðeins tvö lið komast áfram. Hjá aðaistöðvum FIBA í Munchen fengust þær upplýsing- ar að þessir þrír riðlar yrðu leikn- ir í þremur löndum, en ekki hefur verið ákveðið hvar, né hvemig skipt verður ( riðla. íslendingar hafa leikið gegn nokkrum af þeim þjóum sem taka þátt I keppninni og ættu að eiga möguleika gegn þjóðum á borð við Belgíu, England, Finnland og Portúgal. Faar Pótur að spiia? Það sem skiptir þó mestu máli fyrir íslenska landsliðið er hvort Pétri Guðmundssyni verður leyft að leika með liðinu. Hann leikur með San Antonio Spurs í NBA- deildinni en leikmenn sem leika þar mega ekki leika með lands- liði. Á heimsþingi FIBA í maí verður tekin ákvörðun um hvort leikmönnum úr NBA-deiIdinni verði heimilt að leika með lands- liði. Miklar líkur eru á að það verði samþykkt og því gæti Pétur hugsanlega leikið með landsliðinu í september. Eins og áður segir eru riðlarnir þrír og sex þjóðir hafa lýst yfir áhuga á halda keppnina. Það eru Spánn, England, ísrael, Ung- veijaland, Finnland og V-Þýska- land. Eftirtaldar þjóðir taka þátt í keppninni: Belgía, Búlgaría, Eng- land, Finnland Frakkland, Grikk- land, ísland, Israel, Ítalía, Holl- and, Júgóslavía, Pólland, Portúg- al, Sovétríkin, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkóslóvakía, Tyrkland, Ungveijaland og V-Þýskaland. KNATTSPYRNA / SVISS Atalihjá Atla... SAMKVÆMT frétt svissneska dagblaðsins Basler Zeitung í fyrradag sleit Atli Eðvaldsson samningi við knattspyrnufélag- ið Old Boys (Basel. I síðustu viku fullyrtu svissnesk blöð að Atli hefði gert samning við Old Boys um að leika með liðinu fram á nœsta vor. Atli sagði Morgunblaðinu hins vegar að hann hefði ekki samið við fé- lagið. Ífrétt blaðsins kemur fram að Atli hafi slitið samninginn af persónulegum ástæðum, fjölskylda hans sé ekki reiðubúin að flytja til Basel. Hann er gagnrýndur fyrir að hafa ekki gengið úr skugga um vilja fjöl- skyldunnar áður en hann skrifaði undir og bent er á að félagið gæti farið í mál við hann. En forseti þess, Roger Harrisber- ger, segist ekki kæra sig um það. „Það myndi ekki þjóna neinum til- gangi,“ er haft eftir honum. „Við myndum ekki hafa gagn af leik- manni sem vildi helst ekki spila með okkur. Þess vegna sættum við okkur við að hann slíti samningn- um.“ Basler Zeitung sagðist ekki hafa náð í Atla á þriðjudag. „Kona hans sagði fyrst að hann hafí skroppið út en kæmi aftur eftir hálftíma,“ segir í blaðinu. „Eftir nákvæmlega þijátíu mínútur var síminn á heim- Frá Önnu Bjamadóttur íSviss Atli EAvaldsson. ili Eðvaldssonar á tali. Og var það þangað til blaðið fór í prentun..." sagði blaðið. Opið daglega frá kl. 13-14, laugardaga frá kl. 10-20. Félagsnúmer Fram er 108. Símaþjónusta í síma 680342. JEj þjónusta. Aðstoð við útfærslu á kerfum. FramheimHið. KNATTSPYRNA Breytingará ^ bikarkeppni KSÍ? Allt bendir til þess að breyting- ar verði á fyrirkomulagi bikar- keppninnar í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. Breytingartillaga þess efnis verður borin fram á þingi KSÍ sem fram fer á Selfossi í byij- un desember. Tillagan mun stuðla að því að 1. deildarliðin, sem hingað til hafa GLIMA ekki komið inní keppnina fyrr í 16-liða úrslitum, munu nú koma inn í 34-Iiða úrslit. Möguleikar 3. og 4. deildarliðanna verða þá meiri á að mæta þeim bestu. Ef þessi breyt- ingartillaga nær fram að ganga mun ekkert sumarfrí verða hjá 1. deildarliðunum eins verið hefur. Jóhannes glímu- kappi Suðurlands ÞAÐ var hinn ungi og efnilegi Jóhannes Sveinbjörnsson sem tryggði sér sigurinn í Fjórð- ungsglímu Suðurlands sem haldin var á Laugarvatni um helgina. Þetta var þriðja árið í röð sem Jóhannes hlaut titilinn Glímu- kapþi Suðurlands og vann þar með til eignar fagran silfurbikar sem Búnaðarbankinn á JónM. Hellu gaf til keppn- ivarsson innar árið 1969. skrifar Keppendur voru 14, allir frá HSK. Keppt var í tveim aldursflokkum á mótinu. í flokki 16 ára og eldri sem er hin eiginlega ijórðungsglíma urðu úrslit þessi: 1. Jóhannes Sveinbjömsson ..4 vinn. 2. Helgi Kjartansson......3 vinn. 3. Hörður Ó. Guðmundsson...2 vinn. 4. Jóhann G. Friðgeirsson.1 vinn. 5. SigurðurR. Hilmarsson ....0 vinn. Jóhannes hafði yfirburði og var sigur hans aldrei í hættu. Hann sýndi fjölhæfni og lagði andstæð- inga sína á þrenns konar mismun- andi brögðum. Jóhannes er í dag tvímælalaust sterkasti glímumaður Suðurlands og því vel að titlinum kominn. Helgi Kjartansson er vaxandi glímumaður. Hann glímdi af lipurð og lagði viðfangsmenn sína á afger- andi brögðum. Hörður er lunkinn glímari sem er fljótur að bregða ef færi gefst. Þessir drengir eru allir undir tvítugu og eiga mikla framtíð fyrir sér í glímunni. í flokki 12 ára og yngri urðu úrslit þessi: vinn. 1. ■ Ólafur Sigurðsson 7 2.-3. Lárus Kjartansson 6,5+0,5 2.-3. Torfi Pálsson 6,5+0,5 4. Gestur Gunnarsson 5,5 5. Óðinn Kjartansson 4 6. Andri Hilmarsson 2,5 7. Jón Þ. Jónsson 2 8.-9. Rúnar Gunnarsson 1 8.-9. Guðjón Halldórson 1 Þama var glímt af miklum krafti og leikgleði. Áberandi var að þeir sem beittu einkum hábrögðum urðu í efstu sætunum. Ólafur, Láms, Torfi og Gestur hafa náð allgóðu valdi á klofbragði og lausamjöðm sem þeir beittu með ágætum ár- angri. Kenning „gömlu mannanna" var sú að ekki þýddi að kenna drengjum hábrögð fyrr en eftir fermingu. Þessa kenningu hafa þjálfarar drengjanna þeir nafnar Kjartan Helgason og Kjartan Lárusson nú afsannað. Ur þeirra félögum, umf. Hvöt og umf. Laugdæla vom allir keppendur mótsins. Glímustjóri var Jón M. ívarsson og yfirdómari Hörður Gunnarsson formaður glímudeildar Ármanns. Heildarsvipur mótsins lofar góðu fyrir þjóðaríþróttina og sýnilega verður þeim Skarphéðinsmönnum létt um glímusporið í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.