Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Magnea S. Guðlaugs- dóttir - Minning Fædd 16. apríl 1929 Dáin 10. nóvember 1988 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem). í dag er til grafar borin glskuleg vinkona mín, Magnea Stefanía Guð- laugsdóttir, sem lést á Bromton- sjúkrahúsinu í London þann 10. nóvember sl., þar sem hún gekkst undir mikla hjartaaðgerð tveimur dögum áður. Á skilnaðarstund vakna kærar endurminningar. Foreldrar Möggu voru hjónin Guðlaugur Halldórsson, vélstjóri í Hafnarfírði, og Þóra Ágústa Magn- úsdóttir. Guðiaugur var fæddur 8. nóv. 1885 í Garðhúsum, sonur Hall- dórs Sigurðssonar, bónda í Páls- húsum í Garðahreppi, og konu hans, Sigurlaugar Guðmundsdóttur. Guð- laugur var vélstjóri á ýmsum togur- um, íslenskum og erlendum. Hann fórst með bv. Gullfossi 28. febrúar 1941, er Magnea var aðeins ellefu ára gömul. Móðir hennar, Þóra Ágústa, var fædd 14. júní 1897, dóttir Magnúsar Björnssonar, bónda á Efri-Hömrum í Ásahreppi, Rangárvallasýslu, og konu hans, Stefaníu Ámundadóttur frá Bjólu, og voru þau systkinin 14 sem upp komust. Móður sína missti Magnea í júní 1943, þá aðeins fjórtán ára. Einn bróður átti Magga. Hann hét Halldór Sigurður, vélstjóri í Hafnar- firði, f. 12. janúar 1928, d. 23. júní 1983. Hann var ókvæntur og barn- laus. Voru miklir kærleikar með þeim systkinum. Þann níunda ágúst 1952 giftist Magga Halldóri Jónssyni, f. 10. apríl 1931 á Akranesi. Halldór er sonur Jóns Eyjólfssonar, bifreiða- stjóra, og Guðfinnu Ástu Strand- berg, en ólst að mestu upp hjá Þorsteini Vilhjálmssyni, bónda í Efstabæ í Skorradal, og konu hans, Eyvöru Eyjólfsdóttur, föðursystur Jóns. Halldór var lengi bifreiða- stjóri og síðar sjómaður, en starfar nú í Straumsvík. Dóri og Magga bjuggu lengst í Hafnarfírði. Heimilið er fallegt og bar húsmóðurinni gott vitni. Magga var með afbrigðum myndarleg hús- móðir, snyrtileg og forkur dugleg- ur. Samband þeirra var gott og ástúðlegt. í tæp 24 ár starfaði Magga sem matráðskona í sanddæluskipum Björgunar hf. og hefur það útgerð- arfélag reynst henni með afbrigðum vel í veikindum hennar. Magga eignaðist þtjár dætur. Þær eru: Þóra Ágústa, f. 13. janúar 1949, María Eyvör, f. 12. janúar 1951, og Ásta Óla, f. 5. janúar 1952, og eiga þær þijú börn hver. Mér er efst í huga þakklæti og hryggð. Þakklæti til hennar og samhryggð með eiginmanni og dætrum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímamót- um, og blessa minningu hennar. Svala Wigelund t innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur minnar, ÖNNU RAGNHILDAR VIÐARSDÓTTUR, Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á taugadeild Landspít- alans fyrir góða umönnun. Fyrir hönd sonar og annarra vandamanna. Viðar Jónson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, HARÐAR GUÐMUNDSSONAR, Álfheimum 26, Reykjavfk. Guðrún Klemenzdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar | fundir — mamrfagnaðir FELAG EU) 1II BORGARA Félagsfundur Félag eldri bogara í Reykjavík og nágrenni heldur almennan félagsfund í Tónabæ á morgun laugardaginn 19. nóvemberkl. 13.30. Dagskrá: Félagsmál, húsnæðismál, fjáröflun og heimil- isþjónusta. Félagar mætið vel. . Stjornm. ýmislegt Getur þú tryggt gæði fyrir gott verð? Útflutningsfyrirtæki óskar að komast í sam- I band við vandað frystihús utan sölusamtaka j sem gæti framleitt 5-10 tonn af þorsk- og ýsuflökum á dag. Um er að ræða langtíma- sölu til vandaðs kaupanda í Evrópu sem er reiðubúinn til að greiða hátt verð fyrir vand- aða framreiðslu. Lysthafendur vinsamlega leggi nöfn sín inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Gæði-öryggi - 8454“ fyrir þriðjudag nk. Óskilahross Eftirtaldir hestar, sem eru í vörslu hesta- mannafélagsins Fáks og ekki vitað um eig- endur að, verða seldir á opinberu uppboði fyrir áföllnum kostnaði kl. 16.00 þann 10. desember nk., verði réttir eigendur ekki bún- ir að vitja þeirra fyrir þann tíma og greiða áfallin gjöld: Dökkjarpur hestur, 10-11 vetra, markaður Brúnn hestur, 9 vetra, markaður. Ljósjarpur hestur, 7 vetra, ómarkaður. Brúnstjörnótt hryssa, 12 vetra, ómörkuð. Frekari upplýsingar um hrossin verða veittar á skrifstofu Fáks í síma 672166 rnilli kl. 15.00-18.00 alla virka daga. Hestamannafélagið Fákur. | nauðungaruppboð | Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta, á fasteigninni Múlavegi 17, Seyðisfirði, þinglesin eign Gyðu Vigfúsdóttur, en talin eign Lilju Kristinsdóttur, eftir kröfu Árna Halldórssonar hrl., og Ara ísbergs, hdl. fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 21. nóvember 1988 kl. 9.00. Bæjarfógeti Seyðisfjarðar. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Höröuvöll- um 1, Selfossi: Þriðjudaginn 22. nóv. 1988 kl. 10.00 Borgarheiði 23, Hveragerði, þingl. eigandi Björgvin Ásgeirsson. Uppboðsbeiðandi er Byggingasjóður ríkisins. Heiðarbrún 42, Hveragerði, þingl. eigandi Ingibergur Sigurjónsson. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Þ. Árnason, hdl., Ólafur Gústafsson, hrl. og Byggingasjóður rikisins. Heiðmörk 44, Hveragerði, þingl. eigandi Gestur Eysteinsson. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki Islands, Innheimtustofnun sveit- arfélaga og Guðjón Ármann Jónsson, hdl. Laufskógar 7, n.h., Hveragerði, þingl. eigandi Árni Jónsson. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki Islands, lögfræðingadeild. Leigul. vestan Isólfsskála, Stokks., þingl. eigandi Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. Uppboðsbeiðandi er Hróbjartur Jónatansson, hdl. Miðvikudaginn 23. nóv. 1988 kl. 10.00 Einigerði nr. 1 A, Mýrarkoti, Grímsnesi, þingl. eigandi Salman Tamimi. Uppboðsbeiðandi er Valgeir Pálsson, hdl. Önnur sala. Eyjahraun 38, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Suðurvör hf. Uppboðsbeiöendur eru Byggingasjóður rikisins og Guðjón Ármann Jónsson, hdl. Önnur sala. Grashagi 6, Selfossi, þingl. eigandi Valdimar Bragason. Uppboðsbeiöendur eru Útvegsbanki Islands, Jakob J. Havsteen, hdl., Reynir Karlsson, hdl., Byggingasjóður rikisins og Jón Ólafsson, hrl. Önnur sala. Hótel Valhöll, Þingvöllum, þingl. eigandi Valhöll hf. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Axelsson, hrl. Önnur sala. Laufskógar 7, e.h., Hveragerði, þingl. eigandi Jóhann Sigurvin Einars- son. Uppþoðsbeiðendur eru Jón Eiriksson, hdl. og Byggingasjóöur rikisins. Önnur sala. Mýrarkot, Grímsneshreppi ('/« hl.), þingl. eigandi Hilmar Jónsson. Uppboðsbeiöandi er Gisli Baldur Garðarsson, hrl. Önnur sala. Oddabraut 3, Þorlákshöfn, þingl. eigandl Hjálmar Guðmundsson. Uppboðsbeiðendur eru Jón Magnússon, hdl., Jón Eiriksson, hdl., Jakob J. Havsteen, hdl. og Brunabótafélag íslands. Önnur sala. Sýslumaðurinn i Arnessýsiu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Þór FUS á Akranesi Þór, félag ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, heldur fund um stjórnmála- ástandið í dag, föstudaginn 18. nóvember kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu við Heiðarbraut. Yfirskrift fundarins verður: „Auðbrekkustjórnin. Hvað kostar hún? Hvað lifir hún lengi?" Frummælendur verða þeir: Árni Sigfússon, formaður SUS og Hann- es Hólmsteinn Gissurason, lektor við Háskóla Islands. Eftir fundinn verður opið hús. Allir velkomnir. Almennur stjórnmálafundur Sauðárkróki Almennur stjórn- málafundur verður haldinn laugardag- inn 19. nóvember kl. 16.00 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Málshefjendur verða alþingis- mennirnir Matthías Á. Mathiesen og Pálmi Jónsson. Allir velkomnir. Seltirningar Bæjarmálafundur Þriðjudaginn 22. nóvember nk. kl. 20.30 verður haldinn fundur um bæjarmál og mannlíf á Seltjarnarnesi á Austurströnd 3. Framsögu flytur Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri og formenn nefnda bæjarins flytja stutt ávörp. Komið og takið þátt í umræðunum. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Seltirninga. Sjálfstæðisfélag Akureyrar Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn laugardaginn 19. nóvember nk. kl. 14.00 í Kaupangi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. Stjórnin. Vesturland Aðalfundur kjör- dæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins i Vesturlandskjör- dæmi verður hald- inn i félagsheimilinu i Ólafsvík laugardag- inn 19. nóvember 1988 kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Alþingismennirnlr Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Friðjón Þórðarson koma á fundinn og ræða landsmál og héraðsmál. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.