Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Vigdís hitti Eng- landsdrottningu Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Lundúnum, Andrési Magnússyni. ANNASAMT var hjá Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í Lundúnum í gær. Hún þáði hádegisverðboð Elísabetar Eng- landsdrottningar II. og tók á móti borgarsljóra Lundúna. Til stóð að veita Magdi Habib Yacoub, lækninum sem græddi hjarta og lungu í Halldór Halldórsson, fálkaorðuna, en þeirri athöfn varð að fresta þar sem Yacoub var upptekinn við skurðaðgerð og komst ekki frá. Forsetinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hádegisverðar- boðið í Buckingham Palace hefði einkennst af einlægri vináttu og ljóst væri að Englandsdrottningu og Filippusi hertoga, eiginmanni hennar, væri mjög hlýtt til ís- lands og íslendinga. Tólf manns hefðu setið við borðið, sem þætti víst lítið á þeim bæ og andrúms- loftið hefði verið mjög einlægt, rétt eins og góðir vinir væru sam- an komnir, en allir sem við borð- ið sátu þekktust fyrir. „Það kom í ljós að við eigum mjög svipuð áhugamál, sem eru umhverfísvemd og landrækt. Filippus hertogi hefur oft komið til Islands og Elísabet hefur greinilega fengið góða lýsingu á landinu hjá honum óg Karli ríkis- arfa,“ sagði Vigdís. Hún sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem fram hefði komið hversu drottningu og eiginmanni hennar er hlýtt til íslands og gaman hefði verið að heyra hve mikinn áhuga þau hefðu sýnt á gróður- Morgunblaðið/Börkur Amarson Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands tekur á móti borgarstjóra Lundúna, sir Christopher Collett, í sendiherrabústað íslands. ræktarátaki íslendinga. Nefndi hún að hertoginn hefði sent sér áritaða bók sína um þessi mál- skömmu eftir að hún sneri aftur úr Buckingham-höll. Síldarsölt- un hafín á 43stöðvum SÍLDARSÖLTUN er hafín í 43 stöðvum en saltað verður \ 45 stöðvum á þessari vertíð, að sögn Kristjáns Jóhannessonar birgða- og söltunarstjóra síldarútvegs- nefndar. Reiknað var með að búið yrði að salta í 181.000 tunn- ur i gærkvöldi en saltað hafði verið í 177.271 tunnu í fyrra- kvöld. Síld veiddist í Mjóafírði í fyrrinótt og í Eskifirði og Reyð- arfírði í gærdag. Saitað hafði verið í 31.009 tunn- ur á Eskifírði í fyrrakvöld, 30.282 tunnur á Höfn í Homafírði, 21.694 tunnur á Seyðisfírði, 18.035 tunnur á Reyðarfírði og 17.606 tunnur í Grindavík. Þá hafði verið saltað í 18.452 tunnur í Fiskimjölsverk- smiðju Homafjarðar, 12.893 tunnur í Pólarsíld á Fáskrúðsfírði, 11.983 tunnur í Strandarsfld á Seyðisfírði og 11.711 tunnur í Skinney á Höfn í Homafírði. VEÐURHORFUR íDAG, 18. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænlandi er 1036 mb hæð og 1030 mb hæð yfir l’slandi, en 1000 mb lægð á leið austur yfir Skotland og 998 mb lægð um 800 km suðaustur af Hvarfi þokast norður. Kalt verð- ur áfram, úrkoma inn tii landsins og á Norðurlandi. ' SPÁ: Á morgun verður hæg breytileg átt á landinu. Víða bjart veð- ur og talsvert frost inn til landsins og á Norðurlandi, en við sjávar- síðuna á Suður-, Vestur- og Austurlandi verður skýjað, ól á stöku stað og vægt frost. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað og líklega smáél við suð-vestur- og vestur- ströndina en bjart verður að mestu norðanlands og austan. Frost verður áfram, einkum inn til landsins. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Afskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður ' er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ’ , ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur [~7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hlti +10 +1 veóur léttskýjað skýjað Bergen 8 skýjað Helsinki 2 léttskýjað Kaupmannah. 8 þokumóða Narssarssuaq +3 alskýjað Nuuk +4 alskýjað Osló 3 rígnlng Stokkhólmur 3 slcýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 20 skýjað Amsterdam 8 mistur Barcelona 15 mistur Chicago +1 heiðskirt Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 7 þokumóða Glasgow 10 rígning Hamborg 10 mistur Las Palmas 23 léttskýjað London 11 suld Los Angeles 12 léttskýjað Lúxemborg 3 þoka Madríd 13 þokumóða Malaga Mallorca 21 iéttskýjað léttskýjað Montreal 8 skúr New York 15 rigning ParÍ8 6 þokumóða Róm 16 léttskýjað San Diego 12 mistur Wlnnlpeg +7 snjókoma Skipting útsvars- tekna milli sveitar- félaga reiknuð á ný UM NÆSTU helgi verður á ný reiknuð út skipting útsvars- tekna milli sveitarfélaga, en í ljós hefúr komið að við útreikn- inga sem gerðir voru um síðustu mánaðamót áttu sér stað mistök í gagnaúrvinnslu í einhvetjum tilfellum. Að sögn Magnúsar E. Guðjónssonar framkvæmda- stjóra Sambands íslenskra sveit- arfélaga verður við útreikning- ana miðað við innheimtuhlutföll fyrstu 10 mánaða ársins, og er þá búist við að leiðrétting fáist á fyrri úrvinnslu. Magnús E. Guðjónsson sagði í samtali við Morgunblaðið að við þá uppstokkun á skiptingu útsvars- tekna milli sveitarfélaga sem gerð var um síðustu mánaðamót, hafí verið miðað við að skipta öllu sem innheimt hafði verið til 31. október í samræmi við innheimtuhlutfoll fyrstu sex mánaða ársins. „Það var ljóst þá að þetta gæti raskast þegar innheimtuhlutföll alls tímabilsins lægju fyrir. Um næstu helgi á að skipta því sem þá verður komið inn eftir inn- heimtuhlutföllum fyrstu 10 mán- aða ársins, og þá mun væntanlega koma í ljós einhver breyting á Bankarnir: skiptingunni milli sveitarfélag- anna, meðal annars vegna þess að í einhveijum tilfellum áttu sér stað mistök í úrvinnslunni um síðustu mánaðamót. Endanlega verður skiptingin þó ekki fyllilega rétt fyrr en búið verður að keyra þetta allt saman fyrir árið í heild, en það verður væntanlega gert í byrjun desember," sagði Magnús. Tveir í gæslu- varðhaldi Fíkniefíiadeild Iögreglunn- ar verst allra frétta af móli því sein leitt hefúr til þess að Sakadómur í ávana- og fíkniefhamálum hefúr úr- skurðað tvo menn i gæslu- varðhald fram í næstu viku. Guðjón St. Marteinsson, full- trúi lögreglustjóra, vildi ekki upplýsa hvort mennimir væru grunaðir um innflutning eitur- lyfja, sölu þeirra eða hvort tveggja, né vildi hann ræða um hvaða eiturlyfjum málið tengd- ist. Frekari lækkun nafii- vaxta til athugunar HJA viðskiptabönkunum hverjum um sig er nú til athugunar frek- ari lækkun nafnvaxta frá og með 21. þessa mánaðar. Þetta kem- ur til þar sem horfúr eru á að hækkun lánskjaravísitölunnar mifíi mánaða nú verði innan við 2%. Miðað við það yrðu nafh- vextir of háir. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans segir að bankamir reyni að hafa nafnvext- ina í takt við tímann og því sé nú til athugunar frekari lækkun þeirra. Hann átti ekki von á að sú lækkun yrði mörg prósent þar sem vextir hafí þegar lækkað vemlega það sem af er árinu. „Auk lánskjaravísitölunnar verð- ur lögð til grundvallar spá um verð- bólguþróun sem Seðlabankinn hef- ur látið viðskiptabönkunum í té en hún bendir einnig til að nafnvextir eigi að lækka," segir Brynjólfur. Hann gat ekki sagt um nákvæm- lega hver lækkun Landsbankans yrði þann 21. þar sem það væri ekki útrætt mál innan bankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.