Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Af fjölmiðlum og ferðamálum eftir Ámunda H. * Olafsson Sökum starfa minna og veru öðru hvoru í Bandaríkjunum und- anfarið hafði ég nokkur tök á að fylgjast með forsetakosningunum þar í landi. Það sem mér er minnis- stæðast eru þær sjónvarpsauglýs- ingar sem birtust til ófrægingar M. Dukakis. Þær voru alltaf að birtast sem innskot milli frétta, sem er langdýrasti auglýsingatím- inn. Þær voru frábærlega vel unn- ar og komu mjög trúverðuglega fram. Efni þeirra var helst það, að frambjóðandinn væri sérlega hallur undir svarta glæpamenn, m.a. þá sem hefðu nauðgað hvítum konum. Einnig væri hann á móti framlögum til hervama Banda- ríkjanna. Og fleiri útgáfur voru, allai- óþverri og lygi. En þær hrifu. Varán seldist. Mikil völd hrepptust með lítilsigldum meðölum. Við flugmenn höfum lítt stundað framboðsmál, en mátt þó þola fúk- yrði í ekki minna mæli en oft dyn- ur á stjómmálamönnum. Sl. vor, þegar samningar flug- manna voru enn lausir, var Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, sérstaklega iðinn við að úthrópa flugmenn í fjölmiðlum. Það hefur engan tilgang að rökræða við slíka. Þeir trúa því sem þeir fullyrða, og svo gerir almenningur. Til dæmis um slíkt vil ég segja frá atviki sem henti mig í júní sl. Ferð var heitið til' Lúxemborgar. Þennan morgun var Sigurður Helgason forstjóri meðal farþega. Við emm vel kunnugir. Hann hef- ur oft flogið með mér, og alltaf heimsótt okkur í stjómklefa og spjallað við áhöfnina. Að þessu sinni bauð ég honum að sitja með okkur í stjómklefa í flugtakinu, sem hann þáði. í miðju flugtaki, að hálfnaðri braut, gerist svo það, að kviknar á rauðu aðvörunarljósi. Við flugtak var hætt og flugvélin stöðvuð, en síðan ekið til baka í flugtaksstöðu á nýjan leik. Orsökin var tæpt stilltur lokunarrofi á einni lestarhurð, sem gaf til kynna að hurðin hefði opnast. Flugvirkjar óku út að flugvélinni, staðfestu að allar fjórar hurðimar væm lokaðar og læstar, og ljósið hvarf. Fyrir seinna flugtak útskýrði ég fyrir farþegum það sem gerst hafði. í sjálfu sér var þetta atvik hvers- dagslegt, þó ekki sé það algengt. Meðal farþega var fjögurra manna íslensk fjölskylda. Á leiðinni til Lúxemborgar sagði flugfreyja mér, að þessi hjón teldu mig hafa framkvæmt þetta atvik af ásetn- ingi. Ég hefði verið að tefja flugið og valda farþegum vandræðum. Þrátt fyrir rök flugfreyju um hið gagnstæða, þá bilaði ekki þeirra trú. Þau trúðu Sigfúsi og fjölmiðl- um_ betur. Ég hélt að Sigfúsi Jónssyni hefði nægt að senda flugmönnum tóninn sl. vor, en því rifja ég þetta upp, að 10. nóvember sl. birtist frásögn í Morgunblaðinu frá ferðamálaráð- stefnu á Akureyri. Þar birtist Sig- fús sem sérfræðingur í ferðamál- um, svo og til að senda flugmönn- um tóninn enn á ný. Flugmenn, sem undanfarin ár hafa flutt um milljón farþega á ári, eru hinn veiki hlekkur ferðaþjónustunnar að mati Sigfúsar. Flugmenn skapa verkfallsáhrif með seinagangi við störf. Að lokum tekur hann núver- andi og fyrrverandi ráðherra á kné sér og kennir þeim tökin á flug- mönnum. „Samgönguráðherrar síðustu áratuga hafa aldrei fengist til að setja flugmönnum úrslita- kosti. Til þess hafa þeir ráð, ef þeir bara þora.“ Ekki þorir þó Sigfús að benda á þau ráð sem duga, enda er hans persónulega þor ekki meira en svo, að hann þorir t.d. ekki að opinbera sín launakjör, þrátt fyrir áskoranir. En eitt þeirra ráða hlýtur þó að vera hið síðasta, og áhrifaríkasta: Reka þá. Ég er í engum vafa um hver örlög mín hefðu orðið, ef maður með skapferli og gáfnafar Sigfúsar Jónssonar hefði setið í stóli ráðherra eða forstjóra, og engin utanaðkomandi vitni verið að atviki mínu. í hinni sígildu sögu Lewis Carroll, Lísu í Undralandi, átti drottningin aðeins eitt ráð við þeim sem henni mislíkaði við: „Hálshöggvið þá.“ Og svo var gert. Slíku myndi hver starfsstétt mega sæta, sem vogaði sér að skapa verkfallsáhrif. Hvað yrði t.d. um lækna, ef svo kvisaðist, að þeir færu sér hægt í starfi og „sköpuðu verkfallsáhrif“? Sl. vetur steðjuðu miklir erfið- leikar að Flugleiðum hf. vegna seinkana, sem orsökuðust m.a vegna naums tíma sem ætlaður var til afgreiðslu DC-8 flugvéla í millilendingum í USA, ásamt töiu- verðri bilanatíðni. Áætlun fór langtímum saman úr skorðum, far- þegar biðu á hótelum báðum meg- in hafsins, allt annað en ánægðir. Þá lenti það á hinum „veiku hlekkj- um“ ferðaþjónustunnar að afsaka tafír og róa farþega, sem oftast tókst með góðri aðstoð og frammi- stöðu flugfreyja og þjóna. Það tóku engir utan, farþega eftir þessum seinkunum, enda flugmenn ekki með lausa samninga. En afleiðing- amar hafa blasað við ferðamála- frömuðum í marga mánuði, hóte- leigendum og veitingamönnum. Farþegum vestur og að vestan mun fækka um helming. í engum heyrð- ist þó til þess að styðja og hvetja Flugleiðir í baráttu þeirra, félagið, sem var að draga björg í bú þeirra. Ekki orð þar um á ferðamálaráð- stefnu í nóvember sl. Aðeins þröngsýn naflaskoðun, sem varla nær út fyrir eigin hreppamörk, meðhöndlun flugmanna og ákall um meira fé frá hinu opinbera. Að tregt sé þaðan um fé kemur Ámundi H. Ólafsson „í engnm heyrðist þó til þess að styðja og hvetja Flugleiðir í bar- áttu þeirra, félagið, sem var að draga björg í bú þeirra. Ekki orð þar um á ferðamálaráð- stefinu í nóvember sl.“ varla á óvart, ekki meðan ferða- málaráð sýnir svo ótrúlegt skiln- ingsleysi á þeim grunávelli, sem ferðamál byggjast á. Höfundur erOugstjórí hjá Flug- leiðum & DC-8-OugvéIum. — Við höfum opnað nýjan bílasal fyrir notaða bíla að Brautarholti 33, undir nafninu: Af því tilefni vekjum við athygli á eftirfarandi: Stærsti bílasalur hérlendis — tekur yfir 100 bíla ••• ■ / ■■ Tölvuvædd birgðaskrá og söluskráning ••• Allir bílar inni - í björtu og hlýju húsnæði ••• Prufuakstur beint úr bílastæði í salnum • •• Aöeins bílar í góðu ástandi • •• . Þjálfaðir sölumenn — hröð og örugg þjónusta ••• Verið velkomin á Bílaþing að Brautarholti 33 HEKLA hf. Athugasemd 1 tilefni af Gárum Elínar Pálma- dóttur í Morgunblaðinu sunnudag- inn 13. nóvember leyfi ég mér að gera eftirfarandi athugasemd: Á fundum þingflokksmanna með forsetum Alþingis í haust hafa tíðar innkomur varaþingmanna, sér í lagi á síðasta þingi, verið mjög til um- ræðu. Til þess að fá glöggt yfirlit yfír hvemig þeim málum hefur ver- ið háttað fór undirrituð fram á það við skrifstofu Alþingis í vikunni eftir þingsetningu að gerð yrði sam- antekt á þessum málum eftir þing- flokkum. Landsfundur Kvennalistans á Lýsuhóli, þar sem við hnykktum á starfsaðferðum okkar, gaf fjölmiðl- um tilefni til að taka þessi mál til enn frekari umræðu. Kom þá m.a. í ljós að þingflokkur Kvennalistans er þingflokka hófsamastur við að kalla inn varamenn. I Gámm kemur fram að það hafi verið Guðrún Helgadóttir for- seti sameinaðs þings sem „lét snar- lega taka saman skýrslu" eins og segir orðrétt í Gárum. Ég vil aðeins árétta að skýrsla þessi var gerð fyrir frumkvæði og að beiðni þing- flokks Kvennalistans strax í fyrstu starfsviku þingsins. Ég sem núver- andi þingflokksformaður Kvenna- listans gerði að sjálfsögðu enga athugasemd við þá tillögu deildar- stjóra á skrifstofu Alþingis að yfír- lit þetta yrði sent öllum þingflokk- um til upplýsingar. Reykjavík 15. nóvember 1988. Danfríður Skarphéðinsdóttir. Þrjár spurningar til Krabbameins- félags Islands — Frá Skúla Bjarnasyni Mig undirritaðan langar til að fá opinberlega svar frá Krabbameins- félagi íslands við þremur spuming- um: 1. Hvað hefur Krabbameinsfélag íslands fyrir sér í því, að gagn sé að bijóstaröntgenmynda- töku, sem kembirannsókn á konum yngri en 50 ára? 2. Hvað eru margar konur á Is- landi í aldurshópnum 35 ára og 40—49 ára? 3. Hvað kostar hver brjósta- myndataka og hvemig skiptist kostnaðurinn? Ástæðan fyrir því að ég ber þess- ar spumingar upp í dagblaði er sú, að ég tel að þessár upplýsingar eigi fullt erindi til almennings. Höfundur er heilsugæslulæknir í Borgurnesi. p t^lJí | Meim en þú geturímyndað þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.