Morgunblaðið - 18.11.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.11.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 29- 'ytSL etur við munum aðeins veiða um 13 millj- ónir fiska, sem eru 7 og 8 ára og 5,5 kg að þyngd að meðaltali. Þorsk- ur getur orðið að minnsta kosti 15 ára gamall. Gefi maður sér, að V4 hluti þess afla, sem við veiðum í ár af 4ra og 5 ára fiski, fengi að lifa tveimur árum lengur yrði aukinn afrakstur af stofninum 77 þúsund ' lestir á ári. Er þá ekki gert ráð fyrir náttúrulegum afföllum, sem eru ein- hver. Útflutningsverðmæti þessa umframafla má áætla, að sé um 6,5 milljarðar króna. Af þessu dæmi ættum við að geta verið sammála um, að nýting stofns- ins er röng. Mörgum hættir til að kenna kvótakerfinu um, að við nýtum ekki stofninn rétt, og það hafi brugð- ist því vemdunarhlutverki, sem því hafi verið ætlað. Þetta er misskiln- ingur, því nýting stofnsins fer eftir því, hvað er leyfilegt að veiða hverju sinni. Án kvótakerfisins hefði ástand- ið verið enn verra því aldrei tókst að standa við áform um leyfilegan afla samkvæmt eldra kerfi. Þessi ranga nýting stofnsins veld- ur því, að ekki gengur fiskur á vertí- ðarsvæðin á vetuma, sem á hinn bóginn leiðir til mjög slæmrar af- komu bátaflotans. Ekki er unnt að vera bjartsýnn um aukinn þorskafla á næstu ámm, því árgangamir frá 1986 og 1987 em mjög litlir eða aðeins helmingur af árgöngunum frá 1983 og 1984, sem nú bera uppi veiðina. Helst er þess vænst, að fiskur gangi frá Grænlandi til hrygningar hér við land á ámnum 1990 og 1991. Það á að vera fiskur, sem hefur vax- ið upp við Grænland, en rak sem seiði frá Islandi 1984. Það getur ekki talist góður vitnisburður um frammistöðu okkar í fiskveiðistjórn- un, að besta happ okkar sé, að seiði reki til Grænlands, þar sem við get- um ekki náð til þeirra í uppvextinum, sem síðan verði svo uppistaðan í þeim fullorðna fiski, sem kemur til hrygningar og haldi stofninum við. Nauðsynlegt er að huga alvarlega að lokun svæða, þar sem vitað er, að þorskurinn elst upp. Skipstjómar- menn verða að skilja nauðsyn þess, að fiskurinn fái að vaxa og þeir yfir- gefi veiðisvæði, þar sem mikill hluti aflans er smár fiskur og í sumum tilfellum ónýtanlegur. Með sama hætti þarf að huga að friðun hrygn- ingarsvæða. Ástæða virðist til að efast um rétt- mæti þess, að smábátar veiði með þorskanetum. Þau em skilin eftir í sjó og oft líða margir dagar, án þess að þeirra sé vitjað vegna óhagstæðs veðurs. Frásagnir af þeim afla, sem í netunum er þegar þeirra er loks vitjað, er ekki á þann veg, að réttlæt- anlegt sé að halda þessum veiðum áfram. Margir óttast, að sóknin í grálúðu- stofninn sé of mikil, og fiskifræðing- ar ráðleggja að verulega sé dregið úr veiðinni. Margt bendir til þess, að það sé nauðsynlegt, því lítið hefur orðið vart við grálúðu á hefðbundn- um svæðum út af Norðurlandi. Virð- ist ljóst að setja þurfi aflahámark á sóknarmarkstogara til þess að draga úr sókninni. Minnkandi afli á togtíma á rækju- veiðum bendir ótvírætt til of mikillar sóknar, og virðist því ekki hjá því komist að draga úr veiði. Vonir stóðu til að leyft yrði að veiða jafnmikið af loðnu nú og á síðustu vertíð, en þær vonir bmgðust því ákveðið hefúr verið að skerða heildarmagnið um 220 þúsund lestir. Vonandi rætist úr loðnuveiðunum þegar fyrir liggja nýjar stofnstærðar- Kristján Ragnarsson flytur ræðu sina við upphaf aðalfundar LIU í gærmorgun. mælingar eftir áramót. Verðlag er nú hærra, á loðnuafurðum en um langan tíma og af þeim sökum eiga rekstrarskilyrði að geta batnað mið- að við fyrri ár, sem vom loðnuútgerð- inni erfið. Humarveiðarnar gengu ver sl. sumar en um langan tíma. Vemlega skorti á, að leyfilegar aflaheimildir nýttust. Ástæða er til að taka undir tillögur Hafrannsóknarstofnunar um minni veiðiheimildir á næsta ári. Þessi samdráttur mun einkum koma niður á veiðisvæðum við Suð-Austur- land. Þetta er enginn gleðiboðskapur um ástand fískstofnanna. Erfítt er að sjá, hvemig unnt verður að lifa af þessar þrengingar. Úrræðin em þó ótvíræð. Við verðum að umgang- ast fískstofnana af varfæmi og freista þess að byggja þá upp svo þeir skili meiri afrakstri síðar. Það er ekki nægilegt, að okkur einum sé þetta ljóst, heldur verður öllum þegn- um þessa lands að skiljast, að við lifum á því, sem úr sjónum er dreg- ið. Því getur ekkert annað verið framundan, en skerðing á þeim kaup- mætti, sem við höfum búið við. Efnahagsráð, sem felast í því, að slá vandanum á frest, og taka erlend ián til að borga með uppbætur á framleiðsluna, em út í hött og gera ekkert annað en villa um fýrir fólki, hver hin raunvemlega staða er. Það þarf tafarlaust að skrá gengið í sam- ræmi við þarfír útflutningsgrein- anna, sem leiðir til þess að kaup- mátturinn skerðist. Leggja ber áherslu á, að ábyrgð atvinnulífsins er mikil, og ekki sé samið um kaup og kjör, sem ekki er innistæða fyrir, eins og svo oft hefur gerst. Samningar okkar við Norðmenn um loðnuveiðar .við Jan Mayen gera ráð fyrir, að við veiðum 85% og þeir 15%. Hvergi er í þeim samningi gert ráð fyrir, að þeir megi veiða úthlutað veiðimagn í okkar landhelgi, ef þeir geta ekki veitt það í sinni landhelgi, eða flutt veiðiheimildina til næsta árs. Þeir eiga aðeins rétt á að veiða 15% af því viðbótaraflamagni, sem ákveðið var í haust, eða 54 þús. lest- ir. Til greina kemur, eins og áður, að leyfa þeim að veiða þann afla í landhelgi okkar til þess að minnka óvissu næsta ár. Því verður að treysta, að íslenzk stjómvöld hafni framkominni beiðni Norðmanna, að þeir fái að veiða í vetur innan landhelgi okkar þær 100 þúsund lestir, sem þeir gátu ekki veitt í sumar af sínum hluta loðnuk- vótans. Sala veiðileyfa Að undanförnu hefur átt sér stað töluverð umræða hjá hinum lærð- ustu mönnum, þess efnis að betra væri að skipa málum með öðrum hætti, en gert hefur verið, hvað fisk- veiðistjórnun snertir. Felast þessar hugmyndir einkum í því, að heppi- legt sé að selja hæstbjóðanda rétt- inn til að veiða. Virðist þá ekkert tillit tekið til þess, hvað verði um þau skip, sem fá engin veiðirétt- indi, eða hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir þau byggðarlög, sem skipin em gerð út frá. Þessum sömu aðilum þykir sjálfsagt að svipta af mönnum réttinum til að sækja sjó, sem þeir hafa gert allt sitt líf, og selja hann öðmm. Virðist það ekki skipta þá neinu, þótt að menn hafi lagt aleigu sína í að eignast skip og hafi haft útgerð og sjómennsku að lífsstarfí. Þessir menn telja sjálf- sagt að gera eigendum þessara verðmæta þau verðlaus með því að afhenda veiðiréttinn öðrum aðilum, sem hafa aðgang að fjármagni. Nýjustu hugmyndir þessara manna er að selja ekki þennan rétt aðeins til innlendra aðila, heldur einnig erlendum aðilum. Það verður ekki annað ráðið, en að þeir viti ekki, að við emm litlir aðilar í sam- keppni við erlenda fjármálarisa, sem auðveldlega geta keypt allan veiðirétt við Island, sem á hinn bóginn ylli því, að þeir gerðu alla útgerð og fiskvinnslu á Islandi gjaldþrota á augabragði. Þá er látið í veðri vaka að þessum aðferðum sé víða beitt erlendis við fiskveiði- stjómun, en hið sanna er, að það þekkist hvergi. Sé má! þetta skoðað í víðu sam- hengi, ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því. Rétt er þó að hafa í huga, þegar þráfaldlega er á því klifað, að auðvelt sé að hafa nokkra milljarða í tekjur í ríkissjóð af sölu veiðileyfa, af fólkið í landinu iíti svo á, að gott sé að losna við hluta af sinni skattbyrði yfir á einhvern annan. Með vísan til þessa, hvet ég alla útgerðarmenn til að taka meiri þátt í þessari umræðu og skýra fyrir fólki fáránleika þessara hugmynda. Samstarf veiða og vinnslu Oft er á það bent, að ágreiningur milli veiða og vinnslu sé meiri, en æskilegt er. Ymis mál em þess eðl- is, að ekki verður komist hjá ein- hveijum ágreiningi, eins og t.d. varðandi ákvörðun fiskverðs. Hins- vegar em mörg málefni þessum aðilum sameiginleg og því brýn þörf á, að menn taki sameiginlega á fyrir greinina í heild. I því skyni að bæta þetta sam- starf, hefur nýlega verið gengið frá samkomulagi milli atvinnurekenda í sjávarútvegi um stofnun sam- starfsnefndar til að sinna sameigin- legum hagsmunamálum. í fyrstu er gert ráð fyrir, að nefndin sinni málefnum, er snerta samskipti Is- lands og Evrópubandalagsins, og gagnaöflun er varðar sjávarútveg okkar helstu samkeppnisþjóða. Að- ilar að þessu samkomulagi, auk LÍÚ, em samtök fiskvinnslunnar, Félag sambandsfrystihúsa og sölu- félögin, SH, SÍF og sjávarafurða- deild SÍS. Gert er ráð fyrir, að nefndin ráði sér starfsmann. Evrópubandalagið Brýnt er, að nýtt samkomulag takist um viðskipti okkar við Evr- ópubandalagið, því viðamiklar breytingar hafa orðið frá því samn- ingur við það var gerður 1972. Þessi samningur hefur reynst okkur mjög hagstæður. Árið 1992 verða miklar breyting- ar á bandalaginu, þegar það verður einn markaður. Við viljum vera virkir og ábyrgir aðilar í samskipt- um vestrænna þjóða, þótt við viljum ekki og getum ekki orðið aðilar að bandalaginu. Við seljum nú ríkjum bandalagsins meira en helming alls útflutnings og kaupum einnig meira en helming alls innflutnings frá bandalagsríkjunum. Fulltrúar bandalagsins hafa á undanförnum árum óskað eftir að skipta á aðgangi að mörkuðum og rétti til veiða í landhelgi okkar. Slíkt kemur ekki til greina. Megum við aldrei ljá máls á því. Þetta mál verður að vinnast á grundvelli þess, að pólitísk forysta bandalagsþjóðanna skilji, að við erum hluti af Evrópu, og tilvera okkar sé undir því komin að við einir nýtum auðlindir sjávar i kring- um landið. Endurnýjun fískiskipa Öllum ætti að vera það ljóst að vegna þeirra ströngu veiðitakmark- ana, sem nú er beitt, er afkasta- geta fiskiskipaflotans meiri en af- rakstursgeta fiskimiðanna. Því hafa verið settar ákveðnar reglur um, að ekki megi endurnýja skip, nema annað víki úr rekstri. Vafalaust má um það deila, hvort þessar regl- ur ættu að vera strangari. Mörg dæmi eru þess, að aflakvótar hafi verið sameinaðir og eldri skip ekki endurnýjuð. Þetta mundi gerast í mun ríkari mæli, ef lögin um fisk- veiðistjórnun væru til lengri tíma, en ársloka 1990. Er því óvissa um það, hvað framundan er í þessum efnum. Huga þarf að, hvort æskilegt sé, að heimila varanlegan flutning aflakvóta frá bátum til togara vegna þeirra breytinga sem það veldur á sókninni. Meðalþungi hvers þorsks, sem veiddur er af báti er líklega 2svar til 3svar sinnum þyngri, en fiskur veiddur af togara. Á þessu ári hefur Fiskveiðasjóður veitt lánsloforð fyrir 12 nýjum skip- um að upphæð 1.400 milljónir króna og lánsloforð fyrir endurbótum á skipum fyrir 1.000 milljónir króna. Samtals nemur þessi fjárfesting 4 milljörðum króna, þegar framlag eigenda er meðtalið. Ekki verður hjá því komst að endurnýja fram- leiðslutækin, þegar þau ganga úr sér, að öðrum kosti myndi endurnýj- unarþörfin safnast upp í óviðráðan- lega fjárfestingu. Tilvitnaðar tölur segja, að endurnýjun skipa og tækja sé um 5% og má það varla minna vera. Lánsloforð hafa verið veitt fisk- vinnslunni fyrir endurbótum að fjár- hæð 500 milljónir króna, sem mun jafngilda 1.300 milljónum króna fjárfestingu. Af nýsmíði fiskiskipa eru 90% erlend verkefni, en af endurbótum er meiri hluti innlend verkefni. Til umhugsunar er í þessu sam- bandi að líklega hefur endumýjun bílaflota landsmanna á síðasta ári kostað þrisvar sinnum meira en endurnýjun fíárfestinga í sjávarút- vegi. Vanskil við Fiskveiðasjóð eru ekki mikil vegna mjög sterkrar inn- heimtuaðstöðu sjóðsins. Áfallnir vextir og afborganir af skipum nema 2 milljörðum króna á þessu ári og eru þegar greiddar um 1.800 milljónir eða 90%. í vanskilum eru aðeins 200 milljónir eða 10%. Af fasteignalánum eru greiddar 500 millj. af 650 milljónum króna eða 77%. Vanskil útgerðar og fiskvinnslu verða því til við-aðra aðila en Fisk- veiðasjóð, og segir þessi staða ekki til um afkomu greinarinnar. Ég vil láta í ljós þá skoðun, að ég undrast oft yfir ákafa manna að kaupa ný skip. Umhverfið hefur breyst að því leyti, að nú vita menn hvað þeir mega fiska og óvænt höpp geta nánast ekki gerst. Meira raunsæi er því nauðsynlegt á mati á því hvernig lán verði endurgreidd. Ölíuverð Oft hefur okkur reynst erfitt að skilja verðlagningu 4 olíu hér á landi. Nýleg dæmi um óskir loðnu- verksmiðjanna um kaup á olíu var svarað neikvætt, og þeim sagt, að það væri þeim fyrir bestu að hafa þetta eins og það hefur alltaf verið. Það er ekki mikill vilji til breytinga á þeim bæ. Undanfama marga mánuði hafa fiskiskip fengið keypta olíu í Eng- landi, Þýzkalandi, Noregi og Fær- eyjum fyrir verð sem er 5—5,80 hver lítri, þegar verðið er kr. 9.20 hér heima. Útgerðin í landinu kaupir olíu fyrir 2,2 milljarða króna á ári. Mið- að vió gildaadi verðlagningu greiðir útgerðin olíufélögunum 800 milljón- ir króna á ári fyrir að halda birgðir og dreifa olíunni. Getur nokkrum manni dottið í hug að það þurfi 36% af olíuverðinu til þess að láta hana renna um borð í skipin? Þessu fyrir- komulagi verður að breyta og við- skipti með olíu þurfa að vera í sam- ræmi við önnur viðskipti. Tryggingar skipa i I nánu samstarfi við tryggingar- félögin hefur á undanförnum ámm náðst góður árangur í því að lækka iðgjöld fiskiskipaflotans. Við höfum árlega farið í gegnum þróun ið- gjalda og tjóna og samið við trygg- ingarfélögin um iðgjöidin. Þetta samstarf hefur skilað útgerðinni hagstæðari iðgjöldum og aukið skilning á milli okkar og trygginga- fétaganna. Sem dæmi um þessa hagstæðu þróun vil ég nefna, að iðgjöld fyrir báta yfir 100 rúmlestir var að með- altali árið 1976 4,4% en er á þessu ári 2,34% og fyrir togara 2,6%, en er nú á þessu ári 2,13%. Fjármagnskostnaður Okkur þykir vaxtakostnaðurinn hár en við hveiju getum við búist, þegar bankarnir þurfa 7—8% vaxta- mun til þess að standa undir eigin kostnaði. Hvenær geta raunvextir orðið í samræmi við það, sem ger- ist erlendis, þegar kostnaður bank- anna er hlutfallslega miklu hærri? Hvað em stjórnmálamennirnir bún- ir að segja oft, að það þurfi að minnka bankakerfið, sameina banka og hagræða í bankakerfinu? Það hefur ekkert gerst. Meðan svo er, verðum við ekki samkeppnis- færir á mörkuðunum við erlenda keppinauta, sem búa við allt annan og lægri ijármagnskostnað. Það er ýmislegt, sem.skýrir þenn- an mikla vaxtamun. Ég varð heldur undrandi, þegar ég var upplýstur um það, að Útvegsbankinn greiddi 14% til viðbótar við laun til að mæta lífeyrisréttindum samkvæmt kjarasamningum við bankamenn, en þeir em sambærilegir við kjara- samninga opinberra starfsmanná. Okkur hefur þótt erfitt að greiða 6% á móti 4% frá sjómönnum, en bankarnir greiða 20% á móti 4% frá bankamönnum. Það er greinilega ekki sama, hver á í hlut þegar launakjörin era borin saman, þá er ýmsu gleymt þegar mönnum hentar það. Mengun Það hefur verið til siðs í langan tíma að henda msli í hafið með því hugarfari, að sjórinn taki endalaust við. Við beittum okkur fyrir því, að á þessu yrði breyting og hófum áróður fyrir því, að sjómenn flytji að landi óforgengilega hluti, eins og veiðarfæri úr gerviefnum og umbúðir. Svo virðist, að nokkur árangur hafi orðið af þessu starfi og hafa hafnaryfirvöld bætt aðstöð- una í höfnum landsins til að taka á móti rusli, sem er nauðsynlegur þáttur til þess að menn geti komið með raslið á land. Engum á að vera ljósara en okk- ur nauðsyn þess, að hafið mengist ekki við landið og við getum aug- lýst gæðafisk úr ómenguðu um- hverfi. Þetta er mikilvægt, en enn mikilvægara er, að höfín mengist ekki og fólk fái ekki þá tilfinningu að fiskur komi ávallt úr menguðum sjó. Við eigum samleið með þeim, sem vilja koma í veg fyrir mengun hafsins, þótt við eigum ekki sam- leið með þeim sem vilja raska lífríkinu í sjónum með óþarfa fjölg- un hvala, og taka ekki tillit til eðli- legrar nýtingar á hvalastofnunum í framtíðinni. Lokaorð Ég leyfi mér að þakka samstarfs- mönnum mínum í stjórn LÍÚ fyrir ánægjulegt samstarf og starfsfólki LÍÚ fyrir vel unnin störf. Ég vil einnig þakka Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, fyrir ánægjulegt samstarf um leið og ég læt í ljós þá skoðun, að ég tel að hann muni leggja sig allan fram, nú sem endranær, við að leysa þau miklu vandamál sem steðja áð íslenskum sjávarútvegi. Ég segi þennan 49. aðalfund LIÚ: settan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.