Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Magnús Gústafcson, Coldwater: Stefiium að auknum verð- mætum úr minnkandi afla „VERÐFALL á birgðum á fyrri hluta þessa árs er fyrst og fremst ástæðan tQ þess að við töpum fé á árinu. Verðfali varð á unn- inni vöru, framleiddri úr blokk, sem var of dýr til þess að kúnn- inn vildi borga nógu mikið fyrir fiskréttina. Verðfall varð á fiök- unum, sem við gátum orðið ekki selt án lækkunar. Þrátt fyrir að við gætum selt þau á hærra verði en keppinautarnir, var munurinn orðinn of mikill og hann varð að ieiðrétta. Sú leiðrétt- ing virðist hafa borið árangur, því nú erum við á sama róli og áður með hinar frægu þorskpakkningar okkar. Næsta ár verðum við svo að stefiia að auknu verðmæti úr minni afla,“ sagði Magn- ús Gústafsson, forstjóri Coidwater. „Eins og málin standa núna eru horfur á því að við munum sízt hafa of mikið af fiski til sölu og vinnsiu í byijun næsta árs. Það liggur fyrir að fiskistofiiamir þola ekki sömu sókn og verið hefur og því miður lítur út fyrir að at- vinnuástand verði erfiðara á næsta ári. Því ætti fiskvinnslan að eiga auðveldara með að fá fólk til vinnu en undanfarin misseri. Ég ræddi um það á fundinum að * Ottast áframhaldandi aðgerðir GrænfKðimga -segir Benedikt Guðmundsson BENEDIKT Guðmundsson for- stöðumaður söluskrifstofu SH í Þýskalandi segir að hann ótt- ist áframhaldandi aðgerðir af hálfú Grænfriðunga gegn físk- söiu íslendinga þar í landi. „Nordsee er búið að segja okk- ur að það muni ekki kaupa frystan fisk af okkur og maður hefúr heyrt af því að önnur fyrirtæki ætli að fylgja því for- dæmi,“ segir Benedikt. Hvað rekstur skrifstofunnar varðar að öðru leyti segir Bene- dikt að hann hafi gengið vel í ár. Auk þess að selja á V-Þýskalands- markað selur skrifstofan físk til Danmerkur og A-Þyskalands. Að vísu hafi orðið verðfall á ýmsum fisktegundum á árinu en á móti hafi komið aukin sala. Aðspurður um hugsanleg áhrif af fyrirhuguðum aflasamdrætti íslendinga á næsta ári segir Bene- dikt að erfítt sé að meta slíkt nú...„Við gætum orðið uppis- kroppa með birgðir en slíkt hefúr komið fyrir áður. Ég á hinsvegar ekki von á að við lendum í erfið- leikum með að uppfylla samninga okkur enda eru þeir yfirleitt gerð- ir í litlu magni til skamms tíma í einu,“ segir hann. Benedikt ítrekar að eins og staðan er í dag er aðalhættan fyrir rekstur skrifstofunnar fólgin í hugsanlegum aðgerðum Græn- það, sem við hefðum haft að leið- arljósi, væru óski viðskiptavinar- ins. Endurteknar kannanir benda til þess að hann meti áreiðanleika mest, síðan gæði og að hvoru- tveggja tilkyldu sé hann tilbúinn til að greiða okkur hærra verð. A næsta ári hljótum við að þurfa að kappkosta að fá eins mikið verð fyrir vöruna og við mögulega getum, því magnið minnkar. Til þess að svo megi verða er óhjá- kvæmilegt að við vinnum skipu- lega að því að þjóna þeim við- skiptavinum, sem kunna að meta gæði. Þá þurfum við líka að tryggja þau. Aðalatriðið er að við megum ekki fylgja hentistefnunni og slagorð eins og hæsta verð á hverjum tíma leiðir í raun til lægra verðs. Bandaríkjamarkaður hefur verið sá markaður, sem alla tíð hefúr verið reiðubúinn til að greiða fyrir gæði og þjónustu og þess vegna held ég að við megum búast við að fá meiri físk á næsta ári vegna þess að verðmætin verða að aukast og þá er nærtæk- ast að fara þangað. Á móti gæti vissulega komið að dollarinn færi Magnús Gústafsson. í aðra átt en við helzt kysum. Líklega er rétt að láta öðrum eft- ir spádóma um þá þróun. Skipu- lagt átak til að nýta þorskinn eins og mögulegt er, hlýtur að verða slagorð næsta árs. I vor sagði ég fiá því að fyrir- tækið yrði sennilega rekið með tapi á þessu ári. Þá sagði ég að tap hefði verið á fyrsta ársfjórð- ungi og eitthvað meira tap yrði óhjákvæmilegt á árinu, en kapp- kostað yrði að ná endum saman á ný. Tapið var meira en búizt var við. Við töpuðum á fyrsta ársíjórðungi, verulega á öðrum þegar varð að lækka verðið á þorskfiökunum. Það er eðli máls- ins samkvæmt að sá, sem á birgð- ir, ber skaðann af verðlækkunum. Það má kannski segja að við höf- um borgað of hátt verð heim fyr- ir flökin, en hefðum við ekki borg- að þáverandi verð, hefðum við engin flök fengið. Við töpuðum lítilsháttar á þriðja ársfjórðungi og útlit er fyrir að við verðum réttu megin við strikið á þessum ársfjórðungi. Vonandi verður fyrsti fjórðungur næsta árs all- sæmilegur, en það er venjulega fyrsti ijórðungurinn, sem ræður miklu um afkomu ársins. Verð á blokk þokast heldur upp og við teljum ólíklegt að við verðum fyr- ir skakkaföllum af völdum lækk- ana á næstunm. Söluhorfur á næsta ári eru al- veg þokkalegar og þær nýjungar, sem við höfum bryddað upp á, virðast ætla að skila sér. Við höf- um gert töluvert átak í hagræð- ingu í rekstri og það er ennfrem- ur að skila árangri. Því þokast þetta í rétta átt. Það munar miklu ef erfiðleikar eru ekki langvar- andi. Síðast þegar fyrirtækið tap- aði, var um að ræða þijá ársfjór- unga árin 1983 og 1984, nú voru þetta þrír fjórðungar á þessu ári og við skulum vona að við séum sloppnir fyrir hom. Það eru mikl- ar sveiflur í sjávarútvegi, við það verðum við víst að búa,“ sagði Magnús Gústafsson. Benedikt Guðmundsson Ingólfiir Skúlason, Iceland Seafood, Bretlandi: Verðlækkanir á birgðum og' aukinn flármagnskostnaður „ÞAÐ hefúr verið misjafn gangur á þessu hjá okkur, sumt hefiir gengið vel, annað ekki. Verðlækkanir á birgðum voru okkur mjög erfiðar í byrjun ársins og fóru iila með okkur. Að auki hefiir fjármagnskostnaður aukizt verulega, um fimm prósentu- stig síðan í maí, þegar hann var 7,5% en er 12,5% nú og fer senni- lega i 13,5% fijótlega. Lækkun þessa kostnaðar er ekki fyrirsjáan- ieg fyrr en seint á næsta ári. Við borgum því tugi þúsunda punda í fjármagnskostnað nú umfram það, sem var fyrr á árinu,“ sagði Ingólfúr Skúlason, forstjóri Icelandic Freezing Plants Ltd. í Grimsby. firðunga. Hann vill ekki tjá sig um hvemig þeim verður mætt enda óþarfi að gefa þeim slíkar upplýsingar. Það sem af er árinu hefur _sölu- skrifstofan í Hamborg í Þyska- landi selt um 8500 tonn af físki á því svæði sem hún þjónar. Allar líkur benda til að salan allt árið nái um 9600 tonnum sem er svip- að magn og selt var í fyrra. „Um mitt ár, meðan vextir voru enn lágir, skiluðum við hagnaði, en síðan vextimir hækkuðu, var tap á rekstrinum í tvo til þijá mánuði. í lok ársins vonumst við til að skríða yfir núllið, en árið í heild hefur komið út með verulegu tapi. Því valda fyrst og fremst verðlækkanir á birgðum og fjár- magnskostnaður. Samdráttur sá, sem ákveðinn hefur verið á afla helztu botnfisk- Markaðurinn getur tek- ið við mun meira magni -segir Ólafiir Guðmundsson hjá SH í Frakklandi ÓLAFUR Guðmundsson forstöðumaður söluskrifstofu SH i Frakklandi segir að markaðurinn þar geti tekið við mun meira magni af fiski en nú er selt á honum frá íslandi. Þessi markaður hafi stöðugt farið stækkandi á undanfömum árum og nefiiir Ólafúr sem dæmi að fyrir 10 árum hafi salan á þennan markað numið 2500 tonnum á ári en i ár verði hún um 8900 tonn. „Þessi markaður hefur alla burði í að vera góð búbót fyrir okkur. En til að svo geti orðið þurfum við að passa upp á að eyðileggja hann ekki fyrir hvor öðrum. Sem dæmi um þetta get ég nefnt að í sumar og haust var miklu magni af ferskri grálúðu dempt inn á hann frá íslandi í beinni samkeppni við frysta grá- lúðu frá okkur. Þeir einu sem högnuðust á þessu voru frönsku frystihúsin," segir Ólafur Sölusvæði skrifstofunnar nær einnig til Belgíu og segir Ólafur að þar sé hið sama upp á teningn- um og í Frakklandi, möguleikar á mun meiri sölu afurða. Aðspurð- ur um hvort aflasamdráttur sem boðaður hefur verið hérlendis muni hafa áhrif á þennan markað telur Ólafur svo ekki vera...„Ég er bjartsýnn á að þessi markaður haldi áfram að vaxa eins og hann hefur gert hingað til. Ég neftidi áðan tölur um magn en einnig má setja dæmið upp þannig að fyrir 10 árum voru um 2% af heildarsölu SH á þessum markaði en í ár nemur þetta hlutfall um 10%,“ segir hann. Ólafúr Guðmundsson tegunda á næsta ári, kemur sér vissulega illa fyrir okkur. Við höf- um reyndar byggt reksturinn upp á hráefni frá fleiri löndum en Is- landi til að geta verið með nægi- legt vöruúrval. Við þurfum því að leggja meiri áherzlu á kaup frá öðrum löndum, en við höfum gert á þessu ári. I verksmiðjunni er hlutfall hráefnis frá íslandi um 60% en hefur rokkað nokkuð til, en flök hafa fyrst og fremst verið frá íslandi. Við höfum líka selt svolítið af heilfiystum físki frá öðrum löndum. Við leit.um því til annarra til að brúa bilið. Við þurf- um talsvert hréfni til að hafa upp í fastan kostnað eins og bygging- arkostnað og eins þurfúm við mikið til að geta aukið markaðs- hlutdeild okkar, en það hefur okk- ur tekizt þrátt fyrir harða sam- keppni og samdrátt á markaðn- um. Útflutningur á ferskum físki á alltaf rétt á sér, svo fremi sem hann fleyti íjómann ofan af mark- aðnum, það er að segja fari alltaf á allra hæsta verðinu. Sé útflutn- ingurinn stjómlaus, og markaðs- verðið hiynur vegna offramboðs, grefur það undan öllum iðnaði okkar. Það færir viðmiðunarverð- ið of neðarlega og allir tapa. Með minnkandi afla, gefst mönnum heima betur tækifæri til en áður að nýta þann afla, sem að landi berst, í verðmætari pakkningar en ella. Á þetta leggjum við að sjálfsögðu mikla áherzlu. Þetta er leiðin, sem menn ættu að fara. Hún gæti dregið nokkuð úr áfall- inu. í upphafí ársins byijuðum við að endurskipuleggja söludeild og jukum vöruþróun og það starf er að byija að skila árangri núna. Ingólfúr Skúlason. Við emm komnir af stað með mikið af nýjum vömm og því unnið öll kvöld og alla laugardaga og mikið að ske. Nú emm við að framleiða físk- rétti úr blokk, sem settir era í rasp og fara til Japans eftir ára- mót. Eftir SIAL, matvælasýning- una í Paris fyrir skömmu, hafa okkur borizt góðar fyrirspumir og pmfupantanir inn á meginl- andið og lofa þær góðu. Það tek- ur venjulega um 10 mánuði að koma nýrri vöm á markaðinn hér í Bretlandi. þar af tekur um 4 mánuði að hanna umbúðir og ganga frá þeim þannig að þær séu tilbúnar til notkunar. Það er anzi mikill tími og því höfum við leitað fyrir okkur hér heima, þar sem hægt er að gera þetta miklu hraðar. Sem dæmi um það má nefna, að Umbúðamiðstöðin er nú að prenta umbúðir fyrir okkur, sem tók mánuð að hanna og þeir afgreiða á tveimur til þremur vik- um. Því komum við vömnni mikiu fyrr en ella inn í búðimar og það munar miklu," sagði Ingólfur Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.