Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 ptírrip Útgefandi tnftfofrife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Gjaldþrot forsætisráðherra Aðalfundur LIU Ræða Kristjáns Ragnarssonar formanns LIU: Brýnt er að ni fiskstofnana b Afkoma útgerðar Fyrir skömmu lét Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, stór orð falla um það, að fyrir dyrum væri stórfellt atvinnuleysi. í fyrradag komst hann síðan þannig að orði, að við hefðum aldrei staðið nær þjóðargjald- þroti. Lét ráðherrann einnig í það skína, að þessi hrollvekj- andi staðreynd hefði fyrst blasað við honum fyrir fáein- um dögum, hann hefði ef til vill ekki fýlgst nægilega vel með úr fílabeinstumi utanrík- isráðuneytisins, eins og hann orðaði það. Steingrímur Hermannsson hefur setið í ríkisstjóm nær .samfellt síðan 1978.. Flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefur verið í landsstjóminni í tæp 17 ár. Allan þennan tíma hafa efnahagsmálin verið mál málanna og framsóknarmenn sagst hafa ráð undir rifi hverju. Þegar Steingrímur stóð í því að mynda ríkisstjómina fyrir um það bil tveimur mán- uðum var reiknað og reiknað. Það er áhyggjuefni, ef allir þessir útreikningar byggðust á öðm en því, sem raunverulega hefur verið að gerast. Stjórnmálamenn kveða mis- jafnlega fast að orði. Reynslan hefur kennt mönnum að stund- um skjóta þeir yfir markið. En þegar forsætisráðherra lands lýsir því yfir í ræðu, að ríkið sem hann stjómar standi því sem næst á barmi gjald- þrots hljóta menn að minnsta kosti að hugsa sig tvisvar um og spyija: Meinar maðurinn það sem hann er að segja? Ef Steingrímur Hermannsson er þeirrar skoðunar að þjóðar- gjaldþrot blasi við, þarf hann að leggja þær tölur á borðið, sem em forsenda þessarar nið- urstöðu hans. Ef hér er ein- ungis um glamur og orðaleiki að ræða, þarf forsætisráðherra að biðja þá afsökunar sem fylltust kvíða og ótta vegna orða hans. Þá verður að koma í veg fyrir að orð forsætisráð- herra spilli stöðu lands og þjóð- ar gagnvart erlendum lánar- drottnum. Afsakanir forsætisráðherra um skort á vitneskju um stöðu efnahagsmálanna vekja undr- un. Nú liggur fyrir skýrsla um íslensk efnahagsmál frá OECD, Efnahags- og fram- farastofnuninni í París, þar sem fundið er að of miklum afskiptum stjórnmálamanna af peningamálum. Hvað segir forsætisráðherra um þessa skýrslu? í málgagni hans Tímanum er eftir honum haft, að í skýrslunni sé „peninga-. hyggjan á fullri ferð“ og einn- ig: „Þetta er byggt á skýrslum frá Seðlabankanum og hann hefur fylgt þessari stefnu til þessa. Því hef ég ekki enn nennt að lesa þessa skýrslu . . .“ Þótt forsætisráðherra hafi að eigin sögn ekki nennt að lesa skýrslu frá stofnun sem nýtur virðingar um heim allan fyrir hagfræðilegar úttektir hikar. hann ekki við að dæma efni hennar. Skyldu fleiri nið- urstöður hans reistar á sama grunni? Barátta Eistlend- inga ing Eistlands lýsti yfir því í fyrradag, að það vildi fullveldi landsins innan Sovét- ríkjanna og ekki yrði við það unað, að lög samþykkt í Moskvu gengju samstundis í gildi í Eistlandi. Með þessum hætti hafnaði þingið einróma tillögum Míkhaíls Gorbatsjovs um breytta stjómskipan í Sov- étríkjunum, sem miða að því að þrengja að sovésku lýðveld- unum. Þrátt fyrir fjörutíu ára markvissa innrætingu hefur ráðamönnum í Moskvu ekki tekist að bijóta frelsisvilja Eystrasaltslandanna á bak aft- ur. Nú þegar sovéskir leiðtogar slaka aðeins á klónni rísa íbúar þessara landa upp og sýna þjóðemisást sína í verki með margvíslegu móti. Niðurstaða þings Eistlands nýtur almenns stuðnings íbúa landsins, sem vilja fá að tala eigin tungu, rækta eigin menningu, njóta eigin fána og iðka trú sína án afskipta kommúnista sem telja nauðsynlegt að uppræta þetta allt til að treysta vald sitt. Samþykkt eistneska þings- ins er pólitísk ögrun við Míkhaíl Gorbatsjov og Kreml- verja alla. Engirin getur spáð um framhaldið. Eitt er víst að það verður erfiðara að herða tökin að nýju en losa um þau. Góðir fundarmenn. Mikil umskipti til hins verra hafa orðið í sjávarútvegi okkar á einu ári. Verð á sjávarvörum hefur fallið og slæmt ástand fiskstofna hefur valdið því, að við höfum þurft að draga úr veiði. Hafi einhveijir dregið í efa, að sjávarútvegurinn sé burðarásinn í atvinnulífinu, þá ættu þeir hinir sömu að hafa sannfærst nú um, að svo sé. Hin snöggu umskipti hafa einnig valdið verulega umróti á hag annarra atvinnugreina, svo víða hriktir í. Það er hörmulegt til þess að vita, að okkur skuli ekki hafa haldist bet- ur á góðæri sl. ára en raun ber vitni. Kemur þar margt til. Einkum er um að ræða aðhaldsleysi stjómvalda í rekstri ríkissjóðs, sem hefur verið rekinn með halla, en honum hefur verið mætt með erlendum lántökum. Eftirspum og spenna varð á vinnu- markaðinum, sem leitt hefur til stór- aukins launakostnaðar. Þjónustu- greinar hækkuðu verðlag hömlulaust og keyptu vinuafl frá sjávarútvegin- um, sem bundinn var við svokallaða fastgengisstefnu. Sjávarútvegurinn fékk aldrei notið góðærisins og situr nú í verri stöðu en áður vegna tregðu stjómvalda til þess að skrá gengi krónunnar í samræmi við tilkostnað. Hvemig má það vera, að stjóm- völd telji eðlilegt, að allt verðlag og vextir leiki lausum hala, en einn þáttur skuli vera fastur, það er geng- ið? Atvinnugreininni, sem allt byggist á, eru skammtaðar telqur með rangri gengisskráningu. Á sama tima er skapaður jarðvegur með lausung og óráðsíu fyrir aðrar atvinnugreinar til að skammta sér tekjur að vild. Við þessar aðstæður, er stuðst við ráð- gjöf efnahagssérfræðinga, sem sjá þau ráð ein að gera kröfur um aukna hagræðingu á hendur sjávarútvegin- um. Nýlega hefur þó komið fram, að framleiðni hefur verið meiri í sjáv- arútvegi, en í nokkurri annarri at- vinnugrein undanfarin ár. Það verður að teljast merkilegt, að þeir ráðgjaf- ar, sem ríkisstjómir okkar styðjast við, skuli ekki vera búnir að öðlast meiri reynslu, hvemig skuli brugðist við þeim vandamálum, sem nú steðja að okkur. Þau ættu ekki að vera þeim ókunn, sé litið örfá ár aftur í tímann. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir höftum eða sífelldum gengis- breytingum, heldur umgjörð þar sem öllum er gert jafn hátt undir höfði, og þar sem þau markmið eru höfð að leiðarljósi að eyða ekki meiru en aflað er. Vissulega má gera betur í atvinnulífínu. Ástæða er til að staldra við með frekari fjárfestingar. Ekki á að koma til greina að semja um kaup og kjör á þann veg, að ætlast sé til þess af stjómvöldum, að þau komi mönnum til hjálpar. Það voru engar forsendur til að semja um kauphækk- anir sl. vor, því það var ekkert til skiptanna. I hinum endalausa kaup- samanburði, sem á sér ávallt stað, er hins vegar ósanngjamt að skilja fólkið í atvinnulífinu frá starfsfólki hins opinbera. Áætlað er, að sjávarvörufram- leiðslan verði um 45 milljarðar á þessu ári, en var 40,2 milljarðar á síðasta ári. Hér er um að ræða 2% lækkun á föstu verðlagi, en á undanf- ömum árum hefur verið um sam- fellda hækkun að ræða. Á árinu hafa orðið umtalsverðar verðlækkan- ir á okkar mikilvægustu framleiðslu- vörum, þ.e. 11% meðallækkun í er- lendum gjaldeyri á frystum fiski og 13% á saltfiski. Afkoma útgerðarinnar hefur versnað verulega á árinu vegna kostnaðarhækkana umfram tekjur. Fiskverð hefur aðeins hækkað um 5% á árinu, þegar verðlag hefur hækkað að meðaltali um 23%. At- hyglisvert er, að hlutfall ferskfisk- sölu erlendis hækkar ár frá ári og nemur nú um þriðjungi af tekjum. Með sölu aflans erlendis hefur út- gerðin reynt að vega upp kostnaðar- hækkanir, þar sem fiskverð innan- lands hefur ekki hækkað í samræmi við almennt verðlag. í mati Þjóðhagsstofnunar á af- komu útgerðar kemur fram, að við núverandi aðstæður hafi útgerðin 2,2 milljarða í tekjur umfram breytilegan kostnað til þess að standa undir fjár- magnskostnaði, sem er um 3 millj- arðar m.v. 6% ávöxtun eigin fyár. Skortir um 800 milljónir króna eða 4,5% af tekjum, af þessari ávöxtun- arkröfu verði mætt, sem að mínu mati er of lág. Afkoma báta er nú mun verri en togara. Stafar það af minni afla báta á vetrarvertíð og minni rækjuafla. Afkoma bátanna kann þó að vera eitthvað betri, en fram kemur í yfir- liti Þjóðhagsstofnunar. Þeir hafa í einhveijum mæli notið hærra fis- kverðs en Verðlagsráðsverð, því þeir hafa selt hluta af afla sínum á inn- lendum fískmörkuðum, þar sem verð hefur að jafnaði verið nokkru hærra. Afkoma fiskvinnslu Afkoma fiskvinnslunnar hefur ver- ið afleit á árinu vegna lækkandi af- urðaverðs og aukins fjármagnskostn- aðar, sem m.a. stafar af lengri birgðahaldstíma. Í athyglisverðu uppgjöri Þjóðhagsstofnunar á af- komu vinnslunnar á árinu 1987, þar sem sýndur er mismunur á afkomu bestu og verstu fyrirtækjanna, kem- ur fram ótrúlegur mismunur. Til að mynda skila 17 verstu frystihúsin nánast engu fé úr rekstri til að standa undir fjármagnskostnaði, þegar 16 bestu húsin skila 14% af tekjum upp í fjármagnskostnað. Með sama hætti skila 21 saltfískverkunarstöð engu upp í fjármagnskostnað, þegar þær 21 bestu skila að meðaltali 21% af tekjum. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á, að hér er eingöngu um rekstur að ræða án fjármagns- kostnaðar, og því ekki unnt að skýra þennan mikla mun með honum. Hér er eitthvað meira en lítið að, sem þörf er á að bæta. Athyglisverðar breytingar hafa átt sér stað á undanfömum ámm í sjáv- arútvegi okkar. Sérstaklega er ástæða til að nefna þær breytingar sem orðið hafa á ráðstöfun aflans. Við eigum nú 21 frystitogara og 50 önnur skip sem geta fryst aflann um borð. Alls er frystur um borð í skip- um 15—20% af botnfisks- og rækju- •aflanum. Við ráðstöfum 16—17% af botnfiskaflanum ferskum á erlendan markað. Við eigum þó fleiri fisk- vinnslustöðvar í dag en fyrir fjórum árum, þegar þessi þróun hófst fyrir alvöru. Fram hjá þessum staðreynd- um verður ekki litið þegar horft er til framtíðar. Ferskfiskútflutningnr Erfið staða fiskvinnslunnar, sem leitt hefur til lokunar sumra fískverk- unarhúsa, hefur þrýst á aukinn út- flutning á ferskum fiski, sem hefur vaxið frá sl. ári, þrátt fyrir verulegar útflutningstakmarkanir, sem ekki hefur verið beitt fyrr en nú. Alls hafa verið fluttar út 83.000 lestir fyrstu 10 mánuði þessa árs fyrir um 6 milljarða króna. Mest hefur farið til Englands eða um 56 þúsund lest- ir. Athyglisvert er, að þrátt fyrir aukinn útflutning minnkar útflutn- ingur á þorski um 2 þúsund lestir og þorskur er ekki nema 31 þúsund lestir af þeim 83 þúsund lestum, sem hafa verið fluttar út. Um það hefur verið deilt, hvort takmarka eigi framboð af ferskum fiski á markaði í Englandi og Þýska- landi. Reynslan að undanförnu sýnir, að hjá því verður ekki komist, þrátt fyrir það, að verð á þessum mörkuð- um hefur aldrei farið niður fyrir það verð, sem við fáum hér heima. Ástæður fyrir því að takmarka ber framboðið eru aðallega þessar: 1. Samningar okkar við Evrópu- bandalagið skylda okkur til að virða lágmarksverð. 2. Vaxandi andstaða útgerðar- manna og sjómanna í Bretlandi og Frakklandi er við offramboði frá okkur. 3. Með takmörkuðu framboði er hægt að hámarka verðið, og með því komum við í veg fyrir, að fisk- vinnsla viðkomandi lands geti byggt á hráefni frá okkur. Við getum hins vegar nýtt okkur óskir neytenda eftir ferskum fiski. Þessi meðalvegur er vandrataður, en það verður þó að gera allt, sem unnt er til þess að það verði reynt. Við eigum að eiga frumkvæði að því, að settar verði sanngjarnar regl- ur í þessu efni, því það er okkar fisk- ur, sem er verið að selja. Samstöðu- leysi okkar í þessu máli kallar á óæskileg afskipti stjómvalda. Æski- legt er að þær reglur geri ráð fyrir eins miklu frelsi og unnt er og ekki komi til takmarkana, nema auðsætt sé, að um offramboð verði að ræða. Fram hafa komið hugmyndir að skipta rétti til útflutnings á ferskum fiski í hlutfalli við aflaheimildir. Ég sé enga sanngirni í því, að þeir, sem aldrei hafa selt ferskan fisk erlendis, fái jafna aðstöðu til þess, og þeir sem hafa byggt afkomu sína á útflutningi á íerskum físki. Slík regla mun ekki tryggja, að hæfílegt magn fari hveiju sinni á markaðinn. Hinsvegar skal viðurkennt, að þær reglur, sem nú er unnið eftir, geta ekki haldist óbreyttar. Á ég þar sérstaklega við þær reglur, sem gilda um úthlutun leyfa til siglinga á Þýzkalandsmark- að. Veiðiheimildir Nú hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið aflahámark á helstu fisk- stofnana fyrir næsta ár. Er þar um verulega minnkun að ræða á öllum helstu fískstofnum. Leyfilegur þorsk- afli minnkar um 30—35 þús. lestir. Líklegt er að rækjuafli minnki veru- lega á þessu ári og aflaheimildir verði skertar verulega frá því sem leyft var að veiða á þessu ári eða um ailt að 16 þús. lestir. Þetta eru ekki upp- örvandi tölur, og gefa þær ekki von- ir um, að afkoma sjávarútvegsins muni batna á næsta ári, nema síður sé. Það má spyija, hvort ástæða sé til þess að gagnrýna þessa ákvörðun? Ég tel, að svo sé ekki, nema ef vera skyldi, að leyft verður að veiða of mikið af þorski. Augljóst er, að nýt- ing þorskstofnsins hefur verið röng undanfarin ár, og of mikið hefur verið veitt af þorski í uppvexti, og honum ekki gefið tækifæri til þess að vaxa og géfa af sér meiri verð- mæti. Áætlað er, að við veiðum um 93 milljónir þorska á þessu ári, sem eru 4ra og 5 ára og að meðalþyngd 2,2 kg. A sama hátt er áætlað, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.