Morgunblaðið - 18.11.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 18.11.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Gengisfelling ekki á dagskrá segja sljórnarliðar FORYSTUMENN stjórnarflokk- anna, sem Morgunblaðið hafði samband við, segja að gengis- felling sé ekki á dagskrá, þótt Sölusamtök hraðfrystihúsanna hafi farið fram á leiðréttingu á alltof háu raungengi og hörðum hliðarráðstöfúnum henni sam- fara. Stjórnarliðar voru sammála um að fyrst yrðu reyndar aðrar leiðir. Bæði forsætisráðherra og viðskiptaráðherra sögðu að at- hugaður yrði sá möguleiki að fella niður skuldir einhverra verst settu fyrirtækjanna. Stjórnarandstæðingar voru ekki á einu máli um ágæti gengis- fellingar nú. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú sé komið í ljós að tillögur Sjálfstæðismanna, sem siðasta ríkisstjórn sprakk á, hafi verið hinar réttu, en samstarfs- flokkarnir hafi ekki hlustað og því sé vandinn nú enn meiri. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, ítrekaði að gengis- felling væri ekki á dagskrá. „Það hefur sýnt sig hvað eftir annað að gengisfelling dugir ekki til að bæta hag útflutningsatvinnuveganna ef víxlverkanimar eru í sambandi, bæði hvað varðar gengistryggð lán og lánskjaravísitölu á innlendum lánum," sagði Steingrímur. Hann sagðist ekki tilbúinn að kveða upp úr með það, hvort einhveijar hliðar- ráðstafanir væru mögulegar til þess að gengisfellingarleið væri fær. „Eins og sjávarútvegsráðherra hef- ur sagt er skuldastaða margra fisk- vinnslufyrirtækja þannig að líklegt er að um þessar skuldir þurfi menn að semja eða menn þurfi að falla frá einhveijum af þessum kröfum. Gengisfelling dugar lítt fyrirtæki sem er með skuldir töluvert meiri en tekjur," sagði Steingrímur. Hann sagði að ríkisstjómin myndi halda sérstakan fund um aðgerðir til hjálpar útflutningsatvinnuvegunum í næstu viku. Tal um þjóðargjaldþrot á sérengastoð Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði ljóst að frystihúsin hefðu mætt enn meiri erfiðleikum en gert hefði verið ráð fyrir í haust, meðal annars vegna falls Banda- ríkjadals. Hins vegar vildi hann ekki ræða gengisfellingu í þvl sam- bandi. „Það hefur því miður ekki legið nægilega Ijóst fyrir hver stað- an er. Það hefur verið eitthvert rof í skráningu á því sem þama er að gerast og ég vona að því verði kippt í lag og menn fái af þessu heillega og skýra mynd. Það verður horfst í augu við þetta eins og það er, en ekki eins og menn vildu að það væri.“ Jón sagði að þótt staðan væri slæm, stefndi ekki í þjóðargjaldþrot eins og forsætisráðherra hefði sagt. „Ég lít fyrst og fremst á þau orð sem yfirlýsingu til að draga at- hygli að því að hér sé um alvarlegt mál að ræða. Það er ekki mál sem ég vil tengja við greiðslugetu þjóð- arinnar út á við, ég tel að það sé fjarri lagi að teija að hún sé í hættu." Jón sagði að fyrst og fremst þyrfti að huga að fjárhagslegri end- urskipulagningu útflutningsfyrir- tækja. Þar kæmi til greina samein- ing fyrirtækja og samstarf, endur- skipulagning á rekstri og lenging lána, jafnvel viðurkenning á því að lánin þyrfti að gefa eftir. Sjálfstæðisflokknum að kenna „Mér fínnst það mjög merkilegt að SH skuli gera kröfu um gengis- fellingu," sagði Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. „Það liggur meðal annars fyrir frá nýlegn for- stjóranefnd að slfkt væri einíiver mesti ógreiði sem hægt væri að gera útflutningsatvinnuvegunum vegna þess hvað þeir em með mik- ið bundið í erlendum skuldbinding- um. Ég sé ekki að gengisfelling leysi þennan vanda.“ Er Svavar var spurður álits á orðum forsætisráðherra um að þjóð- in hefði aldrei verið nær gjaldþroti, sagði hann: „Það er rétt, Sjálfstæð- isflokkurinn skilur svona við. Hann stýrði síðustu ríkisstjóm og eftir að hagvextinum mikla á árunum 1986 og 1987 lauk, bar Sjálfstæðis- flokkurinn úrslitaábyrgð vegna þess að hann hafði forystu í stjóminni. Aldrei nær þjóðargjaldþroti, það er yfirlýsingin eftir ellefu missera stjóm Sjálfstæðisflokksins á landinu." Svavar Gestsson. Svavar sagði að ýmsar skoðanir væri hægt að hafa á því hvort raun- gengi væri of hátt eða ekki, en menn yrðu þá líka að svara því hvemig ná ætti raungenginu niður, með gengislækkun eða með milli- færslu, eins og stjómin hefði gjam- an talað fyrir. „Gengisfelling hefur sem betur fer verið afskrifuð sem úrræði, vegna þess að hún kemur verðbólguhjólinu af stað. Með því að heimta gengislækkun eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir, eru menn að bifja um verðbólgu og hækkun á skuldunum sínum.“ Menntamálaráðherra sagði að það væri augljóst mál að til frekari efnahagsráðstafana þyrfti að grípa. „Við höfum þegar rætt þetta í ríkis- stjóminni, munum gera það áfram og í ljósi reynslunnar af dánar- dægri síðustu stjómar held ég sé best að menn beri sig saman þar áður en þeir fara að gefa stórar yfirlýsingar út á við,“ sagði Svavar. Gengisfelling nauðsynleg í ágúst Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það kæmi sér ekki á óvart að fiskvinnsl- an bæði nú um gengisiækkun. „Það lá fyrir I ágúst að þetta þyrfti að gera,“ sagði Þorsteinn. „Ef um það hefði tekist samstaða þá hefði eflaust verið hægt að komast af með minni gengisbreytingu en núna. Vandinn verður því meiri og erfíðari viðfangs sem hlutimir em látnir dragast. F'yrri stjóm sprakk á ágreiningi um þetta atriði. Sjálf- stæðismenn vildu gera þessar ráð- stafanir með gengisfellingu sem uppistöðu. Framsókn og Alþýðu- flokkur töldu ekki þörf að gera neitt nema auka lán til sjávarút- vegsins. Formaður Framsóknar- flokksins viðurkenndi í gær að þess- ari óábyrgu afstöðu hans hafi ráðið að hann hafi setið í fílabeinstumi og ekki gert sér grein fyrir hversu alvarlegt málið var. Það er léttvæg afsökun, vegna þess að öllum mátti vera alvara málsins ljós.“ Þorsteinn sagði að nú væri að koma fram að það hefði verið ærin Albert Guðmundsson. Guðrún Agnarsdóttir. ástæða til að koma í framkvæmd tillögum sjálfstæðismanna frá í ágúst og september. „Raunar vom þær það allra skemmsta sem hægt var að ganga á þeim tíma. Við vor- um að teygja okkur til samkomu- lags við Framsókn og Alþýðuflokk, sem ekkert vildu gera, og ekki var skynsamlegt að ganga skemur í haust sem leið.“ Þorsteinn sagði að gengisbreyt- ing væri auðvitað ekki algild lausn og bjargaði aldrei öllum málum. „Þeir sem neita engu að síður að horfast í augu við staðreyndir, eins og núverandi ríkisstjóm virðist ætla að gera, þeir em vísvitandi að sigla þjóðinni í gjaldþrot," sagði Þor- steinn. „Slíkt er alger óþarfí. Það em að vísu erfiðleikar í þjóðfélaginu en það þarf ekki að gerast nema menn viíji beija höfðinu við stein- inn.“ Margslungið reikningsdæmi Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, sagðist ekki vera trúaður á gengisfellingu. „Gengis- felling er margslungið dæmi,“ sagði Albert. „Hvað þýðir gengisfelling fyrir 150 milljarða þjóðarskuld? Hvað gefur svo aftur sá gjaldeyrir, sem við getum aflað við gengis- lækkun? Segjum svo að 10% græð- ist í gjaldeyristekjum, en hins vegar yrði tapið 20% af skuldum í krónu- tölu. Hvaða vit er þá í gengislækk- un?“ Albert sagði að til þess að rétta hag útflutningsgreinanna þyrfti að afnema lánskjaravísitöluna, eins og hann hefði raunar marglagt til er hann sat í ríkisstjóm. „Nú virðist vera komið að því sem ég sagði þá, að það myndi nálgast þjóðargjald- þrot. Það er alvarlegt mál þegar forsætisráðherra viðurkennir það," sagði Albert. „Þetta er bara dæmi, sem þarf að reikna út. Hvað þýðir gengislækkun fyrir þjóðfélagið? All- ar atvinnugreinar em hluti af einni heild, og það þarf að reikna út hvort heildin þolir það sem ein grein er að fara fram á. Eins og gengis- fellingin var framkvæmd síðast var Þorsteinn Pálsson. felling ein og sér leysti vanda út- flutningsgreinanna. „Mér finnst það furða og jaðrar við ábyrgðar- leysi að þeir menn sem svo lengi hafa farið með þessi mál skuli hafa látið þau þróast í þetta öngþveitis- ástand án þess að grípa í taum- ana,“ sagði Guðrún. „Það er enn furðulegra að slíkt skuli geta gerst á þeim tíma þegar hvert metafla- árið rekur annað. Gengisfelling ein mun reynast fyrirtækjum í útflutn- ingsgreinum misjafrilega vel. Þeir sem verst em settir og skulda meira en þeir eiga em ekki bættari þótt þeir fái fleiri íslenskar krónur fyrir afurðir sfnar, þar sem skuldir þeirra munu jafnframt hækka að sama skapi, bæði innlendar og erlendar." Guðrún sagði að ef til gengis- fellingar kæmi væri nauðsynlegt að draga úr áhrifum hennar með hliðarráðstöfunum, bæði vegna af- komu útflutningsgreinanna og vegna launafólks og afkomu heimil- anna. „Úrræði í þeim efnum em til dæmis að afnema matarskattinn og hækka skattleysismörk til þess að mæta þeim þrengingum sem á launafólki myndum mæða,“ sagði hún. „Það væri fráleitt að leyfa til dæmis vöraverði að hækka í kjölfar gengisfellingar en viðhalda launa- frystingu og afnema samningsrétt." Guðrún sagði að ferskfiskút- flutningur og Ijármagnskostnaður hefðu mikil áhrif á rekstur fisk- vinnslunnar, og því hlyti að þurfa að líta til þeirra ekki síður en til hagræðingar fyrirtækja, þegar hugað væri að því að bæta rekstur fiskvinnslunnar. „Það er ekki úr vegi þegar talað er um þjóðargjald- þrot að leiða hugann að því á hveiju við lifum í raun og vem og hvemig við stöndum að þeim atvinnuvegi, sem er undirstaða lífs okkar í landinu," sagði Guðrún. Jón Sigurðsson. Steingrímur Hermannsson. hún bara samkomulag milli pólití- skra afla. Einn vildi þetta og annar hitt og svo var bara sest niður og greidd atkvæði um hver gengis- lækkunin ætti að vera. Það er ekki hægt að ganga svona fram hjá stað- reyndum." Eðlileg krafa Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Kvennalistans, sagði að ekki væri vafi á því að gengið 'væri of hátt skráð, og skiljanlegt væri að ósk kæmi frá útflutningsatvinnugrein- unum um lagfæringu. Hún lét hins vegar í ljós efasemdir um að gengis- SH krefst gengisfellingar og harðra hliðarráðstafana: Hallast frekar að gengissigi - segir Gunnar J. Friðriksson formaður VSÍ „EKKI er hægt annað en að taka undir þá skoðun að kostnaður hér sé það hár að útflutnings- og samkeppnisgreinar geti ekki staðið undir þessu gengi til lengdar," sagði Gunnar J. Frið- riksson formaður Vinnuveit- endasambands íslands þegar leit- að var álits hans á ályktun félags- fundar SH í fyrradag þar sem talað var um leiðréttingu á gengi jafiihliða ströngum hliðarráð- stöfunum. „Ég get því tekið undir það að gengið sé rangt skráð,“ sagði Gunn- ar. „Hinsvegar em menn sammála um að tilgangslaust sé að fella gengið ef allur kostnaður fylgir strax í kjölfarið. Aðalspumingin er því hvemig best verði að þessu stað- ið án þess að verðbólgan fari af stað. Því verðbólgan er höfuðmein- ið. Ég hallast frekar að gengissigi á legri tíma en gengisfellingu, held Gunnar J. Friðriksson að að muni hafa minni áhrif til hækkunar á verðlaginu," sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.