Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 56
/VY/ / SÍMANÚMER 606600 /OTnWíprry TRYGGINGAR Slðumúla 39 • Slml 82800 FOSTUDAGUR 18. NOVEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Reykjavíkurborg: Framkvæmdir fram úr áætlun Frá slysstaðnum í Túngötu. Morgunblaðið/Sverrir Roskin kona beið bana Fjögur gangbrautaslys hafa orðið á þremur dögum ROSKIN KONA beið bana í umferðarslysi á Garðastræti, skammt norðan Túngötu, á sjötta timanum í gær. Konan var á leið yfír gangbraut á Garðastræti við Hallveigarstaði þegar stórri sendibifreið á leið niður Túngötu var beygt inn á Garðastræti og ekið á konuna. Hún var látin þegar á sjúkrahús var komið. Ekki er unnt að greina frá nafni konunnar að svo stöddu. Fjórum sinnum frá því á þriðju- dag hefur verið ekið á gangandi vegfaranda á gangbraut í miðborg Reykjavíkur. I hin skiptin munu nokkur meiðsli hafa hlotist af en ekki lífshætta. Reykjavík: Maður stungínn til bana í Vesturbænum Grunaður maður í haldi lögreglu KOSTNAÐUR vegna bygginga- framkvæmda á vegum Reykja- víkurborgar verður líklega rúm- lega 125 milljón krónum hærri á þessu ári heldur en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð, sem dreift var á fundi borgarstjómar í gær. Þar er áætl- að, að heildarstofnkostnaður borg- arinnar vegna byggingafram- kvæmda verði rúmlega 1.444 millj- ónir króna en í fjárhagsáætlun fyr- ir 1988 var gert ráð fyrir tæplega 1.319 milljói.a kostnaði. Kostnaður vegna ráðhússins hækkar samkvæmt þessari áætlun um 70 milljónir miðað við fjár- hagsáætlun, eða úr 180 milljónum í 250 milljónir. Davíð Oddsson borg- arstjóri skýrir þá hækkun með því að breytingar hafi verið gerðar á áætlun um byggingu hússins. Með- al annars hafí verið gerðar auknar á 4-500 kr. RJÚPNAVEIÐI hefur geng- ið vel fram að þessu, og er allt útlit fyrir að framboð verði meira nú en mörg und- anfarin ár. Samkvæmt upp- lýsingum kjötkaupmanna er reiknað með að verð á óham- flettri ijúpu verði á bilinu 400-500 krónur stykkið út úr búð. Rjúpur eru nú komnar í nokkrar verslanir, og eru kaup- menn sammála um að framboð nú sé mun meira en í fyrra, og útlit sé fyrir að það verði meira en mörg undanfarin ár. Verðlagning er ekki ljós ennþá, en kaupmenn segjast reikna með að algengt verð á óham- flettri ijúpu verði á bilinu 400-500 krónur, en það kunni þó að breytast ef veiðamar ganga illa það sem eftir er veiðitímabilsins. ráðstafanir til að hindra leka, ný steypa tekin í notkui. og bílastæð- um fjölgað. Þessar breytingar leiði til aukins kostnaðar við 1. áfanga hússins. Davíð sagði að þessi hækkun ætti ekki að koma á óvart, því verk- efnisstjórn hafi sent frá sér greinar- gerð um þessar breytingar í sumar. Riða á Austfjörðum: 35 þúsund fjár skorin Egilsstöðum. FJORTÁN þúsund fjár verða skorin niður á Austurlandi í haust til vamar útbreiðslu riðuveiki, en alls verða um 35 þúsund Qár skor- in niður í fjórðungnum af þessum orsökum. Skipulagður niðurskurður vegna riðuveiki hófst á Austurlandi haustið 1986. Þá voru skomar 3.000 kindur. í fyrra vom skomar 15 þúsund kind- ur og næsta haust er áformað að skera 3 þúsund fjár. Þá er lokið nið- urskurði alls fjár á svæði sem af- markast af botni Reyðarfjarðar að sveitarmörkum Valla og Skriðdals á Héraði norður að Lagarfljóti. Af einstökum sveitum var flest fé fellt í Breiðdal, um 14 þúsund. Þar verður eftir fé á 5 bæjum sem ekki verður skorið niður á nema riðuveiki komi þar upp. A þeim bæjum sem skorið er niður á vegna riðuveiki verður að vera fjárlaust í tvö til þijú ár. Á þeim tíma em gripahús sótt- hreinsuð og tréverk endumýjað. - Bjöm ísafjarðardjúp: Selur olli stórtjóni Kaldalónl. TÍU til tólf tonn af eldislaxi sluppu í hafíð hjá íslaxi á Nauteyri við ísafjarðardjúp, eftir að selur nag- aði gat á kvíamar. Ekki tókst að bjarga nema tveim- ur til þremur tonnum af laxi. Tjónið hefur ekki verið metið, en það gæti hugsanlega legið á bilinu 3-4 milljón- ir króna. Laxinn var settur í eldi í vor og hafði gengið mjög vel, fískam- ir orðnir 3-10 pund á þyngd. Jens 67 ÁRA gamall maður fannst myrtur á heimili sínu í Vestur- bænum í Reykjavík laust fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Hann hafði orðið fyrir hrotta- legri árás. Síðdegis í gær hand- tók lögregla 38 ára gamlan mann, sem grunaður er um verknaðinn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið að maðurinn hafí orðið fyrir hrottalegri árás með eggvopni og að hann hafi verið lát- inn í um tvo sólarhringa þegar að var komið. Maðurinn bjó einn í húsi sínu. Ekki er unnt að skýra frá nafni hans að svo stöddu. Síðdegis í gær handtók lögregla 38 ára gamall mann, sem grunaður er um að hafa orðið manninum að bana. Ekki fékkst gefið upp hvort eða hvemig hann tengist hinum látna en ekki mun vera um fjöl- TALIÐ ER að allt að 8 þúsund tonn af kartöflum hafi komið upp úr görðum kartöflubænda skyldutengsl að ræða. Játning mannsins liggur ekki fyrir. Yfir- heyrslur voru ekki hafnar í gær- kvöldi og krafa um gæsluvarðhald hafði þá ekki verið lögð fram. Rann- sóknalögregla ríkisins varðist allra frétta af rannsókninni, sem var sögð á frumstigi. í haust. Er það um það bil helm- ingi minni uppskera en á síðasta ári, sem var metár. Páll Guðbrandsson formaður Landssambands kartöflubænda segir að þó uppskeran sé um það bil helmingi minni en í fyrra geti hún talist slök meðaluppskera. ís- lensku kartöflurnar ættu að duga fram á vor. Agnar Guðnason yfirmatsmaður garðávaxta segir að kartöflurnar virðist yfirleitt í góðu ásigkomu- lagi. Þó vissi hann ekki nema geymsluþol á kartöflum á Eyja- fjarðarsvæðinu, sem er annað helsta ræktunarsvæði landsins, væri skert vegna þess hvað seint hefði verið hægt að ljúka upp- skerustörfum þar. Páll sagði að uppskeran hefði verið svipuð um land allt, nema í Múlasýslum, þar sem hún væri léleg. 1% yfir nótt Dollar féll um 80-90 milljóna tap fyrir frystinguna miðað við heilt ár KAUPGENGI dollars féll um 48 aura í fyrrinótt, eða um rúmlega 1%. Gengi dollarsins hefur farið lækkandi undan- farnar vikur, en að sögn Sig- urðar Arnar Einarssonar hjá Seðlabankanum var þetta stökk eitt hið stærsta að und- anförnu. Hann sagði aðspurð- ur að ekki hefði komið til tals að fresta gengisskráningu vegna þessa. Þegar dollarinn lækkar hækk- ar gengi annarra gjaldmiðla á móti, en þar sem mjög stór hluti utanríkisviðskipta íslendinga er í dollurum eru heildaráhrifin á þjóðarbúskapinn slæm, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Friðrik Páls- son, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagði að 1% lækkun dollarans þýddi gróft reiknað um 80-90 milljóna króna tekjutap fyrir frystinguna á ári. Hann sagði að fiskframleiðendur hefðu áhyggjur af spám sérfræð- inga um áframhaldandi lækkun dollarans á næstu mánuðum. Dollarinn fór hækkandi eftir því sem á leið gærdaginn þegar seðlabankar víða um heim keyptu dollara til að bjarga honum frá frekara falli. Dollarinn hefur lækkað um 10% frá því í sumar gagnvart öðrum helstu gjaldmiðl- um heims. Um mánaðamótin september/- október var kaupgengi dollarans skráð á 48,16 krónur, en var í gær 45,26 krónur. Það hefur því lækkað um 6% á einum og hálfum mánuði. Islensku kartöflurn- ar duga fram á vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.