Morgunblaðið - 18.11.1988, Side 19

Morgunblaðið - 18.11.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 19 Birgir Isleifur Gunnarsson „Ég komst mjög eindregið á þá skoðun, eftir stuttan tíma í ráðu- neytinu, að það væri úteltur hugs- unarháttur að ætla sér að hafa álla sérmenntun í flestum starfsgrein- um hér í Reykjavík, þannig að þeir sem hyggðu á starfsmenntun þyrftu að koma suður. Ég lagði því á það áherslu að reynt yrði að flytja slíka menntun út um land. I Dalvík var fyrir skipsstjómar- braut við grunnskólann þar, en í haust var sett upp fiskvinnslubraut, og það var lagður gmnnur að því að koma upp fiskvinnslubrautum, bæði í Vestmanneyjum og á Siglu- fírði. Ég held raunar að þetta sé framtíðin, að færa meira og meira af náminu í heimabyggðimar án þess að það komi niður á gæðum þess. Þetta er mjög mikilvægt byggðamál, að menn eigi kost á því að stunda sem fjölbreyttast nám, sem næst sinni heimabyggð. Háskólinn á Akureyri er þáttur í þessu. Hann hafi verið í undirbún- ingi áður en ég kom í ráðuneytið en það kom í minn hlut að reka endahnútinn á það verk, og fá sam- þykkt á Alþingi lög um skólann." Ör þróun í há- skólamálum Talið berst nú að Háskólanum sem hefur verið mikið til umræðu síðustu mánuði, bæði málefni Há- skóla íslands sjálfs, og einnig síauk- ið framboð á námi á háskólastigi sem aðrir skólar veita. Birgir ísleif- ur segist vilja sjá Háskóla íslands sem höfuðháskóla, sem gæfi kost á fjölbreyttu og fjölþættu námi, bæði í hefðbundnum háskólagreinum og námi sem tengist atvinnulífinu, og þar sé miðstöð vísindastarfseminn- ar. En jafnframt þróist við hliðina á Háskólanum ýmsir skólar sem veiti kennslu á háskólastigi í ýmsum sérgreinum. „Ég er viss um að þessi þróun á eftir að verða mjög ör á næstu árum, og þróunin hefur verið mjög ör í okkar háskólamálum á fáum árum, án þess að menn hafi skynjað það beint. Það er núna fjöldi skóla sem býður upp á háskólanám en Háskóli íslands var eini skólinn á þessu stigi fyrir nokkrum árum. Núna höfum við Háskólann á Akur- eyri, Kennaraháskólann, Tækni- skólann, Samvinnuskólann, Verzl- unarskólann, bændaskólana og listaskólana sem allir bjóða upp á nám á háskólastigi. Til að mæta þessari þróun setti ég á stofn sérstaka samstarfsnefnd skóla sem kenna á háskólastigi, sem háskólarektor er formaður fyrir. Hennar fyrsta verkefni átti að vera að semja sérstakt frumvarp til rammalaga um háskólastigið, en því verkefni var ekki lokið þegar ríkisstjómin fór frá. Ég held að í allri þessari umræðu sé mönnum ljóst að Háskóli íslands eigi að vera fremstur meðal skóla á háskólastigi; miðstöð vísindarann- sókna og háskólafræðslu. Það er ekki hægt að útiloka að rannsóknir fari fram við aðra skóla, þar sem til dæmis eru kennd fög sem ekki eru kennd í háskólanum." —Eigum við íslendingar að vera sjálfum okkur nógir með menntun? „Nei, ég held að við getum aldr- ei orðið sjálfum okkur nóg með menntun. Við getum orðið það í grundvallarmenntum, en í mjög sérgreindum fögum er það erfitt, svo og í ýmiskonar framhaldsnámi sem við verðum hér eftir, sem hing- að til, að sækja til útlanda. Við eigum hins vegar að skoða möguleika á að taka upp nám í sem flestum greinum hér á landi. Ég get nefnt arkítektúr, sem dæmi um fag sem við getum ekki lært hér á landi. Ég setti á laggimar sérstaka nefnd til að kanna möguleika á því að setja upp nám í þessari grein, og sú nefnd vár ekki búin að skila áliti en ég á von á því að þar verði komist að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamlegt að taka upp slíkt nám hér heima." Ráðningamál Há- skólans endurskoðuð —Háskóli íslands átti undir högg að sækja í menntamálaráðherratíð þinni þegar þú skipaðir Hannes Hólmstein Gissurarson lektor í stjómmálafræði gegn áliti dóm- nefndar Háskólans. Sumir töldu það raunar sýna, hvað Háskólinn væri máttlaus stofnun að þú skyldir þora þetta. Hvað viltu segja um það? „Ég vil alls ekki viðurkenna að Háskólinn standi neitt höllum fæti. Það kom upp málefnalegur ágrein- ingur milli mín og Háskólans; mér fannst Háskólinn standa sig illa í þessu máli eins og ég gerði mjög rækilega grein fyrir í greinargerð- um sem ég lét fara frá mér þá. Mér hefur fundist vera tilhneig- ing til klíkumyndunar í vissum deildum Háskólans, og ég hafði ekki aðeins þetta mál fyrir mér í því. Þetta gekk yfir en við ræddum það hins vegar mjög ýtarlega, ég og háskólarektor, á tveimur fundum eftir að við höfðum deilt hvað harð- ast, og niðurstaðan varð sú að við ákváðum að setja í gang vinnu til að breyta reglum um ráðningar við Háskólann. Þær gætu þá falið í sér tvennt: annarsvegar að Háskólinn fengi aukið sjálfstæði til ráðninga, en jafnframt yrði gengið þannig frá málum að réttur umsækjenda um stöður yrði tryggður fullkomlega þannig að þeir þyrftu ekki að sæta því að vera beittir hlutdrægni. Þessi vinna var farin í gang en var ekki lokið." —Þú talar um klíkumyndun. Þýð- ir það ekki að Háskólinn sé kominn á hálan ís og að staða hans sem vísindastofnunar sé í hættu? „Þetta er auðvitað ekkert sér- stakt með Háskóla íslands, hvorki samanborið við aðrar stoftianir á íslandi né aðra háskóla. Umræða af þessu tagi fer einmitt mjög víða fram í heiminum í dag: að háskól- amir, eins og þeir eru byggðir upp sem sjálfstjómandi stoftianir, séu byijaðir að loka sig frá umheimin- um ef hægt er að orða það svo. Þeir hleypi ekki inn fersku lofti heldur snúist meira og minna í kringum sjálfa sig. Tilgangurinn með sjálfstæði háskóla er að tryggja fullt rannsóknar og kennslufrelsi. En með þróun eins og ég hef lýst þá snýst sjálfstæði háskólanna upp í andhverfu sína. Svíar breyttu sinni háskólalög- gjöf til dæmis fyrir ári síðan, þann- ig að háskólaráðin eru núna að hluta til skipuð fólki utan úr þjóð- félaginu. Rökin fyrir þessu vom einmitt þau, að það þyrfti að opna háskólana og hleypa meira af fersku lofti þar inn, utan úr þjóð- félaginu, og tryggja um leið sjálf- stæði þeirra." —Þarf slíkt að koma til hér, að þínum dómi? „Ég vona í lengstu lög að hjá því verði komist,“ sagði Birgir Isleifur. Málefíii LÍN í endurskoðun Sígilt álitamál sem tengist háskóla- stiginu er Lánasjóður íslenskra námsmanna, og fyrirrennari Birgis ísleifs Gunnarssonar á stóli menntamálaráðherra var gagn- rýndur harðlega af námsmönnum fyrir að setja reglugerð sem skerti lánsrétt þeirra um 17% miðað við fullan lánsrétt. Einnig töldu náms- menn að breyta þyrfti framfærslu- gmnninum þar sem sú viðmiðun, sem nú er notuð, væri orðin úrelt. „Ég setti í gang sérstaka vinnu varðandi framfærslugmnninn, og stjóm Lánasjóðsins, í samvinnu við hagstofustjóra, tók hana að sér,“ sagði Birgir. Ég fékk niðurstöðuna í hendumar stuttu áður en ég fór frá þannig að ég gat ekki skoðað þetta vel, en það var ljóst að lánin þyrftu að hækka töluvert ef fylgt væri ítmstu kröfum um nýjan fram- færslugmnn. í mínum huga var næsta skrefið að ná samstöðu um það hvemig ætti að vinna úr þessum hugmynd- um. í öðra lagi var úthlutunar- reglunum breytt til hagsbóta fyrir námsmenn, þannig að námsmenn mega vinna meira núna en áður, án þess að það komi niður á láns- rétt og ég held að það sé mjög ós- kynsamlegt að snúa til baka af þeirri braut eins og mér skilst að Svavar Gestsson vilji gera. Það á ekki að refsa námsmönnum þótt þeir geti unnið sér inn nokkrar tekj- ur. Annað álitamál varðandi úthlut- unarreglumar var hvort meðlags- greiðslur Settu að reiknast til launa og þar með skerða lánin og ég beitti mér fyrir því að þær koma ekki til skerðingar á námsláni. Þriðja meginatriðið var upp- bygging sjóðsins sjálfs, og það stóð éinmitt í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjómarinnar, að endurskoðun fari fram á námslánum og námskostn- aði í samvinnu við samtök náms- manna. Þama vom sérfræðingar búnir að vinna ýtarlega gmnn- skýrslu, þar sem gert er ráð fyrir breytingu á uppbyggingu lánasjóðs- ins, þannig að í stað þess að hann verði eingöngu lánasjóður verði hann sambland af lána- og styrkja- sjóði. En þetta mál bíður einnig nýs ráðherra." —■Utanríkisráðherra sagði á Al- þingi nýlega að við hefðum ekki efni á lánasjóðnum, eins og hann væri uppbyggður. Ertu sammála því? Við búum hér vissulega við gott námslánakerfi sem er jafnvel betra en víðast hvar annarsstaðar. En ég er nú þeirrar skoðunar að í okkar þjóðfélagi byggist framtíðin á þekk- ingu; á því að við eigum velmennt- að fólk, serh geti tekist á við hin fjölþættustu verkefni og standist sínum jafnöldram snúning hvar sem er í heiminum. Ég held að námslánakerfið sé gmnnurinn að þessu, þannig að það fari ekki eftir efnahag manna hvort þeir geti stundað nám eða ekki. Þess vegna tel ég að við höfum efni á góðu námslánakerfí, þótt við megum ekki fara út í neinar öfgar í því efni frekar en öðm,“ sagði Birgir ísleifur. Ágreiningiir um endurmenntun —Það er ljóst að skólakerfið þró- ast mjög ört og áherslur í námi einnig. Er ekki sífellt meiri þörf fyrir fullorðinsfræðslu svo fólki gef- ist kostur á að halda í við unga fólkið sem útskrifast úr skólunum og fer út á vinnumarkaðinn? „Ég held að fullorðinsfræðsla sé afar mikilvæg og mönnum gefst núna kostur á að stunda nám eftir ýmsum leiðum. Lögin um fram- haldsskólana taka á þessu að ýmsu leyti; fólk getur gengið inn í fram- haldsskólana sé það orðið 18 ára og eldri, án þess að hafa tekið þetta hefðbundna gmnnskólapróf. Fólk getur einnig farið í öldungadeildir við framhaldsskólana og nú em að opnast möguleikar með fjarkennslu, sem hófst einmitt meðan ég var í ráðuneytinu. Sú starfsemi á vafa- laust eftir að aukast í þjóðfélaginu. Þá er einnig í nýju framhaldsskóla- lögunum gert ráð fyrir því að fram- haldsskólamir taki upp endur- menntun af ýmsu tagi. Það hefur hins vegar ekki verið tekið nægilega mikið á endur- menntun í ýmsum starfsgreinum. í síðustu nícisstjóm var nokkur ágreiningur miili mín og félags- málaráðherra um það hvemig að þessu skyldi staðið. Félagsmálaráð- herra taldi þetta verkefni vinnu- markaðarins og það ætti þá að vinn- ast undir hatti félagsmálaráðuneyt- isins. Ég var þeirrar skoðunar að þetta væri hluti af menntakerfinu og það ætti að nota þær stofnanir sem fyrir em til að halda uppi slíkri starfsmenntun, en auðvitað í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins. Þetta mál var óútkljáð en ég hefði talið það mjög brýnt að setja sérstaka löggjöf um fullorðins- fræðslu og þar á meðan starfs- menntun, þar sem tekið er á öllum þessum þáttum," sagði Birgir. Menningarstofíianir í kreppu Að skólamálunum slepptum vom umræður um rótgrónar menningar- stofnanir íslendinga, svo sem Þjóð- leikhúsið og Þjóðminjasafnið, áber- andi á ráðherratíð Birgis Isleifs. Það kom aðallega til af því að hús þessara stofnana era í niðumíðslu, en peningar til viðgerða hafa verið af skomum skammti. Þá var einnig deilt um fleiri hús, svo sem Þjóð- skjalasafnið og sérstaklega Þjóðar- bókhlöðuna, sem stendur enn hálf- byggð þrátt fyrir að sett hafi verið lög um þjóðarátak um að ljúka þeirri byggingu. Birgir sagði að það væri vemlegt áhyggjuefni hvemig komið væri með Þjóðleikhúsið. „Það þarf mikið fjármagn til að gera upp húsið. Byggingin er mjög illa farin og þamast gagngerra endurbóta. Það var gerð mjög rækileg úttekt á Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu og nú er verið að gera nákvæma kostnað- aráætlun um nauðsynlegar endur- bætur. Það em auðvitað fleiri stofnanir sem era í þessari kreppu, eins og Þjóðminjasafnið, en bygging þess er í mjög slæmu ástandi. Reynslan er bara sú, að það er erfítt að fá íjárveitingar frá Alþingi í þessu skyni. Það sést kannski best hve erfítt er við þetta að eiga, þegar horft er til deilunnar sem kom upp varð- andi Þjóðarbókhlöðuna sl. vetur. I lögum um þjóðarátak til að ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðunnar var gert ráð fyrir að 1% eignarskatts- auki væri lagður á tímabundið til að afla flár til byggingarinnar. Því miður var fjármálaráðuneytið alltaf með lúkumar í þessum peningum og þetta var eilíft ágreiningsefni milli mín og ijármálaráðherra sem vildi taka þessa peninga í ríkissjóð. En burtséð frá þeirri deilu þá var það mín hugmynd að lögunum um eignarskattsaukann yrði framlengt og tryggt yrði að peningamir skil- uðu sér. Þessi sjóður yrði síðan notaður til að ljúka við Þjóðarbók- hlöðu, gera við Þjóðleikhúsið og Þjóðminjasafnið, innrétta Þjóð- skjalasafnið og að þessi sjóður tæki myndarlega þátt í byggingu Tón- listarhúss en á slíku húsi er mikil þörf hér á landi." —Því er haldið fram að Þjóðleik- húsið sé ekki aðeins í niðumíðslu utanfrá heldur einnig í ákveðinni listrænni kreppu. Þarf ekki að skoða þau mál einnig? „Það var það mín hugmynd að rekstur Þjóðleikhússins yrði tekinn til gagngerrar endurskoðunar. Mér fannst vel koma til greina að loka Þjóðleikhúsinu í eitt ár og gera við húsið, og hafa það tilbúið á 40 ára afmæli þess árið 1991. Á meðan yrði tíminn notaður til að endur- skipuleggja reksturinn. Ég er ekki viss um að það sé rétt leið, sem farin hefur verið um skeið, að reka Þjóðleikhúsið eins og fasta stofnun með stómm hópi fastráðinna leikara, heldur eigi að vera þar meiri sveigjanleiki. Við gætum tekið ýmis erlend leikhús til fyrirmyndar, jafnvel leigt rekst- urinn út til leikhópa. Mér fínnst að Þjóðleikhúsið megi taka sér tak og fara í nýjan farveg," sagði Birgir ísleifur. Mikilvægt að koma listnáminu yfir á háskólastigið —Þegar þú lítur yfir fjórtán mán- uði í menntamálaráðuneyti, hveiju sérðu mest eftir að hafa ekki kom- ið í verk? „Mér finnst að það megi ekki hugsa þannig, þvi stjómmálastörf em þess eðlis að þeim lýkur aldrei í eitt skipti fyrir öll. En það em mörg heillandi verkefni í mennta- málaráðuneytinu. Okkar skólakerfi er í mikilli mótun og framþróun á eftir að verða ör á næstu ámm. Sama má segja um menningarstarf- semi. Þetta er hins vegar erfitt ráðuneyti og stórt, málaflokkamir em umdeildir því á þeim hafa menn ekki aðeins mismunandi pólitískar skoðanir heldur spila ýmis fagleg sjónarmið inn í. Það rejmir því oft á ráðherrann að ganga á milli og sætta menn, auk þess sem hann þarf að framfylgja sinni stefnu. En það var ýmislegt ógert. Ég hefði gjaman viljað ljúka aðalnám- skránni sem var komin það langt áleiðis að aðeins vantaði herslumun- inn. Ég hefði einnig gjaman viljað ljúka við að ganga frá frumvörpum um listaskólana, en ég tel mjög mikilvægt að koma listnáminu formlega yfír á háskólastigið. Mín hugmynd var að festa í sessi Tón- listarskólann í Reykjavík, Myndlista og handíðaskólann og Leiklistar- skólann sem háskóla, og koma því svo fyrir að þessir skólar fengju sameiginlegt landsvæði til að koma sér fyrir á. Ég hafði raunar sett á laggimar starfshóp þessara skóla, menntamálaráðuneytisins og fjár- málaráðuneytisins, til að ætla þess- um skólum stað á lóð Kennarahá- skólans til að þeir yrðu í tengslum við Kennaraháskólann. Þannig gætu þessir skólar endað undir sama þaki og sameinast með tíman- um í einn listaháskóla. Þetta er eitt af verkefnunum sem ég hefði viljað geta lokið,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.