Morgunblaðið - 18.11.1988, Side 33

Morgunblaðið - 18.11.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 33 Aðalfundur Landssambands íslenzkra útvegsmanna: Auknar lántökur eða skuldbreytíngar leysa vandann ekkí Þær geta þó verið góðra gjalda verðar og óhjákvæmilegar Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði meðal ann- ars í ávarpi sinu á aðalfundi LÍÚ í gær, að forsendur fyrir lán- veitingum vegna nýrra skipa eða verulegra endurbóta á eldri skip- um væru nú brostnar vegna sam- dráttar í afla. Jafnframt yrði að kanna með hveijum hætti beina mætti fyrirsjáanlegum sam- drætti í stærð fiskiskipaflotans að þeim hluta hans sem mest veiðir af smærri fiski. Halldór kom víða við í ávarpi sínu, en um úrræði til lausnar vanda sjáv- arútvegsins sagði hann: „Það er engum vafa undirorpið að við mikinn efnahagsvanda er nú að etja. Á honum þarf að taka eins og svo oft áður. Víst er að miklu máli skiptir fyrir framtíðina hvemig til tekst. Að því er sjávarútveg varð- ar lýsir þessi staða sér einkum í minnkandi afraksturgetu físki- stofna, of mikilli fjárfestingu í veið- um og vinnslu og síhækkandi kostn- aði við framleiðslu án þess að af- urðaverð hafi hækkað að sama skapi. Þessir örðugleikar eru á eng- an hátt bundir við sjávarútveg. Fjöl- margar aðrar greinar atvinnulífsins eiga við erfiðleika að etja vegna þensiu og ofQárfestingar. Lausn á vanda sjávarútvegsins hlýtur - vegna mikilvægis hans í þjóðarbú- skapnum - að vera lykillinn að bættum hag annarra greina. Því verður ekki hjá því vikist að taka á honum. Eitt af sérkennum okkar íslend- inga er að við viljum búa við ör- yggi og allsnægtir nútíma iðnríkja en jafnframt sveigjanleika og aga- leysi veiðimannaþjóðfélagsins. Stjómmálamenn em ýmist bomir hörðum sökum fyrir ofstjóm eða afskiptaleysi - og er ekki gott að segja hvort er álitið verra. Ef stjóm- völd ætla að grípa í taumana er sagat að þar gæti tilhneigingar til miðstýringar og alræðis og athafna- frelsi og frumkvæði einstakling- anna sé heft. Grípi stjómvöld hins vegar ekki til aðgerða em þau sök- uð um sofandahátt og dugleysi. Algengt er að stór hagsmunasam- tök komi saman og telji sitt megin viðfangsefni vera að skamma stjómvöld á hveijum tíma - ýmist fyrir afskipasemi eða aðgerðarleysi. í erfiðum málum næst ekki árangur nema með samvinnu þeirra aðila sem málin varða. Slfk sam- vinna næst oft þegar mest á reyn- ir. Stjónvöldum ber að hafa forystu um mikilvæg þjóðfélagsmál en það er jafnframt skylda hagsmunasam- taka að vinna að úrlausn þeirra. Á þessari stundu er ekki aðalatriði hveijir eiga að framkvæma hlutina heldur hvað eigi að gera og hvemig við náum samstöðu. Hvað er þá til ráða? Ég hef eng- in töframeðöl fram að færa. Við losnum ekki úr þessum þrengingum með auknum lántökum eða skuld- breytingum þó þær geti verið góðra gjalda verðar og oft á tíðum óhjá- kvæmilegar. Hlutfall milli gjalda og tekna þarf að breytast. Ymsar almennar leiðir hafa verið ræddar á síðustu mánuðum og ætla ég ekki að fjölyrða um þær hér. Marg- víslegar sértækar aðgerðir eru þó forsenda þess að rétta megi hag sjávarútvegsins. Sumar þessara aðgerða verða aðeins framkvæmdar af rekstraraðilum sjálfum en aðrar af stjómvöldum. Ég vil taka fram nokkur atriði sem em mikilvæg i þessu sambandi. Á næstu árum verði ekki lagt út í Ijárfestingar vegna kaupa, nýsmíði eða meiriháttar endurbóta á fiskiskipum. Leitast verði við að lækka útgerðarkostnað með sameiningu veiðiheimilda þannig að takmarkað- ur afli verði sóttur með sem minnst- um tilkostnaði. í fiskvinnslu verði leitast við að sameina fyrirtæki og auka sam- vinnu þeirra þannig að fjárfesting nýtist betur og sérhæfing aukist. Einingis verði íjárfest í fískvinnslu til að ná þessu markmiði. Aðilar í sjávarútvegi komi á fót aflamiðlun er stuðli að jöfnu framboði á óunnum físki til útflutn- ings og miðlun afla milli landshluta og einstakra byggðarlaga. ' Verðmætasköpun verði aukin með því að fullnýta allan afla og koma í veg fyrir að verðmætum sé hent. Sjávarútvegsfyrirtæki hafi samvinnu um að koma á öflugu eftirliti með kostnaði í atvinnu- greininni. Mikilvægt er að aðhald sé með útgjöldum og samvinna um eftirlit á þessu sviði getur örugglega stuðlað að lækkuðum kostnaði. Aðhalds og spamaðar verði gætt í rekstri ríkis, ríkisstofnana og annarra opinberra aðila í sam- ræmi við aðstæður atvinnulífsins og þannig dregið úr þenslu. Lánadrottnar hinna verst settu fyrirtækja í sjávarútvegi, jafnt bankar sem vipskiptaaðilar, gefi eftir hluta af kröfum sínum eða breyti þeim í víkjandi lán. Skulda- staða margra sjávarútvegsfyrir- tækja er slík að þau koma aldrei til að standa undir greiðslum á öll- um sínum skuldbindingum. Er það öllum aðilum til hagsbóta að horf- ast í augu við þessa staðreynd og gefa eftir hluta af kröfum á hendur þeim fyrirtælqum er að öðru leyti hafa rekstrargrundvöll. Markvisst verði stefnt að aukinni fullvinnslu afla og einskis látið ófreistað að afla nýrra og betri markaða fyrir sjávarafiirðir okkar. Lögð verði á það áherzla að tryggja að afurðir njóti hvarvetna bestu tollkjara og verði í því skyni meðal annars teknar upp viðræður við Efnahagsbandalag Evrópu. Margt fleira má nefna í þessu sambandi en ég læt hér staðar num- ið. Óhjákvæmilegt er að kjör manna skerðist á næstunni og allar kröfur um launahækkanir eru gjörsamlega óraunhæfar við núverandi aðstæð- ur. Miklu skiptir hins vegar að þol- anleg sátt geti tekist um kjaramál Morgunblaðið/Sverrir Kristján Ragnarsson býður Halldór Ásgrímsson velkominn á aðla- fundinn. milli aðila vinnumarkaðarins. For- senda þess að það geti orðið er að allar aðrar leiðir til að draga úr kostnaði og auka tekjur séu jafn- framt reyndar enda þótt margar þeirra kunni að virðast torsóttar og sársaukafullar. Augljóst er að einskis má láta ófreistað til að bæta stöðuna og við erum ekki í aðstöðu til að útiloka eitt eða neitt í þeim efnum. Á það jafnt við um það sem hér hefur verið nefnt og það sem ónefnt er.“ Verðum að hafa áhrif á skoðanamyndun innan EB - segir Brynjólfur Bjarnason „SEGJA mætti sem svo að sú fiskveiði þjóð í Norður-Atlantshafi, sem verður fyrst til að gerast meðlimur í Evrópubandalaginu, muni njóta góðs, í það minnsta af markaðsaðstöðu og heldur torvelda að aðrir komist að eða fái sér samninga. Við skulum ekki standa grand- varalaus frammi fyrir því að Norðmenn eru komnir mun lengra í því að móta afstöðu sína en við. Þeir segja einfaldlega að þau vanda- mál, sem þeir áttu við að stríða árið 1972, þegar þjóðaratkvæða- greiðslan fór fram, séu ekki til staðar lengur. Opinberar sem óopin- berar yfirlýsingar forystumanna í Norregi hafa að undanförnu geng- ið út á það, að þeir ættu að gerast meðlimir í Evrópubandalaginu. Jafiivel er talið að innan sjávarútvegsins séu 60% aðila orðin sam- þykk,“ sagði Brynjólfúr Bjarnason, forstjóri Granda, meðal annars í erindi sinu um EB á aðalfúndi LÍU. „ Innan EFTA eru aðeins 6 þjóð- ir, svokallaðar jaðarþjóðir. Auk ís- lands eru það Noregur, Finnland, Svíþjóð, Austurriki og Sviss," sagði Biynjólfúr. „Mikið starf hefur verið unnið af hálfu EFTA við að reyna að samræma sjónarmið Evrópu- bandalagsins og aðildarríkja EFTA. Það er hins vegar töluverð hræðsla innan EFTA-ríkjanna um að dragist tengslin við Evrópubandalagið úr hömlu, muni fyrirtæki flytja sig inn í bandalagið og þar með á heima- markað Evrópubandalagsins. Það er einmitt sú þróun sem hefur átt sér stað, til að mynda í Svíþjóð, þar sem gífurlegur fjöldi fyrirtækja hefur stofnað ný fyrirtæki eða keypt til dæmis þýzk fyrirtæki til að koma starfsemi sinni inn á mark- aðinn. Hvað höfum við íslendingar keypt mörg fyrirtæki erlendis? Margir halda því fram að í framt- íðinni verði það mikið óhagræði fyrir ísland og Noreg að vera utan við bandalag 12 landa, þar sem eru 300 lög og reglur og þurfa alltaf að vera að sækja um undaþágu. Við höfum að vísu bókun 6, sem Norðmenn hafa ekki, en þegar spurzt er fyrir í Brussel, hveijir séu lfklegastir til að gerast næstu með- limir í Evrópubandalaginu, virðast oftast vera nefnd löndin Austurríki og Noregur. Við skulum gera okkur fullkomna grein fyrir því, að gerist Skiptar skoðanir um út- flutning á ferskum físki SKIPTAR skoðanir um ýmis mál eru meðal fúlltrúa á aðalfundi Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, sem hófst í gær. Þar má meðal annars nefna afstöð- una tíl útflutnings á ferskum fiski. Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ setti fimdinn og sjáv- arútvegsráðherra ávarpaði fund- armenn. Nokkur erindi voru síðan flutt og síðdegis skiptu menn sér i starfsnefndir til að móta ályktanir fúndarins. Árdegis í dag munu starfsnefnd- ir síðan kynna ályktanir sínar og þær ræddar og afgreiddar. Fúndin- um líkur síðdegis með því að sam- tökin kjósa sér stjóm. Starfsnefndir fundarins era þijár og fjalla um skipan fískveiða; rekstrarskilyrði og afkomu fisk- veiðiflotans og sölu á ferskum fiski erlendis. Á nýafstöðnu Fiskiþingi var samþykkt tillaga þess efnis að leyfi til útflutnings á ferskum físki skyldi miðað við ákveðið hlutfall af heildarkvóta. Skiptar skoðanir eru um þetta og era Vestmannaeyingar einkum á móti þessu fyrirkomulagi. Norðmenn meðlimir í Evrópubanda- laginu, munu þeir, eðli málsins sam- kvæmt, ekki vera vinir okkar í að aðstoða okkur í samningum og sér- kjöram við bandalagið. Eðlilega munu þeir hugsa um eigin hags- muni og koma allri sinni sjávarút- vegsframleiðslu hindranarlaust inn á markað og heldur leggja því máli lið að gera okkur erfiðara fyr- ir eins og reyndin hefur orðið eftir inngöngu Spánar í Bandalagið. Mundum við Islendingar ekki hugsa eins um eigið skinn? Því mætti segja sem svo að sú fiskveiði þjóð í Norð- ur-Atlantshafi, sem verður fyrst að gerast meðlimur í Evrópubandalag- inu, muni njóta góðs, í það minnsta af markaðsaðstöðu og heldur tor- velda að aðrir komist að eða fái sér samninga. Við skulum ekki standa grandvaralaus frammi fyrir því að Norðmenn era komnir mun lengra í því að móta afstöðu sína en við. Þeir segja einfaldlega að þau vandamál, sem þeir áttu við að stríða árið 1972, þegar þjóðarat- kvæðagreiðslan fór fram, séu ekki til staðar lengur. Opinberar sem óopinberar yfirlýsingar forystu- manna í Noregi hafa að undanfömu gengið út á það, að þeir ættu að gerast meðlimir í Evrópubandalag- inu. Jafnvel er talið að innan sjávar- útvegsins séu 60% aðila orðin sam- þykkir. Hvað er okkur fært í þessari stöðu? Ég held að við eigum sem fyrst að laga hagkerfí okkar sem mest að því, sem er að gerast í Evrópu, til að mynda með afnámi hindrana á Qármagnsflutningi og viðskiptahindranum. í raun er þetta hluti af breytingu, sem er að verða á efnahagskerfi heimsins og engin ástæða til þess að loka sig af. Við eigum að reyna að fylgjast rækilega með framnvindu í Evrópubandalag- inu og kynna því sérstöðu okkar og vandamál. Éf til vill má leysa sum af þeim með tvíhliða viðræðum eða samningum, því í dag hafa Svisslendingar um 115 samninga við Evrópubandalagið og ef til vill kemur það mörgum á óvart, en Norðmenn hafa um 50 samninga Brynjólfúr Bjaraason við Evrópubandlagið í dag. Þeir hafa reyndar haft fulltrúa í sjvarút- vegsmálum við Evrópubandalgið frá árinu 1965. Rika áherzlu verð- um við að leggja á, að atvinnulífið ráði nú þegar starfsfók til að fylgj- ast með og hafa áhrif á skoðana- myndun í höfuðstöðvum Evrópu- bandalagsins. I lok þessarar hugleiðingar væri ekki úr vegi að velta því fyrir sér hver framtíð Evrópubandalagsins verður. Mun vemdarstefnu verða beitt eftir 1992, sem gerir þjóðum utan bandalagsins erfiðara fyrir? Margir halda því fram, meðal ann- ars Bandaríkjamenn og Japanir. Um það höfum við lesið í blöðum undanfarið. Þessu halda þeir banda- lagsmenn ekki fram og ítreka að þeir séu ekki að loka svæðinu. Ein- hveija vantrú hafa sumir á þessum fyrirheitum, sem sést á gífurlegri Qárfestingu utanbandalagsþjóða í þeim tilgangi að koma sér inn á markaðinn fyrir 1992. Að vísu er ég ekki nógu kunnugur öllum atrið- um er þar eiga sér nú stað, en um sumt er líkt nú og með hemaðar og útfærslustefnu frönsku bylting- arinnar og Napoleons, sem stóð yfir í um tveggja áratuga skeið og er ríkjandi áhrifavadlur í stjóm- málasögu Evrópu. Þann 21, nóvem- ber 1806 setti Napoleon í fram- kvæmd meginlandskerfið um sam- einingu Evrópu, líkt og Hitler ætl- aði sér, báðir með vopnum og báðir áttu einn svarinn andstæðing, sem að lokum vann. Ef til vill er eilítil samlíking að eiga sér stað nú því kona nokkur brezk að nafni Marg- aret Tatcher hefur nú hafið baráttu gegn pólitískri sameiningu Evrópu. Napoleon setti meginlandsbannið einmitt í þeim tilgangi að klekkja á Bretum. Hver veit.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.