Morgunblaðið - 18.11.1988, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 18.11.1988, Qupperneq 53
i. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NOVEMBER 1988 53 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 ERÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Óhóflega saltað Sveitakona hringdi: „Eg vil þakka fyrir góða grein sem birtist í Velvakanda föstudag- inn 11. nóvember og bar fyrirsögn- ina „Um mislukkaðan matvælaiðn- að“. Þetta var þörf grein því margt þyrfti að taka til endurskoðunar í íslenskum matvælaiðnaði. Sérstak- lega er saltausturinn slæmur því flestar matvörur hér eru óhóflega saltaðar. Gaman væri ef einhver kjötiðnaðarmaður eða matvæla- fræðingur tæki sig til og svarði þessari grein." Lokaorðin heyrðust ekki Húsmóðir hringdi: „Viðtalsþátturinn í sjónvarpinu við Auði Auðuns var frábær. Hitt þótti mér mjög miður að lokaorð Auðar köfnuðu í hávaðamúsík sem sett var á í lok þáttarins. Þótti mér þetta skemma þennan góða viðtalsþátt og vil benda sjónvarp- inu á að endurtaka ekki mistök sem þessi.“ Guðlast Kona hringdi: „Ég skora á presta og safnaðar- formenn að mótmæla kvikmynd- inni Síðasta freisting Krists og krefjast þess að hún verði bönnuð. I þessari kvikmynd er nafn frelsar- ans dregið niður í svaðið með svívirðilegum hætti. Guðlast sem þetta er bannað samkvæmt íslenskum lögum og við hljótum að kreijast þess að þeim sé fram- fyigt-“ Leiðrétting Vísa eftir K.N. birtist í Velvak- anda sl. laugardag og kom prent- villupúkinn þar við sögu. Rétt er vísan þannig: Vor yngri kynslóð yrkir nú í prósa, eins og skáldin fyrr, á dögum Mósa rímlaust bull í ræðuformi þylur á rósamáli, sem að enginn skilur. Parketthlífar Haft var samband við Velvak- anda frá Skóvinnustofu Sigur- bjöms í Austuveri vegna greinar sem birtist sl. þriðjudag um skemmdir á parketti. Skóvinnu- stofa Sigurbjöms hefur til sölu parketthlífar úr plasti sem setja má undir skóhæla og hefur dreift þessum hlífum til skósmiða og einnig til margra byggingavöm- verslana. Hæltappar Kona hringdi: „Fyrir skömmu birtist í Velvak- anda klausa um skemmdir á par- ketti sem urðu vegna nagla í skó- hælum. í flestum byggingavöm- verslunum fást tappar sem notaðir em undri húsgögn en þá má eins setja undir skóhæla. Þetta ráð hefur gefist mér og mörgum öðmm mjög vel og vil ég því benda á það.“ Barnareiðhjól Appelsínugult barnareiðhjól með silfurgjörðum og hvítum pet- ulum fannst í grennd við verslun- ina Byko í Kópavogi fyrir um það bil hálfum mánuði. Upplýsingar í síma 76181. Hringir Tveir gullhringir og þrír silfur- hringir töpuðust í baðhúsi Bláal- ónsins sunnudaginn 13. þ.m. Hringir þessir em persónulegir munir og er þeirra sárt saknað. Síminn hjá eigandanum er 33713 en eins má skila hringunum í af- greiðslu Bláalónsins. Týnd læða Mísa, sem er flekkótt læða tveggja og hálfs árs gömul, fór að heiman frá sér fyrir viku. Þeir sem hafa orðið varir við hana em vinsamlegast beðnir að hringa í síma 10972. Læða í Seljahverfi Hálfvaxin læða fannst í Stallas- eli, hún er steingrá með móbrúnum flekkjum. Aðeins ljósari á fram- fótum. Þeir sem kannast við hana vinsamlegast hringið í síma 76417. Eru allir skírðir heilagir? Kæri Velvakandi. Er það ekki skírn sem helgar okkur? Jú. Em þá allir sem em skírðir heilagir? Það em kannski meira en U/2 milljarður af mönnum skírðir. Em þeir allir alltaf heilagir, aðeins vegna þess, að þeir vom skírðir sem börn eða fullorðnir? Var- ar Páll postuli ekki söfnuð sinn, Galatamenn, sem vom skírt fólk, við holdsins verkum, sem em frillulífi, óhreinleiki, fjandskapur, deilur, met- ingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað líkt? Hann bætir við: „Og það segi ég yður fyrir, eins 'og ég hef sagt áður, að þeir sem slíkt gjöra, munu ekki erfa Guðs ríki.“ Er allt skírt fólk frjálst frá þessum syndum? Er þá ekki skírt fólk ljós heimsins, borg á fjallinu, saltjarðar? Jesús varar oss við: „Ef saltið dofnar, það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fót- um.“ Það er ekki gott að sleppa þessu, þegar vér prédikum guðspjal- lið. Um hvað spyr Jesús, þegar hann dæmir allar þjóðir (sbr. Mt. 25)? Ekki um skím okkar, heldur góð verk. Skímin leysir okkur ekki frá góðum verkum. Jesús sagði: „Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin." Og líka: „Skírið allar þjóðir og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.“ Er þá ekki skím og trú nóg? Páll postuli segir „að trú án verka er dauð“, og Jesús segir: „Ekki mun hver sá, sem við mig segir: „Herra, herra," ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns.“ Nú segir Páll postuli: „Þér emð orðn- ir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast með lögmáli," og hann segir líka: „Guð tilreiknar réttlæti án tillits til verka.“ Vér emm sam- málar Sköpuð vera getur ekki kraf- ist einhvers af Guði, sérstaklega ekki þess sem er yfirnáttúmlegt, þ.e. himnaríki. En má Guð sjálfur ekki gera sáttmála og skuldbinda sig, til að gefa okkur himnaríki ef vér höldum boðorðin hans? Jú. Vér erum búin að heyra: „Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin." Og Jesús mun bjóða til eilífs lífs, þeim sem unnu góð verk, en þeir sem unnu ekki góð verk fóru til eilífðarrefsingar (Mt. 25). Er Páll sjálfur sammála því? Jú, hann segir: „Ég hef barist góðu baráttunni." Ém það ekki öll verkin hans? Og þá heldur hann áfram: „Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn, hinn réttláti dómar- inn, mun gefa mér og þeim á þeim degi.“ Sá sem prédikar eitthvað ann- að virðist gera eins og Páll segir í sama kafla: „Þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heil- næmu kenning, heldur hópa þeir að sér kennumm eftir eigin fysnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eymn.“ Eða eigum vér að segja, að líf, t.d. systranna í klaustr- um og líf þeirra, sem gjöra sig sjálfa vanhæfa vegna himnaríkis (Mt. 19) sé bara til einskis? J. Habets II o HEILRÆÐI Foreldrar: Látið börnin bera endurskinsmerki. Notkun þeirra tryggir öryggi bamanna í umferðinni. Kennarar: Brýnið fyrir bömunum að fara varlega í umferð- inni og gefið þeim góð ráð í þeim efnum. Vegfarendur: Hvert fótmál í umferðinni krefst umhugsunar og aðgæslu. Okumenn: Ljósker bifreiðanna verða að vera hrein og ljósin rétt stillt til þess að ljósmagnið nýtist sem best við aksturinn. Rétt notkun stefnuljósa auðveldar alla umferð. SPRENGÍDAGUR í DACU í Skífunni Borgartúni 24. Skífan kynnir sprengidaginn. í dag seljum við allar vörur í verslun okkar í BORGARTÚNI 24 með 10% afslætti. Auk þess bjóðum viðfjöldan allan af plötum með 25% afslætti og 12 tomm- ur á hálfvirði. STÓRKOSTLEG VERÐSPRENGING! Framvegis verður sprengidagur í Skífunni Borgartúni 24 mánaðarlega. Merktu við þessa daga í dagatalinu þínu: SKOÐAÐU ÍSKTFUNA’ KRINGLUNNI • BORGARTUNI • LAUGAVEGI KÁTAMASKlNAN/SEK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.