Morgunblaðið - 18.11.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 18.11.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 43 Ölympíumótið í skák í Grikklandi: Barátta á toppnum o g teflt gegn meisturunum Skák Bragi Kristjánsson Ólympíuskákmót hófst í Salon- iki í Grikklandi sl. sunnudag. ís- lendingar senda geysisterka sveit á mótið, flóra stórmeistara og tvo alþjóðlega meistara. Jóhann Hjartarson teflir á 1. borði, Jón L. Ámason á öðru, Margeir Pét- ursson á því þriðja, Helgi Ólafsson á §órða, og varamenn eru Karl Þorsteins og Þröstur Þórhallsson. Þröstur Þórhallsson teflir nú á sínu fyrsta Ólympíuskákmóti, en Guðmundur Siguijónsson, stór- meistari, gaf ekki kost á sér til fararinnar. íslendingar vænta mikils af þessari sveit, því hana skipa ungir meistarar í mikilli framför, og nægir í því sambandi að benda á, að Jóhann er kominn í 2. umferð Áskorendakeppninnar, og þar með í hóp tuttugu bestu skákmeistara heims. íslendingar hafa heiður að veija á mótinu, því þeir náðu 5. sæti í Dubai fyrir tveim árum. íslenska sveitin þarf að skjóta mörgum sterkum þjóðum aftur fyrir sig til að ná einu af fimm efstu sætun- um. Sovétmenn eru líklegastir til sigurs, en þeir tefla fram þeim Kasparov, Karpov, Jusupov, Salov, Beljavskíj og Ivantsjúk. Englendingar senda Short, Speel- man, Nunn og Chandler sem aðal- menn, Júgóslavar hafa Ljubojevic, P. Popovic, Velimirovié, V. Kovacevic, I. Sokolov og P. Nik- olic, Hollendingar verða að vera án Timmans: van der Wiel, Sos- onko, van der Sterren, J. Piket, M. Kuijf, Bandaríkjamenn hafa Seirawan, Gulko, Benjamin, Christiansen, Kudrin, Rohde, Vestur-Þjóðveijar hafa ekki Hub- ner að þessu sinni: Hort, Lobron, Kindermann, Hickl, Lau, Bischoff og Svíar senda þá Andersson, Schussler, Wedberg, Hellers, Ernst og Hector. íslenska sveitin hefur byijað ágætlega á mótinu, er í öðru sæti með 12V2 vinning eftir 4 um- ferðir. Sovétmenn hafa 13V2 v. Búlgarar eru jafnir íslendingum með 12'/2 v. 4.-5. Hollendingar og Ungveijar, 12 v. 6. Danir með IIV2 v. Danir hafa staðið sig vel, unnu Bandaríkjamenn 3—1 í 4. umferð. Urslit íslendinga til þessa eru eftirfarandi: 1. umf.:ísl. — PeurtoRico, 4—0 2. umf.: ísl. — Kanada, 2V2—IV2 3. umf.: ísl. — Brasilía, 2V2— IV2 4. umf.: ísl — Grikkland, 3V2—V2 Þessi frammistaða er í heild góð, þótt menn séu sjálfsagt mis- jafnlega ánægðir með einstök úr- slit. Nú er því takmarki náð, að tefla við Sovétmenn snemma í mótinu, og verður sú viðureign í dag. í Saloniki fyrir fjórum árum unnu Sovétmenn nauman heppn- issigur, 2V2—IV2, en í Dubai fyr- ir tveim árum varð jafnt, 2—2. Sovétmenn hafa að sögn teflt mjög vel á mótinu til þessa, svo að líklega er ráðlegt að vera hóf- lega bjartsýnn, en okkar menn eru líka sterkir og til alls vísir! Jón L. Amason hefur teflt mjög vel á mótinu og skulum við nú sjá, hvemig hann launar gestrisni heimamanna. 4. umferð: Hvítt: Jón L. Arnason Svart: Skembris (Grikk- landi) Frönsk vöm 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 — Rfli, 4. Bg5 — dxe4, 5. Rxe4 - Be7, 6. BxflS - gxflB!? Grikkinn tekur á sig veikleika í peðastöðu til að flækja taflið. Ömggara var 6. — Bxf6. 7. Rf3 - I 3. einvígisskák Fischers og Petrosjans 1971 reyndi sá fyrr- nefndi 7. g3, en fékk verra tafl eftir 7. - f5, 8. Rc3 - Bf6, 9. Rge2 - Rc6, 10. d5 - exd5!, 11. Rxd5 — Bxb2, 12. Bg2 — 0-0, 13. 0-0 - Bh8, 14. Ref4 - Re5, 15. Dh5 — Rg6 o.s.frv. 7. - f5 Önnur leið er hér 7. — b6, 8. Bc4 - Bb7, 9. De2 - c6, 10. 0-0-0 - Dc7, 11. Kbl - Rd7, 12. Hhel - 0-0-0, 13. Ba6 - Bxa6,14. Dxa6n— Db7 og hvítur hefur lítið eitt betri stöðu. 8. Rc3 - BflS, 9. Dd2 - c5 Svartur getur einnig leikið hér 9. — 0-0!?, t.d. 10. g4 — fxg4, 11. Hgl - e5!, 12. Bd3! - Bg7, 13. dxe5 - Kh8, 14. 0-0-0 - f5!, 15. exf6 — e.p. og jafntefli var samið í skákinni Gipslis-Tsj- émin, St. John 1988. 10. d5 - í skák Sokolovs og Anderssons í Brussel fyrr á þessu ári varð framhaldið 10. Bb5+ — Bd7 (10. - Ke7!?), 11. dxc5 - a6, 12. Bxd7+ - Rxd7, 13. 0-0-0 - Dc7, 14. Dd6 - Hc8, 15. Rd5 - Dxc5, 16. Rxf6n— Rxf6, 17. Dxc5 með jafiitefli. 10. - exd5, 11. De3+!? - Eftir 11. Rxd5 — Bxb2!? keinur upp óljós staða. 11. - Be6 Eða 11. - Be7 (11. - De7, 12. Dxe7+ ásamt 13. Rxd5), 12. De5 — 0-0,13. Rxd5 og nú geng- ur 13. — He8 ekki vegna 14. Rc7!. 12. Dxc5 - Rd7, 13. Bb5 - Hc8, 14. De3 - a6?! Eðlilegra virðist að leika 14. — 0-0, því þá má svara 14. Rd4 með 14. — He8 eða jafnvel 14. — Kh8. 15. Bxd7+ - Dxd7, 16. Rd4 - Hg8 Svartur hefði betur hrókað stutt í þessari stöðu, því draumar hans um sókn verða aldrei að veruleika. 17. 0-0 - Bxd4 Grikkinn lætur biskupaparið af hendi og viðurkennir þar með baráttulítið, að hann er með verri stöðu. Biskupaparið var eina mót- vægi svarts gegn veikri kóngs- stöðu og tætingslegri peðastöðu. Svartur átti þó ekki auðvelt með að finna góðan leik, því 17. — Hc4 væri einfaldlega svarað með 18. Hadl o.s.frv. 18. Dxd4 - Hc4, 19. De5 - d4, 20. Hadl - Dc6 a b c d • t q h 21. Db8+ - Bc8, 22. Hfel+ - Kf8, 23. g3! - Kg7 Eða 23. - dxc3, 24. Hd8+ - Kg7, 25. De5+ - f6 (25. - Df6, 26. Hxg8+), 26. De7+ ásamt 27. Hxg8 og vinnur. 24. De5+ - flB Eftir 24. - Df6, 25. Dxf6+ - Kxf6, 26. Rd5+ — Kg7 hefur svartur mun verra endatafl, en það hefði þó verið skárri kostur. 25. De7+ - Kh6 Eða 25. - Kh8, 26. Rd5! - Dxd5, 27. Dxf6+ - Hg7, 28. He8+ og vinnur og 25. — Kg6 er slæmt vegna 26. Re2 ásamt 27. Rf4+ o.s.frv. 26. Hxd4 - Hxd4, 27. De3+ - f4, 28. Dxd4 - Bh3, 29. Rd5 - Hd8, 30. Dxf4+ - Kg7, 31. He7+ — Kg6, 32. Dh4 og svart- ur gafst upp, því hann er gjörsam- lega vamarlaus. Minning: Jónas G. Jóhannes■ son bifreiðastjóri Fæddur 13. júní 1960 Dáinn 12. nóvember 1988 Ég ætla í örfáum fátæklegum orðum að kasta hinstu kveðju á nágranna minn og vin, Jónas Gunn- ar Jóhannesson. Jónas fæddist á Akranesi 13. júní 1960, sonur Kristjönu Kristjánsdóttur og Jó- hannesar Þorsteinssonar. Hann var kvæntur Ellen Rósu Jones og reynd- ist bömunum hennar fjómm sem besti faðir. Af kynnum mínum og Jónasar á ég ekkert nema ljúfar minningar. Hann var glaðvær og fjörlegur pilt- ur, en alltaf raungóður þegar eitt- hvað bjátaði á. Þegar ég lít um öxl koma upp ótal stundir sem við átt- um saman, bæði í starfi og leik, veiðitúrar, spilakvöld, ferðimar í Hreppslaugina. Þótt hugurinn sé fullur af söknuði og trega, get ég ekki annað en brosað þegar mér verður hugsað til kvöldanna þegar við fóram saman í Borgames að spila félagsvist. Þá vora þær líka með, Helga, Svava og Jóa, sem einnig hefur verið numin burt frá okkur vinum sínum. Þrátt fyrir veikindin og alla erfið- leikana var ekki annað að sjá en Jónas væri fullur af lífsgleði allt þar til yfir lauk. Því hvarflaði það aldrei að manni að tími hans á meðal okkar væri á enda. Þótt veik- indin væra kunn okkur vinum hans, kom fregnin á óvart, eins og reyiíd- ar flestar harmafregnir. Það verður mikill söknuður að Jónasi fyrir okkur öll. Við getum þó leitað okkur huggunar í þeirri trú og von að þau geti tekið í spil þarna hinum megin, hann og Jóa. Megi algóður Guð vera með þér á þessum erfiðu tímum, Rósa mín. Ásgeir V. Hlinason í dag verður til moldar borinn frá Akraneskirkju frændi minn Jón- as G. Johannesson, bifreiðastjóri. Foreldrar Jónasar era Kristjana Kristjánsdóttir frá Innraleiti á Skógarströnd og Jóhannes Þor- steinsson frá Siglufirði. Jónas ólst upp hjá foreldram sínum á Akra- nesi, ásamt uppeldissystur sinni, Elísabetu Ámadóttur og hálfbróð- ur, Kristjáni Heiðari Baldurssyni. Aðrir hálfbræður Jónasar eru Jó- hann Norðfjörð Jóhannesson í Vest- mannaeyjum og Karl Hilmars Jó- hannesson á Akranesi. Árið 1983 kvæntist Jónas Rósu Jones frá Reykjavík og gekk þrem- ur bömum hennar í föðurstað, Emu Björk, f. 7.11. 1970, Stefáni Pétri, f. 11.1. 1979 og Berglindi f. 17.12. 1979. Þau Jónas og Rósa bjuggu á Grandarfirði og unnu í fiski í upp- hafi hjúskapar síns, albúin að tak- ast á við það basl sem ungu fólki er búið til að sjá fyrir heimili og koma sér upp húsnæði. En það vora bara nokkrir mánuðir liðnir af þeirra hjónabandi þegar Jónas veiktist, að því er virtist ekki alvar- lega, en sjúkdómurinn leiddi þó til þess að hjartalokur skemmdust. Gekkst Jónas undir hjartaaðgerð haustið 1984, sem heppnaðist vel að öðru leyti en þvi að eitrun komst í sárið og var Jónas lengi að ná sér eftir hana. Þessi veikindi urðu til þess að þau Rósa urðu að gefa frá sér þá von að koma undir sig fótun- um á Grundarfirði. Síðustu árin virtist bjartari tíð framundan hjá þeim hjónum. Jónas mátti að vísu ekki vinna átaka- vinnu, en hóf að starfa sem bifreiða- stjóri, og vora þau búin að koma sér upp leigubíl. Þau vora að koma sér upp húsnæði á Akranesi og lögðu hart að sér. Hún vann á hótel- inu en hann keyrði leigubílinn og vann líka sem bensínafgreiðslumað- ur. Hjartaáfallið sem leiddi til dauða Jónasar kom óvænt. Hann var á leiðinni til Reykjavíkur í bfl sínum ásamt dótturinni, Berglindi og Magnúsi, syni Elísabetar, uppeldis- systur sinnar. Magnús er 18 ára og var Jónas uppáhaldsfrændinn hans. Jónas missti strax mátt en neytti síðustu krafta til að halda bílnum á veginum og það tókst þeim Magnúsi í sameiningu. Jónas var opinskár og glaðlynd- ur. Hann var mikill dungaðarforkur og gekk glaðbeittur til allra verka. í veikindum hans og erfíðleikum sem af þeim leiddu kom i ljós hvflíkur mannkostamaður hann var. Hversu mikið sem á móti blés átti hann alltaf brosið og vonina. Svo átti hann líka hana Rósu sína, sem reýndist honum hinn besti lífsföra- nautur. Með söknuði horfum við á bak þessa indæla vinar og frænda, Rósa ög bömin, foreldrar og systkin og við öll hin. Ragnar Stefánsson Það var mjög erfitt að sætta sig við þá upphringingu er ég fékk aðfaranótt sunnudagsins 13. nóv- ember sl. og mér tjáð að Jónas hefði látist fyrr um kvöldið. Þetta var eitt það erfiðasta símtal sem ég hef fengið um dagana, og átti lengi erfítt með að trúa þessari stað- reynd. Jónas var fæddur á Akranesi 13. júní 1960 sonur Johannesar Þor- steinssonar og Kristjönu Kristjáns- dóttur. Ég kynntist Jónasi er hann kvæntist æskuvinkonu minni Ellenu Rósu Jones 3. desember 1983. Þá stra bar hann þann þokka sem hveijum manni sæmir. Hann tók við bömum Rósu eins og hans eigin og gera fáir betur. Jónas reyndist börnum Rósu hinn besti faðir, enda þótti þeim mjög vænt um hann og íitu á hann sem sinn eigin föður. Rósa og Jónas bjuggu fyrstu árin í Grandarfirði, en fluttu síðan til Akraness og stofnuðu fyrst heimili á Garðabrautinni, en keyptu sér síðan íbúð að Lerkigrand 2. Þetta heimili er eitt það yndislegasta sem ég hef komið á, þar ríkti alltaf ást og gleði og allir vora þar jafnvel- komnir hvort sem um nótt eða dag var að ræða, við öllum var tekið og boðið í bæinn. Þó svo að langt væri á milli okkar fyrstu árin, var síminn mikið notaður og mikið talað saman, mér fannst eins og ég hefði þekkt Jónas frá blautu bamsbeini. Ef talað var um Rósu var Jónas alltaf nefndur á nafn og öfugt, þau vora eitt. Ekki er lengra en hálfur mánuður síðan að við töluðum sam- an og ákváðum að hittast mjög fljótlega og gera okkur glaðan dag. Stutt er síðan að þau hjónin sátu við eldhúsborðið hjá mér og þá var talað og talað og hlegið. Það var alltaf svo stutt í glens og grín, og brosið var ekki langt undan. Og enn styttra er siðan að ég var hjá þeim og allt var gert fyrir mig, það var spurt hvað viltu og hvað vantar. Svona var Jónas alltaf fyrstur manna til að vilja gera öðrum greiða. Jónas var harðduglegur maður, f - hann var sívinnandi og var ekki bara í einni vinnu heldur mörgum. Hann var leigubílstjóri, vann á bensínstöð, keyrði hljómsveitir út um allar sveitir og var með útlend- inga út um allt land á sumrin. Hann var alltaf á ferðinni og ég held helst að hann hafí ekki kunnað að sitja auðum höndum. Það er erfitt að sætta sig við staðreyndir, en eitt sinn skal hver deyja, eins og sagt er, en það virð- ist óréttlátt og óskiljanlegt þegar komungir menn era teknir í burtu frá konu og bömum. Elsku Rósa mín og böm, inni- legustu samúðarkveðjur frá mér og bömum mínum og megi góður gufl^- gefa ykkur styrk og trú og megið þið eiga yndislegar minningar um góðan dreng sem genginn er af lífsins braut. Þyrí Hólel Saga Sími 1 2013 Kransa-og kistuskreytingar. Heimsendingarþjönusta. Sími 12013. Opið laugardaga tilkl. 18.00. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR húsfreyja, ' Hólakoti, Hrunamannahreppi, verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á orgelsjóð Hrepphólakirkju eða Sjúkrahús Suöurlands. Unnur Ásmundsdóttir, Hinar Valdimarsson, Guðjón Ásmundsson, ina Stefánsdóttir, Hjalti Asmundsson, Jónfna Gísladóttir, Halldóra Asmundsdóttir, Einar Jónsson, Elínborg Ásmundsdóttir, Hjálmtýr Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.