Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 45 Nær verðstöðvunin til sölu veiðileyfa? Dýrustu dagar sumarsins komnir á annað hundrað þúsund Veidi Guðmundur Guðjónsson Margir stangveiðimenn hafa jafhan áhuga á því að fylgjast með hvernig laxveiðileyfin eru verðlögð milli ára. Samningar, verðbólga, vísitölur og eftir- spurn ráða þar að stærstum hluta, en síðustu árin hefur verð veiðileyfa yfirleitt hækkað í takt við almenna verðbólgu og vísitöl- ur. Það þýðir í raun að hægt hefur verulega á hækkun veiði- leyfa, því þær fylgdu engum lög- málum svo árum skipti, verðlagið rauk upp langt umfiram verð- bólgu og skipti engu þótt afla- brestur yrði nokkur sumur. Nú hafa fleiri orðið til að spyija hvert stefiiir heldur en nokkru sinni fyrr, því þann 27. ágúst var sett á verðstöðvun hér á landi og heyrst hefiir að margir álíti að veiðileyfi eigi að heyra undir þær reglur. Umsjónarmaður veiðiþátta Morgunblaðsins hler- aði nokkra aðila um þetta mál- efiii. Fyrst skal greina frá skoðun ónafngreinds stórveiðimanns sem gómaði undirritaðan á förnum vegi fyrir skömmu og vakti athygli á málinu. Hann sagðist sjálfur hafa rætt við verðlagsstofnun og fengið þau svör að verðlagning veiðileyfa ætti að falla undir þessar reglur, Erindium gagnrýna hugsun PÁLL Skúlason prófessor heldur opinberan fyrirlestur laugardag- inn 19. nóvember klukkan 14 á vegum Norræna sumarháskólans í Lögbergi, Háskóla íslands, og jafhframt verður starfsemi Norræna sumarháskólans kynnt. Páll Skúlason ræðir um efnið „Hvað er gagnrýnin hugsun?“ Hann mun rekja mismunandi skilgrein- ingar á gagnrýnni hugsun og velta upp spurningum um það í hvaða mæli slíka hugsun er að finna í nútíma vísindum og háskólum. Páll Skúlasori hefur kennt heimspeki við Háskóla íslands síðan 1972 og þar hefur hann unnið brautryðjenda'- starf við að vekja gagnrýnar spum- ingar um hinar ýmsu fræðigreinar háskólans og viðfangsefni þeirra. Norræni sumarháskólinn er sam- tök áhugafólks á öllum Norðurlönd- um og starfsemi hans er styrkt af Norðurlandaráði. Á vegum hans starfa hópar í öllum háskólaborgum Norðurlanda að sameiginlegum við- fangsefnum. Þessi viðfangsefni em ólík, en eiga það sameiginlegt að taka til margra fræðigreina og jafn- framt til hagnýtra viðfangsefna. Sem dæmi um hópa sem nú starfa á íslandi má nefna hóp um norræna kvikmyndagerð og hóp um efna- hagsmál, sem einkum veltir fyrir sér Evrópubandalaginu og hugsan- lega aðild fleiri Norðurlandaþjóða að því. Þá er starfandi hópur um evrópska menningu, hvað það er í menningararfi, hugarfari og pólitískum veruleika samtímans sem sameinar og sundrar Evr- ópubúum á ýmsa vegu og í sam- vinnu við Félag áhugafólks um bók- menntir starfar hópur að nýjustu kenningum um bókmenntir. Enn- fremur starfar hópur um siðfræði- leg vandamál sem tengjast nýjustu tækni á sviði erfða. Þá getur verið að fleiri hópar taki til starfa í vetur. (Fréttatílkynning) en rétt væri að viðkomandi ráðu- neyti ætti síðasta orðið um það. Þá vaknar sú spuming hvort að regl- umar falli ekki eingöngu á þær ár sem ekki em í samningsbundinni útleigu eða þar sem endursamið var um leigu á árinu. Jón G.Baldvinsson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði eftirfarandi: „Við fómm af stað og kynntum okkur þetta mál, ræddum m.a. við Verðlagsstofnun og Hagstofuna. Og þeir sem túlka þessi lög ríkis- stjórnarinnar hafa sagt okkur að verð veiðileyfa í þeim ám sem em samningsbundnar heyri ekki undir þessi nýju verðstöðvunarlög, þar sem samningar um hækkanir sam- kvæmt ákveðnum forsendum vom gerðir áður en verðstöðvunin tók gildi. Öðm máli gegndi ef að geng- ið var frá slíkum samningum eftir að reglurnar tóku gildi“. Rafn Hafnljörð formaður Lands- sambands Stangaveiðifélaga kom aðeins inn á þetta mál í ársskýrlu sinni á ársþingi LS í Munaðarnesi fyrir nokkm. Hann sagði m.a.: „En hver verður þróunin á verði veiði- leyfa fyrir næsta sumar? Verðstöðv- un var sett á þann 27.ágúst og gild- ir að minnsta kosti til 28. febrúar. * /■ Eg vona að veiðiréttareigendur líti til þess eins og aðrir er selja vöm og þjónustu.“ Svo mörg vom. þau orð. Svo er að heyra að þetta fari eink- um eftir því hvort að viðkomandi laxveiðiár em í samningum sem gerðir vom fyrir verðstöðvun. Falla margar ár undir það og því má búast við „eðlilegum" hækkunum fyrir komandi vertíð. Hvað er svo eðlileg hækkun má svo alltaf spyija, en eftir reynslu síðustu ára er það trúlega hækkun sem tekur til árs- verðbólgu og einhverrar vísitölu sem samningsaðilar hafa komið sér saman um. Ef það er rétt mat, þá telst hún líklega óeðlileg hækkunin sem nær til dýmstu daga Laxár á Ásum. Síðasta sumar kostuðu þeir allt að 65.000 krónur ein dags- stöng. Nú hefur umsjónarmaður þessara veiðiþátta aflað sér ömggra heimilda fyrir því nokkrir af dýr- ustu dögunum hafi verið seldir á 106.000 krónur dagsstöngin. Í ein- hveijum tilvikanna að minnsta kosti munu útlendingar hafa boðið bænd- um þá upphæð til þess að ná dögum úr höndum innlendra viðskiptavina. Og að sjálfsögðu er hæsta boði tek- ið, við því er ekkert að segja. -gg. • ASTIG * Gíjáandi HARKA með Kópal Geisla oq siyrkléik! í hájiiaiM. Veldu Kópal með gljáa vid hæfi. MONTEIU Snyrtivörukynning í dag frá kl. 13.00 - 18.00. Verið velkomin. Snyrtivörurverslunin Glæsibæ. Léttar, hlýjar, danskar vetrarkápur Stærðir 38-48 i I___I lympli Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibæ, s. 31300 1 UPPHAF GÓÐRAR MALTIÐAR MOULINEX SAFAPRESSA FERSKUR SAFI ÚR ÁVÖXTUM EÐA GRÆNMETI Á HVERJUM MORGNI. < I ^ I O I CO ■msmmmæmiMmi' M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.