Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Hatíðarstemmn- ing á Vopnafirði „HÉR ríkir mikil hátíðastemmning- vegna úrslitanna, og á tíma- bili voru allar símalínur rauðglóandi, þegar fólk hringdi til að óska hvert öðru til hamingju,“ sagði fréttaritari Morgunblaðsins á Vopnafirði, þegar úrslit lágu fyrir í keppninni um ungfrú heim. „Fólk hér hefur haft mikinn úrslit liggja fyrir, en auðvitað bjóst áhuga á keppninni og mikil eftir- enginn hér við að þau yrðu á annan vænting ríkti, og óhætt að segja veg.“ að allir séu í skýjunum nú þegar Þórshöfii: Bankaeftirlitið kannar rekstur sparisjóðsins Kaupfélagið með tugi milljóna króna í yfirdrátt Bankaeftirlitið hefúr nú til athugunar rekstur Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun löggiltur endurskoðandi sparisjóðsins hafa látið Bankaeftirlitið vita að ekki væri ailt sem skyldi í rekstri hans. Þannig mun Kaupfélag Langnesinga vera með yfirdrátt á hlaupareikningi sínum i bankanum upp á tugi milljóna króna. Kaupfélag Langnesinga er einn stærsti viðskiptaaðili sparisjóðsins og kom þessi yfírdráttur í ljós við síðustu könnun endurskoðandans á bókhaldi sparisjóðsins. Samkvæmt lögum er endurskoðendum skylt að, láta Bankaeftirlitið vita ef þeir verða varir við verulega ágalla í rekstri sparisjóða og bankastofn- anna eins og í tilfelli sem þessu. Morgunblaðið hefur fyrir þvi Miklabraut: Fellt að fresta brúarfram- kvæmdunum Borgarstjórn felldi í gær til- lögu um frestun byggingafram- kvæmda við brú sem tengja á Mikiubraut við Snorrabraut. Til- lagan var flutt af fulltrúum Al- þýðubandalags, Framsóknar- flokks og Kvennalista. Töldu þeir að fresta bæri framkvæmd- unum þar til þær hefðu verið kynntar fyrir nágrönnum. Sögðu þeir að nágrannakynning væri nauðsynleg í ljósi þess að brú- in væri í miðri borginni og tengdist miklum umferðarmannvirkjum. Fulltrúaar Sjálfstæðisflokksins mæltu gegn tillögunni. Sögðu þeir að deiiiskipulag svæðisins hefði ver- ið kynnt, en engar reglugerðir krefðust sérstakrar kynningar fyrir nágrönnum. Davíð Oddsson borgar- stjóri benti ennfremur á að ef fram- kvæmdir yrðu stöðvaðar nú þyrfti borgin að greiða verktaka við brú- argerðina háar dagsektir. heimildir að ekki hafí áður verið allt með felldu í samskiptum kaup- félagsins og sparisjóðsins. Þannig hafði Bankaeftirlitið séð ástæðu til verulegra afskipta af rekstri spari- sjóðsins á síðasta ári meðal annars með þeim afleiðingum að stjóm sjóðsins var látin víkja. Er Morgunblaðið ræddi við Þor- kel Guðfinnsson sparisjóðsstjóra um þetta mál vissi hann af athuga- semdum endurskoðandans en sagði að sér vitanlega væri Bankaeftirlit- ið ekki með málefni sjóðsins til at- hugunar nú. Hvað yfírdrátt kaup- félagsins varðaði sagði Þorkell að kaupfélagið væri einn stærsti við- skiptaaðili sparisjóðsins og því gætu verið miklar sveiflur á hlaupareikn- ingi þeirra. Slíkt væri ekki alvarlegt mál. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af núverandi kaupfélagsstjóra vegna þessa máls. Borgardómur: Eyþór Guðjónsson sést hér fagna ásamt Qöl- skyldu sinni þegar ljóst var að unnusta hans hafði verið kosin ungfrú heimur. Lengst til vinstri situr Diðrik Olafsson með dótturina Sunnu í fanginu (Eva tvíburasystir hennar var sofandi), Þá kemur Eria Hrönn, Eyþór, Björk Kristjánsdóttir og Ingibjörg. Á innfelldu mynd- inni er Eyþór með mynd af Lindu frá því hún var kosin ungfrú ísland. Var alltaf sannfærður um að hún myndi vinna - segir Eyþór Guðjónsson, unnusti Lindu „ÉG ER varla búinn að gera mér grein fyrir þessu ennþá, þetta er alveg rosalegt!" sagði Eyþór Diðriksson, unnusti Lindu Pétursdóttur, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann eftir að Ijóst varð að hún hafði verið kosinn ungfrú heimur í gærkvöldi. Eyþór er tvítugur nemandi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, og lýkur stúdentsprófí þaðan um næstu jól. Hann sagði að þau Linda hefðu byijað að vera saman í janúar á þessu ári. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að hún myndi sigra í þessari keppni. Hún var langeðlilegust af þessum stelpum, enda engin furða þar sem hún hefur gullfallega innri manneskju og er alveg laus við alla tilgerð. Ég svaf lítið síðastliðna nótt, og er búinn að vera mjög spenntur í allan dag. Þetta er ólýsanleg tilfínning núna þegar úrslitin eru ljós!" Eyþór sagði að til hefði staðið að Linda kæmi heim næstkom- andi mánudag, en væntanlega yrði einhver breyting á því, og nú væri hans heitasta ósk að kom- ast til hennar sem fyrst. Hann hefði lítið getað hitt hana upp á síðkastið þar sem hún hefði verið á miklum ferðalögum. Hafskip á 2,1 milljón hjá Reykvískri endurtiyg’gingn BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefúr komist að þeirri niður- stöðu að Reykvísk endurtrygg- ing hf. skuli endurgreiða þrota- búi Hafskips hf. rúmar 2,1 migj- ónir króna vegna ofgreiddra iðgjalda. Eftir gjaldþrot Haf- skips, 6. desember 1985, kom í ljós að tryggingafélagið hafði skuldfært skipafélagið fyrir ið- gjaldi 12 mánaða, frá 26. júní 1985. í samningi hafði verið Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur: Formennirnir ávarpa flokksþing hvor annars JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, mun ávarpa flokksþing framsóknarmanna, sem hefst I dag. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hyggst endurgjalda ávarpið og flytja ræðu á þingi Alþýðu- flokksins, sem hefst síðdegis. „Er þetta ekki ágæt hugmynd? Þetta eru tveir flokkar sem vinna saman og ágætt að flokksmenn fái að heyra sjónarmið hvor ann- ars. Þetta er vissulega óvenjulegt, en við ætlum að gera þetta," sagði Steingrímur Hermannson og jánkaði því að þetta mætti kalla nýja aðferð til að bæta samstarfíð innan ríkisstjómarinnar. „Þessi hugmynd kom upp vegna þess að flokkamir hafa flokksþing sín einmitt sömu dag- ana,“ sagði Jón Sigurðsson, ráð- herra Alþýðuflokksins. „Flokk- amir em í samstarfí og mér fínnst þetta vel til fundið. Þetta er al- gengt í samskiptum milli manna þegar mikið stendur til í hópi þeirra sem saman starfa." Þing Framsóknarflokksins hefst á Hótel Sögu kl. 10. Al- þýðuflokksmenn hefja fundi klukkan 16 á Hótel íslandi. kveðið á um ársfjórðungslega greiðslu. Að auki var skuldfært um 25% viðbótariðgjald í nóvem- ber 1985. Ákæra f Hafskipsmál- um tekur meðal annars til þess- ara viðskipta. Þrotabú Hafskips höfðaði mál og krafðist aðallega endurgreiðslu of- tekinna iðgjalda frá upphafsdegi skipta á gmndvelli 43. gr. gjald- þrotalaga, en til vara endurgreiðslu upphæðar, sem miðuð var við að viðskiptin hefðu staðið mánuð fram yfír gjaldþrot. Tilboði tryggingafé- lagsins um endurgreiðslu hafði ver- ið hafnað og sagt ekki byggt á hlut- fallslegri endurgreiðslu fyrir tíma- bilið. Stefnandi, þrotabúið, vakti at- hygii dómsins á því að fram- kvæmdastjóri og stjómarformaður skipafélagsins vom tveir af stærstu hluthöfum tryggingafélagsins og höfðu átt sæti í stjóm þess. Sami stjómarformaður var í félögunum báðum. Vegna þessara tengsla aðil- anna skuldbindi samþykki forsvars- manna skipafélagsins, við 12 mán- aða skuldfærslu, ekki þrotabúið. Þá kom fram í málinu að á sama tíma og skipafélagið hafí skuldað flestum viðskiptamönnum sínum vemlegar flárhæðir og lítið greitt af skuldum síðustu mánuði hafí tryggingafélaginu verið greiddir $20.000-, í hverri viku frá 6. ágúst til 11. nóvember. Með því hafí taum- ur eins lánardrottins félagsins verið dreginn öðmm til tjóns. í 7. kafla nýútgefinnar ákæm sérstaks ríkis- saksóknara í málum er téngjast gjaldþroti Hafskips hf., em fram- kvæmdastjórinn og stjómarformað- urinn, ásamt öðmm starfsmanni skipafélagsins, ákærðir fyrir skila- svik vegna þessara greiðslna. Sýknukrafa tryggingafélagsins var byggð á því að þrotabúið hefði ekki fallist á tilboð sem því var gert um endurgreiðslu. Trygginga- félagið taldi sig hafa náð samningi við þrotabúið um að vátryggingin skyldi gilda til 6. janúar 1986 en hluti hennar áfram eftir það og var fyrrgreint tiiboð talið forsenda hugsanlegrar skuldar. Dómarinn, Allan Vagn Magnús- son borgardómari, féllst á vara- kröfu þrotabúsins en taldi aðalkröfu ekki eiga við vegna lagaákvæða um vátryggingasamninga gjaldþrota- búa. Var endurgreiðsla miðuð við iðgjöld fyrir þann hluta viðskipta- tímabilsins sem eftir var þann 7. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.