Morgunblaðið - 18.11.1988, Side 26

Morgunblaðið - 18.11.1988, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Líbanon: Starfsmanni Rauða krossins rænt í Sídon VOPNAÐIR menn rændu í gær svissneskum starfsmanni Al- þjóðanefndar Rauða krossins í Líbanon, Peter Winkler, og pa- lestínskir embættismenn sögðu að mannránið hefði verið framið til að grafa undan áliti palestínskra leiðtoga, sem lýst hafa yfír siálfstæði Palestínu. Sídon. Reuter. Lögregluyfírvöld sögðu að þrír grímuklæddir menn hefðu miðað byssum að Svisslendingnum og numið hann á brott eftir að hafa elt og stöðvað bifreið hans í einu úthverfa Sídon. Sjónarvottar sögðu að þremenn- ingamir hefðu dregið Winkler úr bíl sínum inn í baksætið á BMW- bifreið. Þeir hefðu sleppt bílstjóra hans og ekið á miklum hraða til Seldu Svíar þunga vatnið frá Noregi? flóttamannabúðanna Ain al-Hil- weh, þar sem ýmsar skæruliðafylk- ingar Palestínumanna og öfgasinn- aðir múslimar ráða ríkjum. Engin þessara fylkinga hefur lýst yfír ábyrgð á mannráninu. Talsmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins í Genf, Francoise Derron, sagði að fulltrúar hennar í Líbanon hefðu haft samband við allar skæruliða- fylkingamar til að leita aðstoðar. Líbanskir og palestínskir emb- ættismenn fordæmdu mannránið. Abu Saeed, talsmaður Lýðræðis- fylkingarinnar fyrir frelsi Palestínu, DFLP, sagði að mannránið hefði átt sér stað „eftir sjálfstæðisyfírlýs- inguna til að koma umheiminum til að halda að Palestínumenn séu ekki friðelskandi þjóð.“ Líbanskir starfsmenn Alþjóðanefndar Rauða krossins rannsaka bif- reið sem Svisslendingurinn Peter Winkler (á innfelldu myndinni) var í þegar honum var rænt í gær. Pakistan: Bhuttoóumdeilanlegiir leiðtogi Þjóðarflokksins BENAZIR Bhutto er óumdeilanlegur leiðtogi Þjóðarflokksins í Pakistan, sem stendur sameinaður að baki henni, meðan valdabar- átta á sér stað innan íslömsku lýðræðisfylkingarinnar. Þessar tvær megin stjórnmálafylkingar börðust um völd í þingkosningun- um, sem fram fóru í Pakistan í fyrradag. Ósl6. Reutcr. NORSKA útvarpið sagði frá því á þriðjudag að Svíar hefðu flutt út þungt vatn, framleitt í Nor- egi, án samþykkis norskra stjórn- valda. Sænska útvarpið flutti svipaðar fréttir en hvorug út- varpsstöðin nefndi heimildir fyr- ir þessum ásökunum. Norsk stjórnvöld sögðust í gær ætla að kanna hvað hæft væri í fréttum þessum. í frétt norska útvarpsins sagði að eftir að Svíar hefðu hætt við áætlun um kjamorkurannsóknir á sjöunda áratugnum hefðu þeir flutt birgðir þungs vatns úr landi en efn- ið er hægt að nota við gerð kjam- orkusprengja. Svíar fluttu inn 82 tonn af þungu vatni á sjötta ára- tugnum frá Noregi. í samningi milli ríkjanna var ákvæði um að Svíar yrðu að greina Norðmönnum frá öllum útflutningi þunga vatnsins til þriðja aðila. Árið 1974 gáfu norsk stjómvöld Svíum leyfí til að selja 52 tonn til Kanada. „Við vitum ekki hvað varð um afganginn," sagði Sigrid Romundseth, talsmað- ur norska utanríkisráðuneytisins, í gær. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, tilkynnti í síðustu viku að hann væri fylgjandi banni við útflutningi þungs vatns frá landinu eftir að fréttir bárust um að efnið hefði gengið kaupum og sölum á alþjóðavettvangi. Ifyrir annarri fylkingunni fór ung kona og reynslulaus í pólitík en fyrir hinni þrír þrautreyndir stjóm- málamenn. Bhutto tók við flokki föður síns, Zulfíkars Ali Bhutto, fyrrum forsætisráðherra, árið 1979. Það ár lét Zia-ul-Haq, hershöfð- ingi, lifláta Bhutto, sem hann steypti af stóli tveimur árum áður. Fórst ungfrúnni forystan misvel úr hendi fyrst um sinn. Hún hratt mörgum samstarfsmenn föður síns frá sér og gengu sumir þeirra íslömsku lýðræðisfylkingunni á hönd, en megin markmið þess flokks er að koma í veg fyrir að Þjóðarflokkurinn komist til áhrifa í Pakistan. Með tímanum hefur Bhutto þroskast sem flokksleiðtogi og tekizt að gæta tungu sinnar betur en fyrr. Lét hún t.a.m. ýmsa trúar- leiðtoga og kennimenn, sem héldu því fram að kona gæti ekki orðið leiðtogi múslimaríkis, ekki setja sig út af laginu. Svar hennar var á þessa leið: „Kosningamar eru ekki uppgjör milli karla og kvenna; valið stendur milli lýðræðis og einræðis". Bhutto fæddist 21. júní 1953 og er því aðeins 35 ára. Hún er komin af landeigendum og hlaut menntun sína í trúboðsskólum kristinna manna en lagði síðan stund á há- skólanám í Bretlandi og. Banda- rílqunum. Var henni oftlega stungið inn á fyrstu fímm árum sínum sem flokksleiðtogi en árið 1984 hélt hún til Evrópu og stjómaði flokknum þaðan. Tveimur árum síðar sneri hún heim og hlaut móttökur sem sæmt hefðu þjóðhöfðingja. Þrátt fyrir gagmýni á vestræna lifnaðar- hætti hennar og reynsluleysi þykir hún hafa stýrt flokki sínum í gegn- um hatramma kosningabaráttu með glæsibrag. Þegar faðir hennar var hengdur ákvað Bhutto að hefna aftökunnar með því að beijast gegn einræði Zia-ul-Haqs og beita sér fyrir því að teknir yrðu upp lýðræðislegri stjómarhættir í landinu. Setti hún sér það takmark að verða forsætis- ráðherra Pakistans því það væri sá dómur yfír verkum Zia-ul-Haqs, sem allir skildu. Að sögn stjómmálaskýrenda nýt- ur Bhutto vinsælda föður síns, sem enn er ekki horfinn úr minningu landsmanna. Vonir hennar glædd- ust þegar Zia beið bana í flugslysi í ágúst í sumar, þvf að arftaki hans, Ghulam Ishaq Khan, forseti, ákvað að leyfa stjómmálaflokkum en ekki aðeins einstaklingum að bjóða fram við þingkosningamar, hinar fyrstu í Pakistan í 11 ár. Khan ávarpaði þjóð sína í sjón- varpi á þriðjudag og hvatti kjósend- ur til þess að sýna stillingu á kjör- dag og gefa lýðræðinu tækifæri í kjölfar mistaka fortíðarinnar. Var- aði hann við ásökunum um kosning- asvindl og tilraunum til að draga úrskurð þjóðarinnar í efa. Sagði hann að hart yrði brugðist við yfír- lýsingum af því tagi. Voru dómarar settir yfír kjörstjómir til þess að koma í veg fyrir kosningasvindl, sem viðgengist hefur í fyrri þing- kosningum. í sama skyni stóðu her- og lögreglumenn vörð við kjö- staði. Grikkland: Mútaði jafiit þingmönnum sem knattspymudómurum Fékk þó að flýja úr landi á snekkju sinni Der Spiegel. ANDREAS Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefúr látið und- an þrýstingi stjómarandstöðunnar og stokkað upp ríkisstjórn sósfalista en ráðherrar í henni era bendlaðir við mesta mútuhneyksli landsins frá stríðslokum. Tasos Sheiotis, öiyggismálaráðherra, hefiir sagt af sér og Agamemnon Koutsoyrgas, dómsmálaráðherra, var gerðui- að aðstoðarforsætisráðherra en hann hefiir verið sakaður um að hylma yfir með hflnknmanniniim George Koskotas og hjálpa honum að flýja úr landi. Stjórnarandstaðan gerir lftið úr ákvörðunum forsætisráð- herrans og segir að ekki hafí nóg verið að gert og verið sé að „verada þjófana". Fyrir tíu árum var Koskotas óþekktur í heimalandi sínu Grikk- landi. 14 ára gamall hafði hann flust með foreldrum sínum til Banda- ríkjanna. Árið 1979 sneri hann heim, sagðist hafa komist f álnir með kaup- hallarviðskiptum og hóf viðskiptafer- il sem á sér í'á fordæmi. Koskotas gaf sig alla tíð út fyrir að vera mik- ill föðurlandsvinur sem vildi fíárfesta auð sinn í heimalandi sínu. Hann náði tökum á Krítarbanka og byggði upp fjölmiðlastórveldi með þremur dagblöðum, fimm tímaritum og út- varpsstöð. Auk gjaldþrota banka og hótela keypti hann hið vinsæla knatt- spymufélag Olympiakos Pireus (sem lék gegn KR í Evrópukeppni bikar- hafa 1968). Fyrsta verk Koskotas var að kaupa ungverska leikmanninn Lajos Detari frá Eintracht Frankfurt fyrir sem svarar 400 milljónum íslenskra króna. Koskotas var jafnan þögull þegar spurt var hvaðan honum kæmi féð og stómvöld veltu ekki vöngum yfir því enda var hann á nokkrum árum orðinn einn stærsti atvinnurekandi landsins utan ríkis- geirans með rúmlega þtjú þúsund manns í vinnu. Kirkjan og kommúnistar ekki undanskilin Koskotas ræktaði jafnan tengslin við ráðamenn. Hann sá til þess að háttsettir menn hjá .hinu opinbera fengju vellaunaða vinnu við sitt hæfi þegar þeir yfírgáfu ríkisgeirann. Eig- inkona dómsmálaráðherrans fékk íbúð á besta stað fyrir lítið fé hjá banka Koskotas. Kommúnistaflokk- urinn þáði hagstætt lán fyir málgagn sitt, Rizospatis. Einhverra hluta vegna greiddi Krítarbanki jafnvel 2% hærri vexti af sjóðum rétttrúnaðar- kirkjunnar heldur en af öðm fé. „A listanum yfír þá sem þáðu mútur," heldur dagblaðið Avriani fram „em nær allir stjómmálaflokk- George Koskotas hreiðraði um sig í grísku viðskiptalífí með mútum og fölsuðum inneignarnótum. Myndirnar eru úr safini bandarísku lögreglunnar. ar Grikklands, 20 dagblöð, 15-20 knattspymulið, 10 knattspymudóm- arar, 40 þingmenn, rúmlega 30 há- skólakennarar og menntamenn auk 100 blaðamanna." Þegar Koskotas sneri sér að út- gáfustarfsemi var mörgum nóg boð- ið. Papandreou, forsætisráðherra, sá sig tilneyddan að skipa rannsóknar- nefnd til að fara í saumana á við- skiptum Koskotas. 19. október síðastliðinn lagði Dimitris Chalikias, seðlabankastjóri, ffarn mikilvægt sönnunargagn. Samkvæmt póstfaxi frá verðbréfafyrirtækinu Merrill Lynch í Bandaríkjunum var kvittun,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.