Morgunblaðið - 14.12.1988, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988
IftSflsflfil
eru fjarstýrdu bílarnir frá Tómstundahúsinu
Hraöi og kraftur
einkenna þá, engar
hindranir standast
þá, þaö springur
ekki á þeim og
flestir bilstjórar frá
3ja áraoguppúr
geta stjórnað
ÍÍlStl!
S/órí
liWli 11*1.
Iræikiriiin
Illska og göfiiglyndi
IAKS-III
Stóri kvenna-
fræðarinn
KOMIN er út hjá Iðunni bókin
Stóri kvennafræðarinn eftir
breska lækninn Miriam Stopp-
ard. Nanna Rögnvaldsdóttir
þýddi.
í kynningu Iðunnar segir m.a.:
„Stóri kvennafræðarinn er bók
nútímakvenna á öllum aldri, bók
sem veitir svör við ótal spurningum
um öll þau svið sem snerta daglegt
líf þeirra og lífshætti. Hér er rætt
um hreysti og heilbrigði, líkams-
rækt og mataræði og umhirðu húð-
ar og hárs. Greint er frá flestum
þeim kvillum og sjúkdómum sem
hrjáð geta konur og sagt frá að-
ferðum til að forðast þá. Sérstakir
kafla eru einnig í bókinni um kyn-
eðli og kynlíf og um frjósemi, með-
göngu og fæðingu.
Áhersla er þó ekki síður lögð á
andlegt heilbrigði kvenna og það
sem því getur ógnað, svo sem
streitu, kvíða og margháttaða örð-
ugleika í sambúð og samskiptum.
Jafnframt eru raktir áfangar á þro-
skapferli kvenna frá æskuárum til
elli, sagt frá ólíkum valkostum sem
þeim standa opnir og rætt um sam-
skipti kynjanna, hjónaband og
skilnað, starfsframa og margt
fleira."
Békmenntir
Jenna Jensdóttir
Lars-Henrik Olsen: Ferð Eiríks
til Jötunheima. Guðlaug Richter
þýddi, Erik Hjorth Nielsen mynd-
skreytti. Mál og menning 1988.
Hér kemur í íslenskri þýðingu
seinni hlutinn af sögunni um Eirík.
Fyrri hlutinn, Eiríkur fer til Ás-
garðs, kom út í fyrra.
Efni sögunnar er sótt í norræn
goðafræði — heim æsa og jötna.
Höfundurinn, Lars-Henrik Olsen,
hlaut verðlaun fyrir söguna í heima-
landi sínu, Danmörku.
í byrjun fyrra bindis sækir
stríðsguðinn Þór fjórtán ára dreng,
Eirík, til mannheima. Trú æsa er
sú að hraustur og áræðinn drengur
frá heimkynnum manna geti bjarg-
að því sem er að fara forgörðum
hjá æsum. Guðimir eru orðnir gaml-
ir og drykkfelldir og hræðsla við
Ragnarrök, (skapadægur goðanna)
gegnsýrir lífið í Asgarði. Hinn ungi
Eiríkur kynnist í Ásgarði sköpunar-
sögu æsanna og stórfenglegu, ör-
lagaríku lífi þeirra í stríði og friði,
ýmist gegnum sögur er goðin segja
honum eða af eigin raun.
Verstu ijendur goða, jötnar, sem
búa í undirheimum, hafa stolið Ið-
unni, konu Braga (sonar Óðins og
guðs skáldskapar og orðlistar). En
Iðunn á lífseplin sem geta gert
guðina síunga.
Eiríki er ætlað það verk að fara
til Jötunheima, frelsa Iðunni og
skila henni, ásamt eplunum, til
Ásgarðs á ný.
Ullur sonur Óðins (guð íþrótta
og veiða) þjálfar Eirík til ferðalags-
ins. Sú þjálfun ásamt ýmsum at-
burðum og átökum heima í Ásgarði
gera æsum ljóst að í Eiríki býr
mikill manndómur.
Eiríkur fer ekki einn til Jötun-
heima. Með honum fer Þrúður, dótt-
ir Þórs, falleg stúlka sem við fýrstu
sýn hafði strax undarlega hlý áhrif
á Eirík. Kynni þeirra í Asgarði hafa
öll orðið eftir því.
Seinni hluti sögunnar, sem hér
kemur, hefst á því að þau Eiríkur
leggja af stað til Jötunheima. Til
reiðar hafa þau hestinn Hófvarpni,
stóran og kraftmikinn gæðing.
Eiríkur hefur með sér hnífinn Dálk,
sem bítur á allt og vex jafnhliða
hugrekki og áræði eigandans.
I litlum poka, sem Ullur fékk
honum að skilnaði, er efnisbútur
marglitur. Eiríkur sér, að þar muni
komið hið stórkostlega skip Freys
(ástar- og fijósemisguðs),
Skíðblaðnir. Auk þessa hafa þau
boga tvo er Ullur á.
Ferðin til jötna er þymum stráð
og þó á ýmsan máta rósum. Leiðin
liggur meðfram þriðju rót Yggdras-
ils til Heljar, ríkis dauðra í undir-
heimum.
i pmm oisin
EUkð
IRÍKS
iii.
JörurHtiEiinA
Yfir Dauðaríkinu ræður Hel, ljót
og vond. Á vegi þeirra er einnig
drekinn Níðhöggur, sá er ber dauða
menn milli fjaðra sinna, sýgur blóð
þeirra og nagar rót Yggdrasils.
Allt þetta komast þau Eiríkur og
Þrúður í kast við og för þeirra gegn-
um blóð, rotnun og algera vonsku
er þrotlaus barátta í angist og
stundum örvilnun, er þeirra eigið
blóð rennur. Kröftum sálar og
líkama beita þau til þess ýtrasta,
auk þess sem þau hafa örlítið brot
af mistilteini þeim er Höður hinn
blindi skaut að Baldri (fegurstum
guða, báðir synir Óðins), svo að
hann lenti í Dauðaríki. Gefur Bald-
ur þeim Eiríki brot þetta er þau
hitta hann þar.
Þeim tekst að komast í hellinn
til Loka og Sigynar. Þar kynnast
þau hatri og fómfýsi. En Loki fjötr-
aður nærist á hatri til æsa fyrir þau
örlög er þeir hafa búið honum og
fómfýsi Sigynar á sér engin tak-
mörk. Þau heimsækja Utgarða-
Loka og þurfa þá í fyrsta sinn að
beita ósannindum og klækjum til
þess að ljúka því erindi sem þeim
er ætlað.
Lesandi getur ráðið í hver verða
örlög Eiríks er þau koma til Ás-
garðs á ný.
Það er freistandi en ekki viturt
að lengja einn lítinn ritdóm meira
en orðið er.
Mér finnst seinni hluti sögunnar
jafnvel átakameiri og stórbrotnari,
enda heimtar efnisþráður það og
höfundur bregst ekki.
Ljótleikinn er magnaður með
óhugnaði og djöfuldómi annars veg-
ar en ljóðræn heiðríkja og eðlislægt
göfuglyndi koma sterklega fram í
því sem er fagurt og gott.
Sagan um Eirík ber þess glöggt
vitni að höfundur hefur kynnt sér
norræna goða- og jötnasögu vel og
haft góð tök á að nota þann efnis-
þráð í skáldsögu sína.
í hendur við það helst einnig að
þýðandi er afar vandaður og vel
heima í fomum fræðum.
Hér hjálpar einnig til að gera
söguna vel úr garði að myndir eru
skemmtilega hrikalegar og útgáfa
falleg.
Félag íslenskra myndlistarmanna;
Sölugallerí og sýning-
arsalur í Garðastræti
SALUR Félags íslenskra mynd-
listarmanna í Garðastræti 6 verð-
ur framvegis bæði sölugallerí og
sýningarsalur. í desember og
janúar verður galleríið eingöngu
starffækt sem sölugallerí.
„Verk, sem boðin verða til sölu í
galleríinu verða eingöngu eftir við-
matinbleu...
urkennda listamenn, jafnt unga sem
aldna. Þar verða til dæmis_ til sölu
verk eftir félagsmenn í FÍM sem
aldrei hafa verið með verk í öðmm
sölugalleríum,“ sagði Daði Guð-
bjömsson, formaður Félags
íslenskra myndlistarmanna, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Salurinn verður opinn frá klukk-
an 12 til 18 og á laugardögum frá
klukkan 14 til 18. í desember verð-
ur salurinn hins vegar opinn þar til
verslanir loka.
Morgunblaðið/Bjami
Salur Félags islenskra myndlistarmanna í Garðastræti 6 verður fram-
vegis bæði sölugalleri og sýningarsalur.
f 5^ ‘-k A'
GLÆSIBÆ - SIMI 82922
pc>s
Laugavegi 164, simi 21901