Morgunblaðið - 14.12.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988
37
Náttsöngur í Hallgrímskirkju
í kvöld kl. 21 verður náttsöngur
í Hallgrímskirkju. Undanfarin ár
hefur sú venja skapast að koma
saman til náttsöngs í hverri viku á
jólaföstunni. Náttsöngurinn er
indælt tilbeiðsluform þar sem tveir
kórar syngjast á og allir sem koma
eru í öðrum hvorum kómum. Þá
er lesið úr Ritningunni og flutt
bænagjörð. Þetta form er ævafomt
og hefír mikið verið notað í kirkj-
unni í aldanna rás. Það hrífur hug-
ann að flyija tilbeiðslu sína og lof-
gjörð á þennan hátt.
í kvöld syngur Dómkórinn og
flytur undir stjóm Marteins H. Frið-
rikssonar ýmis jólalög. Ég vil hvetja
fólk til þess að koma og taka þátt
í þessari samkomu og eiga til-
beiðslustund í hinni háhvelfdu gotn-
eskju kirkju. Það em líka viss hug-
hrif sem skapast í ljósabrigðum og
skuggum hvelfínganna.
Það má segja að á hveijum degi
aðventunnar sé eitthvað um að vera
í kirkjunni. Til helgistunda og jóla-
undirbúnings koma nemendur
skóla, leikskólaböm auk ýmissa fé-
laga og er það vel að landskirkjan
taki á móti sem flestum sem vilja
búa huga sinn undir komu jólanna
með því að ganga í guðshús.
Starfandi er þróttmikið Listvina-
félag við kirkjuna sem staðið hefír
fyrir tónleikum, myndlistarsýning-
um, kynningu skáldverka o.fl. Svo
verður og í vetur og á vegum þess
verður haldin vegleg kirlqulista-
hátíð á komanda vori.
Eftir viku syngur Mótettukórinn
við náttsöng undir stjóm Harðar
Áskelssonar, organista kirkjunnar.
Daginn eftir, 22. des., verður
óvenjuleg athöfn í kirkjunni, eins
konar helgistund sem nefnist „Bæn
fyrir dansara", „Hallgrímsvers og
Faðir vor“. íslenski dansflokkurinn
flytur með aðstoð félaga úr Mót-
ettukór Hallgrímskirlqu. Danshöf-
undur er Ivo Cramer.
Við aftansöng á aðfangadag
syngur Hamrahlíðarkórinn undir
stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur við
messuna, og Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngur við miðnæturmessu
á jólanótt. /
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Fylgist með aðventu- ogjólahaldi
í Hallgrímskirkju og takið þátt í því.
Ragnar Fjalar Lárusson
Petra KM 463 kaffikanna.
Glæsilegarlínur, hraðvirk, 1000w.
Kr. 2.130,-
Petra TA 1139 brauðrist.
Glæsilegar línur. 900 w.
Kr. 2.950,-
Krullujárn með blæstri.
Vönduð vestur-þýsk járn.
Kr. 1.590,-
Hárblósarar 1200-2000 wött.
Fallegir litir.
Kr. 1.160,-
Renmð við - næg bflastœði.
^ ■ ■■ ■ afr......
Etnar Farestveit&Co .hf.
Borgartúni 28. Sími 16995.
Leið 4 stoppar við dyrnar.
Óvenjuleg lífsreynsla í fjarlægum heimshornum speglast á hverri bladsíðu
þessarar skemmtilegu bókar Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanns og
rithöfundar. Fíladans og framandi fólk byggist að mikiu leyti á dagbókum
sem Jóhanna hefur haldið í ótal ferðum sínum til landa sem fáir íslend-
ingar hafa heimsótt, s.s. Óman, Djibuti, Burma, Sri Lanka, Norður-Jemen
og Bangladesh. Hún lendir þar í ótal ævintýrum, fílar dansa, sandbyljir
geysa í kringum hana og óvænt lendir hún mitt í kúlnahríð.
Sérkenni ólíkra þjóða og landa koma skýrt fram í þessari skemmtilega
skifuðu bók. Jóhanna leiðir iesandann um baksvið þeirra frétta ogfrásagna
sem birst hafa eftir hana í Morgunblaðinu á undanförnum árum og bætir
við fjölmörgum nýjum stöðum og atburðum. Hér eru á ferðinni einkar
fróðlegar, lifandi og skemmtilegar frásagnir af ferðum höfundarins um
B AUGtÝSINGAWÓNUSTAN I SlA