Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 1
296. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugslysið í Skotlandi: Leit að sprengju- leifiim í brakinu Abu Nidal sendir aðstandendum fórnarlambanna samúðarkveðjur Lockerbie, Jerúsalem, Beirút. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR rannsóknarstofhunar breska hersins í Fort Halstead, sunnan við London, hófu í gær að kanna ferðatösku og brak úr bandarísku Pan Am-breiðþotunni sem fórst í Suður-Skotl- andi í sfðustu viku. Vonast þeir til að geta gengið úr skugga um það hvort sprengja hafi grandað þotunni eða bilun hafi valdið slys- inu. Talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins sagði að ekki væri hægt að spá neinu um það hve langan tíma rannsóknin tæki. Fjórir menn koma fyrir rétt í dag, miðvikudag, vegna gruns um að þeir hafi undir höndum hluta úr braki þotunnar, en breska lög- reglan hefur ekki viljað staðfesta sögusagnir þess efnis að rænt hafi verið verðmætum af líkum fómar- lamba slyssins. Fulltrúar Pan Am-flugfélagsins í New York hafa skýrt frá því að með þotunni hafi verið kornabarn sem ekki hafi verið á farþegalista og hafi farþegamir því verið 259. Nú er talið að samanlagt 269 manns hafi farist í slysinu, þar af tíu á jörðu niðri. 240 lík hafa fundist. sakir flugslysa, að hann hallaðist nú að því að bilun í þotunni hefði valdið slysinu. Á sunnudag sagði fyrrverandi yfirmaður þeirrar deild- ar bandaríska vamarmálaráðuneyt- isins, er berst gegn hermdarverka- mönnum, að margt benti til þess að Sýrlandsstjóm hefði látið hermd- arverkasamtök, er njóta stuðnings Sýrlendinga, koma fýrir sprengju í Pan Am-þotunni. Ástæðan væri sú ákvörðun Bandaríkjastjómar að hefja viðræður við PLO; Sýrlending- ar óttuðust að glata áhrifum á þró- un mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Björgunarmenn í Lockerbie fá ráðleggingar varðandi leit að braki úr Pan Am-þotunni. í baksýn sjást leifarnar af flugstjórnarklefa þotunnar. Möguleg heimsókn Mubaraks Egyptalandsforseta til Israels: Egyptar segja ísræla verða að hefía viðræður við PLO Kaíró, Jerúsalem, Bagdað. Reuter. Á mánudag sendu leiðtogar upp- reisnar Palestínumanna á her- numdu svæðunum í ísrael ættingj- um þeirra, er fórust í slysinu, sam- úðarkveðjur. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), hefur sagt slysið „dýrslegan glæp" og vakti það athygli þar sem hann þótti með þessum ummælum gefa í skyn að slysið væri af völdum skemmdarverks. Margir stjóm- málaskýrendur hafa talið liklegt að palestínsk hermdarverkasamtök undir stjóm Abu Nidals ættu sök á flugslysinu. í gær sendu samtök hans frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir samúð með aðstand- endum. Breska dagblaðið The Times hafði á mánudag eftir William Tench, fyrmm yfirmanni breskrar rannsóknarstofnunar er kannar or- Utanríkisráðherra Egypta- lands, Boutros Boutros Ghali, sagði í gær að Hosni Mubarak, forseti landsins, myndi ekki hug- leiða að fara í opinbera heimsókn til ísraels nema ísraelar sam- þykktu að hefja viðræður við Frelsissamtök Palestinumanna (PLO). í siðustu viku sagðist Mubarak fús að fara til ísraels ef heimsóknin gæti stuðlað að lausn deilumála þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs og „réttlát- um £riði“. Egyptaland er eina arabaríkið á svæðinu sem hefur stjórnmálasamband við ísrael. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, er andvígur öllum viðræðum við PLO og i stjórnar- sáttmála nýrrar samsteypu- stjórnar landsins er lögð áhersla á þá stefiiu. ísraelski utanríkis- ráðherrann Moshe Arens reyndi í gær að koma á tengslum við Jórdani i von um að fá þá til að styðja hugmyndir ísraela um frið. Talsmaður Shamirs sagðist í gær ekkert vilja segja um skilyrði Egypta en tók fram að forsætisráð- herrann vonaði enn að Mubarak kæmi til ísraels. Shamir hefur sagt að stjóm hans muni birta nýjar frið- artillögur innan nokkurra vikna og verði þær að nokkru leyti byggðar á samningi sem Egyptar og Israelar gerðu í Camp David í Bandaríkjun- um fyrir tíu árum. Camp David-samningurinn varð til þess að friður komst á milli Egypta og ísraela 1979 en egypsk- ir heimildarmenn segja ljóst að Palestínumenn muni aldrei sætta sig við ákvæði hans. Markmið Shamirs sé að skaða áróðursað- stöðu PLO með því að láta samtök- in neita friðartilboði jsraela. Framkvæmdanefnd PLO hefur á fundi sínum í Bagdað lýst fullum stuðningi við yfirlýsingar Yassers Arafats, leiðtoga samtakanna, á fundi allsheijarþings Sameinuðu- þjóðanna í Genf þar sem hann viður- kenndi tilverurétt ísraels og for- dæmdi hryðjuverk. Tveir af leið- togum Palestínumanna á vestur- bakka Jórdanár hvöttu í gær ísra- elskan almenning til að þrýsta á stjóm sína um að hefja viðræður við PLO. „Það er engin leið að koma á friði án beinna viðræðna PLO og ísraelsstjómar," sagði dr. Khalil Mahsi á fundi með ísraelskum há- skólamönnum í Tel Aviv. „PLO hefur fram til þessa átt viðræður við Bandaríkjamenn og Evrópu- menn en ekki að sama skapi við ísraela ...Við ættum að tala saman." Reuter Alhvítt íarabalöndum Óvenjulegir kuldar hafa verið sums staðar í arabalöndum að undanförnu og þegar Ammanbúar í Jórdaníu risu úr rekkju i gærmorgun var alhvítt yfir að líta. Þá kyngdi líka niður snjónum um allt Sýrland og lokuðust þar helstu leiðir vegna ófærðar. Krakkarnir í Amman kunnu vel að meta mjöllina eins og sjá má enda er ekki að vita hvenær þeir fá að kynnast henni aftur. Sakharo v-hj ónin: Reynt að koma á sáttum í Kákasus Moskvu. Reuter. SOVÉSKI mannréttindafrömuðurinn Andrej Sakharov kom í gær til Moskvu eftir viku dvöl í Armeniu og Azerbajdzhan þar sem hann reyndi að koma á sáttum milli þjóðanna, að sögn ónafii- greinds heimildarmanns í borginni. Sakharov og eiginkona hans, Jelena Bonner, voru félagar f nefiid vísinda- og háskólamanna er ræddi við starfsbræður í báðum Sovétlýðveldunum. í fréttum breska útvarpsins BBC í gærkvöldi var haft eftir Sakharov að yfirvöld hefðu m.a. lagt þeim til þyrlu en að öðru leyti vildi hann ekki ræða þátt yfirvalda f framtakinu. Sakharov sagði að það myndi dró ekki í land og skoraði á yfir- taka langan tíma að sætta deilu- aðila en tugir manna hafa fallið í átökum þeirra á árinu. í ferð sinni til Bandaríkjanna nýlega sagði Sakharov að allt að 130 manns hefðu verið drepnir í óeirð- um í borginni Kírovabad og hætta væri á því að þjóðarmorð yrði framið á Armenum. Yfirvöld vísuðu þessu á bug en Sakharov völd að skýra frá því sem raun- verulega hefði gerst. Jelena Bonner, er þá var stödd í Moskvu, tók undir og skoraði á fólk um allan heim að hjálpa arm- enska minnihlutanum í Azerbajdzhan sem hefði orðið fyr- ir „nauðgunum, drápum“ og öðr- um ofsóknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.