Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 % Ljósmynd/Iðnþróunarsjóður/Ragnar Th. Frá verksmiðju G. Ólafssonar hf. IJnnið við áfyllingu frjósemislyfs i gerilsneyddu umhverfi. Ljósm./B. Jónsd. Höfundur að störfum við fínhreinsun frjósemishormóns. Súlan skil- ar álíka verðmæti á keyrslu og stóra iðnaðarsúlan. nýyrðið líftækni er nefnt? Stjórn- málamenn í mörgum löndum fóma höndum og segja: Ja, þetta verðum við að fá. Þetta er atvinnugrein sem við verðum að bæta við. Hver er ástæðan fyrir þvi að líftæknin er svona vinsæl? Svarið við spuming- unum er náttúrulega hagnaðarvon. Genentech í Bandaríkjunum seldi Tissue Plasminogen Activator, sem er nýtt lyf við blóðtappa og fram- leitt með erfðatækni, fyrir um 3 milljarða ísl. kr. á fyrstu sex vikun- um eftir að leyfí fékkst fyrir sölu þess. Ekkert lyf í sögu lyfjaiðnaðar- ins hefur selst jafnt hratt. Búist er við áframhaldandi vexti fyrirtækis- ins og fimmföldun í árssölu á næstu fímm ámm. Svipuð bjartsýni ríkir um mörg önnur líftæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. En hvemig horfa þessi mál við hjá okkur? Þegar líftækniumræðan reist sem hæst auglýsti Þjóðviljinn kílóið af hreinu iðnaðarensími úr þroskslógi á 100.000 kr. Viðskiptablað Morgun- blaðsins hafði nýlega eftir dr. Jak- obi Kristjánssyni á Iðntæknistofnun að kílóið af hitaþolnum ensímum til nota í mælisett kosti yfír 500 milljónir króna. Þetta eru háar töl- ur. En tandurhreint hryssuhormón slær þessu öllu saman við. Þar er kílóið út úr búð selt á 100.000.000.000 kr. Jú, þetta er rétt lesið. Kílóið á 100 milljarða! Það jafngildir nokkum veginn öllum erlendum skuldum íslendinga. Þessi samanburður er þó meira til gam- ans, því engin hætta er á að nokk- ur mundi vilja kaupa kíló af fjór- semishormóni. Það er yfírleitt selt í 50 míkrógramma skömmtum og til að hafa upp í eitt kíló þyrfti að safna blóði úr um 500 þúsund hryssum. Verðsamanburðurinn sýnir þó glöggt muninn á lyflafram- leiðslu og framleiðsiu iðnaðar- ensíma og skýrir einnig að hluta þá áherslu sem verið er að leggja á þróunlíftækni út um allan heim. Við íslendingar höfum fram að þessu eingöngu notað einn þáttinn af nýju líftækninni til framleiðslu eða væntanlegrar framleiðslu. Það er framþróunin í aðferðafræði sem skapar möguleika á hreinun lífefn- anna og þar með notkun. Erfða- tæknin og mótefnatæknin mun verða að bíða enn um stund, því ólíklegt er að fyrirtæki geti sjálft staðið undir þeim kostnaðarsömu rannsóknum og þróun sem þessi svið krefjast. Og þá er spurt: Hvaða möguleika höfum við í samkeppni á heimsmarkaði ef við getum ekki beitt fullkomnustu aðferðum líftækninnar? Hluti svarsins er að við verðum að fínna hráefni sem aðrar þjóðir hafa ekki greiðan að- gang að. Þau hráefni eru til dæmis fiskurinn og einnig örverur úr hver- um. Einnig er það óvíða í siðmennt- uðum löndum sem hross ganga í stóði og því höfum við í okkar hrossastóði aðgang að hráefni sem aðrir þurfa að flytja um langan veg. Að auki hefíir íslenskt búfé verið vemdað gegn erlendum sjúk- dómum sem veldur því að margir erfiðir sjúkdómar eru óþekktir. Vegna þess er nær víst að lyf unn- ið úr búfé er ekki mengað af hættu- legum vírusum eða öðram skaðleg- um smitberam og það eykur sölu- möguleikana. Ef sverð þitt er stutt... Á áranum 1985—1987 hefur alríkisstjóm Bandaríkjanna varið um 360 milljörðum ísl. kr. í rann- sóknir innan líftækni og einstök fylki bætt við um einum tuttugasta af þeirri upphæð. Samanburður er okkur Íslendingum í óhag því al- kunna er að á meðan aðrar tækni- væddar þjóðir eyða um 1,5—3% af þjóðartekjum í almennar rannsóknir höngum við í um 0,8%. Þó hefur veralegt átak til styrktar líftækni verið gert. Á þriggja ára tímabili, frá 1985, hefur ríkið varið um 120 milljónum ísl. kr. í líftæknirann- sóknir og Reykjavíkurborg bætt við um einum tíunda þeirrar upphæðar. Sú vafasama hefð hér á íslandi að spara við sig í framlögum til rannsókna, getur reynst líftækni- fyrirtækjum ijötur um fót. Fyrir- tækin byggjast á því, miklu frekar en önnur, að breyta ávöxtum rann- sókna í tekjur. Erlendis er algengt að kostnaður við rannsóknir og þró- un hjá líftæknifyrirtækjunum sé um 40% af væntanlegum tekjum. Á íslandi er ekkert fyrirtæki sem byggir eingöngu á líftækni. G. Olafsson hf. er það fyrirtæki sem kemst næst því og þar er rannsókn- arkostnaður innan líftæknideildar áætlaður um 35% af væntanlegum tekjum. Þá era grannrannsóknir, sem tengjast hormónaverkefninu og era styrktar af Vísindasjóði, taldar með. Hjá Lýsi hf. er sam- bærileg tala fyrir líftæknihluta fyr- irtækisins áætluð um 30%. Þessar tölur era fjallháar miðað við íslensku hefðina og virðast benda til þess að fyrirtækin sem nýta líftækni átti sig á mikilvægi rann- sókna fyrir starfsemina. Á íslandi er engin hefð í fram- leiðslu lífefna sem hægt er að byggja á. Þekking og reynsla innan sviðsins er takmörkuð og á sumum sviðum fyrirsjáanlegur Skortur á hæfu fólki. Stóra líftækniverkefnið hefur veitt okkur fæmi í hreinsun próteina og ræktun örvera en í til- tölulega litlu magni. Stærra átaks er þó þörf ef á að takast að bijót- ast inn í heim mótefna- og erfða- tækni. Hjá okkur má segja að innan líftækninnar sé sverðið helst til stutt og eina ráðið, eins og Spartveijanna forðum, er að ganga feti framar. Líftæknin verður þó ekki byggð á ríkisfjármagni og menntun einni saman. Hugvitið orkar litlu þegar reynsluna vantar. Ef til vill ræður mestu um framtíð líftækni á íslandi hvemig þeim fyrirtækjum vegnar sem þegar era komin af stað. Höfiwdur er lífefnafræðingur og hefiir starfað um irabil i Banda- ríkjunum. Síðastliðin tvöárhefur hann unnið að líftækniverkefhum á íslandihjá Raunvísindastofhun Háskólans oghjá G. Ólafssyni hf. Skoðanirsem koma fram eru höf- undar. ■Xvöfaldur * '*• tudag Bryndís Halla Gylfadóttir Bátalón óskar effcir gjaldþrotaskiptum FORRÁÐAMENN skipasmíðastöðvarinnar Bátalóns hf. í Hafiiarfirði hafa óskað eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Skipt- aráðandi í Hafnarfirði hefiir málið til meðferðar en úrskurður hef- ur ekki verið kveðinn upp. Að sögn Jóhannesar Sigfussonar fram- kvæmdastjóra Bátalóns er áætlað að skuldir séu um 15 milljónir umfram eignir og er þá miðað við tryggingamatsverð eigna. Starfs- menn fyrirtækisins eru um 35 talsins. Að sögn Jóhannesar Sigfússonar mátu eigendur félagsins stöðu fyrir- tækisins þannig að rekstrargrand- völlur væri ekki fyrir hendi og til einskis hefði verið að sækja um greiðslustöðvun. Hann sagði að tvennt hefði orðið til að kippa rekstrargrandvelli undan fyrirtæk- inu; hár íjármagnskostnaður og tap á raðsmíðaverkefni, sem fyrst og fremst mætti rekja til breytinga á kvótareglum í september 1987. Fyrir þann tíma hafí bátar undir tíu brúttórúmlestum verið utan kvótakerfís og einungis verið bundnir af fáeinum banndögum. í september 1987 hefði hins vegar verið ákveðið að þessum bátum yrði úthlutað 125 tonna kvóta. „Það var alltof lítið til að þessi útgerð gæti staðið undir sér,“ sagði Jó- hannes. Hann sagði að fyrir breyt- inguna hefði fyrirtækið verið búið að gera samninga um byggingu nokkurs ijölda 9,9 tonna stálbáta en þarna hefði forsendum verið kippt undan þeim samningum. Vinningstölurnar 23. des. 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 2.707.624,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á föstudaginn var, færist 1. vinningur sem var 2.314.614,- yfir á 1. vinning á föstudaginn kemur. BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 401.675,- skiptast á 5 vinn- ingshafa, kr. 80.335,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 692.820,- skiptast á 135 vinningshafa, kr. 5.132,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.613.129,- skiptast á 4.703 vinnings- hafa, kr. 343,- á mann. Dregið verður í lottóinu föstudaginn 30. desember klukkan 20.30. Sölu þann dag lýkur klukkan 20.15. Gleðilegt nýár. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.