Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Stýrimann vélavörð og háseta vantar á mb. Hrungni GK 50, sem fer á netaveiðar frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-68755 og hjá skip- stjóra í síma 92-68587. Vísirhf. Laus staða Staða skattstjóra Austurlandsumdæmis er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lögfræði, hagfræði, viðskipta- fræði eða hlotið löggildingu í endurskoðun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 29. desember 1988. Fjármáiaráðuneytið, 21. nóvmeber 1988. Efnaverkfræðingur Áburðarverksmiðja ríkisins ætlar að ráða efnaverkfræðing til starfa. Starfssvið viðkom- andi verður umsjón með rannsóknastofu fyr- irtækisins, gæða- og framleiðslueftirlit og vöruþróun. Umsóknir um starf þetta ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Aburðar- verksmiðju ríkisins, pósthólf 8353, 128 Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1989. Nánari upp- lýsingar veitir verksmiðjustjóri í síma 673200. Áburðarverksmiðja ríkisins. r— SUÐUREYRARHREPPUR Leikskólann á Suðureyri vantar sem fyrst forstöðumann. Leikskólinn er nýlegur og vel útbúinn. Ódýrt íbúðarhúsnæði. Upplýsingar gefur sveitarstjóri í símum 94-6122 og 94-6147 og í heimasíma 94-6137. Lausar stöður Við Kennaraháskóla íslands eru lausar til umsóknar tvær eftirgreindar lektorsstöður: 1. Staða lektors í íslensku. Meginverkefni íslensk og almenn málfræði með áherslu á nútímaíslensku. Auk viðurkennds há- skólaprófs í grein sinni skal hann hafa próf í uppeldis- og kennslufræðum ásamt þekkingu á og reynslu af íslenskukennslu. 2. Lektorsstaða á sviði upplýsingatækni og tölvunotkunar í námi og kennslu, einkum á grunnskólastigi. Auk fullgilds háskóla- prófs skal umsækjandi hafa lokið prófi í uppeldis- og kennslufræðum. Starfs- reynsla á áðurgreindu sviði og góð þekking á grunnskólastarfi er einnig nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. júlí 1989. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf, sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og störf. Þau verk, er umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um, skulu einnig fylgja. Umsóknir skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. Menntamáiaráðuneytið, 21. desember 1988. Laustembætti er forseti íslands veitir Við Kennaraháskóla íslands er laust til um- sóknar embætti prófessors í uppeldis- og kennslufræði. Auk fullgilds háskólaprófs skal umsækjandi hafa viðurkennd kennsluréttindi eða hafa að öðru leyti nægilegan kennslufræðilegan und- irbúning. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1989. Umsóknir skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1989. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og störf. Þau verk sem umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um skulu einnig fylgja. Menntamálaráðuneytið, 21. desember 1988. Stýrimaður Stýrimann og vanan beitningamann vantar á Æskuna SF 140. Upplýsingar í síma 97-81498. Yfirvélstjóri Óskum eftir að ráða yfirvélstjóra á 200 tonna bát. Upplýsingar í símum 92-37691 og 92-12305. Sölumaður óskast til starfa hjá gamalgróinni fasteigna- sölu í miðborginni. Framtíðaratvinna fyrir traustan og dugleg- an sölumann. Góð menntun og dugnaður skilyrði. Eiginhandarumsókn með upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýs- ingadeild Mbl. fyrir kl. 15.00 nk. fimmtudag 29. þ.m. merkt: „Framtíðaratvinna - 8157“. Sólheimar í Grímsnesi óska eftir að ráða starfsmann með áhuga á meðferðar- og umönnunarstörfum. Um er að ræða umsjón með starfi á heimilisein- ingu. Húsnæði og fæði á staðnum. Vinnutími samkvæmt vaktkerfi. (Unnið í 4 daga, frí í 4 daga). Starfsreynsla æskileg. Nánari upplýsingar gefur aðstoðarforstöðu- maður í síma 98-64432. Aðstoð óskast á tannlækningastofu í miðborginni frá áramótum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 31/12, merktar „A - 6977“. Grunnskólar Kópavogs Ræstingafólk og gangaverði vantar við grunnskóla Kópavogs. Upplýsingar á skólaskrifstofu Kópavogs í símum 41988 og 41863. Skólafulltrúinn í Kópavogi. BORGARSPÍTALINN Lausar Stðdur Öldrunardeildir Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Á hjúkrunardeild Hvítabandsins v/Skólavörðustíg er laus 70% staða hjúkr- unarfræðings frá 1. janúar 1989. Dagvinna og unnið er þriðju hverja helgi. Á öldrunardeild B-6 eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á kvöld- vaktir. Unnið er þriðju hverja helgi. Einnig eru lausar stöður sjúkraliða á morgunvaktir. Á hjúkrunar- og endurhæfingardeild E-63 á Heilsuverndarstöð eru lausar stöður hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða. Möguleiki er á k-stöðu hjúkrunarfræðings. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu hjúkrun- arforstjóra starfsmannaþjónustu í síma 696356 og hjá Önnu Birnu Jensdóttur, hjúkr- unarframkvæmdastjóra, í síma 696358 alla virka daga. Hugbúnaðarmaður óskast Hugbúnaðarmaður óskast. Þarf að geta haf- ið störf snemma í janúar. Starfið felst í aðlög- un og uppsetningu erlends hugbúnaðar, meðal annars bókhaldskerfis. Forritunarmál eru: Assembler, Business BASIC, C og Pas- cal. Sjálfstætt og krefjandi starf hjá traustu fyrirtæki. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „BB - 6328“ fyrir 31. desember. Ferðaskrifstofan Pólaris hf., óskar að ráða gjaldkera í sal eigi síðar en 1. febrúar 1989. Umsóknum er greini menntun, aldur og fyrri störf, sé skilað á skrifstofu okkar á Kirkju- torgi 4, þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi, eigi síðar en 6. janúar 1989. FERÐASKRIFSTOFAN POLARIS Fósturfjölskyldur óskast Óskum eftir að komast í samband við fjöl- skyldur sem vilja taka að sér börn í skamm- an tíma vegna erfiðleika á heimilum. Viðkom- andi fjölskylda gæti þurft að taka barn á heimili sitt með stuttum fyrirvara. Laun samkomulag. Einnig viljum við gjarnan komast í samband við fjölskyldur sem óska eftir að taka börn í fóstur til langs tíma. Upplýsingar gefa félagsráðgjafar í síma 45700 kl. 9.00-15.00, daglega. Félagsmálastofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.