Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson SparihliÖ Vatnsberans Af öllum merkjunum er einna erfíðast að iýsa hinum dæmi- gerða Vatnsbera (21. janúar- 19. febrúar). Ástæðan er sú að Vatnsberinn sjálfur gefur lítið færi á sér persónulega. Hann talar sjaldan um tilfinn- ingar sínar eða persónulega hagi, er stoltur, fer eigin leið- ir og virðist heídur fjarlægur. Það er því oft erfítt að ná tangarhaldi á honum eða gefa safarikar lýsingar á persónu- leika hans. Tvögervi Vatnsberinn getur birst í tveim gervum. Annars vegar er hinn opinskái og félags- lyndi Vatnsberi og hins vegar hinn sérvitri Vatnsberi sem er utan alfaraleiðar og á litla samleið með öðrum. Þrátt fyr- ir það leynast ýmis sameigin- leg einkenni með báðum. Festa Einkennandi fyrir alla Vatns- bera er að þeir eru fastir fyr- ir og stöðugir, ráðríkir og eiga til að vera þijóskir. Vatns- berinn vill samt sem áður vera sanngjam og réttlátur og get- ur því sveigt af leið ef hann telur slíkt skynsamlegt. Fest- an er þó alltaf fyrir hendi. Sérstakur stíll Algengt er t.d. að Vatnsber- inn móti snemma sinn sér- staka stíl, sem oft er óvenju- legur og í sumum tilvikum sérviskulegur. Þegar hann hefur fundið hið rétta er hann iítið fyrir að breyta til. Hugmyndaauðgi Vatnsberinn er hugmyndarík- ur og uppfínningasamur. Hann er framfarasinnaður, en getur beint þessum eiginleik- um að öllum sviðum mannlífs- ins. Móðir í Vatnsberamerk- inu hefur t.d. áhuga á nýjung- um í bamauppeldi, les bækur og veltir hinum ýmsu uppeld- isleiðum fyrir sér á meðan skipstjórinn í merkinu notar frumlegar aðferðir við veiði- skapinn. Ósérhlífni Oft hafa Vatnsberar áhuga á mannúðar- og félagsmálum. Þeir hafa áhuga á mannlifínu í víðu samhengi og vilja breyta heiminum og bæta hag þeirra sem minna mega sin. Vatns- berinn er oft maður sem ber vatn til þeirra sem eru þyrst- ir. Það þýðir að hann á til að vera hjálpsamur og ósér- hlífínn. Hann vill eigi að síður vera sjálfstæður og þvi mynd- ast oft viss togstreita innra með honum: Á ég að þjóna eða á ég að hugsa um frelsi mitt? Sterk hugarorka Þar sem orka Vatnsberans liggur á félags- og hug- myndasviðum þarf hann að ..hitta fólk, ræða málin og skiptast á upplýsingum, eða fást við einhver skemmtileg andleg áhugamál. Hæfíleika- svið hans eru því ekki síst félagsleg og hugmyndaleg. Táknræn störf fyrir Vatns- berann eru því vísindamaður, hugsuður, rekstrartækni- ftæðingur, skipuleggjandi, hönnuður eða félagsmála- frömuður. Hlutleysi ogyfirvegun Vatnsberinn er að öllu jöfnu vingjamlegur og þægilegur í umgengni. Það má oft þekkja hann á því hve yfirvegaður og kurteis hann er. Vatnsberi sem hefur náð langt í per- sónulegum þroska er því oft fágaður, víðsýnn og vitur maður. Hann hefur yfírsýn, er skynsamur og umburðar- lyndur, á auðvelt með að vinna með fólki og getur met- ið menn og málefni af hlut- leysi og yfírvegun. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR SMÁFÓLK MERE‘5 THE UJORLP U)AR I FLYIN6 ACE IN MI5 50PWITH CAMEL Z00MIN6 TMR0U6MTHE Hérna er flugkappinn úr fyrra stríði í flugvél sinni á fúllri ferð hátt yfir Frakklandi. EVERYTMIN6 TAU6MT TO MIM IN TRAININ6 5UPPENLY C0ME5 BACK.. Skyndilega man hann allt sem honum var kennt í flugskólanum ... Eins og það að líta aldrei niður! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út tígulás gegn fjórum spöðum suðurs og skiptir svo yfír í hjartatíu. Norður gefur; NS á hættu. Sveitakeppni. Norður ♦ 10984 VKG2 ♦ D93 ♦ 432 Vestur Austur ♦ 72 .. *5 ¥ 1097 ¥ D864 ♦ ÁK106 ♦ G8742 ♦ K987 +G106 Suður ♦ ÁKDG63 ¥ Á53 ♦ 5 ♦ ÁD5 Vestur Norður Austur Suður — Pass Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Frá bæjardyrum sagnhafa er samningurinn mjög traustur. Hann á níu slagi og svíningar- færi bæði í hjarta og laufí. Þar fyrir utan skapar útspilið mögu- leika á því að kasta vestri og láta hann spila vöminni í óhag. Hjartatían gerir þann möguleika mjög álitlegan. Öruggasta vinningsleiðin er að dúkka hjartatíuna! Austur kemst þá ekki inn á hjarta til að spila laufí í gegnum ÁD. Eftirleikurinn er svo hrein handavinna; tvisvar tromp, tígulnían stungin og ÁK í hjarta spilað. Þá er sviðið sett til að spila tíguldrottningunni og henda laufí heima. Vestur fær slaginn og verður að spila upp í laufgaffalinn eða út í tvöfalda eyðu. Vestur getur gert sagnhafa erfiðara fyrir með því að spila trompi í öðrum slag. Spilið ætti samt að vinnast. Best er að trompa strax tígul, fara aftur inn á blindan á tromp og spila hjartagosanum! Það gerir ekkert til þótt vestur fái slaginn á drottninguna, því honum verður kastað inn síðar á tígul. Eigi austur hins vegar hjartadrottn- inguna er drepið með ás og hjarta spilað að blindum. Komi tían frá vestri er dúkkað, annars drepið á kóng, tíguldrottningu spilað og hjarta hent heima. Ef vestur á nú hæsta hjartað hend- ir sagnhafí laufí heima og bíður eftir 10. slagnum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Einn sovézku stórmeistaranna lenti í vel þekktri byijanagildru í keppninni við heimsliðið á Spáni í síðustu viku: Hvítt: Ljubojevic, Svart: Chernin, katalónsk byijun, 1. c4 - Rf6, 2. Rc3 - e6, 3. g3 - d5, 4. d4 - Be7, 5. Bg2 - 0-0, 6. Rf3 - c6, 7. 0-0 - b6, 8. Re5 - Rfd7?, 9. cxd5 - Rxe5, 10. dxe5 — exd5. 11. Rxd5! — cxd5, 12. Dxd5 — Dxd5, 13. Bxd5 - Bh3, 14. Bxa8 - Bxfl, 15. Kxfl - Rd7, 16. Bd5 - Rxe5, 17. Bf4 og þótt svartur hafí unnið annað peðið til baka átti hann enga möugleika í endataflinu og Ljubojevic vann í 58 leikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.