Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 49 Þessir hringdu .. Greiðvikni Erla Kristjánsdóttir hringdi. „Oft gleymist að þakka það sem vel er gert. Fyrir jólin lenti ég í því að bíllinn stoppaði á mótum Skeiðarvogs og Miklu- brautar og kom ég honum ekki í gang aftur. Ég var óvön að keyra þennan bíl og hafði ekki lag á að koma honum í gang aftur. Þetta var rétt fyrir mið- nætti og ætlaði ég halda af stað heimleiðis gangandi. Þá kom ungur maður á bíl og bauðst hann strax til að aka mér heim. Ég þáði það auðvitað og rættist svo vel úr þessu öllu. Ég vil þakka þessum unga manni fyrir greiðviknina og óska honum gleðilegs árs.“ Óviðkunnanleg keppni Arnar hringdi: „Ég vil taka undir með þeim sem mótmælt hafa rjúpnaveið- um og skotveiðikeppni sem aug- lýst var fyrir jólin. Við þurfum að vísu að drepa okkur til matar en við ættum samt ekki að gera það að leik. Mér fínnst keppni í drápi ekki vera mannsæm- andi." Silkiklútur Hvítur og brúnn silkiklútur tapaðist sunnudaginn 18. des- ember á leið frá Hátúni að Kap- plaskjólsveg eða á leið þaðan i Furugerði. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í 14742. Svört læða Svört Iæða tapaðist frá Öldu- götu 3 í síðustu viku. Vinsam- legast hringið í síma 23076 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Hver hlúir að r]úp- unni sem særist? Velvakandi góður. Það eru ár og dagar frá því ég ritaði þér nokkrar línur og var til- efnið það, að hvalur nokkur, sem mjaldur heitir, sást synda meðfram ströndum íslands. Hann var ekki að gera neitt af sér, nema hvað hann var að „stela" nokkrum fisk- um, sér til matar. Þetta er fallegt dýr og sjaldgæft, hér við land. Eitt dýr af þessari tegund varð mikill vinur minn þegar ég, sem unglingur, átti heima að Bijánslæk á Barðaströnd. Hann elti okkur iðulega þegar við vorum að róa til fískjar og nudd- aði sér við bátinn, eins og til að sýna okkur vináttuvott. Ég man að ég klappaði honum oft og strauk og var þá eins og hann hægði ferðina, til að njóta þess. En þá sný ég mér aftur að ofan- greindu dýri, sem synti í sakleysi sínu meðfram ströndinni hér um árið. Einhveijir sáu það og hlupu eftir skotvopni og hófíi eftirför, í þeim tilgangi að vinna á hvalnum. Ég man ekki hvernig þessum „leik“ lauk. En tilgangurinn var auðsær. Frá þessu var sagt í útvarpi og blöð- um á sínum tfma. Ofangreind atvik komu í huga minn þegar ég heyrði það í útvarpi eða sjónvarpi nokkrum dögum fyrir jól, að nokkrir skotglaðir „kappar" ætluðu að fylkja liði og keppa um það hversu margar ijúpur þeir gætu drepið. Ég fylltist ógeði við þessa sorglegu frétt. Og ég er nú ekki betri maður en það, að ég ósk- aði að þeir fengju sem flestir nokk- ur högl í rassinn, án þess þó að særa þá mikið. Þeir gátu þó örugg- lega fengið hjálp við að ná þeim úr rassinum aftur. En hver hlúir að ijúpunni, sem særist, en tekst þó að fljúga burt, til að bíða dauð- ans? Spyr sá, sem ekki veit. Við mennirnir erum víst, eins og önnur dýr, tilneyddir til að deyða okkur til matar, en við eigum þá að gera það eldsnöggt og hrein- lega, en ekki láta „kylfu ráða kasti" í þeim efnum. En ég spyr, höfum við ekki nóg að borða þótt við létum t.d. ijúpuna í friði? Rjúpuna vil ég alfriða og reyndar fleiri fuglateg- undir. Ég ætla í lokin að láta fylgja frásögn breska sendiherrans, hér á Islandi, á stríðsárunum, sem ég tek uppúr endurminningum hans. Hann gekk oft til ijúpna, bæði til að njóta útiverunnar og eins hitt að honum þótti ijúpur góður mat- ur, sérstaklega ef hann veiddi þær sjálfur. Svo var það eitt sinn, sem oftar, að hann gekk til ijúpna, og sá fljót- lega eina ijúpu í snjóskafli. Hann miðaði og skotið hljóp af, en ijúpan flaug. Hann gekk að þeim stað, sem ijúðan hafði verið og þar sá hann blóðugan snjóinn og tvær sundur- tættar loðnar lappir. Það þarf ekki fleiri orð um þetta atvik, að öðru leyti en því að hann, sendiherrann, fylltist sorg og hryggð, og á þeirri stundu hét hann þvi' að fara aldrei á ijúpnaveiðar framar, sem hann og stóð við. Þessi viðbrögð hans fínnst mér lýsa manninum vel, og mættu aðrir taka hann sér til fyrirmyndar. Kristján Hafliðason Vélstjórar - árshátíi Árshátíð Vélstjórafélags íslands og kvenfélagsins Keðjunnar verður haldin laugardaginn 7. janúar 1989 íÁtthagasal Hótels Sögu. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. Miðasala og borðapantanírá skrifstofu félagsins 29. og 30. desember milli kl. 15-17, Félagar fjölmennið. ____Jil viðskiptamanna_ banka og sparisjóða Lokun 2. janúar og eindagi víxla Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar mánudaginn 2. janúar 1989. Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 14. desember 1988 Samvinnunefnd banka og sparisjóða Mæliker Ágæti Velvakandi. Trúmál eru viðfangsefni þessara skrifa. Auðvitað er þjóðkirkjan sá grundvöllur tjáskipta og skoðana- frelsis sem ber gleggstan vott um náttúru fólks hér í landi. Það er þó enginn algildur sann- leikur á meðal almennings á íslandi í dag að Jesús Kristur hafí risið upp af krossi sínum guði til dýrðar, þó að sígild trúgirni kynslóðanna á fyrirheitum spámanna Gyðinga eigi sér einstaka fylgjendur hér og þar. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja, að hann hafí aldrei verið til og ættu ofstækismenn trúar sinnar í þessum efnum að láta af árásum sínum á ýmis önnur verðmæti al- mennings, svo sem kvikmyndahús og dansstaði. Vottar Jehóva, bahá- íar, aðventistar, hvítasunnufólk og jafnvel Fríkirkjusöfnuðurinn eru glögg dæmi um einkavæðingu í trú- málum. Er allt þetta sérhyggjufólk talandi sýnishom þeirra orða Krists, um að setja ljós sitt undir mæliker. Björn Sigwjónsson TÝNDUR KÖTTUR Þessi ljósbrúni köttur fór ómerkt- gæfur. Vinsamlegast hringið í síma ur frá heimili sínu á Flókagötunni 16607 ef hann hefur einhvers stað- 13. desember sl. Hann heitir Funi, ar komið fram. er eins og hálfs árs og er mjög / Alit tlug ler í gegn- um LONDON og Þvi getst farfeegum kost- ur á dvöl fear, hvort sem er á utleid eia heimleið. Hvernig væri aó stinga af úr myrkrinu, kuldanum og slabbinu um tíma ? Vetur í Portúgal 4, 6, 8, og 10 vikur Lissabon Algarve Madeira Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OG FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4,6,8 og 10 vikna ferðirtil Portúgal ívetur. Hægt er að velja um gistingu á Madeira,í Algarve eða ð Lissa- bon-ströndinni. Verð frá kr. 53.200,- Einnig standa ykkurtil boða styttri ferðir(3-30 dagar) með gist- ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgimar Lissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leik- ið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira. Ferðafélagar Ef þig vantarferðafélaga, þá er hann e.t.v. á skrá hjá okkur. Nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofum okkar evrópuferðir KLAPPARSTÍG 25-27 101 REYKJAVÍK, SlMI628181. llMtlBORG 1-1, 211KÖPIV06I SlMI 141522. FERDAmVALHF TRAVEL AGENCYn33Z7 HAFNARSTRÆTI18, 101 REYKJAVÍK, SÍMI14480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.