Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 Emil Ásgeirsson í Gröflátínn EMIL Ásgeirsson bóndi ! Gröf í Hrunamannahreppi er látínn, 81 árs að aldri. Emil var sonur Ásgeirs Sigurðs- sonar konsúls í Reykjavík og Mörtu Eiríksdóttur frá Hamrahóli í Holt- um, en hann ólst upp hjá sr. Kjart- ani Helgasyni í Hruna og Sigríði Jóhannesdóttur konu hans. Emil lauk búfræðiprófi frá bændaskólan- um á Hvanneyri 1926, og hóf bú- skap í Gröf árið 1932, þar sem hann bjó til dauðadags. Emil vann mikið að félagsmálum og leiklistarmálum með Ungmenna- félagi Hrunamanna. Hann var góð- ¦ ur áhugaleikari og leikstjóri og setti upp leiksýningar hjá félaginu. Emil stundaði einnig ritstörf, og skrifaði m.a. leikrit. Þá ritaði hann bókina Búnaðarfélag Hrunamanna 100 ára, sem kom út 1983. Árið 1961 hóf Emil jarðabóta- mælingar á Suðurlandi, á vegum Búnaðarsambands Suðurlands, og ferðaðist í mörg ár um allt Suður- land þessara erinda. Á ferðum sínum safnaði hann ýmsum gömlum munum, og þegar hann hætti kúa- búskap kom hann safninu fyrir í útihúsunum. Minjasafnið í Gröf er nú eitt stærsta minjasafn í einka- eign á iandinu, og er þar margt merkilegra muna, m.a. mikið safn gamalla búvéla. Emil var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar árið 1987 fyrir störf að félags- og menningarmálum. Emil Asgeirsson. Eftirlifandi kona Emils Ásgeirs- sonar er Eyrún Guðjónsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. VEÐUR Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 igær) VEÐURHORFUR l DAG, 28. DESEMBER YPIRLIT I GÆR: Buist or við stormi á Norðurdjúpi, Færéyjadjúpi og Suðausturdjúpi. Um 200 km suður af Reykjariesi er 962 mb lægð sem mun færast norðaustur yfir laridið í nótt. Önnur 970 mb lægð 1.400 km suðvestur í hafi þokast aust-noröaustur og grynnist. Veður fer hlýnandi f bHi en kólnar aftur á morgun. SPÁ; Á morgun verður vestan- og norðvestanátt um mest allt land, víðast kaldi eða stíriningskaldi. Éljagangur veröur víða norðan- lands, og sumstaðar vestantil á landínu. Á Austur- og Suðaustur- landi verður þurrt og sums staðar léttskýjað. Vægt frost um land allt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FIMMTUDAG: Norðaustanátt um norftanvert landið en vestanátt um landið sunnanvert. Él víða um land nema á Aust- urlandi, þar verður fremur bjart veður. Hiti um frostmark sunnan- lands. Frost um 5 stig norðanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og léttskýjað nema noröaustanlands. Þar verða dálítil ól. Frost um allt land. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10° Hitastig: 10 graður á Celsíus Z \ Heiðskirt * stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður y Skúrir er 2 vindstig. 7 í "Ci Léttskwað f r r / / / / Rigning == Þoka <Lg||k Hálfskýjað / / / * / * = Þokumóða ¦ , ' Súld * '^HkSkýiað r * / * Slydda / * / CO Mistur Ah Alskýjað # # * ¦-]- Skafrenningur » * * * Snjókoma * # * [^ Þrurnuveður VEÐUR VIÐA UM HEÍM kl. 12:00 ígær að ísl. tímð hiti vaður Akureyri +3 skýjað Raykjavík +1 alskýjað Sjörgvin Helsinki Kaupmonnah. Narssarssuaq Nuuk Ósló Stokkhólmur Þórshöfn 7 skúr +9 snjókoma 8 skýjað +16 heiðskirt +16 lénskýjað 2 þoka f grennd 1 slydda 7 skýiað Algarve Amsterdam Barcelona Beriín Chicago Fensyjar Frankfurt Glasgow Hamborg Las Palmas London Los Angeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando Paris Róm San Diego Vfn Washington Winnipeg 14 skýjað 10 lóttskýjað 11 mistur 9 rigning 3 rigning vantar 9 skýjað 9 urkoma / gr. 8 skýjað 20 rykmistur 10 léttskýjað 4 heiðskírt 7 skýjaS 7 heíftskírt 16 skýjað 16 léttskýjað +11 alskýjað +2 alskýjað 15 heiðskírt 8 skýjað vantar 5 hoiðskírt 6 skýjað 3 alskýjað +16 snjókoma Agmr Krís&nsson forstjóri látinn AGNAR Kristjánsson, for- stjóri Kassagerðar Reykjavík- ur, lést á Landsspitalanum aðfararnótt 27. desember, 63 ára að aldri. Agnar var fæddur i Reykjavík árið 1925. Hann nam við Versl- unarskóla íslands og hóf snemma störf hjá föður sínum hjá Kassagerðinni. Þar hafði hann forystu fyrir uppbyggingu fyrirtækisins og starfaði hjá Kas- sagerðinni til dauðadags. Agnar sat í stjórn Félags íslenskra iðn- rekenda um árabil. Eftirlifandi kona Agnars er Anna Lilja Gunnarsdóttir. Þau áttu eitt barn, en Agnar lætur einnig eftir sig þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Agnar Kristjánsson Lýður Guðmundsson fv. hreppstjórií Litlu Sandvik látinn LÝÐUR Guðmundsson fyrrver- andi hreppstjóri og bóndi í Litlu Sandvík, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á þorláksmessu, 23. desember, 91 árs að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju föstudaginn 30. desem- ber kl. 13. Lýður Guðmundsson fæddist 18. nóvember 1897 í Litlu Sandvík í Sandvíkurhreppi, sonur Guðmundar Þorvarðarsonar bónda og hreppstjóra þar, og konu hans Sigríðar Lýðsdóttur frá Hlíð í Gnupverjahreppi. Lýður lauk búfræðinámi á Hvanneyri og var bóndi í Litlu Sandvík 1937 til 1982, síðari árin í félagsbúi við Pál son sinn. Lýður var hreppstjóri Sandvik- urhrepps frá 1939 til 1982 og oddviti þar 1946-1970. Hann var formaður Flóaáveitufélagsins í 12 ár, og sýslunefndarmaður Sandvíkurhrepps 1946-70. Hann var formaður Nautgriparæktarfé- lags Árnessýslu frá stofnun þess Lýður Guðmundsson. 1943 um 12 ára skeið. Lýður var fyrsti heiðursborgari Sandvíkur- hrepps frá 18. nóvember 1977. Eftirlifandi eiginkona Lýðs er Aldís Pálsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Ólafar Gunnarsson urMmn ÓLAFUR Gunnarsson, sálfræð- ingur, er látinn, 71 árs að aldri. Ólanir starfaði sem kennari og sálfræðingur hér á landi og er- lendis og samdi meðal annars rit um starfeval, „Hvað viltu verða?", sem komið hefur út í fjölmörgum útgáfum. Ólafur fæddist á Stafafelli í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu þann 30. ágúst 1917. Hann lauk kenhara- prófi árið 1938 og stundaði nám í tungumálum, norrænum bók- menntum og sálfræði í Danmörku. Hann tók Cand. Psych. próf frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1950. Ólafur kenndi við skóla á fslandi og í Danmörku á árunum 1938-'47 og vann sálfræðistörf hjá Reykjavíkurbprg 1951-'65. Ólafur Ólafur Gunnarsson var skólasálfræðingur í Vármland í S\nþjóð 1966-'77, en fluttist síðan til íslands. Eftir Ólaf liggur fjöldi greina í íslensk og erlend blöð og tímarit og bókapýðingar á íslensku og dönsku. Olafur var formaður Menn- ingarsamtaka háskólamanna frá stofnun þeirra til 1964 og vann að veitingu Silfurlampans fyrir besta leik hvers leikárs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.