Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 Félagsmálaráðherrar EB: Ágreiningur um af greiðslu COMETT-áætlunarinnar ^ Brussel. Frá Kristófer M. Kristmssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á FUNDI félagsmálaráðherra Evropubandalagsins fyrir helg- ina var hart deilt um afgreiðslu svokallaðrar COMETT-áætlunar sem fjallar um samstarf háskóla og fyrirtækja. Svo fór að lokum að áætlunin var staðfest til næstu fímm ára i atkvæðagreiðslu gegn atkvæðum Þjóðveija, Breta og Frakka, Danir sátu hjá. Nýlega samþykktu ráðherramir aðild EFTA-rílq'anna að þessari áætlun og íslensk stjómvöld hafa lýst áhuga sínum á þátttöku. Deilur ráðherranna snerast annars vegar um lagalegan grann áætlana af þessu tagi og á hvem hátt þær skyldu afgreiddar og hins vegar um skipulag og fjárframlög til áætlun- arinnar. Bretar vora andvígir af- greiðslu málsins vegna þess að end- anlegri úttekt á fyrri áætlun er ekki lokið. Samþykkt var að veita sem svarar tíu milljörðum íslenskra króna til áætlunarinnar. Japönsk íyrirtæki: 1.550 milljarð- ■■■ 1 ERLENT , Reuter Frá brottflutningi sovéskra heija frá Afganistan sem hófst 11. ágúst siðastliðinn með þvi að 300 manna herflokkur fór yfir landamæri Afganistans til Sovétríkjanna. Samkvæmt samkomulagi Afgana, Pakist- ana, Sovétmanna og Bandaríkjamanna sem gert var i Genf í apríl, eiga sovéskir herir að hafa yfirgef- ið Afganistan 15. febrúar næstkomandi. ar í risnu Tókjó. Reuter. JAPÓNSK fyrirtæki vörðu 4.186 milljörðum jena, jafhvirði 1.549 milljörðum íslenzkra króna, i risnu árið 1987, samkvæmt upp- lýsingum rikisskattstjóra. Er þar um að ræða 6% aukningu frá fyrra ári. Embætti ríkisskattstjóra í Japan gerði könnun á risnu 56.062 fyrir- tækja, þ.e. þeim fjármunum, sem fyrirtækin vörðu í gjafír og aðrar lystisemdir fyrir viðskiptavini sína. Samkvæmt könnuninni nam risnu- Afganistan: Níu ár liðin frá inn- rás sovéskra heija Breski utanríkisráðherrann hvetur afgönsku ríkisstjórnina til að láta af völdum Peshawar. Moskva. London. Reuter. kostnaður fyrirtækjanna að jafnaði 0,46% af tekjum. Könnunin leiddi einnig í ljós að framlög stórfyrirtækja til ýmissa verkefna vora aldrei meiri eða 355,9 milljarðar jena, jafnvirði 131,7 milljarðar króna. Bróðurparturinn af upphæðinni, eða 236,8 milljarða jena, jafnvirði 87,6 milljarða króna, rann til stjómmálaflokka og stjóm- málamanna. Sá liður í kostnaði fyr- irtækjanna hækkaði um 15,6% frá fyrra ári. AFGANSKIR skæruliðar brenndu brúðu af Najibullah forseta Afgan- istans og fordæmdu friðartilraunir Sovétmanna á mótmælafundi í Peshawar í Pakistan i gær. Þess var þá minnst að níu ár voru liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan. Um 1.500 Afganir efiidu til mótmælaaðgerða í Haag f Hollandi tU að minnast innrásarinnar og utanrikisráðherra Bretlands, Sir Geoffrey Howé, hvatti afgönsku ríkisstjórnina til að láta af völdum sem fyrst svo koma mætti í veg fyrir Crekari blóðsúthellingar. Guibudin Hekmatyar, leiðtogi í einum af sjö afgönskum skæraliða- hreyfíngum sem hafa bækistöðvar í Pakistan, boðaði í gær stofnun ísiamsks ríkis í Afganistan og sak- aði sovésk stjómvöld um að reka fieyg á milli afgönsku þjóðarinnar með því að boða til viðræðna milli skæraliðaieiðtoga og fyrrverandi konungs landsins, Zahirs Shahs. Gat kom á Boeing-727 í 31.000 fetahæð Flugmenn steyptu þotunni í átt til jarðar og nauðlentu ingu á Yeager-flugvellinum í borð í þotunni vora alls 110 menn, Charleston í Vestur-Virginíu. Um þar af mörg böm. Sovétríkin: Norðurflotinn efldur mjög Charleston. Reuter. YTRA byrði rifiiaði af Boeing- 727 þotu Eastern Airlines á annan dag jóla með þeim afleið- ingum að flugmennirnir urðu að dýfa þotunni niður um 21 þúsund fet á tveimur mínútum og nauðlenda áður en komið var á leiðarenda. Þotan var í áætlunarflugi frá Rochester í New York til Atlanta í Georgíuríki. Hafði hún nýlega náð 31.000 feta hæð og flugfreyj- ur vora að bera fram morgunverð er loftþrýstingur fór skyndilega af flugvélinni. Rifnað hafði gat á ytra byrði aftast á farþegaklefan- um og reyndist það 35 sentimetrar í þvermál. Flugmenn þotunnar bragðust við með því að steypa henni niður og lækkuðu þeir flugið í 10 þúsund fet, eða um 21.000 fet, á um tveimur mínútum. Farþegar heyrðu hvell er stykki rifnaði úr byrðingnum. „Það myndaðist hvinur þegar loftið sog- aðist út á augabragði," sagði einn farþega. Urðu þeir felmtri slegnir er flugið var lækkað enda stefndi þotan nánast beint í jörðina. Súr- efnisgrímur fyrir ofan sæti far- þega féllu niður en margar þeirra virkuðu ekki. Kvörtuðu margir undan heyrnarverk eftir nauðlend- Ósló. Reuter. Norðmenn skýrðu frá því í gær, að Sovétmenn héldu áfram uppbyggingu Norðurflotans, sem hefúr aðsetur á Kolaskaga, og hefðu nú styrkt hann með nýju flugmóðurskipi og risa- stóru, kjarnorkuknúnu beiti- skipi. Gullow Gjeseth, sem sæti á í yfír- stjóm norska heraflans, sagði, að herskipin væru ein þau fullkomn- ustu, sem Sovétmenn ættu, og því væri hér um að ræða veralega styrkingu Norðurflotans, sem er með aðsetur í Murmansk og hefur það hlutverk að ijúfa siglingaleiðir milli Evrópu og Bandaríkjanna komi til styijaldar. Beitiskipið heitir Mikhaíl Kalínín, af Kírov-gerð og er 28.000 tonna stórt, eitt af þremur slíkum skipum Sovétmanna. Era tvö í Norðurflot- anum en eitt í Kyrrahafsflotanum. Þetta era stærstu herskip, sem smíðuð hafa verið frá styrjaldarlok- um ef undan era skilin flugmóður- skip. Þau era 248 metra löng, geta náð 30 hnúta hraða og era búin 20 stýriflaugum og þyrlum til kaf- bátaleitar. Gjeseth sagði, að flugmóðurskip- ið, sem heitir Bakú og er af Kíev- gerð, hefði komið til Norðurflotans fyrir tveimur vikum og væra nú tvö af þessari gerð þar og tvö með Kyrrahafsflotanum. „Við föllumst ekki á annað en íslamska ríkisstjóm. Við viljum ekki að ríkisstjóm sé þröngvað upp á afgönsku þjóðina," sagði Hekmaty- ar á fundi 10.000 stuðningsmanna mujahideen-skæraliðasamtakanna í pakistönsku borginni Peshawar. Juli Vorontsov, aðstoðaratanrík- isráðherra Sovétríkjanna og sendi- herra Sovétríkjanna í Kabúl, bauð á laugardag fyrram konungi Afg- anistans, Zahir Shah, að taka þátt í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjómar sem ráðgert er að fari með völd þegar brottflutningi sov- ésks herliðs frá Afganistan lýkur. Samkvæmt samkomulagi sem Afg- anir, Pakistanir, Sovétmenn og Bandaríkjamenn undirrituðu í Genf í apríl á sovéskt herlið að vera á brott frá Afganistan 15. febrúar næstkomandi. Zahir Shah hefur verið búsettur í Róm frá því árið 1973 þegar frændi hans, Mohmammad Daoud, steypti honum af stóli. Daoud var tekinn af lífí eftir valdatöku komm- únista árið 1978. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, hvatti ríkisstjóm- ina í Kabúl til að fara frá í tilkynn- ingu þar sem þess var minnst að níu ár eru liðin frá innrás sovésks herliðs í Afganistan. Hann sagði að málsaðilar ættu að sýna still- ingu. „Eigi að koma í veg fyrir frek- ari blóðsúthellingar verður ríkis- stjómin að fara frá af fúsum vilja - því fyrr því betra. En það er mikil- vægt að allir málsaðilar, þar með talin andspymuhreyfingin, sýni visku og stillingu,“ sagði Howe. Einn maður týndi lífi og fímm særðust þegar skæraliðar skutu sex eldflaugum á Kabúl í gær, að sögn Tass-fréttastofunnar sovésku. Tass-fréttastofan greindi síðast frá eldflaugnaárás á höfuðborgina 13. nóvember síðastliðinn þegar 10 sov- éskir hermenn, sem bjuggust til heimfarar á flugvellinum í Kabúl, týndu Iffí. Reuter Móðir Teresa íArmeníu Móðir Teresa heimsótti skjálftasvæðin í Armeníu um jólaleytið. Myndin var tekin á barnasjúkrahúsi í Jerevan i gær þar sem hún ræðir við 10 ára stúlku ásamt þremur nunnum öðrum, sem munu liðsinna við hjálparstarf á skjálftasvæðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.