Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 29 Morgunblaðið/Ami Sœberg Efri hæðin á Bessastöðum þarfiiast mikilla lagfæringa. Endurbætur á Bessastöðum kosta 50 milljónir; Brýnt að hefjast handa eftir áramót - segir húsameistari ríkisins SAMKVÆMT kostnaðaráætlun sem Garðar Halldórsson húsam- eistari ríkisins hefiir sent emb- ætti Forseta íslands kosta endur- bætur á Bessastöðum rúmlega 50 miHjónir króna. Garðar telur að brýnt sé að hafist verði handa um þessar endurbætur á næsta ári. í greinargerð sem fylgdi með kostnaðaráætluninni kemur fram að með kvistum á efri hæð Bessa- staða lekur og hefur svo verið lengi. Skipta þurfi um innréttingar á hæðinni, auk þess að endurbyggja þurfi þak hússins. Efri hæðin er íbúð forsetans og segir Garðar að þótt of djúpt væri í árinni tekið að segja hana óíbúðarhæfa sæmi hún ekki þjóðhöfðingja landsins eins og hún er nú. „Hvað þakið varðar eru steinam- ir á því frá 1940 og þarf að end- umýja þá. Hugsanlega mætti nota hluta af gömlu steinunum til endur- bóta á öðram húsum á staðnum svo sem þaki kirkjunnar," segir Garðar. í máli hans kemur fram að þær endurbætur sem lagt er til að gerð- ar verði séu framhald þeirrar endur- byggingar sem átt hefur sér stað á Bessastaðastofu. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir að unnið sé af fullum krafti í þessu máli. Ríkis- stjómin hefur tekið ákvörðun um að þessar endurbætur verða gerðar og hefur fjárveitinganefnd fengið beiðni um fjárveitingu til verksins. í máli Steingríms kemur enn- fremur fram að nú er unnið að endurskoðun á áætlun húsameist- ara. Jafnframt er ljóst að af fram- kvæmdum getur ekki orðið fyrr en eftir heimsóknir Spánarkonungs og páfa til íslands í júní. %-k Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Nýjar reglur um hnífaburð Nýjar reglur varðandi hnífaburð og annan „vopnaburð“ á almannafæri öðlast gildi um áramótin. I þeim segir að hnífaburð- ur á almannafæri sé bannaður nema vegna sérstakra tilfella, svo sem við vinnu, á veiðum eða önnur slík tilvik þar sem hnífa- burður telst eðlilegur og sjálfsagður. Bannið nær ekki til venju- legra vasahnífa sem era með mest 7 gm löngu blaði. í reglunum segir enn fremur, að bannað sé að flytja til lands- ins, framleiða eða eiga bitvopn, ef blaðið er lengra en 12 sm, flaðrahnífa, fjaðrarýtinga, fallhnífa, fallrýtinga eða önnur slík vopn, högg- eða stuðvopn svo sem hnúajám, gaddajám, felukylf- ur eða önnur slík vopn, kaststjömur, kasthnífa eða önnur slík vopn, lásboga, slöngubyssur, sérstaklega hættulegar tegundir örvaodda fyrir langboga sem ætlaðir era til veiða, eftirlíkingar skotvopna, hvort heldur þau era ætluð til að skjóta úr gasi, merkjablysum eða púðurskotum, enda sé um að ræða eftirlíking- ar sem erfitt er að greina frá fyrirmyndinni og jafnvel hægt að gera virk sem skotvopn. Þá er þess getið að öðrum en lög- regluyfirvöldum sé óheimilt að flytja til landsins, framleiða eða eiga handjám, fótajám úr málmi eða öðra efni svo og kylfur, sem ekki era ætlaðar til íþróttaiðkana. Markmiðið með reglunum er að stemma stigu við innflutn- ingi og notkun alls kyns felu- og götuvopna. Hins síðari ár hafa slík vopn orðið æ algengari í umferð hér á landi og í ná- grannalöndum okkar, en þau hafa einnig tekið upp auknar tak- markanir á þessu sviði. Raunin hefur orðið sú, að sífellt yngra fólk gengur með slík vopn á sér og þeim tilfellum hefur farið ijölgandi þár sem slíkum vopnum er beitt. Framvegis verður hnífaburður á almannafæri einungis leyfí- legur í ákveðnum viðurkenndum tilgangi. Þannig er hnífaburður bannaður ef það er einungis til skrauts, eða ef hnífurinn skal ekki notaður til neins sérstaks tilefnis. Einnig felst í þessu að hnífaburður á almannafæri í þeim tilgangi að nota til sjálfsvam- ar er óheimill. Eigi hins vegar að nota hníf sem verkfæri í lög- legum tilgangi svo sem við vinnu eða við útilíf, s.s. veiðar eða íþróttastarfsemi, er heimilt að bera hann á almannafæri. Með hnífaburði er átt við að bera hnífinn á sér eða bera hann í tösku eða öðru slíku. Athugasemd frá fj ár málar áðuneytinu Pí ó r*r»i nlííráóiin mrfirl liaftir Til frórlleiks er hér svnt dæmi hióna um tæpar 500 krónur frá þv Morgunblaðið/Bjami. Hannes Hlífar Stefánsson og Jón L. Árnason að tafii í Útvegs- bankamótinu. Hannes vann þessa skák en Jón hrósaði sigri í lok mótsins. Skák: * Jón L.Amason vann Útvegsbankamótið JÓN L. Árnason vann Útvegs- bankamótið í skák, sem haldið var annan í jólum að venju. Jón L. fékk 13*/2 vinning af 17 mögu- legum, en Jóhann Hjartarson varð í öðru sæti með 13 vinn- inga. Hannes Hlífar Stefánsson varð i 3. sæti með 12 vinninga, en hann vann bæði Jón L. og Jóhann. í næstu sætum vora Helgi Ólafs- son, Karl Þorsteins og Sævar Bjamason með IIV2 vinning, og síðan komu Bragi Halldórsson með 10 vinninga, Margeir Pétursson með 9V2 vinning og Björgvin Jóns- son og Benedikt Jónasson með 8V2 vinning. Átján skákmenn tóku þátt í mót- inu og tefldu allir við alla 7 mínútna hraðskákir. Teflt var í afgreiðslusal aðalbankans við Lækjartorg. Fjöl- margir áhorfendur fylgdust með mótinu. Fjármálaráðuneytið hefur beðið Morgunblaðið að birta eft- irfarandi athugasemd: í Morgunblaðinu 22. desember er frétt þess efnis, að skattar fjög- urra manna fjölskyldu muni hækka um 30%, verði frumvörp ríkisstjóm- arinnar um tekju- og eignarskatt og vöragjald samþykkt sem lög frá Alþingi. í þessum tölum gætir nokkurs misskilnings, sem nauð- synlegt er að leiðrétta. í fyrsta lagi er við útreikning á staðgreiðsluskatti ekki tekið tillit til breytingartillagna meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar á tekju- og eignarskatts- frumvarpinu. Þær breytingar hafa í för með sér, að skattar umræddr- ar §ögurra manna fjölskyldu verða heldur lægri en orðið hefði sam- kvæmt fyrstu hugmyndum fram- varpsins. I öðru lagi er sagt, að eignar- skattar fjölskyldu, sem eigi skuld- lausa eign að verðmæti 4 m.kr., muni hækka um tæpar 3 þúsund krónur á ári, verði framvarpið að lögum. Hér er augljóslega á ferð- inni einhver misskilningur, þar sem skuldlaus eign hjóna upp að 5 m.kr. er skattfrjáls samkvæmt fram- varpinu. Umrædd fjölskylda borgar því enga eignarskatta. í þessu sam- bandi má nefna, að 5 m.kr. skuld- laus eign gæti svarað til verðmætis 4ra herbergja blokkaríbúðar í dag og venjulegrar fólksbifreiðar að auki. Til fróðleiks er hér sýnt dæmi um raunveralegar tekju- og eignar- skattgreiðslur fjögurra manna fjöl- skyldu, annars vegar eins og þær era núna í desember og hins vegar strax eftir áramótin, eða í janúar 1989. Eins og sést af töflunni þá lækkar janúargreiðsla þessara Skattgreiðsla hjóna með tvö börn, 7 og 15 ára. Mánaðarlaun 150 þús.kr. — ann- hjóna um tæpar 500 krónur frá því sem hún er í desember. * Frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp hafa bamabætur ver- ið greiddar út sérstaklega, fjóram sinnum á ári, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október, og þá fyrir þijá mánuði í senn. hjóna aflar 100 þús. kr., hitt þús.kr. í desember 1988 íjanúar 1989 Mismunur Forsendur, m&naðartölur: krónur krónur krónur Skatthlutf&ll (tekjuskattur og útsvar) 35,2% 37,5% 2,3% Persónuafeláttur á hvern einstakling 16.092 17.842 1.750 attgreiðsla: Tekjuskattar, brúttó 52.800 56.250 3.450 — persónua&láttur +32.184 +35.684 +3.500 Tekjuskattar að frádr. persónuafelætti 20.616 20.566 +60 — barnabœtur* +4.053 +4.493 +440 Tekjuskattar, nettó 16.563 16.073 +490 Eignarskattur m.v. 4 milHóna króna skuldlausa eign 0 0 0 Úlfar & Ljón opna á ný Þeir Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis og Magnús Hreggviðs- son eigandi Frjáls framtaks rita undir samninginn. Stærsti samningnr við verktaka um gatnagerð Veitingahúsið Úlfar & Ljón á Grensásvegi 7 í Reykjavík hefur verið opnað á ný eftir nokkrar breytingar og eigendaskipti. Hinir nýju eigendur era Tómas Kárason og Ágúst Guðmundsson. Mun sá fyrmefndi, ásamt Garðari Agnarssyni og Jóhanni Sveinssyni, sjá um matreiðsluna og það sem að henni snýr en sá síðamefndi um fjárreiður og bókhald. Fiskréttir skipa veglegan sess á matseðli sem fyrr og mun veitinga- staðurinn, sem hefur m.a. vínveit- ingaleyfi, vinna undir kjörorðinu „Svangir inn — ánægðir út“ því allir sleppa út, þótt staðurinn beri nöfn villidýra og rekstrarfélagið heiti Villt dýr hf. (FréttatUkynning) Á Þorláksmessu var undirritaður samningur Frjáls framtaks hf. og Hagvirkis hf.um gatnagerð i Smárahvammslandi í Kópavogi. Hér er um að ræða stærsta samn- ing við verktaka um gatnagerð sem gerður hefur verið hérlend- is. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 150 milljónir króna. Fijálst framtak hefur samið við Kópavogsbæ um að annast alla gatnagerð f þeim hluta Smára- hvammslands er fyrirtækið keypti, alls 17,5 hektara. Með fyrrgreind- um samningi tekur Hagvirki gatna- gerðina að sér. Mun Hagvirki sjá um meginhluta hönnunar gatna- kerfisins eftir þeim skipulagsupp- dráttum sem liggja fyrir. Samkvæmt samningum á megin- hluta gatnagerðarinnar að vera lok- ið á árinu 1989 og malbikun gatna og frágangi á árinu 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.