Morgunblaðið - 28.12.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988
15
er jrfrið nóg eftir, 14 mismunandi
bréf tíu hlutafélaga sem rekin eru
af fímm fyrirtækjum. Þetta eru
daggengisbréfín, svo trúlegt sem
daggengi virðist. Að auki má fá
yfír 50 mismunandi skuldabréf hjá
Verðbréfaþingi Islands og einhver
hlutabréf sem tvö fyrirtæki selja
og kaupa.
Umsvif Ávöxtunar sf. voru að-
eins hluti af því ófafé sem þama er
í umferð. Talað héfur verið um allt
að tvö þúsund milljónir. Það er því
ekki um neina smáupphæð að ræða
ef verðbréfahrun verður. Þetta
verðbréfaæði er orðið það um-
fangsmikið að það fer að vaxa öllu
raunhæfu eftirliti yfír höfuð.
Bankaeftirlit virðist ekki skorta
heimildir til eftirlitsins, hvort það
annar því gæti verið spurning. DV
segir frá fréttatilkjmningu Banka-
eftirlits í september:
Bankaeftirlitið segir í fréttatil-
kynningu sinni í gær að á grund-
velli þeirra upplýsinga sem nú liggja
fyrir telji það ekki ástæðu til að
ætla annað en að fjárhags- og
rekstrarstaða annarra verðbréfa-
sjóða sé með þeim hætti að þeir
geti staðið við skuldbindingar sínar
gagnvart viðskiptamönnum sínum.
(DV 6.9. 1988.)
Nú verður manni á að hugsa sem
svo: Á grundvelli þeirra upplýsinga
sem fram koma í fréttatilkjmningu
Bankaeftirlits telst ekki ástæða til
að ætla annað en að framkvæmd
athugana og eftirlits Bankaeftirlits-
ins sé með þeim hætti að það geti
ekki staðið við skuldbindingar sínar
samkvæmt lögum.
Fréttatilkjmning Bankaeftirlits-
ins virðist, lauslega þýdd og endur-
sögð, vera svona: Miðað við það sem
við vitum núna höldum við að staða
annarra fyrirtækja sé þannig að þau
geti staðið við skuldbindingar sínar.
Þetta er óneitanlega traustvekj-
andi.
í upphafí greinarinar segir að
alvarlegast sé að enginn virðist
sýna áhuga á að vemda hagsmuni
þeirra einstaklinga sem eiga fé í
sjóðum Ávöxtunar sf., annar en
skilanefnd. Henni ber auðvitað
skylda til þess og er launuð af sjóð-
unum. Aðrir opinberir aðilar hafa
ekki sýnt tilburði í þá átt. „Umboðs-
maður almennings í þessu landi“
virðist hafa lokið hlutverki sínu í
þessu máli. Pélag sparifjáreigenda
er hljótt sem gröfin. Hin ýmsu al-
menningssamtök hafa látið á sér
kræla af minna tilefni en þessu.
En kannski er ékki útséð enn,
hvort öllum er sama um þessa ein-
staklinga. Umboðsmaður Alþingis
starfar í þágu almennings, eða á
að gera. Hann mun hafa heimild
til að taka mál upp að eigin frum-
kvæði telji hann ástæðu tiL Óskandi
væri að hann sjái eitthvað athuga-
vert þegar hundruð einstaklinga eru
prettaðir undir eftiriiti hms opin-
bera.
Fari sem horfír er ekki von á
góðu. Þá verður greitt úr Ávöxtun-
arsjóðunum með afföllum ein-
hvemtima eftir dúk og disk, og
skilanefnd þá búin að taka sitt af
óskiptu.
Þá verða væntanlega margar
hendur á lofti, reiðubúnar að ávaxta
afganginn úr sjóðunum. Dr. Pétur
Blöndal býður væntanlega hagstæð
bréf, tryggir „hæstu mögulega
ávöxtun", sem „jafnaðarlega verður
innleyst samdægurs“. Vafalítið get-
ur hann þá tryggt „öryggi við ævi-
kvöld“ fyrir afganginn.
Framkvæmdastjóri Fjárfestinga-
félagsins hefur þá væntanlega upp
á sitthvað að bjóða, en þvi miður
ekki fyrr en þá.
En fari sem horfir, mun félag
sparifjáreigenda harma hvemig fór,
— en því miður...
Þá mun Bankaeftirlitið telja það
miður, það bar nefnilega hag ein-
staklinganna fyrir brjósti, — en því
miður...
Þá mun Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra trúlega verða fullur
samúðar svo útúr flóir, — en því
miður . . .
Og fari sem horfir, munu margir
velta því fyrir sér hvort lög og rétt-
ur þjóni íslensku þjóðfélagi, — eða
íslensku þjófafélagi.
V estmannaeyjar:
Níu ný-
stúdentar
V estmannaeyj um.
Níu stúdentar braut-
skráðust frá Framhalds-
skóla Vestmannaeyja nú í
desember.
í skólanum stunda nú nám
á þriðja hundrað nemendur og
hafín er bygging verkmennta-
húss við skólann ,en það verk-
efni komst af stað við af-
greiðslu fjárlaga fyrir árið
1987.
-Grímur.
Meðfylgjandi mynd er af
nýstúdentunum frá Fram-
haldsskólanum í 'Vest-
mannaeyjum.
Morgunt’ iðið/Sigurgeir I Eyjum.
\
falke
j® 0* ■ ■
falke
Einu sinni falke
alltaf falke
\
falke
Góðar og þægilegar.
Gefa glæsilegt útlit.
Snið sem passar.
Þýsk gæðavara.
falke UMBOÐIÐ -HEILDVERSLUN HÁALEITISBRAUT 68 SÍMI 84240
Höfíindur er loftskeytamnður.