Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 Reyðarfjörður: Rafmagn fórafhluta bæjarins á aðfanga- dagskvöld RAFMAGN SLAU ST varð í hluta bæjarins á Reyðarfirði á aðfangadagskvöld, er raf- strengur bilaði þar vegna álags. Að sögn Sigfusar Guðlaugs- sonar rafveitustjóra bilaði raf- strengur á Heiðarvegi um kl. 17.40, og var þegar hafist handa við viðgerð sem lauk kl. 5 um nóttina. Sigfús sagði að raf- magnslaust hefði orðið í um 20 húsum í bænum af völdum bilun- arinnar, en ekkert tjón hefði þó hlotist af. Víða hefði orðið mjög kalt í húsum, enda 13 stiga frost, en svo til eingöngu er raf- magnskynding á Reyðarfírði. Eins og sést á myndinni er Lada-jeppinn gjörónýtur eftir að hafa ekið á ljósastaur á Sætúni. Átta meiddust í tveimur slysum ÁTTA voru fluttir á slysaeild eftir tvö umferðarslys að kvöldi annars jóladags og aðfaranótt hins þriðja. Okumaður Lada-jeppa missti stjórn á bil sínum á Sætúni við Höfðatún. Bíllinn hafhaði á ljósastaur og er gjörónýtur. Okumaðurinn, sem er grunaður um Ævun, slasaðist talsvert og var lagður inn á sjúkrahús en þrír far- pegar hans slösuðust minna. Þá varð harður árekstur á Gull- inbrú við Höfðabakka um klukkan tíu að kvöldi annars jóladags. Bílar á leið úr gagnstæðum áttum rák- ust saman þegar annar rann til í hálku og yfir á öfugan vegar- helming. Ökumenn og framsætis- farþegar beggja bílanna voru flutt- ir á slysadeild til athugunar. Á Gullinbrú urðu miklar skemmdir á tveimur bílum að kvöldi annars dags jóla. Morgunblaðið/Júlíus Illviðri um allt land ájóladag* MIKIÐ hvassviðri með snjókomu gekk yfir allt landið á jóla- dag. Ulviðrið náði hámarki upp úr kl. 18 og stóð fram undir miðnætti, en á þeim tima var hvassviðri eða stormur og snjó- koma um allt landið. Þungfært varð víða á vegum, en á annan í jólum voru allir helstu vegir ruddir. Engin teljandi óhöpp urðu vegna veðursins. Á Suðurlandi byijaði að hvessa fyrir hádegi á jóladag, og hvessti síðan smám saman um allt land þegar leið á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældust víðast hvar 10-11 vind- stig á sunnanverðu landinu, en 8-9 vindstig annars staðar. Mest snjókoma mældist á austanverðu landinu. Veðrið fór ekki að ganga niður fyrr en upp úr miðnætti og var hvassviðrið ekki komið norður fyrir landið fyrr en undir morgun á annan dag jóla. Unnið var við hreinsun allra helstu vega á annan dag jóla, en á nokkrum stöðum á landinu var færð þá orðin þung. Að sögn vegaeftirlitsmanna var unnið við það í gærmorgun að opna þær leiðir sem ekki voru hreinsaðar á annan dag jóla, og var orðið fært um svo til allt land um há- degisbil í gær. Ekki er kunnugt um að vegfar- endur hafí lent í erfiðleikum vegna óveðursins á jóladag, nema í næsta nágrenni Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var á tímabili ófært úr borginni, en margir hafí þó verið á ferð- inni þrátt fyrir aðvaranir lögregl- unnar. Fimm árekstrar urðu í Árbæjarhverfí við Rauðavatn þegar veðrið var hvað verst, en engin slys urðu á fólki. Eitthvað var um að fólk sem var á leið yfír Hellisheiði Ienti í vandræðum vegna ófærðar, og þurftu nokkr- ir að skilja bíla sína eftir á heið- inni, en fengu far með betur búnum bílum. Lögreglan var með fimm jeppa á sínum snærum og aðstoðaði hún fólk sem átti í erf- iðleikum. Samkvæmt upplýsingum frá Rafmagnsveitum ríkisins fór lítið úrskeiðis á veitusvæði þeirra í illviðrinu. Rafmagnslínan til Vestmannaeyja fór þó út um kl. 14 á jóladag, og varði það í tvo tíma, en í Vestmannaeyjum var notast við varaaflsstöð á meðan. Smávægilegar rafmagnstruflanir voru á Skógarströnd og á sveit- unum undir Eyjafjöllum, en þar gekk eldingaveður yfir. Blindbylur var í Árbæjarhverfi við Rauðavatn síðdegis á jóla- dag, og lentu nokkrir bílstjórar í erfiðleikum vegna þungrar færðar á þeim slóðum. í nágrenni Víkur í Mýrdal spilltist fterð nokkuð vegna veðurs á jóladag, og í bænum hlóðust víða upp miklir skaflar. . Ljóamynd/Sigurður Hjálmarsson Morgunblaðið/Ámi Sœberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.