Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 52
X-Iöfðar til JL X fólks í öllum starfsgreinum! MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Hitaveita Reykjavíkur: Tvö þús. tonn af vatni í jólabaðið ÍBÚAR á veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur notuðu tæp tvp þúsund tonn af hitaveituvatni i jólabaðið á timabilinu frá klukkan þijú til sex síðdegis á aðfangadag. Þann sólarhring allan náði vatnsnotkun veitunnar hámarki frá upphafi. Alls fóru tæp 240 þúsund tonn um veitukerfið. Hin mikla vatnsnotkun á að- fangadag skýrist ekki nema að hluta með jólabaði íbúanna, að sögn Jóns Eggertssonar yfirverkstjóra hitaveitunnar. Fremur kalt var þennan sólarhring og því mikil vatnsnotkun til húsahitunar. Þann klukkutima sem böðun stóð sem hæst mun láta nærri að um átta til níu hundruð tonn af hitaveitu- vatni hafi runnið í baðkör og steypiböð íbúanna á höfuðborgar- svæðinu og segist Jón Eggertsson ekki muna annað eins vatnsrennsli fyrr. Sjá nánar i miðopnu. Reglugerð um fískveiðar: Grálúðuafli verð- ur takmarkaður NIÐURSKURÐUR á þorskaflahámarki, fækkun sóknardaga og hám- ark á grálúðuafla eru helztu einkenni reglugerðar sjávarútvegsins um stjórnun fískveiða á komandi ári. Reglugerðin er væntanleg í þessari viku, en hún hefúr þegar Alþingis og hagsmunaaðilum. Samkvætpt lögum um stjómun F^eiða, skal hámark afla ein- stakra fiskitegunda gefið út ó haustmánuðum og reglugerð um frekara fyrirkomulag um áramót. Milli ára hafa litlar sem engar breytingar orðið á reglugerðinni, aðrar en þær, sem felast í breyting- um á leyfilegum heildarafla. Sam- kvæmt ákvörðun stjómvalda verður dregið úr leyfílegum þorskafla á næsta ári sem svarar nálægt 10% verið kynnt sjávarútvegsnefndum eða rúmlega 30.000 tonnum. Sá samdráttur kemur fram í lækkuðum kvóta aflamarksskipa og fækkun sóknardaga og lækkun þorskafla- hámarks sóknarmarksskipa. Jafn- framt er ákveðið að draga verulega úr grálúðuafla og verður í því skyni sett hámark á afla á hvert skip. Það hámark er í mörgum tilfellum miklum mun minna en afli viðkom- andi skipa á þessu ári. Metverð Jyrir Erró á uppboði FJÖGUR málverk eftir Erró seld- ust á metverði, ef miðað er við málverk yngri en frá 1960, á upp- boði í Frakklandi nýlega. Uppboðið var haldið hjá uppboðs- fyrirtækinu Binoche et Godeau í Drouot salnum í Montaigne. Fékkst um sexfalt hærra verð fyrir verkin en reiknað hafði verið með. Dýrasta málverkið fór á 1,7 millj- ónir króna. Það var „Castle of fear“ sem Erró málaði 1975. Sjá nánar á miðopnu Dýrasta myndin „Catsle of fear“ fór á 1,7 milljónir. Lýsi hf varð að kaupa ufsalýsi frá Japan Er notað í álafóður sem selt er til Taiwans VAXANDI áhugi er nú víða um land á að nýta fisklifúr. Lýsi hf. hef- ur borizt lifúr til vinnslu frá Qölmörgum stöðum á Vestfjörðum norð- ur um til Austflarða, þar sem lifrin hefúr til skamms tíma ekki verið hirt. Jafiiframt hafa litlar lýsisbræðslur verið settar upp, meðal annars í Neskaupstað og á ísafirði. Þrátt fyrir þetta hefúr skortur á þorsklif- ur undanfarið orðið til þess, að Lýsi hf. hefúr orðið að grípa til þess úrræðis að flytja inn ufsalaýsi frá Japan, meðal annars til vinnslu á álafóðri til sölu f Taiwan. Ágúst Einarsson, forstjóri Lýsis, I hann hefði verulegar áhyggjur af sagði í samtali við Morgunblaðið, að I fyrirsjáanlegum samdrætti í þorsk- veiðum og í kjölfar þess minni mögu- leika á öflun þorsklifrar til vinnslu. Sem dæmi mætti nefna, að fyrirtæk- ið hefði orðið að grípa til þess ráðs að flytja inn 200 tonn af ufsaslýsi frá Japan til að nota í framleiðslu á álafóðri fyrir fiskirækt í Taiwan og í smáar pakkningar á fóðurlýsi til sölu í Bandaríkjunum, Finnlandi og Sviss. Bólusetning- ætti að tefla útbreiðslu inflúensunnar Flensufaraldur í Skandinaviu: Inflúensufaraldur, sem gengið hefúr yfir Evrópu og þó fyrst og fremst í Skandinavíu að undanförnu, hefúr enn ekki borist til íslands svo staðfest sé, að sögn Skúla Johnsens, borgarlækn- is. Faraldurinn er ekki illvígur og bólusetning rúmlega 30.000 manna hér á landi á þessu ári ætti að tefja fyrir útbreiðslu inflú- ensunnar hér, að sögn Skúla. Ólafur Ólafsson, landlæknir, sagði að verið gæti að inflúensu- 'feiran hefði komið hingað til lands með jólagestum frá Norðurlönd- um, þó að sýkingar af völdum hennar hefðu ekki verið staðfest- ar. Hann sagði að faraldurinn í Skandinavíu væri ekki illvígur, en hann breiddist hratt út og margir veiktust. Bólusetning ætti að veita um 70-80% vöm gegn sýkingu. Enn væri verið að bólusetja gegn inflúensu, en spuming hvort það borgaði sig miklu lengur ef inflú- ensan væri komin hingað til lands, þar sem meðgöngutími inflúens- unnar sé stuttur. Skúli Johnsen sagði að margt benti til þess að inflúensuveiran í Skandinavíu væri af nýjum stofni. Bóluefnið sem sprautað er með hérlendis eigi hins vegar að veita vöm gegn þeim stofnum sem í gangi em um heimsbyggðina og ætti því að gagnast vel gegn Skandinavíuflensunni. „Vonandi þarf ekki að koma til þess að innflutningur á lýsi verði nauðsynlegur aftur," sagði Ágúst. „Hið jákvæða er, að undanfarið hef- ur áhugi manna á því að nýta lifrina vaxið verulega. Við höfum þann hátt- inn á að útvega mönnum ílát undir lifrina, sfldartunnur úr plasti, og nóg er af rými í flutningabílun utan af landi til Reykjavíkur. Það má því segja að allir aðilar hagnist á þessu, þeir, sem selja okkur lifrina, þeir, sem keyra hana suður, við, sem vinnum hana og þjóðin, sem nýtur útflutn- ingsteknanna. Okkur hefur borizt lifur frá flest- um útgerðarbæjum norðanlands, sem ekki fékkst áður og ýmsum öðr- um stöðum utan hins hefðbundna vertíðarsvæðis. Jafnframt höfum við aðstoðað menn við að koma upp litl- um lifrarbræðslum, svo sem í Nes- kaupstað og á ísafirði og hefur það reynzt vel,“ sagði Ágúst Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.