Morgunblaðið - 28.12.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988
37
Bette er seig
Reuter
Bette
er seig
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Bette Davis, ásamt Michael
Herskowitz: This’n that
Útg. Berkley 1988
Bette Davis getur með réttu sagt,
að hún sé ein fárra leikkvenna sem
hefur orðið goðsögn í lifanda lífi.
Hún er nú rösklega áttræð og leik-
ur enn, þrátt fyrir slag fyrir nokkr-
um árum og aðskiljanleg beinbrot
á síðustu árum.
Bette Davis hafði ákveðna sér-
stöðu í Hollywood á yngri árum.
Þegar hún var að ryðja sér braut
til frægðar og frama var hún ákaf-
lega ólík þeirri dæmigerðu Holly-
wood-stjömu sem þá var í tísku..
Hún var hvorki fögur né æsandi,
en á hinn bóginn þótti hún snemma
afburða góð leikkona.
Hún vann til tveggja Óskarsverð-
launa á ferli sínum og ótal margra
annarra viðurkenninga, hér og hvar
um heiminn. Einna frægust margra
frægra mynda er Hvað kom fyrir
Baby Jane, sem þær íjandvinur, hún
og Joan Crawford, gerðu að
ógleymanlegu listaverki.
Bette hefur alla tíð þótt skap-
mikil, vinnusöm, fræg fyrir að
keðjureykja og geta verið hin kvik-
indislegasta. Hún hefur komist upp
með flest í skjóli hæfileika sinna.
Fyrir nokkrum árum tók dóttir
hennar sig til og skrifaði bókina
„My Mother’s Keeper" og fékk
Bette þar hina ferlegustu útreið,
dóttirin sakaði hana um andlega
og líkamlega grimmd, drykkjuskap
og ég man ekki hvað. Þeirrar bókar
var getið hér í dálkunum, en ég
man að mér þótti ekki mikill veigur
í henni.
Bette segist hafa verið búin að
skrifa This’n that þegar bók dóttur
hennar kom út, en hún hafi bætt
við bréfinu til dótturinnar aftast í
bókinni en öðru ekki. Það er hæpin
fullyrðing, svo mikið beinir Bette
tali sínu til dótturinnar í þessari
bók. Hér segir þó einkum frá Bette
og reynslu hennar á seinni árum,
þegar Elli kerling ræðst að henni,
en tekst ekki nema um stundarsak-
ir hverju sinni að koma henni á
kné. Síðan er langur kafli um dótt-
urina og tilhugalíf hennar, út af
fyrir sig fróðlegur, en á skjön við
fyrri hluta bókarinnar. Fyrri hlut-
inn, þegar hún veltir fyrir sér hlut-
skipti sínu, aldri og ástalífi er
skemmtilegur. Það er mikil seigla
í þessari kellingu. Og enn leikur
hún af list.
TIIBOÐ Tll ARAMOTA:
HÆRRI ÁVÖXTUN Á
SPARISKÍRTEINUM RÍKISSJÓDS
Til áramóta býður Verslunarbankinn þriggja, fimm og
átta ára spariskírteini ríkissjóðs með 8% ávöxtun.
Spariskírteini í eigu einstaklinga eru tekju- og eignar-
skattsfrjáls.
Hér býðst því, í skamman tíma, óvenju hagkvæm og
örugg ávöxtunarleið.
Láttu fjármuni þína vaxa við bestu skilyrði.
Fjárfestu í spariskírteinum ríkissjóðs fýrir áramót.
VERSLUNRRBRNKINN
-(AÍ*t*ucivHeðfién,(
BANKASTRÆTI 5
LAUGAVEGI 172
GRENSÁSVEGI 13
ÞARABAKKA 3
UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI
VATNSMÝRARVEGI 10
HUSI VERSLUNARINNAR
KRINGLUNNI 7
ÞVERHOLTI 6, MOSFELLSBÆ
VATNSNESVEGI 14, KEFLAVÍK