Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 Sé ekki fyrir mér gervigrasvöll í bæn- um fyrr en efltir 6 ár — segir Sigbjörn Gunnarsson for- maöur íþróttaráðs Akureyrar Morgunblaðið/Rúnar Þór Ingvar Már Gíslason, sem leikur Emil i Kattholti, afhendir Thelmu Númadóttur fyrstu verðlaun í sam- keppninni. Á myndinni má sjá, frá vinstri: Arnór Benónýsson leikhússtjóra, Ingvar Má, Lovísu Jennýju Sigurðaróttur, sem hlaut þriðju verðlaun, Örnu Guðnýju Jónasóttur, sem fékk önnur verðlaun, Thelmu og Sunnu Borg, leikstjóra. Samkeppni LA um plakat fyrir sýninguna á Emil í Kattholti: Thelma Númadóttír úr Lundar- skóla hlaut fyrstu verðlaun Leikendum var vel fagnað af áhorfendum j sýningarlok. „ÞAÐ hefúr verið rætt í morg ár hvort möguleiki væri á að koma upp gervigrasvelli hér í bænum. 14. desember í fyrra var óskað eftir því við skipulagsyfir- völd í bænum að þau bentu á heppilegan stað fyrir gervigras í framtíðinni en ekkert hefúr gerst ennþá. Það er búið að skoða marga staði en ekkert hefur komið út úr því,“ sagði Sigbjörn Gunnarsson, formaður íþrótta- ráðs Akureyrar, í samtali við Morgunblaðið. í framhaldi af því að hafnaryfir- völd taka Sana-völlinn svokallaða -y fljótlega undir aðra starfsemi en knattspymuiðkun hafa menn farið að velta fyrir sér möguleikum á velli annars staðar í bænum — fyrst malarvelli sem hægt er að leika á snemma vetrar og á vorin, og síðan gervigrasvelli í framhaldi. Sigbjöm sagði íþróttayfirvöld reyndar aldrei hafa fengið neina tilkynningu um að Sana-völlur yrði tekinn undir annað en knattspymu, en þó væri ljóst að svo yrði. Fram hefur komið f Morgunblaðinu að líklega standi völlurinn knattspymumönnum til boða eitt ár enn. „Við höfum í höndunum mikið af upplýsingum um gervigrasvelli alls staðar í heiminum, en það sem skiptir mestu máli er að völlurinn sé á góðum stað, vegna rekstrar- kosfnaðar. Sana-völlurinn er á mjög góðum stað — hann liggur nálægt sjó og því snemma tilbúinn á vorin. Við höfum verið skotnir í svæði við Krókeyri fyrirgervigrasvöll en hann kemst varla fyrir þar. Forsendur eru einnig breyttar eftir að Leiru- vegurinn kom til sögunnar, því síðan gætir sjávar ekki eins og áð- ur. Það er fyrst og fremst vatn úr ánum sem er sunnan við Leiruveg, „ ekki saltur sjór eins og var,“ sagði ' Sigbjöm. Hann sagði það sína skoðun að æskilegt væri að finna gervigras- velli stað þar sem einhvers konar íþróttamiðstöð væri eða yrði í framtíðinni. „Að því leyti er Krók- ejun einmitt góður staður, þar sem hægt væri að samnýta aðstöðu með skautamönnum, fyrir utan það hve fallegur staðurinn er. Það er einnig hugsanlegt að gervigras komi á félagavellina. Félögin verða örugg- Alvarlegt umferðarslys MAÐUR slasaðist alvarlega er ekið var á hann á Ólafs- garðarvegi, norðan við býlið Hof í Amameshreppi, á mánudagskvöldið. Slysið varð um kl. 21.00. Tveir menn, sem voru á leið milli bæja á gönguskíðum, höfðu gefið sig á tal við ökumann bif- reiðar sem stöðvað hafði á veg- inum. Önnur bifreið kom norðan að, og sá ökumaður hennar skíðamennina ekki fyrr en það seint að hann ók á annan þeirra. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, og síðan með sjúkra- flugi á Borgarspítalann í Reykjavík um miðnættið á mánudagskvöld. Þar liggur hann þungt haldinn og var talinn í lífshættu í gær. Maðurinn hlaut mikia áverka á höfði. Hann er 33 ára að aldri. lega bæði með gervigrasvelli á sínum svæðum í framtíðinni, en það er eflaust fjarlægt í dag.“ Sigbjöm sagði kostnað við gerð gervigras- vallar líklega vera á bilinu 50-70 milljónir króna. „Ég vildi óska að bæjarfélagið hefði yfir þessu fé að ráða, en held því miður að það sé ekki raunhæft. Það hefur ekki ver- ið rætt formlega um þetta við bæj- aryfirvöld, en fyrir þremur árum var gert vinnuplan þess efnis að hægt yrði að hefjast handa við gerð gervigrasvallar árið 1991. Það má í sjálfu sér alltaf deila um það hversu langt hið opinbera á að ganga í þessu efni. Þetta er mér mikið hugðarefni, en mér er það jafn ljóst að mörgum í bænum finnst það út í hött að reisa hér gervigrasvöll." Sigbjöm minntist jafnframt á að völlur sem þessi yrði ansi dýr í rekstri, m.a. vegna þess hve heitt vatn er dýrt á Akur- eyri, en hitaleiðslur eru undir slíkum völlum til að bræða snjó eða klaka ef með þarf. „Munur á veðri hér og í Reykjavík er til dæmis mikill og þá em engin líkindi til þess að við gætum fengið jafn góða nýtingu á slíkan völl hér og verið hefur fyrir sunnan." Sigbjöm sagðist hafa á tilfinn- ingunni „því miður, að bæjarfélagið sé ekki tilbúið að taka ákvörðun um gervigrasvöll strax. Ég sé ekki fyrir mér að hér verði kominn gervi- grasvöllur fyrr en eftir sex ár, 1995. Ég vona auðvitað að það verði fyrr, en ef ég á að vera algjörlega raun- sær held ég að svo verði ekki." Síðasta verkefni leikársins hjá LA: Sólarferð eflt- ir Guðmund Steinsson SÍÐASTA verkefiii Leikfélags Akureyrar á þessu starfsári verður Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Leikstjóri verður Hlín Agnarsdóttir og er stefht að frumsýningu 7. apríl. „Þetta er lýsing í léttum dúr á sólarferð þriggja hjóna, spéspegill af ferðinni," sagði Amór Benonýs- son, leikhússtjóri LA, í samtali við Morgunblaðið. „Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1976 og gekk þá mjög vel, var sýnt 48 sinnum og þá hafði engin íslensk sýning geng- ið svo lengi.“ Hlín Agnarsdóttir hefur nýlega lokið námi i leikstjóm í Lundúnum, og verður þetta fyrsta verkið sem hún leikstýrir eftir að hún útskrifað- ist. „Hlín var fararstjóri í þrjú ár í sólarferðum og Guðmundur einnig ámm saman, þannig að þau þekkja efni verksins vel!“ sagði Amór Ben- onýsson. Hann sagðist bjartsýnn á síðari hluta leikársins hjá LA: „Að- sókn á Skjaldbökuna var léleg en nú er alveg bijáluð sala á miðum á Emil í Kattholti; að verða uppselt á allar fimm sýningamar fyrir ára- mót. Síðan ætlum við að fmmsýna Virginu Woolf 10. febrúar og ég er einnig bjartsýnn á þá sýningu," sagði Arnór. THELMA Númadóttir úr Lund- arskóla varð hlutskörpust í sam- keppni um gerð plakats fyrir sýningu Leikfélags Akureyrar á EmO i Kattholti, sem leikfélagið efndi til meðal allra 10 ára krakka í grunnskólunum á Norð- urlandi. Forráðamenn hvers skóla völdu sjálfir þrjár myndir sem sendar voru leikfélaginu og bárust því á annað hundrað myndir. Myndin á plakati Thelmu sýnir sennilegasta eitt allra eftirminnileg- asta atriði úr sögunni um Emil, þegar hann hífði systur sína upp í fánastöngina — en það gerir hann einmitt í uppfærslu LA í Samkomu- húsinu þessa dagana. Myndin var notuð á auglýsingaspjöld fyrir sýn- inguna og prýðir einnig forsíðu leik- skrárinnar. Fyrstu verðlaun vom 10.000 krónur, tveir boðsmiðar á frumsýn- ingu leikritsins og viðurkenningar- skjal. Önnur verðlaun hreppti Ama Guðný Jónasdóttir, Grunnskólanum „Við aukum hlutaféð meðal annars með það í huga að þessi tvö frystihús verði sameinuð í eitt fyrirtæki. Hluti þessarar hlutafjár- aukningar fer til greiðslu eigna á Grenivík, og þriðju verðlaun Lov- ísa Jenný Sigurðardóttir í Lundar- skóla á Akureyri. Þær hlutu báðar tvo boðsmiða á fmmsýninguna og viðurkenningarskj al. Verðlaunin vom afhent á sviði sem við fáum frá Magnúsi Gamal- íelssyni,“ sagði Bjami Grímsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, í samtali við Morgunblaðið eftir hluthafa- fundinn í gær. Bjami sagði Samkomuhússins að lokinni fmm- sýningu Emils í Kattholti á annan dag jóla. Það var Ingvar Már Gísla- son, sem leikur Emil sjálfan, sem afhenti stúlkunum viðurkenningu við mikinn fögnuð leikhúsgesta. ákveðna hluthafa hafa gefið vil- yrði fyrir aukningu hlutafjár, og verið væri að ræða við ýmsa aðila, í byggðarlaginu og annars staðar, um kaup á hlutafé í Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar, en enn væri um 20 milljóna króna hlutafé laust. Bjami tók fram að allt væri þetta háð því að Ólafsfirðingar fái þá fyrirgreiðslu hjá Atvinnutrygg- ingarsjóði sem þeir hafa farið frám á. „Ef við fáum hana ekki verðum við að fara allt aðrar leiðir," sagði Bjami Grímsson. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar: Samþykkt að auka hluta- fé í allt að 50 milljónir Á HLUTHAFAFUNDI í Hraðfrystihúsi ÓlafsQarðar í gær var samþykkt að auka hlutafé fyrirtækisins í allt að 50 milljónir króna, en það er í dag 1,7 milljónir. Sameiginleg umsókn um fyrirgreiðslu frá Hraðfrystihúsi OlafsQarðar og Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar hf. á Ólafsfirði liggur nú fyrir hjá Atvinnutryggingarsjóði, og verði sjóðurinn við beiðni þeirra verða frystihúsin sameinuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.