Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 39 Gísli Guðmunds- son — Minning Fæddur 8. apríl 1907 Dáinn 16. desember 1988 Gísli fæddist í Bjarnastaðahlíð í Lýtingsstaðahreppi, hann var sonur hjónanna Guðmundar Sveinssonar bónda þar og Ingibjargar Friðfínns- dóttur frá Abæ í Austurdal. Gísli keypti jörðina af foreldrum sínum í kringum 1946 og um svipað leyti giftist hann hinni ágætustu konu, Steinunni Jónsdóttur frá Hóli í Höfðahverfí í Grýtubakkahreppi, fædd 29. mars 1907, dáin 22. des- ember 1987. Hún átti fjögur böm frá fyrra hjónabandi, Valgerði, Baldvin, Katrínu og Hilmar. Þijú þau fyrst nefndu ólust upp hjá þeim Gísla og gekk hann þeim í föðurstað en Hilmar ólst upp hjá föður sínum. Gísli og Steinunn eignuðust 2 syni: Svein, fæddur 8. október 1947, er hefur unnið lengst af-sem vélamaður og bílstjóri hjá Kópa- vogskaupstað, og Jóhannes, fæddur 25. desember 1948, búsettur á Grenivík, einnig ólu þau upp eina fósturdóttur, Guðjónu Jóhannsdótt- ur matráðskonu er kom til þeirra nokkurra daga gömul. Öll þessi böm hafa launað þeim ríkulega uppeldið með umhyggju fyrir þeim hin síðari ár. Gísli hafði næmt tón- eyra og lærði smávegis á orgel hjá Guðmundi Ólafssyni í Litlu-Hlíð en þó mest af sjálfum sér og var organ- isti við Goðdalakirkju í 10 ár. Símon Dalaskáld gisti oft hjá foreldrum Gísla og féll vel á með þeim Gísla og segir það sína sögu um hvað Gísli var einstaklega prúð- ur og átti sérstaklega gott með að lynda við fólk. Gísli var mjög hagur í höndum. Utsjónarsemi og hand- lagni var honum í blóð borin. Hann smíðaði mikið af blómasúlum og fleiri smálegum skrautgripum og gaf út um hvippinn og hvappinn. Gísli var og grenjaskytta í Hofs- afrétt í Bjamastaðahlíð. í kringum 1966 var heymæði farin svo að hijá Gísla að þau hjón flytja út á Sauðárkrók og leigja jörðina Bimu Guðmundsdóttur og selja Jóhannesi syni sínum jörðina 1973. Hann fór að búa þar með konu sinni, Kristínu Guðbjartsdóttur frá Bolungarvík, og eignuðust þau 2 böm, Gísla Steinar, fæddur 16. október 1974, er ber nafn afa síns og ömmu, og Maríu Steinunni er fæddist á af- mælisdag ömmu sinnar 29. mars 1980, vom þau í miklu uppáhaldi hjá afa og ömmu. Jóhannes og Kristín slitu samvistum. 1969 flytjast Gísli og Steinunn suður í Kópavog að Hraunbraut 45 °g bjuggu þar ásamt Sveini syni sínum. Gísli fer að vinna í bygginga- vinnu hjá Magnúsi Baldvinssyni, múrarameistara, í húsi Silla og Valda í Austurstræti. Árið 1970 byijar Gísli að vinna hjá Kópavogs- kaupstað og meðal annars 4 ár á loftpressu. 1974 byijaði Gísli hjá Vélamiðstöð Kópavogs á kaffistofu verkstæðisins og hálfan daginn á verkstæðinu, meðal annars við að lagfæra kústa fyrir götusópinn. Frá 1978 vann hann V2 dag á kaffistof- LAUN Launaforritið frá Rafreikni LAUN hentar fyrir alla almenna launaútreikninga. Það þarf aðeins að slá inn lág- marksupplýsingar, LAUN sér um allt annað. Rúmlega 20.000 íslendingar fá greidd laun, sem unnin eru í for- ritinu LAUN, enda er það mest notaða launaforritið á Islandi. Athugið að LAUN sér algjörlega um allt sem snýr að staðgreiðslu skatta. LAUN fæst í næstu tölvuverslun. Rafreikirhf. B Sími 91-641011 Viltu arðbæra fjárfestingu og lækkun tekjuskatts? það fæst með kaupum á hlutabréfum í Samvinnubankanum Hlutabréf í Samvinnubankanum hafa reynst arðbær fjárfesting. Hlutabréf sem keypt verða fyrir næstu áramót bera arð og hafa rétt til útgáfu jöfnunarhlutabréfa eins og eldri bréf. Bankinn lánar til hlutafjárkaupanna. Kaup á hlutabréfum að fjárhæð kr. 70 þúsund fyrir einstakling og kr. 140 þúsund fyrir hjón eru frádráttarbær frá skattskyldum tekjum þessa árs ef keypt er fyrir áramót. Hlutabréfin eru til sölu hjá okkur og jafnframt í öllum afgreiðslu- stöðum Samvinnubankans. Verið velkomin í afgreiðslu okkar að Suðurlandsbraut 18, Reykjavík eða að hringja i síma 91-688568 unni en alltaf reyndi hann að dytta að þvðí er aflaga fór á verkstæð- inu. Gísli hætti að vinna í desember 1985, þá 78 ára að aldri, og dvaldi 2 síðustu árin á hjúkrunarheimilinu Skjólbrekku í Kópavogi, ásamt konu sinni meðan hennar naut við. Gísli fylgdist vel með, hafði gaman af bókalestri og gerði sér grein fyr- ir breyttum tímum hvað varðar jafnrétti kynjanna, hann var og frið- arsinni. Oft þurfti hann að liggja á Vífíls- stöðum vegna lungnaveiki og þar andaðist hann. Fyrrverandi sam- starfsmenn hjá Vélamiðstöð Kópa- vogs þakka honum samfylgdina og senda ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Ólöf P. HraunQörð á réttu tölurnar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! (h Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.