Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 48
"48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 '„Ef pu Kcuup'ir gullfisk, ökal La-ta pig fd maura.aeíuna i kaupbæti Það kemur sér oft vel að hafa verið í körfubolta ... Mér sýnist þér leiðast. Er konan þín með þér_________? HÖGNI HREKKVISI ,,‘i PA<S FVRIRG'eruf? HANN ÖULOM." Stjarngeislan og lífgeislan Til Velvakanda. Allflestar stjömur sem við sjáum blika á blásvörtum næturhimninum eru sólir í óraíjarska. Geislan stjarn- anna ber með sér boð um ástand þeirra hverrar og einnar. Geislunin segir til um hitastig og efnismagn viðkomandi sólar, um efnainnihald hennar, lit og hreyfingu, fjarlægð og fjölmörg atriði önnur. Stjömufræðingar gera ráð fyrir að flestum sólum fylgi reikistjöm- ur, fleiri eða færri. Og þá er orðið stutt í þá hugsun, að á ýmsum af þessum reikistjömum, þar sem skil- yrði eru til slíks, þróist líf á ýmsum stigum þroska, jafnvel að sumstað- ar sé lífíð margfalt þróaðra og full- komnara orðið en það, sem við jarð- arbúar þekkjum. En til er önnur fræðigrein all- mjög skyld stjömufræðinni og henni mjög tengd. Það er stjömulíf- fræðin, uppmnnin snemma á þess- ari öld, upphafsmaður Helgi Pjet- urs, sem var þekktur fræðimaður á öðm sviði einnig. Hann uppgötvaði, að ekki einungis stjarngeislan bylgjast fram um geimdjúpin og nær athygli okkar og tækjum okk- ar, heldur einnig önnur geislan, margfalt hraðari og áhrifameiri: Það er lífgeislanin. Hann fann að sú geislan er komin frá lífi annars- staðar í geimi, og að hún hefur áhrif á líf hvers einstaklings. Hann uppgötvaði að þessi geislan á upp- tök sín hjá lífvemm sem heima eiga á fjarlægum reikistjörnum annarra sólkerfa, og að þessi geislan er því áhrifaríkari, sem hún stafar frá þroskaðri lífvemm. í fáum orðum sagt, þá færði hann hina vísinda- legu líffræði út til stjamanna og er það stærra og heillaríkara skref til breyttrar stefnu mannlífs, en orðið hefur um allar aldir áður, aðeins ef við menn höfum vit og vilja, dáð og drengskap til að vinna í anda þessa nýja heimsskilnings svo hér verði breytt um stefnu. Ef það á fyrir heimsbyggðinni að liggja að fara í hundana, og á því virðist ekki svo litlar líkur, þá má víst segja, að það sé sjálfskap- arvíti, því leiðin til lífs og björgunar er kunn, aðeins ef rétt væri á mál- um haldið. Og hjálpin er ekki svo fjarri, því guðlegar háþroskavemr bíða þess óþreyjufullar að koma til okkar fullnægjandi hjálp til stefnu- breytingar, en til þess að þeim reyn- ist það unnt, verðum við að vita um tilvist þeirra og koma til móts við tilraunir þeirra til að koma hér á samböndum við hina lengra komnu, svo aukin lífmagnan nái að koma hér fram í tæka tíð, áður en það verður um seinan. Án utan- aðkomandi hjálpar megnum við ekki að breyta um stefnu. Ingvar Agnarsson Opinská umræða aðeins til góðs Kona skrifar: í Morgunblaðinu þ. 24. nóvember er frétt frá Akureyri af kynferðisof- beldi á litlum telpum. Það kom fram í fréttinni að Akureyringar teldu opinskáa umræðu í fjölmiðlum hafa hvatt árásarmanninn til verkanna. Eg ólst upp í nágrenni við Akur- eyri á sjötta áratugnum og sjö ára gömul varð ég fyrir hrottalegri kyn- ferðislegri árás bamaníðings. Ekki þurfti nú fjölmiðlafárið til. Árásar- maðurinn var fjórtán ára gamall og nýbúinn að vinna fermingar- heitið. Mér finnst að Akureyringar og aðrir ættu að gera sér grein fyrir að þessir glæpir hafa alltaf viðgeng- ist og að þeir eru ekki opinskárri umræðu að kenna. Það eina sem hefur breyst er að nú þora börnin frekar að segja frá ef þau eru beitt kynferðisofbeldi en áður var. Ég held að hættan á að upp komist ætti frekar að draga úr þessum bamaníðingum en örva þá til ódæð- anna. Það verður að taka á þessum málum með fyrirbyggjandi aðgerð- um en ekki að stinga höfðinu í sandinn. Samtök gegn siijaspellum ósk- uðu eftir að bréf þetta birtist í Velvakanda. Víkverji skrifar Ef hlustað er á útvarp eða sjón- varp, þegar rætt er almennt um jólin og hátíðarhöldin vegna fæðingar frelsarans, þarf sjaldan að bíða lengi, þar til einhver segir með eftirsjá eða hneykslan í rödd- inni: Mér fínnst að fólk hafí gleymt tilgangi jólanna í öllu umstanginu í kringum þau! Víkveiji man ekki eftir öðru en þetta hafi verið viðtekin skoðun margra um langt árabil. Oftar en einu sinni hefur hann setið undir predikunum presta um jólahelgina, þar sem þetta er inntakið og vakin er sektarkennd í hugum kirkjuges- tanna yfir því að þeir og aðrir séu verri en fyrri tíma menn, sem hafi alltaf látið stjómast af „tilgangi" jólanna. Víkveija fínnst margt benda til þess að þetta sé skoðun, sem menn herma hver eftir öðmm. Má ekki draga í efa, að hún sé sjálf í „anda“ jólanna? Felur hún ekki að öðrum þræði í sér fullyrðingu um, að fólk dragi í efa, hver það var sem fædd- ist á jólanóttina? Allt frá því at- burðurinn gerðist fyrir tæpum tvö þúsund ámm hafa slíkir efasemdar- menn verið uppi. Líklega ber minna á þeim hér á landi nú en fyrr á öldum. xxx Ihuga kristinna manna er enginn vafí á því, að fæðingarhátíð frelsarans er gleði- og fagnaðar- hátíð. Einmitt þess vegna hlýtur sú spuming að vakna, hvort það sé í samræmi við „tilgang" jólanna, að þeir sem hafa af því atvinnu að útbreiða guðsorð, geri það á jólum með því að draga upp sem dekksta mynd af samtímanum. Við sjáum af heimsósóma-kveðskap og öðrum gömlum textum, að slíkur saman- burður milli samtíðar og fortíðar er alls ekkert nýnæmi. Sumt af því sem menn voru að hneykslast yfir fyrr á öldum, fínnst okkur hlægi- legt nú á tímum. Þannig kunna eftirkomendur að líta á margt af því, sem við erum að býsnast yfír um þessi jól. Hvað sem þessu öllu líður á Víkveiji auðvelt með að skipa sér í raðir þeirra, sem telja margt at- hugavert við það, er ber hæst í þjóð- félagi okkar þessa mánuðina. Á hinn bóginn fínnst honum óþarfi að varpa þeim skugga á jólin og hátíðarhöldin vegna þeirra. Fæðing frelsarans á einmitt að minna okkur á, að til eru atburðir sem rísa hærra en aðrir og með öllu er óþarft að leggja þá að jöfnu við annað. xxx Ungur íslendingur sem dvalist hefur lartgdvölum erlendis og kom hingað heim um jólin hafði orð á því við Víkveija, að sér þætti gild- ismatið hér allt annað en hann hefði kynnst í gamalgrónu vestrænu lýð- ræðisríki á meginlandi Evrópu. Hér legðu jafnaldrar hans og aðrir meira en kunningjar hans í útlöndum upp úr ýmsum ytri táknum, sem unnt væri að afla sér fyrir peninga. Nefndi hann sérstaklega bifreiða- tegundir og alls kyns tæki og tól fyrir utan klæði og húsbúnað. Hér ríkti greinilega mikill metingur og reynt væri að jafna muninn með peningum, sem væru ákaflega ofar- lega í huga margra. Eitt hið fyrsta sem vekur at- hygli fólks er kemur hingað frá útlöndum, er hve fréttir fjölmiðla snúast í ríkum mæli um peninga og jjármál. Hér er til dæmis varið löngu máli í fréttatímum ljósvaka- miðla til að rekja breytingar á flókn- um lánareglum, sem snerta í raun tiltölulega lítinn hóp manna. Er ekki minnsti vafí á því, að fyrir utan þessá hagsmunaaðila hafa sárafáir áhuga á lánakjörum þeirra. Stórmál eins og ákvarðanir um að þyngja skattbyrði alls þorra fólks um á fimmta milljarð króna drukkna, þegar munurinn á milli aðalatriða og aukaatriða í efna- hagsstjóm og fjármálum hafa horf- ið. Það er sem sagt ekki aðeins í umræðum um jólin, sem við hneigj- umst til að leggja allt að jöfnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.