Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 14 Ávöxtun undir eftirliti eftir Þórð Jónasson Nú eru nokkrir mánuðir liðnir síðan Avöxtun sf. var lokað og verð- bréfasjóðir fyrirtækisins settir undir umsjá skilanefndar. Á sínum tíma var mikið um þetta mál rætt og ritað. Umfjöllun um málið er nú orðin lítil, fréttist þó frá skilanefnd endrum og eins. Einstaklingar sem eiga fé í sjóð- um Ávöxtunar sf. skipta hundruð- um. Samanlögð inneign þeirra nem- ur á fjórða hundrað milljóna, meðal- inneign eitt til tvö hundruð þúsund. Þessir einstaklingar bíða nú eftir því hvem árangur starf skilanefnd- ar ber, sennilega nær ótta en von. Alvarlegast er að þessir einstakling- ar virðast engan eiga að í þessu máli sem hugsar um þeirra hag, annan en skilanefnd. Hún reynir auðvitað hvað hún getur, enda laun- uð af þessum einstaklingum. Það mun talið af ýmsum að ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar hafi orðið starfsemi Ávöxtunar sf. að falli. Þau ummæli voru í Gróu- sögustíl, heimilda ekki getið. Ólafur virtist í fljótu bragði bera hag sparifjáreigenda fyrir bijósti og mun hafa talið sig „umboðsmann almennings í þessu landi_“, heimild- arlaust að sjálfsögðu. Ólafi hefur oft gengið báglega að fá þau um- boð sem hugur hans stendur til, jafnvel formennska Alþýðubanda- lagsins fékkst ekki ólátalaust. Þing- sæti fékkst ekki. Nú situr Ólafur í ríkisstjóm án umboðs kjósenda og er því atkvæðislaus þar. En þar sem maðurinn er því miður fjármálaráð- herra, hefur hann nokkurt umboð til skattlagningar, og hefur nú ástæðan fyrir áhuga hans á sparifé komið í ljós. Sem betur fer eru góðar horfur á að hann verði stutt f þessari stöðu, og því ekki ástæða að óttast óra þessa manns svo mjög.. Óneitanlega virðist Ólaf skorta allar vitrænar heimildir fyrir orðum sínum og gerðum, allt frá sjálfstitl- um upp í fjárlagafrumvarp. Það kemur því á óvart að mark skuli hafa verið tekið á honum. Það er jafnframt nær óskiljanlegt að mað- urinn skuli viðriðinn Háskóla ís- lands, það virðist í undarlegri þver- sögn við hæfnistal háskólamanna. Nýlega var stofnað félag spari- fjáreigenda. Það virðist eðlilegt að álíta að þetta félag reyndi að hjálpa þeim sem eiga ógreidd bréf í sjóðum Ávöxtunar sf. Engar fregnir hafa borizt af viðleitni í þá átt. Þó er ljóst að þeir aðilar, sem leyfðu starf- semi Ávöxtunar sf. og að eigin sögn fylgdust með henni, hljóta að bera að minnsta kosti nokkra ábyrgð á hvemig staða eigenda Ávöxtunar- bréfa er nú. Félag sparifjáreigenda gæti kannað hver ábyrgð þessara aðila er, og væri það verk'efni sem sýndi yfirlýstan tilgang félagsins í verki, að bera hag sparifjáreigenda fyrir bijósti. Morgunblaðið birtir forystugrein 8. september þar sem rætt er um mál Ávöxtunar sf. Þar segir m.a.: Menn virðast gleyma því að það er almenningur sem leggur fyrir spariféð að mestum hluta en fyrir- tæki sem fá peningana að láni. Ef eitthvað fer úrskeiðis eða fer á verri veg í þessu efni er það oftast hinn almenni borgari sem situr uppi með tjónið. Þannig verður það ef Ávöxt- un sf. tekst ekki að standa í skilum við þá sem treystu fyrirtækinu fyr- ir fjármunum sínum. Síðar í sömu grein segir: Þeir sem eiga um sárt að binda ef Ávöxtun sf. getur ekki staðið við skuldbindingar sínar eru þeir fjöl- mörgu einstaklingar sem treystu fyrirtækinu fyrir ijármunum sínum. Hlýtur að verða lagt höfuðkapp á af opinberri hálfu að gæta réttar þeirra. Hví skyldu þeir fjölmörgu ein- staklingar sem treystu Ávöxtun sf. fyrir fjármunum sínum hafa gert það? Vegna þess, að fyrirtækið aug- lýsti háa ávöxtun, áhyggjulausa og örugga fjárfestingu, að engin bind- ing væri á fjármunum, innlausn gæti að jafnaði farið fram samdæg- urs og án innlausnargjalds. Vegna þess, að starfsemin var leyfð af viðskiptaráðherra og undir eftirliti bankaeftirlits Seðlabanka íslands. Vegna þess, að opinberlega höfðu engar athugasemdir verið gerðar við starfsemina eða auglýs- ingamar. Það benti tvímælalaust til að ijárfestingin væri hættulaus. Allt þetta brást. Auglýsingamar höfðu verið villandi. Gengi var rangt. Starfsemin hafði verið til athugunar og a.m.k. einu sinni kærð. Ekkert af því, sem traustið byggðist á, stóðst. En það voru fyrst og frernst opin- berir aðilar sem brugðust. í þeirra skjóli þreifst þessi starfsemi og í þeirra skjóli seldu Ávöxtunarmenn pappíra sína grunlausu fólki. Abyrgð þessara aðila er meiri en svo að framhjá henni verði litið. Það er viðskiptaráðherra sem veitir leyfi til verðbréfamiðlunar og rekstrar verðbréfasjóðs að uppfyllt- um tilteknum skilyrðum. Leyfis- svipting er einnig í hans höndum. I Tímanum 26. ágúst er sagt frá svari viðskiptaráðherra til efna- hagsnefndar Alþýðubandalags. Þar segir m.a.: „Það er rétt sem segir í bréfinu, að vöxtur fjármálafyrirtækja af ýmsu tagi hefur verið mikill á síðustu misserum. Það er hins veg- ar misskilningur að þau hafí „að mestu verið án formlegs eftirlits af hálfu opinberra aðila“, segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í bréfi sem hann skrifaði efnahagsnefnd Alþýðubandalagsins í gær. Þar svarar hann bréfí nefndarinnar varðandi starfsemi nýrra fjármála- fyrirtækja sem birt var í fjölmiðlum sl. _þriðjudag. I bréfí Jóns segir að í gildi séu lög sem veita bankaeftirliti Seðla- banka íslands heimildir til að fram- kvæma eftirlit með verðbréfamiðlun og rekstri verðbréfasjóðs. Vísar hann þar til IV. kafla laga um Seðlabanka íslands. „Með heimild í framangreindum lögum og reglugerðum hefur bankaeftirlitið haft eftirlit með starfsemi verðbréfafyrirtækja, sem fólgið hefur verið í heimsóknum til fyrirtækjanna, í innköllun endur- skoðaðra ársreikninga frá þeim og annarri upplýsingasöfnun." Því tel- ur Jón rangt að segja að þessi fyrir- tæki séu „að mestu sjálfala og eftir- litslaus". Síðan segir að Jón telji ýmis ákvæði skorta um rekstur fyrir- tækjanna. Segir frá að stofnuð hafi verið nefnd til að vinna að drögum að frumvarpi um þessi mál, og seg- ir að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi í þingbyijun. Um tilvísun Jóns til IV. kafla laga um Seðlabanka íslands er það að segja, að hann fjallar um banka- eftirlit. En þar koma hvergi fyrir orðin verðbréfamiðlun, verðbréfa- miðlari, verðbréfasjóður né neitt þvílíkt. Þar eru eingöngu nefndar innlánsstofnanir. Engin heimild er í framangreind- um kafla um að bankaeftirlitið hafi eftirlit með starfsemi verðbréfafyr- irtækjanna. I lögum um verðbréfamiðlun, frá 1. júní 1986, er V. kafli um eftir- lit. Þessi kafli er ein grein, nr. 15, svohljóðandi: „Bankaeftirlit Seðlabanka ís- lands skal hafa eftirlit með að ekki sé starfrækt verðbréfamiðlun eða verðbréfasjóður nema að fengnu leyfi viðskiptaráðherra, sbr. 4. gr., og gæta þess að slík starfsemi full- nægi ætíð að öðru leyti skilyrðum laga þessara. Bankaeftirlitið skal eiga aðgang að öllum gögnum og upplýsingum hjá verðbréfamiðlara og verðbréfasjóði sem varða starf- semina og nauðsynlegar eru við framkvæmd eftirlitsins. Vegna ákvæða 6. greinar skal bankaeftirlitið í janúarmánuði ár hvert semja álitsgerð um efni við- skiptaauglýsinga sem verðbréfa- miðlarar og verðbréfasjóðir beina til almennings. Álitsgerðin skal send viðskiptaráðherra og verð- lagsráði. Telji bankaeftirlitið að starfsemi verðbréfamiðlara eða verðbréfa- sjóðs bijóti í bága við lög þessi skal tilkynna það viðskiptaráðherra. Sé um meint brot að ræða á 6. gr. eða V. kafla laga um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti skal einnig senda til- kynningu til verðlagsráðs." 6. grein, sem vísað er til, er í 3ja kafla laganna (um réttindi og skyldur verðbréfamiðlara). Þar seg- ir: Verðbréfamiðlara ber ávallt að haga störfum sínum á þann hátt að viðskiptamenn hans njóti við kaup og sölu verðbréfa jafnræðis um upplýsingar, verð og önnur við- skiptakjör. Skal hann að teknu til- liti til hags og þekkingar viðskipta- manns veita honum greinargóðar upplýsingar um þá kosti sem honum standa til boða. Það skortir því ekki heimildir til eftirlits, né skyldu, enda segir Jón Sigurðsson að eftirlit hafi verið Kynningarbækling- ur um starfsemi FM FÉLAG matreiðslumanna og Lífeyrissjóður matreiðslu- manna hafa gefið út bækling til kynningar starfsemi sinni. Bæklingnum er dreift í 10.000 eintökum. í bæklingnum eru upplýsingar um sögu FM, starfsemi þess og markmið. Auk þess kemur þar fram að á síðari árum hafí matreiðslumenn hafið störf á nýjum vinnustöðum fyrir utan hinn hefðbundna veit- ingahúsarekstur. Þeir hafí verið ráðnir í mötuneyti banka, stór- verslana og fleiri fyrirtækja og starfi einnig á físki- og kaupskip- um. JL Þórður Jónasson „En kannskí er ekki útséð enn, hvort öllum er sama um þessa ein- staklinga. Umboðsmað- ur Alþingis starfar í þágu almennings, eða á að gera. Hann mun hafa heimild til að taka mál upp að eigin frum- kvæði telji hann ástæðu til. Oskandi væri að hann sjái eitthvað at- hugavert þegar hundr- uð einstaklinga eru prettaðir undir efltirliti hins opinbera.“ haft með verðbréfafyrirtækjum. Því virðist sem þeir, sem áttu Ávöxtun- arbréfin, hafi verið leyndir vafasöm- um rekstri fyrirtækisins. Á þeirri forsendu gæti verið ástæða til að lögsækja Seðlabanka íslands, með skaðabótakröfu í huga, vegna tjóns sem hlýzt af störfum Bankaeftirlits Seðlabankans. Nokkrir fréttapunktar hafa birzt um eftirlit og afskipti af Ávöxtun sf. „Við munum hraða máli Ávöxt- unar sf. eins og frekast er kostur. Að sjálfsögðu berum við hagsmuni þeirra sem eiga hlutdeildarbréf hjá sjóðum fyrirtækisins fyrir bijósti. Við munum gæta hagsmuna þeirra til hins ýtrasta," segir Þórður Olafs- son, forstöðumaður Bankaeftirlits Seðlabankans, um lokun Ávöxtunar sf. í gær. Að sögn Þórðar hefur bankaeftir- litið átt tvisvar í viðræðum við for- ráðamenn Ávöxtunar á þessu ári. (DV 6.9. 1988.) Bankaeftirlit Seðlabankans kærði Ávöxtun sf. fyrir tveimur árum. Ríkissaksóknari óskaði eftir gögnum um fyrirtækið og vann Rannsóknarlögregla ríkisins í mál- inu. Þegar þáu gögn lágu fyrir sá saksóknari ekki ástæðu til að höfða mál. (DV 6.9. 1988.) — Nú er sagt að bankaeftirlitið hafi hafið rannsókn á fyrirtækinu áður en Ólafur Ragnar fór að tala um málið. Er þetta rétt? „Nei, enginn hafði komið til okk- ar og beðið um gögn, hvorki ráð- herra, bankaeftirlitið né neinn ann- ar. Það stenzt ekkert af því sem verið er að segja ...“ — Er kannski eftirliti með verð- bréfasjóðunum ábótavant? „Þeir hafa aldrei komið til okkar nema til að ræða við okkur. Það hefur sjálfsagt eitthvað skort á eft- irlitið og ég held að aðhald sé öllum nauðsynlegt," segir Pétur Björns- son. (Viðtal í DV 10.9. 1988.) . . .„Jafnframt samþykkti fund- urinn samhljóða að í skilanefnd yrðu kosnir þeir Gestur Jónsson hrl., Ólafur Axelsson hrl. og Símon Ólafsson lögg. endurskoðandi, en þetta eru nöfn þeirra sem bankaeft- irlitið gerði kröfu um að hluthafa- fundurinn kysi. (Úr grein í Mbl. 8.9. 1988.) { þessum stúfum kemur lítið fram um hvemig bankaeftirlitið hagaði eftirliti sínu varðandi Ávöxtun. Páll Sigurðsson skrifar í Mbl. 9.9. 1988 „Um afsögn úr stjóm Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf.“. Þar kemur fram að endurskoðað reikn- ingsuppgjör fyrir- árið 1987 var fyrst lagt fyrir stjóm Verðbréfa- sjóðsins þ. 20. mars 1988 (vegna tafa sökum annríkis endurskoð- andans). Þá var „yfirdráttarskuld" Ávöxtunar sf. langt umfram það, sem sem nokkur heimild var fyrir, og sætti það andmælum og fyrirvör- um af Páls hálfu. í grein Páls stend- ur svo m.a.: Örðugt var að koma á stjómar- fundum þar fyrst á eftir vegna annríkis og frátafa stjórnarmanna og vegna þess að ekki lágu fyrir bráðabirgðaniðurstöður reikninga Verðbréfasjóðsins fyrir mánuðina frá áramótum og fram á vor eða sumar, en það stafaði af annríki endurskoðanda og örðugleikum sem tengdust tölvuvinnslu gagna. Um miðjan júnímánuð sl. var þó haldinn stjómarfundur, þar sem lögð var fram óendurskoðuð tölvuútskrift úr bókhaldi Verðbréfasjóðsins sem hafði að geyma upplýsingar um skuldara sjóðsins. Þar kom fram ýmislegt aðfinnsluvert og var m.a. rætt um það, hversu traustir sumir skuldarar væm, auk þess sem enn var um að ræða tengsl milli með- stjómenda minna og sumra skuld- aranna. (úr Mbl.grein.) í framhaldi greinarinnar segir Páll svo að hann hafi sagt sig úr stjórn Verðbréfasjóðs Ávöxtunar frá 29. júní að telja, sendir tilkynn- ingu um það til hlutafélagaskrár, viðskiptaráðuneytis og Bankaeftir- lits. Verðbréfasjóðurinn virðist svo hafa verið formannslaus í nokkra daga, því Gísli Gíslason er formaður frá 5.7. 1988. Hefði Bankaeftirlit Seðlabanka íslands eitthvað fylgzt með, hefði það fyrir löngu átt að vera búið að senda viðskiptaráðherra skýrslu um það sem fram kemur í grein Páls. Viðskiptaráðherra hefði þá átt að vera búinn að loka Ávöxtun löngu fyrr en varð. Þá hefði Ávöxtun sf. selt eitthvað færri bréf, á að því er virðist áætl- uðu gengi. Hagsmuni hverra þykist Banka- eftirlitið bera fyrir bijósti með slíku eftirliti? Kannski er rétt að geta þess hvernig gengisútreikningur á bréf- um Ávöxtunar var. Skv. texta bréf- anna var hann þannig: Plús verðmæti eigna sjóðs mínus umsýslu- og stjórnarkostnað- ur, mínus innheimtukostnaður, mínus áfallin og reiknuð opinber gjöld. Utkoman: Verðmæti eigna. Verð- mæti eigna með framangreindum hætti, deilt með nafnverði útgefinna og óinnleystra bréfa, plús hluta- bréfa í félaginu. Niðurstaða margfölduð með hundr- að. Sölugengi miðast því við hveijar eitt hundrað krónur. Við slíkan daglegan útreikning hlýtur reikningsuppgjör sjóðs að koma sjálfkrafa fram daglega. Það sem Páll ritar í grein sinni kemur því allsendis á óvart. Gengi sem reiknað er eftir uppgjöri sem ekki liggur fyrir hlýtur að teljast hæpið. Það heftir því verið áætlað daglega, og að því er formaður skilanefndar segir, of hátt. Gengi verðbréfa Ávöxtunarsjóða var 1. sept. og dagana þar áður: Ávöxtunarbréf 1,7700 1,7698 1,7665 Rekstrarbréf 1,2872 1,2866 1,2841 6. sept. voru þessi bréf ekki með skráð gengi. Ávöxtunarmenn gátu gefið upp gengið með fjórum aukastöfum daglega. Þeir gátu ekki tekið saman bráðabirgðauppgjör í rúma fímm mánuði. Það þarf auðvitað ekki að orð- lengja það að gengisútreikningar annarra daggengispappíra annarra sjóða eru byggðir á sömu reiknings- formúlu og Avöxtun sf. reiknaði eftir. Þó að pappírar Ávöxtunar sf. hafi horfíð skyndilega af markaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.