Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 Þrjúhundruð ár síðan Wilhelm III frá Hollandi varð konungur Englands eftir Jón Habets Á þessu ári er þess minnst á veglegan hátt, að 300 ár eru liðin síðan Wilhelm III, ríkisstjóri í Hol- landi, settist að völdum á Eng- landi. Jakob II (1685-1688), sem var kaþólskrar trúar flúði til íVakk- lands. Kaþólskt fólk á Englandi, Skotlandi og írlandi var svipt al- mennum réttindum, mátti til dæmis hvorki taka við arfí né gera erfða- skrá. Alvarleg viðurlög voru við því að lesa kaþólska messu og hlutu þeir sem tilkynntu brot á því banni 100 sterlingspund að launum. Fyrir kaþólskt fólk eru minning- amar um þessa tíma að sjálfsögðu heldur dapurlegar. Árið 1970 tók Páll páfí VI 40 enska píslarvotta, sem létu lífíð fyr: ir trú sína í heilagra manna tölu. í Hollandi lauk þessum trúarofsókn- um við upphaf áttatíu ára stríðsins (1568-1648). 1572 höfðu þar meira en 95 prestar og klausturfólk týnt lífí í ofsóknunum og auk þess fjöldi leikmanna. Á Englandi var ástandið mun verra. Hver sá, sem faldi prest á heimili sínu, var hengdur og prest- urinn sömuleiðis, en lík hans var auk þess slitið í sundur af fjórum hestum. Ofsóknir þessar stóðu í tvöhundruð ár allt fram á miðja 18. öld. Nú á dögum reynist erfitt að skilja þá heift, sem þama ríkti, því síður þann skort á umburðarlyndi í trúmálum, sem við lýði var á báða bóga. Ensk blaðakona, Johanna Bogle að nafni, hefur um árabil rannsakað sögu kaþólikka á Englandi. Við upphaf frönsku stjómarbyltingar- innar voru þeir aðeins nokkrir tugir þúsunda, flestir til sveita í norður- hluta landsins. Þeir voru háðir skoð- unum jarðeigenda. Ef jarðeigandi hélt tryggð við Róm gat hann hald- ið nokkrum hlífiskildi yfír landset- um sfnum og gert þeim kleift að iðka trú sína. Því flær, sem þeir voru frá höfuðborginni, þeim mun minni var hættan á að upp um þá kæmist. Einnig höfðu viðhorf lög- regluyfírvalda sitt að segja. Til að sýna hörku þá sem ríkti skulu færð nokkur dæmi: Kona nokkur, Margret Clitheroe, var ákærð fyrir að halda prest á heim- ili sínu. Hjá henni fundust messu- klæði og kaleikur. Það nægði til þess að hún var tekin til fanga, dæmd til dauða og hengd. Prestur- inn, Edmund Champion, sem var jesúíti, var lengi hafður í haldi í Tower-fangelsi og pyndaður til að fá hann til að falla frá trú sinni. Þegar það tókst ekki var hann dreg- inn með tveimur hestum til gálgans í Tybum, hengdur og slitinn i femt. Sömu sögu er að segja af prestun- um Alexánder Bryant og John Southworth. Mitt i þessum hörm- ungum brá þó fyrir hinu þurra enska háði. í Wales var tekinn fjör- gamall klerkur, John Campbell að nafni. Dómara hans rann eflaust umkomuleysi gamla mannsins til rifja og spurði hvort hann gæti gert honum nokkuð til þægðar. „Já“, svaraði hann að bragði, „fáðu mér pípuna mína aftur." Prestur reykti síðan síðustu pípu sína, dóm- arinn gaf honum glas af víni og síðan var gamli maðurinn líflátinn. Síðan kalla kaþólskir menn í Wales síðustu pípu dagsins „Campbell pípuna". Margir slíkra fanga vom í haldi í Tower en vom fluttir til aftöku í Tybum, sem þá var utan við borgar- mörkin. Aftökustaðurinn í Tybum Gallows er nú merktur með ein- faldri málmplötu. Þangað fer fjöldi kalþólskra manna á Bretlandseyj- um í pflagrímsför ár hvert. í nám- unda við aftökustaðinn er nú klaust- íslandssafti verðlaunað á þjóðarsýningn banda- rískra frímerkjasafnara Laugarbóii, Bjarnarfirði. ÞJÓÐARSÝNING bandarískra frímerkjasafhara var haldin nýlega, en á henni er eitt safn valið það allra besta og fær eigandi þess titilinn „Champion of Champions". Að þessu sinni var það íslandssafn Gene Scott, „The numeral Issues of Iceland“ sem halut þessi verðlaun og vann eiganda sínum þennan titill meðal frímerkjasafiiara í Bandaríkjunum fyrir árið 1988. Annað íslandssafii vann svo Vermeil á þessari sýningu. í Bandaríkjunum er fyrirkomulag sýninga þannig, að haldnar era svæða- og klúbbsýningar og bestu söfn af þeim keppa svo á þjóðarsýn- ingunni til verðlauna. Það besta sem þar kemur fram er svo sent á heimssýningar. Aðstoðarpóstmálaráðherra Bandaríkjanna, Morris að nafni, sýndi þama einnig safn með íslensku efni, bréfspjöld og spjald- bréf, og hlaut það safn gyllt silfur, eða næsthaestu verðlaun. Má þann- ig segja að ísland hafí borið nokkuð hátt á þessari sýningu, sem haldin er árlega undir nafninu „STAMPS- HOW“ og síðan er ártalinu bætt aftan við. Þá vann Páll H. Ásgeirsson, flug- umferðarstjóri og flugsafnari, ný- lega silfur á frímerkjasýningunni „SYDWEST 88“ í Esbjærg, en það vom hæstu verðlaun, sem veitt vom á þeirri sýningu og gefa þau rétt til þátttöku á alþjóðlegum sýning- um. Þetta var 400 rarnma sýning. Þá hefír Páll fengið inni fyrir safn sitt á alþjóðlegu frímerkjarsýning- unni „FILEXFRANCE" í París, en þar mun hann sýna annað flugsafn sem hann á. Þar verða þátttakend- ur frá íslandi fjórir. Tveir sem sýna frímerkjasöfn og tveir sem sýna bókmenntir. - SHÞ Fyrsta íslenska Crimerkið, 2 skild- inffar, blátt, 1878. Það var sjónvarps- og útvarps- stöðvaeigandinn Gene Scott sem fór með sigur af hólmi í þetta sinn á frímerkjasýningunni STAMP- SHOW ’88 í Detroit í Bandaríkjun- um. Safnið sem hann nefíiir „The Numeral Issues of Iceland“ hefír inni að halda skildinga og aura- merkjatímabilið íslenska, frá 1873—1902. Á hann ekki aðeins öll merkin, heldur margfóld, bæði einstök og stærri einingar og á bréf- um. Hefir hann keypt mörg af dýr- ari skildingabréfunum, sem seld hafa verið undanfarin ár. ur, þar sem varðveittar em minjar um píslarvottanna. Johanna Bogle heldur því fram, að þessir píslarvottar hafí gefíð kaþólsku kirkjunni á Bretlandseyj- um sterka tilfínningu fyrir sögu sinni og upprana. Einkum eftir 1970 hefur fjölda kirkna og skóla verið gefin nöfn þeirra. Böm em heitin eftir þeim og kaþólikkar em stoltir af þeim, ekki hvað síst kaþól- ikkar á norðurhluta Bretlandseyja, þar sem trúin varðveittist. Nú á tímum em samskipti kaþól- ikka og artglikana orðin mjög góð eins og dæmi sanna. Þegar skoski píslarvotturinn John Ogilvie var tekinn í heilagra manna tölu var Alexandra prinsessa, frændkona Englandsdrottningar, viðstödd. Þegar 450 ár vom liðin frá aftöku Thomasar More las Basil Hume, kardínáli, messu í grafhvelfingu Westminster-dómkirkju og var helmingur kirkjugesta anglikanar. í upphafí athafnarinnar hafði séra Paisley, foringi róttækra prest- byteriana, uppi mótmæli en fékk engan hljómgmnn. Margvíslegar ástæður em til of- sókna þeirra á hendur kaþólikkum, sem hér var lýst. Eftir dauða Hin- riks VIII tók Elísabet I við völdum. Sennilega vildi hún ekki slíta sam- bandi við Róm en var bannfærð. En þá ákvörðun Rómar telur Jo- hanna Bogle hafa verið mistök. Sett vora harkaleg refsilög gegn kaþólskum prestum og þeim, sem veittu þeim aðstoð sína. Það jók á úlfúð gegn prestum, að þeir neydd- ust til að sækja menntun sína til Frakklands, sem var illa séð í Eng- landi. Bretar urðu andvígir kaþólsku og gerðu gys að kenningum kaþ- ólsku kirlgunnar. Til dæmis var gerbreytingarórðum messunnar „Hoc est corp'us/ meum“ (Þetta er líkami minn) snúið í „hókus pók- us“. Allt þar til fyrir tíu ámm vom á haustin brenndar brúður í greifa- dæminu Sussex, sem tákna áttu páfann. Það er varla fyrr en Jó- hannes Páll II kemur til sögunnar, að páfí nýtur aftur virðingar á Bret- landi. Það vakti að líkindum at- hygli, að hann heimsótti Bretland þó svo að það ætti á þeim tíma í styijöld við Argentínu, sem er kaþ- ólskt land. Johanna Bogle telur að ástæðan til að kaþólsk trú hélt velli á Bretlandi, þrátt fyrir ofsóknir, sé sú helgi sem menn höfðu á píslar- Sr. Jón Habets „Spurning Johönnu Bogle á tvímælalaust nokkurn rétt á sér: Hef- ur blóð píslarvottanna á Englandi ekki átt sinn þátt í vexti kaþólskrar trúar á Englandi?“ vottum hennar. Um miðja 19. öld fluttust þús- undir íra til Englands. Á 17. öld höfðu hérir Cromwells gert tilraun til að útrýma írsku þjóðinni (1649—53). Þriðjungur þjóðarinnar leið undir lok í styijöldum eða af hungursneyð, þar sem jarðávöxtum var eytt. I byrjun 18. aldar var aðeins Vii hluti akurlendis á írlandi í eigu kaþólikka. Þjóðin var því sem næst réttlaus en hélt fast við trú sína. Prestar þeirra hlutu menntun sína í írskum skólum, sem störfuðu í öðmm löndum. í lok 18. aldar vom átta af hveij- um tíu kaþólikkum á Englandi ír- ar. Flestallir vom sárafátækir og leituðu atvinnu í verksmiðjum eða sem hafnarverkamenn. Kirkjan var því fátæk af menntamönnum. En hvaðan fékk þá kaþólska kirkjan menntamenn sína? Þó undarlegt megi virðast komu þeir úr röðum anglikönsku kirkjunnar. Þeir komu frá vakningarhreyfíngum, sem áhuga höfðu á helgisiðum kirkjunn- ar og svonefndri Oxford-hreyfíngu, sem vildi spoma við ftjálslyndi og heimshyggju innan angliskönsku kirkjunnar og vekja hana til nýs lífs. Hér skulu tveir þeirra nefndir. Annar þeirra var John Henry Newman (1801—1890). Hann varð kennari við Oriel College í Oxford og 1828—1843 prestur við kirkju háskólans. Hann lagði áherslu á „orð Guðs í lífi mannsins“. Hann var leitandi og taldi að kalvinismi væri ekki lykillinn að skilningi mannsins. Hann taldi að kaþólsk kenning væri hörmulega spillt. Kennisetningafræði kirkjunnar var að sjálfsögðu fölsun. Hann spurði sjálfan sig hvar hina sönnu kirkju væri að finna. Svarið var í fmm- kirkjunni og með því að rannsaka rit kirkjufeðranna. Hann komst um síðir að þeirri niðurstöðu, að þegar á fyrstu öldum kristninnar væri að finna náttúmlega þróun og skýr- ingu kristinnar trúar. Var þá líklegt, að sú þróun hefði numið staðar t.d. á 4. eða 5. öld? Var þá kennisetningafræði kaþólsku kirkj- unnar eftir allt engin fölskun krist- indómsins? Hann reynir enn að rétt- læta anglikanska trú sína og skrifar „Ritgerð um þróun kristinnar kenn- ingar“ (Essay on the Development of Christian Doctrine). En jafn- framt verða niðurstöður rannsókna hans til þess, að hann verður, sam- visku sinnar vegna að snúast til kaþólskrar trúar. Trúskipti hans vom mikið áfall fyrir anglikönsku kirkjuna. Hann, sem áður áleit páf- ann vera antikrist, tók nú til að veija óskeikulleika páfa gegn rök- um Gladstones. Hann lagði nú fram þrotlausa vinnu í þágu kaþólsku kirkjunnar og _em rit hans prentuð í 40 bindum. Áhrif Newmans vom mikil. Þannig tóku 607 anglikan- skir prestar kaþólska trú til ársins 1910 og á þessari öld óx tala kaþ- ólskra manna á Bretlandi frá 2,5 í 7,5 milljónir, frá 6,6 til 13,1%. Hinn áhrifamaður Oxford-hreyf- ingarinnar, sem gerðist kaþólskur, var H.E. Manning. Hann beitti sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum, t.d. kaþólskum skólum, starfí kirkjunn- ar í fátækrahverfunum, baráttu gegn þrælkun og áfengisvanda. Ásamt Newman ávann hann kaþ- ólsku kirkjunni aukna virðingu á Bretlandseyjum. Spurning Johönnu Bogle á tví- mælalaust nokkurn rétt á sér: Hef- ur blóð píslarvottanna á Englandi ekki átt sinn þátt í vexti kaþólskrar trúar á Englandi? Höfundur er kaþólskur prestur i Stykkishólmi. (Heimild: Katholiek Nieuwsblad.) Olíuleysi austfirskra eftirJón Ólafsson í Morgunblaðinu 16. desember sl. hvítþvær Olíufélagið Skeljungur sig af þeim vanda sem orðinn er í austfirskum loðnuverksmiðjum á yfírstandandi Ioðnuvertið vegna svartolíuleysis. Olíufélagið Skelj- ungur forðast að geta þess, að nokkrar þeirra verksmiðja, sem Skeljungur telur upp í athugasemd sinni meðal vel birgra viðskiptavina þess, áttu við nákvæmlega sömu vandamál að stríða á síðustu loðnu- vertíð og loðnuverksmiðja Sfldar- vinnslunnar hefur átt nú. Oft þurfti að koma til gasolíu- og lýsis- brennslu auk gjörtæmingar svart- olíutanka inn á brennslukerfí þeirra verksmiðja með tilheyrandi vanda- málum sem því fylgja að brenna botnfalli og sora svartolíunnar. Fékk Skeljungur ávítur vegna þessa frá verksmiðjunum. Félagið hefur nú tekið sig á og ber að virða það. Á stuttri vegalengd á Austfjörð- um, frá Seyðisfírði til Reyðarfjarð- ar, fer um þriðjungur af loðnu- vinnslu landsmanna fram. Þarf eng- an að undra að það ergi stjómend- ur þessara verksmiðja sérstaklega, að horfa á það ástand innflutnings- og dreifingar svartolíu sem við- gengst. Félag íslenskra fískmjöls- framleiðenda og einstakir framleið- endur hafa margkvartað vegna þessa. Á þessu svæði er innflutn- ingsbirgðatankur sem erfitt er að sjá að henti ekki til birgðahalds fyrir þessar verksmiðjur. Olíufélag- ið Skeljungur segir í athugasemd sinni að nýlegar athuganir sýni að ekki sé hagkvæmt eða heppilegt að nota þennan birgðatank Olís á Seyðisfírði undir svartolíu. Því er spurt: Er það ekki hag- kvæmt fyrir hvem? er það ekki hagkvæmt fyrir verksmiðjumar? Er það ekki hagkvæmt fyrir olíufé- lögin Shell og Esso sem eiga ekki tankinn? Forstjóri Olís viðurkenndi í sjónvarpi nú í haust, að olíuverð á Áustfjörðum lækkaði ef tankurinn á Seyðisfírði yrði tekinn í notkun. Hvemig væri að hagsmunaaðilum væm birtar niðurstöður þessara athugana olíufélaganna? Olíufélagið Shell segir að lokum í athugasemd sinni, að ekki sé fyrir- séð með öryggi í afskipunum selj- enda í framtíðinni. Það setur nokk- um ugg að loðnuverksmiðjunum ef þessi háttur á að verða árviss. í þessum iðnaði em nægir óvissu- þættir fyrir, að ekki sé bætt þar á „Því gera fiskmjöls- framleiðendur þá kröfii að athugun verði gerð á öllum þáttum inn- flutnings- og dreifíng-ar olíu eins og samþykkt var samhljóða af öllum helstu aðilum íslensks sjávarótvegs á síðasta Fiskiþingi.“ með óöryggi í afgreiðslu olíu til verksmiðjanna. Þvf gera fiskmjölsframleiðendur þá kröfu að athugun verði gerð á öllum þáttum innflutnings- og dreif- ingar olíu eins og samþykkt var samhljóða af öllum helstu aðilum íslensks sjávarútvegs á síðasta Fiskiþingi. Það er ekki sjálfgefíð að kaupa þurfi alla okkar svartolíu frá Rússum og að þijú olíufélög þurfí til að dreifa henni hérlendis. Höfundur er tramkvæmdastjóri Félags íslenskra Gskmjölsfram- leiðenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.