Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 45 HAFNARHASKOLI Ungur íslendingur fær gullverðlaun Jónshúsi, Kaupmannahöfa. Ungur íslendingur, Börkur Amviðar- son, hefur náð þeim einstæða ár- angri að vinna til gullverðlauna Kaupmannahafnarháskóla fyrir rit- gerð sína í hafefnafræði. Verðlaunin voru afhent á árlegri hátíðarsam- komu skólans 17. nóvember sl. Rekt- or Hafnarháskóla, Uve Nathan, af- henti verðalunin að viðstaddri Margr- éti drottningu og miklu fjölmenni í hátíðarsal gamla háskólans við Vor Frue Plads. Þá var þar lýst kjöri heiðursdokt- ora, en meðal þeirra var einnig ís- lendingur, dr. Sigurður Helgason, sem fékk hina sömu gullmedalíu Hafnarháskóla 1951 fyrir verðlauna- verkefni í stærðfræði. Hann lauk síðan doktorsprófi frá háskólanum í Princeton í Bandarílqunum 1954. Á hátíðarsamkomunni voru fluttar ræður og tónlist og voru verðlauna- þegar alls 25, 16 fengu gullpening, en 9 silfurpening. Var efnt til verð- launaverkefna í alls 33 greinum að þessu sinni og er öllum heimilt að skila svörum. Oft er um lokaverkefni kandidata að ræða, sem dómnefnd sérfræðinga kveður síðan á um. En Börkur leysti sitt verkefni sérstak- lega frá hafeðlisfræðideild háskólans og heitir ritgerð hans: Studies of Fluoresence in relation to Ocea- nographic Problems, sem þýða má: Notkun á flúrljómun í haffræði. Börkur Amviðarson er fæddur 1959 á Húsavík og er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Börkur er ekkert uppnæmur fyrir þessum mikla heiðri, en auðvitað ánægður með árangurinn. Hann seg- ir miklu meiri möguleika á starfi í grein sinni hér í Danmörku en heima, enda stærri fyrirtæki og meiri pen- ingar í umferð og tækjabúnaður fyr- ir hendi. Hann starfar nú við efna- greiningu á Norrænni rannsóknar- stofu málningariðnaðarins í Hörs- holm og líkar það vel. Börkur Am- viðarson er kvæntur Ingu Dóru Sig- urðardóttur efnaverkfræðingi. — G.L.Ásg. COSPER © PIB 1074.1 COSPER Morgunblaðið/Guðnin L. Ásgeiradðttir Börkur Arnviðarson Hann lauk BS-prófi í efnafræði frá Háskóla íslands 1984. Síðan vann Börkur að rannsóknum hér í eitt og hálft ár og leysti þar með verðlauna- verkefnið, sem nú hefur skilað svo frábærum árangri. Eftir það var Börkur nemandi DTH, Danmarks Tekniske Höjskole, og lauk þaðan prófi sem efnaverkfræðingur í febrú- ar sl. Ritgerð hans fjallar um notkun á flúrljómun í haffræði eins og áður sagði og er hún m.a. til að fylgjast með þörungum í hafinu og olíu- mengun. Ritgerðin byggist á lýsing- um á aðferðum og er á annað hundr- að síður, gefin út af Hafnarháskóla. X'W \ « ♦ A \ \ HVERVANN? 991.442 kr. Vinningsröðin 26. desember: 121 -1XX-111 -122 12 réttir = 694.110 kr. Fimmtán voru með 12 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 46.274,- 11 réttir = 297.332 kr. 196 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 1.517,- Tilhamingju! -ekkibaraheppni HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF veitir einstakiingum tœkifœri til góðrar ávöxtunar í hlutabréfum með samspili skattfrádráttar og arðsemi traustra atvinnufyrirtœkja. Til sölu eru hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf., en félagið var stofnað haustið 1986. Hlutabréfasjóðurinn hf. uppfyllir skilyrði laga nr. 9 frá 1984 um skattfrádrátt. íþví felstað kaup einstaklinga á hlutabréfum ísjóðnum eru frádráttarbœr frá skatti upp að vissu marki. (Árið 1987 var heimill frádráttur vegna hlutabréfakaupa kr. 60.129,- hjá einstaklingum og kr. 120.258,- hjá hjónum.) Þrátt fyrir staðgreiðslu skatta af launatekjum mun koma til lokauppgjörs milli skattyfirvaida og einstaklinga eftir lok þessa árs. Hlutaþréfakaup munu þá annað hvort leiða til lœgri lokagreiðslu til gjaldheimtu eða beinnar endurgreiðslu frá gjaldheimtu. Hlutabréfasjóðurinn hf. notar ráðstöfunarfé sitt til kaupa á hlutabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtœkja. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú um 200 talsins. 57% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru hlutabréf og á hann nú hlutabréf í eftirtöldum hlutafélögum: Almennum tryggingum hf., Skagstrendingi hf., Eimskipafélagi íslands hf., Flugleiðum ht, Tollvörugeymslunni hf., Hampiðjunni hf., Útgerðarfélagi Akureyringa hf., Iðnaðarbanka íslands hf., Verslunarbanka íslands hf. og Útvegsbanka íslands hf. 43% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru skuldabréf atvinnufyrirtœkja. HLUTABRÉFIN ERU SELD Á GENGINU 1,5596 m.v. 17. des. 1988* Stjóm sjóðsins skipa: Baldur Guðlaugsson, hrl. stjórnarformaður, Áml Árnason, framkvstjóri, Ragnar S. Halldórsson, stjórnarformaður ísal, dr. Pétur H. Blöndal, framkvstjóri, Davíð Sch. Thorsteinsson, framkvstjóri, varaformaður, Ámi Vilhjálmsson prófessor, Gunnar H. Hólfdanarson, framkvstjóri, dr. Sigurður B. Stefónsson, framkvstjóri, Framkvœmdastjóri er Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endurskoðandi, Skólavörðustíg 12, Reykjavfk, s. 21677. Endurskoðandi er Stefón Svavarsson, lögg. endurskoðandi. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Hlutabréfamarkadurlnn hf. Skólavörðustfg 12,3. hœð, 101 Reykjavfk, s. 21677 Ármúla 7, s. 681530,108 Reykjavík Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. Ármúla 7,108 Reykjavík, s. 681530 Verðbréfamarkaður Útvegsbanka íslands hf. Sfðumúla 23,108 Reykjavfk s. 688030 Verðbréfamarkaður Alþýðubankans hf. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavfk, s. 680670 FJárfestlngarfélaglð Verðbréfamarkaðurinn Hafnarstrœti 7,108 Reykjavfk, s. 28566 Kringlunnl, 103 Reykjavfk, s. 689700 Kaupþlng hf. Húsi verslunarinnar, s. 686988 Kaupþlng Norðurtands hf. Ráðhústorg 5, Pósthólf 914 602 Akureyrl s. 96-24700 Verðbréfavlðskipti Samvinnubankans Suðurlandsbraut 18,108 Reykjavík s. 688568 \ ' SÖLUGENGI BREYTIST DAGLEGA TIL 31. DES. 1988 m.v. 25% ársvexH. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.