Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 Atvinnutryggingarsj óður: Ríkisendurskoðun at- hugar úthlutunarreglur Rikisendurskoðun er nú að skoða svör stjórnar Atvinnu- tryggfingarsjóðs við spurningum hennar um úthlutunarreglur sjóðsins. Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi, segir að lán- veiting sjóðsins til Granda hf., eins og annarra aðila, verði bor- in saman við þær reglur, en eng- in athugasemd hafi verið gerð við lánveitingu sjóðsins til fyrir- tækisins: Halldór sagði að Grandi væri ein- ungis tekinn fyrir sem dæmi um úthlutun úr sjóðnum og það hefði eins komið til greina að taka eitt- hvert annað fyrirtæki fyrir. Halldór sagði að bréfaskipti ríkisendurskoð- unar og Atvinnutryggingarsjóðs væru einungis venjuleg vinnutil- högun. I reglugerð um Atvinnutrygging- arsjóð útflutningsgreina segir að Ríkisendurskoðun skuli gefa út skýrslu um starfsemi sjóðsins einu sinni á ári. Halldór sagði að ekki væri komið að því að gefa út þá skýrslu nú um áramótin. Hann sagði aðspurður að hann reiknaði ekki með því að hver einasta lán- veiting yrði skoðuð, heldur yrði far- ið yfir nokkur dæmi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þessi ungmenni voru með þeim fyrstu sem fóru í Bláfjöll en þau urðu að hætta skíðaiðkun vegna veðurs. Bláflöll opnuð í gær SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum er nú opið almenningi og eru tvær lyftur í gangi þar, stóra lyftan og Borgarlyftan. Svæðið var opnað í gærmorgun kl. 11 en síðan lokað aftur um tvöleytið vegna veðurs. Ætlunin er að hafa svæðið opið daglega frá kl. 11 til kl. 18 til áramóta. Skíðasvæðið í Bláíjöllum er venjulega ekki.opnað fyrr en eftir áramót. Hinsvegar var mikill áhugi meðal skíðamanna að fá það opnað strax. Mikill snjór er nú í Bláfjöllum og skíðafæri gott. Gildistöku nýrrar láns kjaravísitölu frestað GILDISTÖKU nýrrar lánskjara- vísitölu, sem átti að verða um Holiday Inn: Greiðslustöðv- un firamlengd Hlutafélaginu Guðbirni Guð- jónssyni, eiganda Holiday-Inn- hótelsins við Sigtún, hefur verið veitt eins mánaðar framlenging á greiðslustöðvun. Ólafur Garðarsson hdl., einn þriggja aðstoðarmanna fyrirtækisins á tímabilinu, sagði enn ekki að fullu ljóst hve háar skuldir væru. Ólafur sagði að erlendir aðilar hefðu sýnt áhuga á þátttöku í rekstrinum og stæðu viðræður nú yfir. áramótin, hefur verið frestað í þijá mánuði. Þetta var samþykkt á ríkissfjómarfundi í gærmorgun að tillögu Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra. Jón segir að fresturinn verði notaður tíl að renna betri stoðum undir laga- grunn þessarar vísitölu. Hann nefnir sem dæmi að eftir eigi samþykkja lagafrumvarp um launavísitölu á Alþingi en hún hefur helmingsvægi í hinni nýju lánskjaravísitölu. „Frestun er einnig tilkomin vegna þess að undirbúningur að hinni nýju lánskjaravísitölu er að mínu mati ekki orðinn nægilega góður, einkum í bankakerfmu," segir Jón Sigurðs- son. Hann vill taka það fram að þótt hinni nýju lánskjaravísitölu hafi verið frestað mun gengisvísitalan komast í gagnið um áramót eins og áformað var. Theódóra Sigurðardóttir forsætisráðherrafrú Mtin LÁTIN er í Reykjavík Theódóra Sigurðardóttir, ekkja Steingríms heitins Steinþórssonar fyrrver- andi forsætisráðherra, 89 ára að aldri. Hún lætur eftir sig fjögur uppkomin böm. Theódóra Sigurðardóttir fæddist í Hafnarfirði 12. desember 1899, dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðar- sonar frá Bakka í Vatnsdal og konu hans, Sigríðar Guðmundsdóttur frá Úlfljótsvatni í Grímsnesi. Fjölskyld- an flutti til Reykjavík er Theódóra var 2 ára og ólst hún þar upp. Theódóra kynntist Steingrími er hann var kennari á Hvanneyri 1928. Það ár fékk hann skólastjórastöðu á Hólum í Hjaltadal og flutti hún með honum norður. Til Reykjavíkur komu þau hjónin svo aftur 1935 og bjuggu æ síðan. Steingrímur var fyrst kosinn á þing 1931 sem þingmaður Skagfírðinga og var hann það allan sinn pólitíska feril. Hann var forsætisráðherra árin 1950 til 1953. Steingrímur lést árið 1966. Þau hjónin voru mjög vinamörg og gestagangur mikill á heimili þeirra. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fyrsta númeraplatan komin á ráðherrabOinn, HP 741. Ráðherrann stígur brosandi upp í bílinn. Nýja númerakerfið tekur við um áramót: Fyrsta númerið á bíl dómsmálaráðherrans HALLDÓR Ásgrímsson dómsmálaráðherra fékk í gær fyrstu númeraplöturaar á bifreið sína, samkvæmt nýja númerakerfinu. Bifreiðaskoðun íslands hf. kynnti hið nýja númerakerfi i gær á Litla-Hrauni, þar sem númeraplötumar era smíðaðar. Bifreiða- skoðun íslands hf. er hlutafélag í eigu rikisins, FÍB, tryggingarfé- laga og aðila innan BUgreinasambandsins. Fyrirtækið starfar á grundvelli samnings við dómsmálaráðuneytið og tekur við af Bifreiðaeftirliti rikisins um áramót við að framfylgja reglum um skráningu og skoðun ökutækja. Bifreiðaeftirlit rikisins verður lagt niður um áramót. Að sögn forráðamanna Bif- reiðaskoðunar íslands hf. verður starfsemin rekin fyrst um sinn með svipuðu sniði og verið hefur hjá Bifreiðaeftirlitinu, en áformað er að reisa fullkomnar skoðunar- stöðvar í Reykjavík, á Selfossi, í Keflavík og á Akureyri. Einnig verður komið á fót skoðunarstöðv- um í öllum kjördæmum og færan- legar skoðunarstöðvar fara um dreifbýlustu héruð landsins. Hinar nýju númeraplötur eru all frábrugðnar hinum gömlu, sem fara á bfla fram að áramótum. Nýju plötumar verða af fjórum gerðum. Venjulegu númerin verða með hvítum grunni og bláum stöf- um. Sendiráð erlendra ríkja fá plötur með hvitum stöfum á græn- um grunni. Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli fær gular númeraplötur með svörtum stöf- um og bráðabirgðanúmer sem sett eru á bfla sem fluttir em frá tollgeymslu til umboðs verða rauð með svörtum stöfum. Hægt verð- ur að fá númeraplötumar flangar með alla stafi í einni línu, eða breiðari með tveimur stafalínum. A sérhveija númeraplötu verður greypt númer, sem samanstendur af öftustu níu stöfunum í fram- leiðslunúmeri bílsins og verður þannig hægt að sjá hvort rétt númer era á bflnum með því að bera plötumar saman við fram- leiðslunúmerið. í nýja númera- kerfínu fylgir númerið bflnum alla tíð sem hann er á skrá. Númerin í nýja kerfínu bera það einnig með sér hvenær á að færa bfla til skoðunar. Síðasti tölustafur í skráningamúmeri segir til um í hvaða mánuði á að skoða bflinn, en skoðun á að fara fram í síðasta lagi fjóram mánuð- um seinna. Sé til dæmis 3 síðasti tölustafurinn, skal bíllinn skoðað- ur í marsmánuði, þó ekki seinna en í júlí. Þótt nýju númerin taki gildi um áramót verða gömlu númerin í gildi, það er þau sem þegar verða komin á bfla þá. Bifreiðaskoðun íslands óskar þó eftir að menn skipti yfír í nýja númerakerfið. Hægt er að panta númer á póst- húsum og verða þau þá afgreidd nokkram dögum seinna gegn því að gömlu númeranum verði skil- að. Eigendaskipti ökutækja ber frá áramótum að tilkynna til Bif- reiðaskoðunar íslands á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á pósthúsum eða í afgreiðslum fyr- irtækisins. Hagkaup: A annað þúsund manns fengu jólafrí ALLT starfsfólk í verslunum og birgðageymslu Hagkaups fengu jólafrí í gær, þriðja í jólum. Sam- anlagt eru það rúmlega eitt þús- Theódóra Sigurðardóttir und manns sem fengu þannig viðbót á jólafriið hjá fyrirtækinu. A skrifstofu Hagkaups fengust þær upplýsingar að þessi frídag- ur væri jólagjöf fyrirtækisins til starfsfólks, sem fékk frídaginn á launum. Ýmsar stofnanir og verslanir gáfii starfsfólki frí í gær, en hjá Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að engin regla væri á því, það væri hveijum og einum atvinnurekanda í sjálfsvald sett að gefa frí. Þegar Morgunblaðið kannaði málið í nokkrum verslunum í gær, vora skýringamar á lokuninni á einn veg: Starfsfólk hefur unnið mikið og undir miklu álagi fyrir jólin, Þorláksmessa var mjög erfíð- ur dagur og aðfangadagur bættist við. Síðan kom stutt jólahelgi og töldu forsvarsmenn verslananna sem rætt var við að afgreiðslufólkið hefði unnið ærlega til frídagsins. Hagkaup lokaði í gær öllum verslunum sínum, í Kringlunni, við Skeifuna og Laugaveg í Reykjavík, á Seltjamamesi, Akureyri og í Njarðvík. Auk þess var lokað í versl- un Ikea og á vöralager. Verslunin Fjarðarkaup gaf starfsfólki sínu, um 80 manns, einn- ig frí á launum í gær af sömu ástæðum, vegna mikils álags fyrir jólin og fárra frídaga um jól. Þá gaf Kamabær öllu starfsfólki frí. Verslanir Kristjáns Siggeirsson- ar hf. voru lokaðar, nema innrétt- ingabúðin á Hesthálsi. Innréttinga- verksmiðjan er lokuð nú á milli jóla og nýjárs og er það að sögn Hjalta Geirs Kristjánssonar framkvæmda- stjóra í fyrsta sinn á þessum árstíma. Hann taldi það vera mjög til bóta, enda hefði náðst um það samkomulag milli starfsfólks þar og fyrirtækisins að skipta leyfi starfsmanna í sumar- og jólaleyfí. Á skrifstofu VR höfðu ekki bor- ist upplýsingar í gær um hve víða var gefíð frí í verslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.