Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 27
 : ': -' ■... MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 27 JOLABAÐIÐ" Heitavatnsnot \J kun á höfuðbo 1/atnshæð í geymum i Heimild: Hitaveita Reykjavíkur Ríkisreikningar 1987: Allt að 1200 þúsund krónur í viðhald eins lögreglubíls VIÐHALDSKOSTNAÐUR þeirra þriggja bíla lögreglu- stjóraembættisins á Kelfavíkur- flugvelli, sem dýrastir voru í rekstri, nam 3.7 milljónum króna, um 1240 þúsund að meðal- tali, á árinu 1987. Þetta kemur fram í athugasemdum sem fram koma í skýrslu Ríkisendurskoð- unar og yfirskoðunarmanna ríkisreikninga sem nýlega hefiir verið lögð fram. „Þetta er fyrst og fremst vegna tregðu stjórn- valda. Það þarf að endurnýja lögreglubíla oftar en gert er,“ segir Þorgeir Þorsteinsson lög- reglustjóri á Keflavíkurflugvelli. „Það er vitað mál að gamlir bílar sem mikið er ekið, kalla á viðhald," sagði Þorgeir. Hann sagði að rang- færsla hefði orðið í bókhaldi þannig að um 700 þúsund króna útgjöld sem hefðu runnið til kaupa á Saab- bíl hefðu verið færðar sem viðgerða- kostnaður. „Þannig að þessar 3,7 milljónir ættu að vera um það bil 3 milljónir á þtjá dýrustu bílana. En það er engu að síður allt of hátt.“ Þorgeir sagði að sjö bílar væru í gangi hjá embætti og í stað þeirra bíla, sem dýrastir hefðu ver- ið 1987, hefðu nú verið keyptir nýir bílar, einn í fyrra en þrír á yfirstandandi ári. Þess væri þvi að vænta að viðhaldskostnaðurinn stórlækkaði. Þorgeir sagði að hann minnti að gömlu bílarnir hefðu ver- ið árgerðir 1977, 1979 og 1980. „Allir þessir bílar sem voru orðnir allt of gamlir," sagði hann. Hann sagði að á hveiju ári í mörg ár hefði verið leitað leyfis til að kaupa nýja bíla í stað hinna elstu. „Þessum bílum er ekið 50-100 þúsund kíló- metra á ári, suma er búið að keyra á bilinu frá hálfri milljón til milljón kílómetra, þannig að það er eðlilegt að þeir séu famir að láta á sjá,“ sagði Þorgeir. Hann sagði að allar viðgerðir hefðu farið fram á verk- stæðum á Suðumesjum. Embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugelli er eina löggæslu- embætti landsins sem fellur ekkl undir dómsmálaráðuneyti, heldur utanríkisráðuneyti. í athugasemd- um Ríkisendurskoðunar kemur fram að viðgerðarkostnaður bif- reiða embættisins sé allt of hár og að nauðsynlegt sé að taka þennan útgjaldalið til endurskoðunar. Er vakin athygli á því að svæðið, sem bílunum sé ekið um, sé ekki stórt og mestallt lagt bundnu slitlagi. Strýtan á efstu línu þessa línurits sýnir hve mikið vatnsnotkunin jókst þegar jólabaðið stóð sem hæst á höfuðborgarsvæðinu. Neðri línurnar sýna birgðastöðu geymanna í Grafarholti og á Oskjuhlíð og sést glöggt hvernig birgðirnar minnka ört síðdegis á aðfangadag. Morgunblaðið/Sverrir og Karl Karlsson í stjórnstöð Hitaveitu Reykjav’kur. Á tölvuskjánum hveiju fram vindur um vatnsnotkun á veitusvæðinu og það fer ekki i sér jólabað. Raskar ekki samkeppnis- stöðu innlendrar framleiðslu - segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra um vörugjaldið JÓN Sigurðsson iðnaðarráð- herra telur að við álagningu vörugjalds hafi þess verið gætt að raska ekki samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi. Hins vegar leiði álagning gjaldsins á vörur sem ekki voru áður með vörugjald til hækkunar á verði þeirra og geti þannig valdið framleiðendum erfiðleikum. „Ég tel að málflutningur gagn- rýnenda vörugjaldsins hafi ekki í öllum tilvikum við rétt rök að styðj- ast. Það hefur verið vörugjald á ýmsum vörum án þess að gagnrýni hafi verið höfð í frammi um að það raskaði samkeppnisstöðunni. Vöru- gjaldið leggst ekki aðeins á innlenda framleiðslu, heldur einnig innfluttar vörur og ég bendi á að innheimt er 25% álag á vörugjaldið við inn- flutning. Ég vísa því á bug fullyrð- ingum um að samkeppnisstaða inn- lendrar framleiðslu versni. Það er hins vegar rétt að álagn- ing vörugjaldsins breytir sam- keppnisstöðu viðkomandi vöru gagnvart öðrum vörum. Þar mun vöruverðið. hækka og í þeim tilvik- um sem ekki er hægt að hækka vöruna sem nemur hækkun vöru- gjaldsins gætu framleiðendur þurft að taka á sig hluta af hækkuninni. Það mun auka vandræði þeirra sem eiga í erfiðleikum fyrir. Vandinn var sá að jafna niður óhjákvæmilegri tekjuöflun og þessi ákvörðun var tekin. Ég bendi jafn- framt á að um leið og vörugjalds- stofninn var breikkaður var gjaldið lækkað á fjölmörgum vörutegunum og lækka þær því í verði." Jón sagði að iðnrekendur þyrftu ekki að óttast tvísköttun. í lögunum væru ákvæði til að koma í veg fyr- ir það. „Ég vona að fjármálaráð- herra geti framkvæmt lögin me^. þeim hætti sem gefin hafa verið fyrirheit um þannig að sá ótti ætti að verða ástæðulaus," sagði Jón Sigurðsson. Þá sagðist hann hafa beitt sér fyrir aðlögunarfresti fram- leiðenda húsgagna og innréttinga og legðist vörugjald ekki á þeirra framleiðslu fýrr en 1. mars en um áramót á innflutning. ’ MEIM SOTT/ IT IS AN AM8USH TMERE MUST 8£ HUMDRED5 , OM THEM MAYBE \ THOUSAHDS//, HOW CAN WE FlGHT WHAT WE CANNOT see.?.? , >uvnnnhh(- ^rro THCY STRIK6 UKE UKE OEMOM5 IN THE Aff'&HT/. VVHHHHtf . La Vie de Van Gogh, seldist á 1,5 millj. kr. Mein Gott, seldist á tœplega 1,6 miiy. kr. þús. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.