Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 35 Sigríður Kjartans- dóttír — Minning Þann 27. þ.m. var útför Sigríðar Kjartansdóttur sem lést á heimili sínu 18. desember sl. Sigríður fæddist í Reykjavík 17. mars 1926,_ foreldrar hennar voru Þorsteina Ámadóttir og Kjartan Vigfusson. Ólst hún upp á góðu heimili í glöðum og samhentum systkinahópi. Sigga, eins og hún var ætíð kölluð af vinum sínum, fór snemma að vinna í prentiðnaði og var eftirsótt til þeirra starfa, sem hún stundaði öðru hvoru alla tíð. Ung að árum kynntist hún Tryggva Benediktssyni, jámiðnað- armanni, sem varð hennar lífsföru- nautur. Sigga og Tryggvi voru ákaflega samlynd hjón, höfðu mörg sameiginleg áhugamál, útiveru, göngur og skíðaíþróttina, svo ekki sé talað um dansinn, sem var henn- ar líf og yndi og var hreinasta unun að sjá Siggu leika listir sínar á dansgólfinu. Skömmu eftir giftingu stofnuðu Sigga og Tryggvi heimili sitt í húsi foreldra minna. Við Jakob höfðum þá fyrir stuttu stofnað okkar heim- ili í sama húsi. Leiddu kynni okkar til ævarandi vináttu sem aldrei bar skugga á. Nokkru eftir að Sigga og Tryggvi hófu búskap, réðust þau í að byggja sér eigið hús í Kópa- vogi og komu sér upp notalegu heimili á skömmum tíma af atorku og dugnaði. Þau eignuðust þrjú mannvænleg böm: Þórunni, kenn- ara í Sandgerði, gifta Reyni Þór Ragnarssyni; Kjartan, iðnaðar- mann, og Gyðu, nemanda í Háskóla íslands, sambýlismaður hennar er Ámi Magnússon. Sigga lét sér ætíð einkar annt um böm sín og fjöl- skyldur þeirra. Sigga var í mörg ár psoriasis- sjúklingur og þurfti af þeim sökum oft að Ieggjast á sjúkrahús til með- ferðar. Þessi erfíði sjúkdómur náði aldrei að buga lífsgleði hennar. Fyrir nokkmm vikum kenndi hún lasleika umfram það sem áður var og var lögð á Landspítalann til rannsóknar. Fékk hún helgarleyfi föstudaginn 16. desember. Rædd- um við saman í síma þann dag og var hún glöð að venju. Á sunnudeg- inum var hún látin. Að leiðarlokum er margs að minnast. Sigga var óvenju sterk persóna. Aldrei minnist ég þess að neinir tyllidagar væm hjá mér og fjölskyldu minni svo hún væri ekki boðin og búin að hjálpa til við undir- búning. Við sem höfðum verið með Siggu í saumaklúbbi í yfír fjörutíu ár eig- um ógleymanlegar minningar um hana. Þar var hún ætíð hrókur alls' fagnaðar, sagði listilega frá með lifandi svipbrigðum og látbragði eins og henni einni var lagið. Við saumaklúbbssystur hennar kveðj- um vinkonu með söknuði. Við fjölskyldan sendum Tryggva og ástvinum öllum innilegustu sam- úðarkveðjur. Dadda Róleg jól á Sauðárkróki Sauðárkróki. HVIT jól voru á Sauðárkróki svo sem víða annars staðar á landinu. Eftir umhleypingas- ama tíð fyrir hátíðir kom jóla- snjórinn, sem svo margir biðu eftir, á Þorláksmessu og á að- fangadag var stillt veðúr með miklu frosti. Flugsamgöngur til Sauðárkróks voru góðar og stóðust allar áætl- anir en auk þess þurfti Arnarflug að lenda hér nokkrum sinnum vegna þess að ekki var fært til Siglufjarðar og sannast enn einu sinni að flugvöllurinn við Sauðár- krók er einn öruggasti flugvöllur- inn utan suðvesturhornsins. Fært var um allt hérað en þó lokaðist á jóladag leiðin til Siglu- fjarðar en hún var opnuð á annan dag jóla. Þannig áttu Sauðkrækingar friðsæl og góð jól. Aftansöngur var í Sauðárkrókskirkju á að- fangadagskvöld og hátíðarmessa á jóladag og sótti þessar guðs- þjónustur að vanda fjöldi fólks. Þá fengust þær fréttir hjá lög- reglu og slökkviliði að engin óhöpp hefðu orðið um hátiðirnar og eins og einn lögregluþjónninn sagði: „Hér hefur varla hringt sími síðan fyrir jól.“ í félagsheimlinu Bifröst var á annan jóladag jólatrésskemmtun fyrir yngstu borgarana og var þar gengið í kringum jólatré og í heim- sókn komu jólasveinar sem færðu gestum glaðning áður en þeir héldu aftur til ijalla. Þá var ungl- ingadansleikur og almennur dans- leikur um kvöldið. AUar þessar skemmtanir tókust prýðilega. - BB. Á Sauðárkróki. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður s vri Söluturn opnaður í Kringlunni 4 SÖLUTURN var opnaður í nýju verslunarmiðstöðinni, Kringl- unni 4 þann 1. desember sl. og var honum fengið nafinið Mekka. Sölutuminn hefur á boðstólum gosdrykki, sælgæti, tóbak, blöð o. fl. og er opnunartími frá kl. 10 árdegis til kl. 23.30 á kvöldin. Hér er um fyrsta sölutuminn að ræða í hinum nýja miðbæjarkjama. Á myndinni eru eigendur fyrirtækis- ins þau hjónin Ása Ásgeirsdóttir og Gísli Halldórsson. (Fréttatilkynning) I n (O oo in co Góðan daginn! Áramótatalning VOGIN SEM a 'BHioa TELUR h ÞÖ ERT MARGFALT FUÓTARJ AÐ TEUA MEÐ ÞESSARi VOG, SEM ER MJÖG EINFÖLD í NOTKUN. ÞESSAR VOGIR ERU NÖ ÞEGAR í NOTKUN VIÐ AÐ TELJA: SKRÖFUR, FITTINGS OG ÝMSA STYKKJAVÖRU AUK ÞESS SEM ÞÆR HJÁ VOGUE TELJA METRA Á EFNISSTRÖNGUM. - : % VOGIN NÝTIST EINNIG SEM VENJULEG VOG FYRIR VIGTUN 7 j KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 671900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.