Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 fclk f fréttum Vigdísi afhent aftnælisrit Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands, var nýlega afhent fyrsta eintakið af afmælisriti Búnaðarfélags íslands, sem nefnist „Búnaðarsamtök á ís- landi 150 ára.“ Hér á myndinni má sjá Jónas Jónsson, búnaðar- málastjóra, Hjört E. Þórarins- son, bónda á Tjöm og formann Búnaðarfélagsins, Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf E. ar við afhendinguna á Bessa- Stefánsson, ritstjóra bókarinn- stöðum. Á myndinni má sjá Val Blomsterberg, markaðsstjóra, afhenda vinn- ingshöfum ávísanir á vöruúttektir i SS Austurveri. Frá vinstri talið: Kristinn Skúlason, verslunarstjóri SS Austurveri, Guðjón Guðjóns- son, markaðsfulltrúi SS, Valur Blomsterberg, Dagný ívarsdóttir, sem hlaut 30 þúsund króna vömúttekt, Kristín Þórhallsdóttir, Magnúsína' Guðmundsdóttir og Valur Fannar, hlutu 10 þúsund króna vömút- tekt. Á myndina vantar þær Guðrúnu Bjartmarz og Sigrúnu Ingólfs- dóttur sem einnig hlutu verðlaun. Kjot- kynningar- getraun Fyrir skömmu gekkst Sláturfé- lag Suðurlands (SS) fyrir viða- mikilli kjötkynningarherferð og var bæklingum dreift á 50 þúsund heimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Akranesi og Suðurlandi. í bækl- ingnum var að finna getraun þar sem spurt var um nokkur atriði er varða ýmsar kjöttegundir. Þátttaka í getrauninni var mjög góð en alls bárust hátt á sjötta þúsund svör. Það er árlegur viðburður að börain i Fjölskyldu- messa í Bú- staðakirkju Fjöiskyldumessa var haldin í Bústaða- kirkju síðastliðinn sunnudag, þann fjórða í aðventu. Húsfyllir var í kirkjunni sem er óvenjulegt á síðustu dögum fyrir jól. Guðrún Ebba Ólafsdóttir flutti hugvekju, bamakór Nýja tónlistarskólans söng jólalög undir stjóm Margrétar Pálma- dóttur og strengjasveit skólans spilaði undir. Einnig kom fram kór Breiðagerð- isskóia og böm úr Fossvogsskóla fluttu helgileik. Prestur var séra Ólafur Skúla- son og organisti var Guðni Þ. Guðmunds- son. Böm úr Nýja Tónlistarskólanum. Fossvogsskóla leiki jólaguð spjallið. Ljósmynd/Jón Svavarsson Stiginn Vals í Hvíta húsinu Einn, tveir, þrír... einn, tveir, þrír. Hér má sjá hvar Nancy Reag- an hefur fengið Denis Thatcher sem dansherra og jafnframt eftir- látið Margaret Thatcher eiginmann sinn og forseta, Ronald Reagan. Báðar konumar voru klæddar í rauða kjóla, og voru hvor annarri glæsi- legri, segja heimildir. Ennfremur er sagt að pörin hafi hælt hvort öðm fyrir góða danskunnáttu og smekkvísi. Eftir að hrósið hafði geng- ið á víxl og Margaret fullyrt að Ronald væri maður að hennar skapi þótti Nancy nóg um og átti næstu dansa við eiginmanninn. FRÆGT FÓLK í jólaskapi Myndin vom teknar af þeim systr- um Joan og Jackie Collins nú fyr- ir jól en þær em, eins og allir vita, báðar mjög frægar. Jackie skrifar hvetja metsölubókina á fætur annarri og nú er leikkonan Joan einnig farin að skrifa, sjálf- sævisögur í skáldsöguformi. Ge- orge Bush klæddist rauðu um jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.