Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 Landsfeðurnir/mæðumar og gengisfellingardraugurinn eftirLilju Mósesdóttur „Raungengið er 15 til 30 prósent- um of hátt.“ „Aðeins gengisfelling getur afstýrt gjaldþroti fyrirtækja í sjávarútvegi." Þessar yfirlýsingar eru orðnar fastir frasar sem at- vinnurekendur nota í örvæntingu sinni. Ráðþrot þeirra er svo algjört, að þeir sjá enga aðra leið en að láta gengisfellingu minnka kaup- mátt launa. Gengisfelling er í raun krafa um að laun almennings séu notuð sem varasjóður sem fyrirtæki geti gengið í að vild þegar illa árar. Krefst ekki naflaskoðunar Gengisfelling kemur í fyrstu ekki niður á neinum einstökum hópum atvinnurekenda. Það er þess vegna sem hún er vinsæl aðgerð. Gengis- felling hækkar tekjur allra útflutn- ingsfýrirtækja, en hækkar jafn- framt innflutningsverð. Hærra inn- flutningsverð hækkar einnig kostn- að útflutningsfyrirtækja. Fýrirtæki á innanlandsmarkaði hækka vöru- verð í samræmi við hækkun inn- flutningsverðs, oft án tillits til þess hvort vörumar voru keyptar inn fyrir eða eftir gengisfellingu. Geng- isfelling eykur þannig tímabundið tekjur útflutningsfyrirtækja og fyr- irtækja á innanlandsmarkaði. Það er því jafnmikið kappsmál fyrir fyr- irtæki á innanlandsmarkaði sem og útflutningsfyrirtæki að sannfæra þjóðina um nauðsyn gengisfelling- ar. Gengisfelling er ekkert annað en tilfærsla á fjármagni frá heimil- unum til fyrirtækjanna. Gengisfelling eykur tekjur fyrir- tækja án þess að krafa sé gerð á móti um aukna hagræðingu í rekstri. Þess í stað er gerð krafa til heimilanna um aukið vinnufram- lag. Langur vinnudagur tryggir síðan að velferð fyrirtækjanna sé borgið. Meinið er bara að ávinning- ur gengisfellingar varir aðeins í stuttan tíma. Kostnaðarhækkanir fylgja í kjölfarið sem atvinnurek- endur reyna að mæta með aukinni framleiðniaukningu. En það reynist ómögulegt að kreista einhveija framleiðniaukningu út úr örþreyttu launafólki. Afstýrir ekki gjaldþrotum I allri umræðunni um nauðsyn gengisfellingar gleymist að geta vandans sem á að leysa. Enda er ekki ætlast til að gengisfelling leysi neinn vanda heldur slái honum enn á ný á frest. Það verður ekki hjá því komist að hrófla við syndum fortíðarinnar ef koma á við rót vandans og slíkt kalla atvinnurek- endur aðeins nauðbeygðir yfir sig. Fyrirtækin í landinu hafa verið rekin á lánum undanfama áratugi. Byrjum aftur eftir jólafrí 3. janúar M KERFI ÞOLAUKANDI OG VAXTAMÓTANDI ÆFINGAR Byrjendur 1 og II og framhald 1 H|Æ FRAMHALDSFLOKKARIOG II Lokaðirflokkar KERFI 4. RÓLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur og þaer, sem þurfa að fara varlega KERFI MEGRUNARFLOKKAR Fjórum sinnum í viku FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja;þrek-jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu r* 1 KERFI „LOW IMPACK" - STRANGIR TIMAR Iv B Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing SKÓLAFOLK Hörku púl og svitatímar NYTT-NYTT Nýi kúrinn siær í gegn!! 28+7 undir stjórn Báru og Önnu ATH'. KynniðykkurjfslaH- arprógrummokkur. Keðjuverkandi af sláttur fyrir Þ®T’ semeruallanvetur inn ATH! Nú eru einnig tímar á laugardögum c/y o /' s 7 Suðurveri, sími 83750 Hraunbergi, sími 79988 Á meðan raunvextir voru neikvæðir kom slíkt fyrirkomulag ekki að sök. í dag eru fyrirtæki enn rekin með óeðlilega hátt hlutfall lánsfjár, þrátt fyrir að raunvextir hafi verið já- kvæðir frá 1984. Áralangur tap- rekstur og fjöldi óarðbærra fjárfest- inga virðist engin áhrif hafa á láns- traust fyrirtækja hér á landi. Á þessu ári hafa raunvextir hækkað mikið. Þijár gengisfelling- ar hafa leitt til vemlegrar hækkun- ar á lánskjaravísitölunni. Láns- kjaravísitalan er samansett af fram- færsluvísitölu (2h) og byggingarví- sitölu (V3). Hækkun innflutnings- verðs hækkar báðar þessar vísitöl- ur. í máí á þessu ári var gengi krónunnar fellt um 10 prósent og hækkaði lánskjaravísitalan um tæp 8% í júní og júlí. Nú er svo komið að fyrirtæki sem ekki geta velt hækkun fjármagnskostnaðar út í afurðaverð sitt em á barmi gjald- þrots. Eina leiðin sem atvinnurek- endur koma auga á er að afstýra gjaldþrotum með gengisfellingu. Gengisfelling — öngstræti Það er fjarstæða að halda að gengisfelling komi í veg fyrir gjald- þrot sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrir- tæki í sjávarútvegi em að sligast undan háum íjármagnskostnaði en ekki háum launakostnaði. Ef geng- isfelling á að koma fyrirtækjum í sjávarútvegi að notum verða stjórn- völd að frysta erlend lán og innlend verðtryggð lán sjávarútvegsins. Það verður líka að koma í veg fyrir að aðkeypt aðföng og þjónusta hækki. Þessar aðgerðir kreQast strangrar og víðtækrar efnahagsstjórnar sem erfitt verður að koma við á meðan forystusveit sjálfnefndra félags- hyggjuflokka aðhyllast fijáls- hyggjustefnu í verki. Ef samdrátturinn er eins mikill og atvinnurekendur reyna að telja okkur trú um, þá munu laun al- mennt ekki hækka í kjölfar gengis- fellingarinnar. Ef samdrátturinn er aðeins tilbúningur atvinnurekenda þyrfti að koma í veg fyrir að laun hækki í verslun og þjónustu. Launa- skriði undanfarinna ára var stýrt af verslunar- og þjónustufyrirtækj- um sem nutu sérstakrar velvildar fráfarandi fijálshyggjustjórna. í sjávarútvegi hefur launaskrið aftur á móti verið óvemlegt á undanförn- um áram. Lilja Mósesdóttir „Gengisfelling nú þýddi því aukinn samdrátt á innanlandsmarkaði vegna stöðugt minnk- andi kaupmáttar launa sem myndi óhjákvæmi- lega leiða til gjaldþrots Qölda fyrirtækja.“ Gengisfelling hefur víðtækari áhrif en þau að hækka tekjur og allan tilkostnað fyrirtækja. Aukin verðbólga af völdum hækkandi vömverðs rýrir kaupmátt launa- fólks. Launafólk hefur nú þegar þurft að sjá á bak umsömdum kaup- hækkunum á undanfömum mánuð- um sem hefur komið fram í minni veltu verslunar- og þjónustufyrir- tækja. Gengisfelling nú þýddi því aukinn samdrátt á innanlandsmark- aði vegna stöðugt minnkandi kaup- máttar launa sem myndi óhjá- kvæmilega leiða til gjaldþrota fjölda fyrirtækja. Syndir fortíðarinnar Niðurstaðan mín að aflokinni naflaskoðun á vanda frystingar er að gengisfellingardraumurinn liðin tíð. Það er ekki lengur hægt að firra sig ábyrgð af syndum fortíðarinnar með einni töfraaðgerð. Sjóðir heim- ilanna anna engan veginn þörf fyr- irtækjanna í landinu fyrir ókeypis fjármagni. Gengisfelling er í raun aðeins færsla á fjármagni frá heim- ilum til fyrirtækja annars vegar og frá fyrirtækjum til innlendra og erlendra lánardrottna hins vegar. Höfundur er hagfræðingur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Starfsfólk og eigandi í nýjum húsakynnum Blómastofú Frið- fínns. Frá vinstri: Arndís Borgþórsdóttir, Friðfinnur Kristjáns- son, Anna B. Bóasdóttir og Kristín Birgisdóttir. Blómastofa Friðfinns komin í eigið húsnæði BLÓMASTOFA Friðfínns, Suð- urlandsbraut 10, er 20 ára á þessu ári. I tilefni þess er verslunin komin í eigið húsnæði á Suðurlandsbraut 10 og hefur stækkað um helming. Innréttingar em hannaðar af Ás- gerði Höskuldsdóttur. Verslunin sérhæfir sig í blóma- skreytingum við öll tækifæri 0g allri blómasölu. Einnig er verslun- in með mikið úrval af gjafavöm sem hún flytur inn sjálf að stómm hluta. Verslunin er opin kl. 9—22 nema sunnudaga kl. 10—22. Eigendur em Friðfinnur Kristj- ánsson og Þómnn Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.