Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 Japan: Takeshita stokk- ar upp í stjórn Tókýó. Reuter. NOBORU Takeshita, forsætisráðherra Japans, stokkaði upp í ríkis- stjóminni í gær en stjórnmálaskýrendur segja, að fátt hafi komið á óvart. Valdamestu ráðherrar og frammámenn í stjórnarflokknum héldu stöðum sinum en talið er, að nýju ráðherrarnir hafi engin tengsl við Qármálahneykslið, sem upp kom nýlega og olli því, að Kiichi Miyazawa fjármálaráðherra varð að segja af sér. Stjómmáiaskýrendur segja, að með uppstokkuninni vilji Takeshita reyna að hressa upp á ásýnd stjóm- arinnar eftir afsögn Miyazawa og einnig vegna nýsamþykktra og óvinsælla breytinga á skattalögun- um. Hafa nýir menn verið skipaðir sem dómsmála-, menntamála- og iðnaðarráðherra og Takeshita hef- ur heitið að hreinsa til í japönskum stjómmálum í kjölfar ijármála- hneykslisins. við skipun nýju ráðherranna að taka fullt tillit til allra valdahópa innan flokksins en þeir em fimm talsins. Fjármálahneykslið fyrr- nefnda snerti menn innan allra hópanna en því var þannig farið, að áður en hlutabréf í fasteignafyr- irtæki nokkra vora boðin á almenn- um markaði var háttsettum stjóm- málamönnum gefinn kostur á að kaupa bréf fyrir lítið verð. Síðar raku bréfín upp úr öllu valdi. Reuter Nýja línan frá Moskvu Tvær sovéskar sýningarstúlkur, skreyttar perlufestum og með loðhetti á höfði, sýna nýjustu tísku frá Moskvu. Kjólamir fást í stórverslun í Moskvu. Sumir hafa samt á orði, að upp- Gíftirlegir eftiahagsörðugleikar i Júgóslavíu: • • Ormagna á tindi Everest KaUimandu. Reuter. SERPI beið bana er hann átti skammt ófarið á tind Everest- fjallsins á Þorláksmessu og er hann 10. maðurinn sem lætur lífið á Qallinu það sem af er ári. Hafa þá 27 menn beðið bana við fjalla- klifur í HimalayaQöllum frá síðustu áramótum. Serpinn var ásamt pólskum og belgískum fjallamönnum á leið á Everest-tindinn er hann hné niður örmagna og dó. Hann var-29 ára og hafði haft atvinnu af því að aðstoða fjallgöngumenn í Himalayafjöllum. Var hann ásamt tveimur flallgöngu- mönnum á leið upp svokallaða suður- hlið Everest er hann hné niður. Ann- ar ferðafélaga hans, Ang Rita, hefur klifið Everest fímm sinnum og hugð- ist vinna það afrek að verða fyrstur manna til að klífa fjallið sex sinnum. ERLENT Reuter Reikistjarna ársins Bandaríska tímaritið Time er vant að heilsa nýju ári með því að birta mynd af „Manni árs- ins“ á forsíðunni en að þessu verður um að ræða „Reiki- stjömu ársins“, hina aðþrengdu Jörð. Myndin sýnir forsíðuna. Hvatt til þess að forsætisráð- herranum verði komið frá y V erðbólgan óviðráðanleg og þolinmæði almennings á þr otiim Belgrad. Reuter. EITT helsta dagblað Júgóslavíu hvatti til þess í forystugrein á mánu- dag að Branko Mikulic, forsætisráðherra landsins, yrði vikið frá völdum. Sagði í greininni að forsætisráðherrann væri öldungis dug- laus og bæri að koma honum frá til að afstýra frekari ólgu í landinu en lífskjör alþýðu manna hafa ekki verið dapurlegri í um 20 ár. Dagblaðið Vecernje Novosti tók í sama streng í gær og sagði neyðar- ástand yfirvofandi vegna slælegrar framgöngu stjórnvalda á vett- vangi eftiahagsmála. Dagblaðið Borba, sem er opin- bert málgagn stjómvalda, sagði að Mikulic hefði ekki tekist að hrinda boðuðum efnahagsúmbótum sínum í framkvæmd. Þá hefði hann að auki neitað að nafngreina embætt- ismenn þá sem hann hefði sagt að berðust gegn þeim með kjafti og klóm. „Af þessum sökum verður ríkisstjóm Mikulics að fara frá,“ sagði í forystugreininni, sem birtist á forsíðu blaðsins. Óðaverðbólga er ríkjandi í Júgó- slavíu og kaupmáttur tekna hefur farið ört dvínandi. Mikulic hefur lagt fram áætlun um umbætur í efnahagslífinu og var í upphafi áformað að hún öðlaðist gildi í næsta mánuði. Löggjöf þessari hef- ur hins vegar verið andmælt í öllum átta lýðveldum Júgóslavíu og hafa embættismenn þar sagt aðgerðimar haldlitlar og illa undirbúnar. Dag- blöð í Belgrad skýrðu frá því á mánudag að einungis sex af þeim 40 tillögum sem forsætisráðherrann hefur lagt fram hefðu verið teknar til umræðu á þingi og litlar líkur væra á því að þær fengjust sam- þykktar. Er líklegt talið að stjómin grípi til þess ráðs að setja neyðarlög í næsta mánuði. Að undanfomu hefur forsætis- ráðherrann sætt harðri gagnrýni í dagblöðum í Júgóslavíu. Hefur hann verið vændur um dugleysi á vettvangi efnahagsmála auk þess sem hann hefur verið bendlaður við hneykslismál í lýðveldinu Bosníu- Herzegóvínu. Verkalýð.sleiðtogar í Króatíu hótuðu í síðustu viku að boða til allsherjarverkfalls drægi Mikulic ekki tillögur sínar til baka. Þeir hafa og hvatt til þess að borin verði upp vantrauststillaga gegn Mikulic á þingi. Júgóslavneska vikuritið NIN skýrði frá því nýverið að boðað hefði verið til verkfalla 1.367 sinn- um í Júgóslavíu á þessu ári. í for- ystugrein Borba sagði að verkföllin í ár væra „skýrt merki um að þolin- mæði verkalýðsins" væri á þrotum. Væri það bæði við hæfi er nýtt ár væri að ganga í garð og „í þágu verkamanna" að stjóm Mikulics yrði komið frá völdum. Branko Mikulic tók við embætti forsætisráðherra í maímánuði árið 1986. Var verðbólga þá um 85 pró- sent en mælist nú 228 prósent að sögn júgóslavneskra hagfræðinga. í maí á þessu ári greip Mikulic til afdráttarlausra aðhaldsaðgerða, sem m.a. fólu í sér frystingu launa og hét við það tækifæri að verð- bólga yrði komin niður í 95 prósent nú um áramótin. Þetta hefúr ekki tekist og laun manna, sem almennt era um 4.500 ísl. kr. á mánuði, nægja ekki lengur til framfærslu. Verkamenn í Vojvodina-héraði lögðu niður störf í gær til að leggja áherslu á þá kröfu sína að laun verði hækkuð um 60 prósent. Tals- menn verkalýðsfélaga í Makedóníu, sem er eitt fátækasta lýðveldi Júgó- slavíu, sögðu að búast mætti við fjölmennum verkföllum og almennu andófi vegna verðhækkana nú ný- verið á helstu nauðþurftum manná. Suður-Afríka: Mikið mannfall umjólahelgina Jóhannesarborg. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 28 manns féllu í valinn um jólin í átökum Óveðrið í Færeyjum: Verulegt eignaljón en engir mannskaðar Aðfaranótt 22. þ.m. gerði mikið veður í Færeyjum eins og kunnugt er og olli það sums staðar töluverðum skaða. Eftirfar- andi frétt um illviðrið birtist í færeyska blaðinu Dimmalætting á Þorláksmessudag: „Mörgum Færeyingnum kom lítt blundur á brá í fyrrinótt þegar hvað mest gekk á enda var veðrið þá verra en elstu menn kunna frá að segja. A flugvellinum í Vogum var svo hvasst, að vindmælirinn þar fór í botn og sprakk. Mælir hann mest 60 metra vindhraða á sekúndu en það samsvarar 215 km á klst. Um allar eyjamar höfðu slökkviliðsmenn og björgunar- sveitamenn í nógu að snúast í fyrrinótt og fram eftir gærdegin- um. Á Landssjúkrahúsinu í Þórs- höfn varð að flytja alla sjúklinga af 2. deild og yfir á aðrar þegar þakplötur rifnuðu af álmunni af hluta og sömu sögu er að segja af sjúkrahúsinu á Þvereyri. Miklir skaðar hafa orðið víða um landið. Sums staðar hafa heiiu húsin stórskemmst og fjúkandi þakplötur og annað lauslegt hafa vaidið tjóni. Um miðjan gærdag- inn höfðu Branatryggingunni bo- rist 100 tjónstilkynningar og var búist við fleiri. Þar kváðust menn ekki efast um, að hér væri um að ræða mesta tjón, sem orðið hefði á einum degi í Færeyjum. í fyrrinótt fóra Tjaldrið og Víða urðu miklir skaðar í veðrinu, ekki síst af þakplötum og þakhlutum, sem ftiku á hús og bíla. Vædderen til hjálpar dönsku nóta- skipi, sem hafði næstum rekið upp, og tvær nýsmíðar, sem vora við bryggju á Skála, rak út á fjörð- inn. Tókst að ná þeim óskemmd- Þrátt fyrir allt, sem á gekk, er ekki vitað til, að nokkurt mann- tjón hafi hlotist af veðrinu.“ í Suður-ACríku og tugir manna fórust í eldsvoðum, flóðum og fjölskylduerjum. Lögreglan í Suður-Afríku sagði í gær að 51 maður hefði fallið i ránum og nauðgunum í hverfiim blökku- manna umhverfis Jóhannesar- borg og Höfðaborg yfir jóla- helgina. Fimm manns fórast í flóðum í Natal-héraði á jólanótt og mörg hundrað manna eru heimilislausir. Þrumuveður og gífurleg úrkoma lagði í rúst moldarbyggingar og tré rifnuðu upp með rótum. Fjórir karlmenn og ein kona lét- ust í bænum Soweto þegar vopnað- ur maður braust inn á heimili og skaut á íbúana með sjálfvirkum sovéskum riffli. Lögreglan hefur staðfest að einn hinna látnu var lögreglumaður. Á jólanótt skaut lögreglumaður þriggja ára dóttur sína til bana og særði tengdaföður sinn og eigin- konu áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Þá telur umferðarlögreglan í Pretoríu að 59 manns hafi farist íbílslysum um jólin í Suður-Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.