Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 13 Starfsþjálfun fatlaðra: Fyrsti hópurinn útskrifaður NÝLEGA var útskrifaður frá Starfs- þjálfún fatlaðra fyrsti hópurinn eftir að hún tók tii starfa í núverandi mynd í október 1987. Nemendur útskrifast eftir þriggja anna nám. Kennd er tölvunotkun, ritvinnsla, töflureiknir og tölvubókhald, ennfremur bókfærsla, verslunarreikningur, íslenska, enska og samfélagsfræði. Tilgangur starfsþjálfunarinnar er að vera liður í að tryggja fötluðum jafn- rétti, bætta aðstöðu og sem best skilyrði til eðlilegs lífs í samfélaginu. Markmiðið er að endurhæfa eða þjálfa fatlaða einstaklinga t.d. til almennra skrifstofustarfa á vinnumarkaðnum og til frekara náms í framhaldsskólum. Starfsþjálfun fatlaðra er einkum ætluð fólki sem hefur náð 17 ára aldri og hefur fatlast vegna slysa eða sjúkdóma. í þessum fyrsta útskriftarhópi eru 8 nemendur, einn hefur þegar hafið nám í framhaldsskóla, en hinir eru að leita sér starfa á vinnumarkaðnum. Annar hópur nemenda lýkur námi í vor og þriðji hópurinn mun heija nám eftir áramót, alls eru um 24 nemendur í starfs- þjálfuninni hveiju sinni. Eftirspurn hefur reynst mjög mikil ög munu komast færri að en vildu eftir ára- mót. (Frcttatilkynning) Nemendur og kennarar Starfsþjálfúnar fatlaðra haustið 1988. Við bjóðum nú sem fýrr frábært úrval af stórskemmtilegu áramótapúðri fyrir alla fjölskylduna. Fjölskyldupakkarnir okkar fást ekki annars Þeir eru fullir af áramótafjöri og kosta kr. 1200— sá minnsti, millistærð kostar kr. 1800— og sá stærstí kostar kr. 2500— Við vekjum athygli á mörgum tertutegund- um á mjög hagstæðu verði. Fiugeldar, tertur, bombur, sólir, blys og fullt af öðrum smáhlutum tíl notkunar utan- sem innandyra. OPIÐ: þriðjudag 10—18:30, miðvikudag og fimmtudag 8- 18:30, föstudag 8-21:00 og gamlársdag 9- 12:00. Sólir, blys og kúlublys ih..AÍS5ai-Li------- 245 toatfeO—-3-10' laaas&i—175. T2oao; Gos, vaxkyndlar og kertí Stjörnuljós í þremur stærðum, kr. 16-, 30- og 160 Neyðarblys Neyðarsól 42 stk. 1200- kronur 55 stk. 1800- krönur 64 stk. 2500- krónur I Þú borgar minna fyrir flugeldana í ár en (fyrra, hjá EUingsen Fjölskyldupakki nr. 1 Fjölskyldupakki nr. 2 Fjölskyldupakki nr. 3 VERIÐ VARKAR UM ÁRAMÓTIN Auðvitað tökum við greiðslukort. Grandagarði 2, Rvík, sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.