Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 -I Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Atvinnuleysi o g byggingariðnaður Anæstu vikum kemur í ljós, hvort verstu spá- dómar um atvinnuleysi og erf- iðleika verða að raunveru- leika. Allt frá því sl. haust hafa áhyggjur manna beinzt að því, að fyrstu mánuðir næsta árs verði erfiðir og að verulegt atvinnuleysi komi til í janúar og febrúar. I Morgunblaðinu á að- fangadag var frá því skýrt, að verkefnaskortur væri framundan í byggingariðnaði. Könnun, sem gerð hefur verið, sýnir, að fyrirtæki í bygginga- riðnaði gera ráð fyrir, að erfið- leika gæti á þessu sviði fyrri hluta næsta árs. Þessi fyrir- tæki hafa sagt upp 88 starfs- mönnum frá því í september og fyrirhugaðar eru uppsagnir rúmlega 70 starfsmanna til viðbótar. Jafnan þegar alvarlegur samdráttur verður í efnahags- og atvinnulífi okkar gætir hans mjög í byggingariðnaði. En þá er á það að líta, að uppgrip hafa verið mikil á því sviði á undanfömum árum. Fyrir rúmu ári var ástandið þannig, að boðið var í iðnaðar- menn, hvar sem hægt var að fá þá til starfa. Nú er hins vegar veruleg hætta á at- vinnuleysi. Spennan hefur verið mikil í byggingariðnaði á síðustu misserum. Nú bregður svo við, að mikið af atvinnuhús- næði stendur ónotað á höfuð- borgarsvæðinu. Þeir sem vilja selja slíkt húsnæði eiga erfitt með að finna kaupendur. Þeir sem vilja leigja atvinnuhús- næði eiga í erfiðleikum með að fínna leigjendur. Svo mikið af húsnæði stendur ónotað, að fróðir menn telja, að það muni taka þennan markað nokkur ár að ná jafnvægi. Spyija má hvað valdi því, að margfalt meira húsnæði. er byggt en þörf er á fyrir atvinnustarfsemi á þessu svæði. Er atvinnuhúsnæði byggt án nokkurs tillits til þess, hvort markaður er fyrir það? Getur það verið, að byggjendur leggi í slíkar framkvæmdir án þess að hafa framkvæmt nokkra athugun á því, hvort kaupendur verði til staðar? Sagt er að a.m.k. jafn mik- ið atvinnuhúsnæði standi ónotað á höfuðborgarsvæðinu og byggt hefur verið í Kringl- unni. Ef það er rétt er náttúr- lega búið að festa fé í óarð- bærum framkvæmdum langt umfram það, sem nauðsynlegt er. Það er ekki aðeins mál byggjenda heldur þjóðarbús- ins í heild sinni. Þeir pening- ar, sem festir hafa verið í óarðbæru atvinnuhúsnæði, koma einhvers staðar frá og þá hefði verið hægt að nota betur í annað. Því virðast engin takmörk sett hvers konar fram- kvæmdaæði grípur um sig í góðæri hér á íslandi. Á þess- um síðustu góðærisárum hafa framkvæmdaaðilar hins vegar í fyrsta sinn orðið að greiða háa raunvexti af framkvæmd- afé. Vonandi verður það til þess að halda aftur af mönn- um, þegar góðæri gengur í garð á ný. Ein af ástæðunum fyrir því, að lífskjör eru að sumu leyti verri hér en í nágranna- löndum, er hin gengdarlausa fjárfesting í óarðbærum fram- kvæmdum, hvort sem um er að tefla kaup á of mörgum fískiskipum, byggingu nýrra fískverkunarstöðva eða at- vinnuhúsnæðis, sem engin þörf er fyrir. Það er auðvitað höfuðnauðsyn að beina þess- um fjármunum í aðrar áttir, í nýjar atvinnugreinar, sem líklegar eru til að skila þjóðar- búinu arði. Þegar atvinnuleysi steðjaði að fyrir tveimur áratugum nákvæmlega voru gerðar sér- stakar ráðstafanir til þess að efla framkvæmdir þ. á m. byggingarframkvæmdir. Ef verulegt atvinnuleysi á eftir að slgóta upp kollinum eftir áramót skiptir höfuðmáli að taka skynsamlega á þeim vanda. Gæta verður þess, að takast ekki á við atvinnuleysið með einhvers konar atvinnu- bótavinnu, sem verður óarð- bær fyrir þjóðarbúið. Það er alltaf erfítt að aðlaga rekstur fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild að breyttum aðstæðum, eftir mikið þensluskeið. Ef við tökumst á við þá erfiðleika nú með skynsamlegum hætti og kunnum fótum okkar for- ráð á næsta góðæristímabili bíður okkar björt framtíð í þessu landi. Hitaveita Reykjavíkur; Tæp tvö þúsund tonn af hita- veituvatni fóru í jólabaðið Mesta vatnsnotkun á einum sólar- hring í sögu Hitaveitunnar TÆP TVÖ þúsund tonn af hita- veituvatni fóru í jólabaðið hjá íbúum höfúðborgarsvœðisins. Þetta sést þegar skoðuð er vatns- notkun á veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur á aðfangadag jóla. Á timabilinu frá klukkan þrjú síðdegis til klukkan sex eykst vatnsnotkunin snögglega og nær hámarki um klukkan fímm. Þess- ari óvenjulega miklu vatnsnotk- un linnir síðan um klukkan sex. Á aðfangadag var fremur kalt í veðri þannig að af þeim sökum var vatnsnotkun all mikil til húsahitunar. Að öllu samanlögðu var vatnsnotkun á veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur á að- fangadag meiri en nokkru sinni fyrr í sögu Hitaveitunnar, að sögn Jóns Eggertssonar yfír- verkstjóra Hitaveitunnar, sam- anlagt um 240.000 tonn. Orkunotkun á veitusvæðinu er mæld í megawöttum og á aðfanga- DRÖG að reglum um heimild ís- lendinga til kaupa á verðbréfúm erlendis og útlendinga til kaupa á verðbréfúm hér á landi eru tilbúin í viðskiptaráðuneytinu en að sögn Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra verða reglurnar ekki gefnar út fyrr en lög um verðbréfaviðskipti hafa verið afgreidd á Alþingi. Jón segir að ekki sé ráðlegt að opna leiðir til þessarra fjármagns- flutninga fyrr en komið verði á því eftirliti með verðbréfafyrirtækjun- um sem gert er ráð fyrir í frum- dag fór notkunin upp í um 520 megawött á tímabilinu frá klukkan þrjú til sex, en var á bilinu 470 til 480 megawött sitthvoru megin við þetta tímabil. Jón Eggertsson segir að þessa miklu vatnsnotkun sé ekki hægt að skýra með öðru en jóla- baði íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum aldrei áður séð svona háa tölu jrfír vatnsnotkun á einum sólarhring, en ég býst við að við eigum eftir að sjá svona tölur síðar í vetur þegar fer að kólna meira í veðri," sagði Jón. Vatnsnotkun hefur farið sívax- andi undanfarin ár, einkum vegna þess hve íbúum veitusvæðisins hef- ur fjölgað segir Jón Eggertsson. „Það bætist við eins og eitt kauptún á ári,“ segir hann. Hann segir að Hitaveitan sé allvel búin undir mikla vatnsnotkun. „Við þolum íjóra til fímm daga í svona sex stiga frosti og strekkingsgolu áður en við þurf- um að grípa til kyndistöðvanna,“ vörpunum enda megi búast við að verðbréfafyrirtækin muni hafa milligöngu um þessi viðskipti. Frumvörpin um verðbréfamarkað- inn hafa verið lögð fyrir Alþingi og er að sögn Jóns vonast til að þau verði afgreidd fljótlega eftir ára- mót. segir hann. Við svo mikla vatns- notkun segir Jón að orðið geti þrýst- ingsfall í einstaka hverfi eða hverf- ishlutum, en ekki ætti að koma til stórvandræða. Þessi vetur hefur verið óvenju hlýr, eins og undan- gengnir tveir vetur, það hefur kom- ið fram í léttu álagi á hitaveituna. Þrátt fyrir það segir Jón Eggertsson að ekki megi lengur bíða en til 1990 að Nesjavallaveitan komist í gagnið í ljósi sívaxandi orkunotkun- ar á veitusvæðinu. Hitaveitan hefur birgðageyma í Grafarholti og á Öskjuhlíð og taka þeir samanlagt 78 þúsund tonn. Grafarholtsgeymamir taka 54 þús- und tonn og Öskjuhlíðargeymarnir 24 þúsund tonn. Veitusvæði Hitaveitu Reykjavík- ur er auk Reykjavíkur Kjalames, Mosfellsbær, Kpavogur, Garðabær, Bessastaðahreppur og Hafnarfjörð- ur. Jón Eggertsson yfírverks1jóri(t.v.) geta þeir fylgst nákvæmlega með framhjá þeim þegar íbúarnir taka Metverð fékksi málverk eftir I Verðbréfakaup erlendis: Reglur bíða laga um verðbréfaviðskipti Evrópumótið í skák: Þröstur í 8.-14. sæti ÞRÖSTUR Þórhallsson er í 8.-14. sæti i Evrópumóti unglinga í skák i Hollandi eftir 8 umferðir með 4'/2 vinning. Hann gerði jafíitefli við Manca firá ítaliu í 8. umferð í gær efitir 56 leiki og miklar sviptingar. Þrír skák- menn, þeir Gelfand og Dreev frá Sovétrikjunum og Fabrego firá Spáni, eru efstir og jafíúr á mótinu með 6 vinninga. Þresti gekk vel í byijun mótsins og vann fyrstu þijár skákir sínar. En eftir að hann gerði stutt jafn- tefli við Norðmanninn Djurhuus í 5. umferð fór að halla undan fæti. Þröstur tapaði fyrir Fabrego í 6. umferð með hvítu, eftir að hafa haft unna stöðu um tíma, sem hann lék af sér í miklu tímahraki. í 7. umferð tapaði Þröstur síðan fyrir Adams frá Bretlandi í 23 leikjum. Þröstur hafði svart og beitti skand- inavískri vöm, en Bretinn kom Þresti á óvart með nýjung snemma í skákinni, sem gaf hvítum mun betra tafl. Alls verða tefldar 13 umferðir á mótinu. FJÖGUR málverk efltir Erró seldust á metverði fyrir málverk máluð efltir 1960 á málverkauppboði, sem haldið var hjá upp- boðsfyrirtækinu Binoche et Godeau í Drouot saln- um, Montaigne í Frakkl- andi í byijun desember. Fékkst um sex sinnum hærra verð fyrir mál- verkin en reiknað hafði verið með fyrir uppboð- ið. Málverkin fjögur eftir Erró sem seld voru á upp- boðinu voru: L’Appetit Gaugauin, 75 x 60 sm. að stærð, málað 1962, sem seldist á jafnvirði 877 þús. kr. Castle of fear, 165 x 98 sm., málað 1975, seldist á tæplega 1,7 millj. kr. Mein Gott, 163 x 98 sm., málað 1975, seldist á tæplega 1,6 millj. kr. og La Vie de Van Gogh, sem seldist á 1,5 millj. kr. L’Appetit Gaugauin, seldist á 877

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.