Morgunblaðið - 31.12.1988, Qupperneq 1
80 SIÐUR B
299. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988
Prentsmiðja Morgxinblaðsins
Danska
stj órnin
íhugar nið-
urfærslu
Rættum 10%
launalækkun
Kaupmannahöfh. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunbladsins.
RÍKISSTJÓRN Pouls SchlUters
í Danmörku íhugar nú að Iækka
laun um 10% og skattaálögur
um 2%. Var frá þessu greint í
dagblaðinu Börsen. Blaðið segir
að þessir fyrirhuguðu aðgerðir
séu svo róttækar að þær gætu
nægt til að útrýma halla Dana
á viðskiptum við útlönd þegar
árið 1992 og fækka atvinnulaus-
um úr 250.000 í 200.000.
Búist er við því að þessar rót-
tæku efnahagstillögur verði born-
ar undir launþegahreyfinguna í
næsta mánuði. Hans Skov Christ-
ensen, formaður Danska vinnu-
veitendasambandsins, segir í sam-
tali við Börsen að umrædd niður-
færsluleið geti haft góð áhrif á
stuttu tímabili en mikilvægara sé
að ekki séu lagðar auknar álögur
á atvinnulífið frá ári til árs með
launahækkunum. „Dönum verður
að lærast að koma á stöðugleika
í efnahagslífinu annars horfir
mjög illa,“ segir formaður vinnu-
veitendasambandsins.
Eftir að frétt Börsen birtist varð
vart harðrar gagnrýni frá verka-
lýðshreyfingunni og jafnaðar-
mönnum í stjómarandstöðu. Þess-
ir aðilar óttast að niðurfærsluhug-
myndimar geti stefnt viðræðum
stjómarinnar, Alþýðusambandsins
og atvinnurekenda um kaup og
kjör í voða en þær eiga að heíjast
6. janúar. Forsvarsmenn Alþýðu-
sambandsins segja þó að þeir hafi
ekkert á móti því að ræða sam-
band skattaálagna og launa.
Mogens Lykketoft, efnahags-
málasérfræðingur danskra jafnað-
armanna, segir að það sé „fárán-
lega heimskulegt" að koma með
slíkar tillögur á þessari stundu.
Grunur bein-
ist að PFLP
Frankfurt. Reuter.
VESTUR-þýzka lögreglan rann-
sakar nú hvort félagar úr Al-
þýðufylkingu til frelsunar Pal-
estínu (PFLP), róttækum samtök-
um Palestínumanna sem njóta
stuðnings sýrlenzkra stjórnvalda,
tengist hryðjuverkinu þegar þotu
bandaríska Qugfélagsins Pan Am
var grandað yfir Skotlandi.
í október síðastliðnum fundust 5
kíló af tékkneska sprengiefninu Sem-
tex í íbúð Hadjs Dalkamouni í Vest-
ur-Þýskalandi en hann er talinn vera
einn helzti leiðtogi PFLP. í bifreið
hans var einnig segulband, sem búið
var að breyta í sprengju, ásamt
flóknum búnaði sem setur tíma-
sprengju af stað við ákveðinn loft-
þrýsing.
Morgunblaðið/ Bjarni Eiríksson
Sovétríkin:
Tengdason-
ur Brezhnevs
dæmdur í 12
ára fangelsi
Moskvu. Reuter.
HÆSTIRÉTTUR Sovétríkjanna
dæmdi í gær Júrí Tsjúrbanov,
tengdason Leoníds Brezhnevs
heitins, fyrrum leiðtoga Sov-
étrikjanna, í 12 ára fangelsi
fyrir að þiggja rúmlega 45 millj-
ónir íslenskra króna í mútur.
Tsjúrbanov, sem er 52 ára gam-
all, var næstæðsti yfírmaður
sovésku lögreglunnar á árunum
1980-1984.
Saksóknari hafði krafist 15 ára
fangelsunar Tsjúrbanovs sem sak-
aður var um að hafa tekið við
greiðslum frá embættismönnum í
Uzbekistan. í staðinn beitti ákærði
áhrifum sínum til að hindra rann-
sókn á spillingu í Sovétlýðveldinu.
Hæstiréttur Sovétríkjanna sak-
felldi einnig sex háttsetta embætt-
ismenn í Uzbekistan. Fengu þeir
fangelsisdóma á bilinu 8-10 ár.
Frami Tsjúrbanovs var skjótur
eftir að hann gekk að eiga Galínu
dóttur Brezhnevs árið 1971. Innan
tíu ára var hann orðinn fyrsti að-
stoðarinnanríkisráðherra.
Réttarhöldin yfir Tsjúrbanov
stóðu í fjóra mánuði og endur-
spegla þá viðleitni ráðamanna i
Sovétríkjunum að uppræta spill-
inguna sem viðgekkst í valdatíð
Brezhnevs.
Sjá „Nöfii Brezhnevs . . “ á
bls. 25.
Umrót 1 Júgóslavíu:
Ríkisþingið veltir Mikulic
forsætisráðherra úr sessi
Atburðirnir eiga sér ekki fordæmi í
sögu kommúnistastj órnar landsins
Belgrað. Reuter.
SLAGSMÁL í matvælabiðröðum, götuóeirðir, 1400 verkföll á árinu,
óðaverðbólga og gífúrleg erlend skuldasöfnun; allt voru þetta að
sögn andstæðinga merki um mistök Branko Mikulics, forsætisráð-
herra Júgóslavíu, er sagði af sér embætti ásamt samráðherrum sinum
í gær. Á fimmtudag felldi sambandsþingið í Belgrað fjárlög stjórnar-
innar ásamt tillögum hennar um efnahagsumbætur. Kommúnistar
undir forystu Josips Titó náðu völdum i landinu i lok siðari heims-
styijaldar og hefúr það ekki áður gerst á valdatíma þeirra að forsæt-
isráðherra hafi misst völdin með þessum hætti.
Heiftarlegar deilur hafa verið í
Júgóslavíu á árinu milli hinna ýmsu
þjóða landsins en það skiptist í sex
ríki með mikla sjálfsstjóm í eigin
málum og tvö svonefnd sjálfsstjórn-
arhéruð. í ræðu sinni í þinginu i
gær sagði Mikulic að þessar deilur
ættu sinn þátt í vandræðunum en
jafnframt að rætur þeirra væru
dýpri. Hann bar sig vel en sagði
að stjómin hefði ákveðið að segja
af sér vegna „eiturörva" sem skotið
hefði verið að henni úr öllum áttum.
Mikulic sagði að valdi væri um
of dreift í ríkinu og allt of mikið
væri um það að krafist væri ein-
róma samþykktar allra héraðanna
átta varðandi ákvarðanir í efna-
hagsmálum. „Ríkisstjórn mín gerði
sig seka um að leiða í ljós mistök
kerfísins undanfarna áratugi og
fólk nýr henni því um nasir að hafa
ekki bætt úr þeim á tveim og hálfu
ári." Þessari athugasemd var
greinilega beint gegn efnahags-
stefnu Títós, er nefnd var „sósía-
listískt sjálfsforræði" og byggðist á
því að starfsmenn hvers fyrirtækis
hefðu úrslitaáhrif á stefnu þess.
Tító, sem varð þjóðhetja í landinu
er hann barðist gegn nasistum og
ekki síður er hann stóð fast á rétti
Júgóslava í deilum við Stalín
skömmu eftir stríð, lést árið 1980.
Tóku þá við æðstu völdum í landinu
forsætisráð þar sem sitja átta menn,
einn frá hvetju héraði, og kjósa
þeir forseta landsins úr eigin röðum.
Ráðið tilnefnir forsætisráðherra eft-
ir samráð við stjórnmálaráð komm-
únistaflokksins, eina leyfilega
"flokkinn, en síðan verður þingið að
samþykkja valið.
Mikulic, sem sagður er hafa kom-
ist til áhrifa vegna starfa sinna í
andspyrnuhreyfingunni með Tító á
'stríðsárunum, réð marga kaup-
sýslumenn og viðskiptasérfræðinga
til aðstoðar stjórninni. Vestrænir
stjórnmálaskýrendur segja að
pólitískt umrót í Júgóslavíu geti
stefnt í hættu mikilvægum áform-
um í þá átt að láta lögmál markað-
arins ráða meira um framvindu
efnahagsmála. Einnig geti viðræður
við vestræna lánardrottna um
greiðslur af fjallháum skuldum
ríkisins siglt í strand.