Morgunblaðið - 31.12.1988, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988
4-
Togarinn Breki
flaug tugi metra
Brotsjór reis und-
ir skipinu í 14 vind
stigum við Skotland
AFLASKIPIÐ Breki frá Vest-
mannaeyjum lenti í slikum
brotsjó 12 milum norðan við
Skotland í illviðrinu sem gekk
yfir Atlantshaf 22. desember,
að togarinn þurrkaði sig langt
aftur fyrir mitt skip og flaug
og hrapaði tugi metra. Loks
þegar það lenti var eins og það
steytti á skeri en ekki sjó, seg-
ir í dagbók skipsins. Breki er
um 1100 tonn og þarf talsvert
afl til þess að lyfta honum til
flugs. Engin slys urðu á mönn-
um og þykir það mesta mildi,
en dældun varð á botntönkum
SH hyggst
opna skrif-
stofii í Japan
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti-
húsanna hyggst opna sölu-
skrifstofú í Japan, sem sam-
kvæmt heimildum Morgun-
blaðins myndi þjóna sem mark-
aðsskrifstofa fyrir Asíu. Frið-
rik Pálsson, forstjóri SH, stað-
festi að athugun á því að opna
skrifstofú í Japan hefði verið
í gangi síðan í sumar, en form-
leg ákvörðun hefði ekki verið
tekin enn um opnunina. Það
yrði væntanlega á næstunni.
„Ástæðan fyrir þessari athugun
er stöðugt og vaxandi mikilvægi
Japansmarkaðar. Undanfarin 3-4
ár hefur sala afurða okkar til Jap-
ans aukist um nálægt 100% á
ári,“ sagði Friðrik. „Áður var
einkum um að ræða loðnu og
loðnuafúrðir, en nú hefur verið
lögð vaxandi áhersla á karfa, grá-
lúðu og síld. Síðastliðin tvö ár,
1988 og 1987 höfum við selt um
20-25% af afurðum okkar til Jap-
ans, sem fyrir fengust 13-15% af
heildarverðmætinu."
Friðrik sagði að af þessum sök-
um hefðu forráðamenn SH talið
nauðsynlegt að kanna grundvöll
fyrir skrifstofu í Japan til þess
að bæta þjónustu við viðskipta-
vini, afla sem nýjastra og gleggs-
tra upplýsinga um markaðinn og
stytta boðleiðina milli kaupenda
og seljenda.
og burðarstoðir í lest bognuðu.
Talið er að fjónið nemi um 10
milljónum króna, en það er
minna en talið var í upphafi.
Togarinn Breki VE 61, sem var
aflahæsti togari landsins á síðasta
ári, sigldi á 4 mílna ferð móti vest-
an stormi fyrir hádegi 22. desem-
ber s.l. skammt norðan við Skot-
land í um 14 vindstigum þegar
brotsjór reis undir skipinu á um
30 faðma dýpi. Skipveijar sátu
eftir í loftinu hvort sem þeir sátu
eða stóðu og fannst sumum líða
heil eilífð þar til skipið lenti aftur
því þeir sögðust hafa getað velt
ýmsum málum fyrir sér á meðan.
Einn skipveiji í lest greip í lest-
arfjöl í stíu, en hann flaug upp
með fjölinni, brytinn flaug upp í
loftið í eldhúsinu og allir pottar
með, en þeir eru af stærri gerð-
inni og taka tugi lítra. Það er tal-
ið hafa bjargað kokkinum frá
bruna að hann var nýbúinn að
setja kalt vatn í vatnspottinn. 200
gráðu heit feiti úr djúpsteikinga-
pottinum, súpur og sósur blönduð-
ust saman í loftinu og kælingin
varð það mikil að kokkinn sakaði
ekki. Verkfæraskápar og hillur á
lager skipsins tæmdust.
Sævar Brynjólfsson skipstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið
að hann vonaðist til þess að lenda
ekki í mörgum svona flugferðum.
Breki var í skoðun í slipp í
Reykjavík í gær, en hélt aftur til
Vestmannaeyja í nótt og mun fara
á, veiðar. Smíða þarf 15 metra
langan botnhluta í skipið og setja
í stað þess sem bognaði, en 7 tonn
af jámi fará í viðgerðina.
Morgunblaðið/Sverrir
BHreiðaefbirlitinu lokað
eftir 60 ára starfsemi
Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri Bifreiðaeftirlits ríkisins
læsir aðaldyrum stofnunarinnar í síðasta sinn. Síðasti starfsdagur
Bifreiðaeftirlitsins var í gær. Þá voru jafhframt síðustu bílnúmer-
in samkvæmt gamla kerfinu skrúfúð á bíla. Starfsemi Bifreiðaeft-
irlits ríkisins rekur sögu sína allt aftur til ársins 1928 og eru þvi
um 60 ár liðin frá upphafi til loka starfseminnar. Mikið hefúr
verið um númeraskipti nú síðustu dagana, að sögn Hanks Ingi-
bergssonar framkvæmdastjóra Bifreiðaeftirlitsins, og hafa menn
einkum verið að koma „góðum“ númerum á nýja og lífvænlega
bíla. Bifreiðaskoðun íslands hf tekur við starfsemi Bifreiðaeftir-
litsins strax eftir áramót.
Tillögnr skipulagsnefiidar Sambandsins:
Guðjón var einn á móti
og mun skila séráliti
GUÐJÓN B. Ólafsson, forstjóri
Sambandsins, greiddi atkvæði á
móti tillögum skipulagsnefndar
Sambandsins, sem lagðar verða
fyrir stjórnarfúnd þess þann 9.
janúar. Hann hyggst skila sér-
áliti á þeim fúndi. Þröstur Ólafs-
son, stjórnarformaður KRON,
sat hjá við atkvæðagreiðsluna en
62 Islendingar létust
af slysförum á árinu
ALLS létust 62 íslendingar af slysförum á þessu ári og er það
8 einstaklingum fleira en árið 1987, en þá létust 54 íslendingar
af slysforum. Árið 1986 létust_74. í umferðarslysum létust 33
einstaklingar á árinu, en 26 á árinu 1987. Enginn íslendingur lést
í flugslysi árið 1988, en 5 fórust í flugslysum á árinu 1987.
Dauðsföll vegna sjóslysa og
drukknunar urðu 11 á þessu ári
en voru 10 árið 1987. Fjórtán
skip eða bátar fórust við landið á
árinu og létu 7 menn lífið í þeim
slysum, en 21 var bjargað. Dauðs-
fóll vegna ýmissa banaslysa urðu
samtals 18 á árinu en voru 13 í
fyrra. Þar af létust 4 vegna skot-
sára, líkamsárásar eða átaka á
þessu ári, en 1 árið 1987. Á þessu
ári urðu engin dauðsföll vegna
vinnuslysa, en tvö slík dauðsföll
urðu árið 1987.
Á þessu ári urðu flest banaslys
í marsmánuði, en þá létust alls
10 íslendingar af slysförum, þar
af 4 í sjóslysum. Flest dauðsföll
vegna umferðarslysa urðu í sept-
ember, samtals 7 talsins. Átta
íslendingar iétust vegna slysa er-
lendis á árinu, þar af 5 í um-
ferðarslysum, en 2 íslendingar
létust af slysförum ^erlendis á ár-
inu 1987.
Samtals létust 7 erlendir menn
af slysförum hér á landi á þessu
ári og þar af 4 í flugslysum.
fimm nefúdarmenn voru sam-
þykkir tillögunum, þeir Axel
Gíslason, Jóhannes Sigvaldason,
Ólafúr Sverrisson, Þorsteinn
Sveinsson og Valur Arnþórsson,
formaður nefiidarinnar og frá-
farandi stjórnarformaður Sam-
bandsins.
Guðjón B. Ólafsson sagðist ekki
vilja tjá sig um tillögumar eða segja
neitt frekar um málið þar til það
hefði verið rætt á stjómarfundi
Sambandsins. Hann sagðist mundu
nota tímann fram að honum til að
ganga frá séráliti sínu.
Valur Amþórsson sagðist ekkert
vilja segja um tillögur nefndarinnar
eða afstöðu einstakra manna fyrr
en að afloknum næsta stjómarfundi
Sambandsins. Hann sagðist ekki
vita hvaða hljómgrunn tillögur
nefndarinnar ættu í stjóm Sam-
bandsins. Aðspurður um hvaða þýð-
ingu það hefði að forstjóri Sam-
bandsins legðist einn gegn tillögum
um breytt skipulag Sambandsins
sagðist Valur ekki hafa hugleitt það
mál, en það væri ekkert óeðlilegt
að skoðanir væru skiptar í málum
sem skipulagsmálum, þar sem
margt kæmi til álita. Valur sagðist
mundu hefja störf sem bankastjóri
Landsbankans alveg á næstunni og
þá um leið draga sig f hlé í öðrum
embættum og þar á meðal í þeim
stjómum sem hann situr í. Þetta
væri spuming um nokkra daga eða
vikur.
Tillögur meirihluta nefndarinnar
Nær 5.000
börn fædd
áárinu
HORFUR eru á að fjöldi barns-
fæðinga á þessu ári verði á bilinu
4.600 til 4.700, sem er fiölgun
um 4-500 frá fyrra ári, og um
7-800 frá árunum 1985 og 1986.
Fæðingatalan hefúr því hækkað
um fimmtung á tveimur árum,
en þar áður hafði hún fallið mik-
ið. Á Kvennadeild Landspítalans
höfðu í gær fæðst 2.796 börn á
þessu ári og stefúir í að fæðing-
ar þar verði 2.800 fyrir áramót,
sem er talsverð aukning frá
1987, en þá fæddust 2.362 börn
á deildinni.
Árin 1985 og 1986 fæddust færri
böm en nokkurt ár síðan 1947, og
hafði þó fyöldi kvenna á bams-
burðaraldri ríflega tvöfaldast síðan
þá. Fæðingatalan á árinu 1988 er
hins vegar svo há að það er aðeins
á ámnum 1957-60, 1962-66 og
1972, sem fleiri böm hafa fæðst.
Miðað við fjölda kvenna á bams-
burðaraldri svarar fæðingartíðnin á
þessu ári til þess sem var árin 1982
og 1983, en er minni en hún var
nokkurt ár fyrir þann tíma.
munu ganga í þá átt að ákveðnir
þættir í rekstri Sambandsins verði
færðir yfir til sjálfstæðra fyrirtækja
í formi hlutafélaga eða samvinnufé-
laga. Guðjón er talinn vilja ganga
skemur í þeim efnum.
Tölur um afkomu Sambandsins
á þessu ári liggja ekki endanlega
fyrir og ekki hefur verið unnið upp
úr uppgjöri fyrir fyrstu ellefu mán-
uði ársins, að sögn Guðjóns B. Ól-
afssonar. Tíu mánaða uppgjör sýnir
tap upp á um 700 milljónir, þar af
er gengistap um 600 milljónir. í
fyrra var tap Sambandsins nær 220
milljónir króna, ef sala eigna er
ekki talin til tekna.
HSÍ og
Ríkisútvarpið:
Samið um for-
gangsrétt að
landsleikjum
Handknattleikssamband ís-
lands og Ríkisútvarpið gengu í
gær frá samningi, sem tryggir
Ríkisútvarpinu forgangsrétt að
beinum sjónvarpssendingum frá
landsleikjum i handknattleik
næstu tvö árin. Að sögn Jóns
Hjaltalins _ Magnússonar, for-
manns HSÍ, er þetta sennilega
langstærsti samningur, sem sér-
samband innan íþróttahreyfing-
arinnar hefiir gert við Ríkisút-
varpið.
„Samningurinn tryggir Sjónvarp-
inu forgangsrétt að beinum útsend-
ingum frá öllum landsleikjum í hand-
knattleik næstu tvö árin, en um leið
mun Stöð 2 eiga möguleika á beinum
útsendingum nokkurra leikja og að-
gang að öllum landsleikjum til út-
sendingar samdægurs eða síðar. Nú
standa yfir samningar við Stöð 2
um aðgang að landsleikjunum, og
reikna ég með að frá þeim verði
gengið um leið og Stöð 2 lýsir því
yfir að liðkað verði til fyrir Ríkisút-
varpinu um að fá að senda beint frá
íslandsmótinu og Bikarkeppninni í
handknattleik," sagði Jón Hjaltalín
Magnússon. Hann vildi ekki gefa
upp þá upphæð, sem Ríkisútvarpið
greiðir fyrir forkaupsréttinn, en
sagði að stjórn HSÍ væri mjög sátt
við samninginn. „Við teljum að þetta
séu sanngjamar greiðslur fyrir
áhugavert efni, um leið og það
tryggir öllum landsmönnum að geta
fylgst með landsleikjum okkar næstu
tvö árin.“
Borgin kaupir Víkings-
heimilið við Hæðargarð
inu austan við húsið, en Víkingur
hefur afnotarétt af íþróttavöllum
vestan heimilisins enn um sinn eða
þar til framkvæmdir á nýju félags-
svæði í Fossvogi eru lengra komnar.
Víkingur hyggst flytja starfsemi
sína á svæði við Stjömugróf aust-
ast í Fossvogsdal. Þar hefur félagið
þegar haslað sér knattspyrnuvöll
gert tennisvelli og stórt vallar- og
búningshús er tæplega fokhelt
Aðalfundur félagsins á eftir að
fialla um fyrmefnt samkomulag.
Á FUNDI borgarráðs í gær var
samþykkt samhljóða samkomu-
lag Rey kj avíkurborgar vlð
Knattspymufélagið Víking um
yfirtöku borgarinnar á eignum
félagsins og aðstöðu við Hæðar-
garð. Borgin greiðir 32 milljónir
króna fyrir eignimar.
Að sögn Gunnars Eydal, ritara
borgarráðs, var ekki ákveðið á
fundinum til hverra nota félags-
heimili Víkings verður tekið. Borgin
mun hafa ráðstöfunarrétt á svæð-