Morgunblaðið - 31.12.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 31.12.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 ÁRNI MATTHÍASSON Ljósmynd/Benedikt Valsson Að komast inn í Elysée-Mont- martre, tónleikastað Sykurmol- anna í París, um hábjartan daginn var ekki eins mikið mál og ég hafði haldið. Ég gekk beint inn í tónleikasalinn þar sem fyrir voru menn að koma upp græjunum fyrir kvöldið. Sykurmolamir sjálfir voru ekki mættir á staðinn svo fljótlega kom til mín maður, þar sem ég stóð þarna í myrkrinu, og spurði hvað ég væri að gera þarna og hvernig í ósköpunum ég hefði komist inn. Ég sagðist vera íslenskur blaðamaður í leit að Sykurmolunum og að húsið hefði hreinlega staðið opið þegar ég kom þar að. Eftir smá hik ákvað hann að gera ekkert veður út af nærveru minni og leyfa mér að bíða eftir að Sykurmolarnir kæmu, en þeir voru væntanlegir á hverri stundu. Það leið heldur ekki löng stund þar til þeir komu askvað- andi inn í salinn ásamt fylgdar- liði, til að líta á staðinn og prófa tækin fyrir kvöldið. Það var uppselt á tónleika Syk- urmolanna í París, en hið sama hafði ekki verið upp á teningnum kvöldið áður í Rúðuborg. Aðeins tvöhundruð mahns. Platan „Life's Too Good“ kom út í Frakklandi aðeins tveimur mánuðum fyrir tónleikaferðina og það væri rangt að segja að hún hafi verið mikið spiluð í frönsku útvarpi. Hún hefur þó fengið jákvæða umfjöllun í frönskum blöðum að því er ég best veit. Viðtöl við hljómsveitina birtust í tveimur tónlistartímarit- um skömmu fyrir tónleikana og daginn áður komst hún á forsiðu eins af stærstu dagblöðum lands- ins. Flennistór mynd af Björk og Einari undir forsíðufrétt af verk- föllum og „rokkararnir frá íslandi" letrað í eitt hornið með rauðu. Salurinn í Elysée-Montmartre var orðinn troðfullur af fólki klukk- an átta þegar upphitunarhljóm- sveitin steig á sviðið. Sjálfir voru Sykurmolarnir ekki mættir í húsið fyrr en tæpum hálftíma áður en þeir áttu að byrja að spila. Dálítið stressuð yfir hversu sein þau voru, en ótrúlega litið þó. Það átti eftir að ákveða efnisskrá kvöldsins og snurfusa sig. Björk var i sömu gráu glansbuxunum og fyrr um daginn sem hún sagð- ist hafa keypt í hórubúð í Ham- borg og rauðum kjól. En Einar fór úr peysunni í svarta skyrtu og setti á sig neon-græn axlabönd. Upphitunarhljómsveitin hafði lok- ið sér af, en utan úr salnum mátti heyra blístur og klapp tónleika- gesta, sem urðu að láta sér nægja Johnny Halliday af bandi meðan beðið var eftir að Sykurmolarnir létu sjá sig. Klukkan níu, stundví- slega, stigu þeir fram á sviðið. Oþolinmóðir áheyrendur stillt- ust fljótlega þegar byrjað var á lagi með Karíusi og Baktusi, en náðu sér aðeins þegar fyrstu takt- arnir hófust í laginu „Bylting". Frönsku tónleikagestirnir hættu sér ekki út í trylltan dans, eins og íslendingahópurinn sem fljót- lega mátti þekkja úr ekki langt frá sviðinu. Þeir voru komnir til að hlusta og ekki síöur sjá og störðu í forundran á Einar þegar hann hreytti út úr sér svívirðingum ýmist á ensku eða íslensku, á milli laga. Lög af plötunni og ný lög, sem þó hafa heyrst oft á tónleikum sveitarinnar undanfarna mánuði, skipuðu jafnan sess á efnis- skránni. Fyrri hlutinn var sunginn á ensku, en svo var svissað yfir í íslenskuna. Það virtist ekki skipta Frakkana neinu máli á hvoru tungumálinu textarnir voru bornir fram. Náungi sem stóð við hliðina á mér framan af tónleikunum sagðist t.d. kunna ensku, en gerði samt engan greinarmun á þvi að þegar byrjað var að syngja á íslensku. Hann var kominn til að hluta á tónlistina, en ekki textana. Þessi sami náungi trúði mér líka fyrir því að hann væri hrifnari af „þessari á hljómborðinu" en söngkonunni. Eg spurði hann hvort hún félli kannski betur inn í ímyndina (frönsku). Hann sagði kannski. Gráu glansbuxurnar hafa kannski líka verið of stór biti að kyngja. Frakkar eru agalega við- kvæmir fyrir klæðaburði. „Deus" og „Ammæli" voru greinilega þau lög sem flestir þekktu best. Þau einu sem undir- rituð hefur heyrt spiluð í frönsku útvarpi. En þó tónleikagestir væru almennt stilltir, fyrir utan áður- nefnda íslendinga sem slömmuðu við litlar vinsældir þeirra sem Ljósmynd/Benedikt Valsson næst stóðu, og þá sem reyndu að troða sér til að sjá betur svo fílefldir verðir máttu hafa sig alla við til að halda aftur af skrilnum, voru Molarnir klappaðir hressi- lega upp eftir að þeir hurfu af sviðinu. Þeir birtust líka fljótlega aftur og tóku „Heitt kjöt“ í ann- arri útsetningu en fyrr um kvöldið. „Veik í leikföng", sem fékk góðar undirtektir og „Tekið í takt og trega“, en þar með voru tónleik- arnir líka á enda og vonlaust að biðja um meira. Þegar Sykurmolarnir komu tii Parísar voru þau búin að vera rúmar þrjár vikur á tónleikaferða- lagi, en samt báru þau engin merki þreytu. Þetta er líka síðasta tónleikaferðin í bili, sagði Sig- tryggur. Og ætlunin að halda sig á Fróni fram á vorið. „Næsta plata verður gefin út alls staðar á sama tíma svo við þurfum ekki að halda nema einn blaðamannafund. Hvort sem hann verður í Reykjavík, Moskvu eða einhvers staðar annars staðar," sagði Sig- tryggur. En hvað finnst hljóm- sveitarmeðlimum um viðbrögð áheyrenda eins og á tónleikunum í París þar sem ekki er gott að átta sig á hvort þeir eru ánægðir eður ei? Og það er Sigtryggur sem þarf að svara þessum spurn- ingum. „Áheyrendur á tónleika- ferð okkar um Bandarikin voru svipaðir og þar skilaði það sér í meiri sölu á plötunni eftir því sem leið á ferðina. Svo útkoman var ekki slæm þó ekki væri alltaf gott að átta sig á viðbrögðum áheyr- enda á tónleikunum sjálfum. Það spilar líka kannski inn í að lögin hljóma öðruvísi á tónleikum en á plötunni. Enda er það ekki okkar markmið að þau hljómi eins held- ur viljum við nýta okkur hvern miðil sem best." Það er of snemmt að dæma hverjar viðtökur Sykurmolamir eiga eftir að fá i Frakklandi i nán- ustu framtíð. Það er alveg öruggt að þeir hafa þegar náð til ein- hvers hóps, en hvort vinsældirnar eiga eftir að verða almennar er ekki gott að segja. Platan hefur fengið góða dóma, en það hefur líka verið talað um Sykurmolana sem „nýjustu uppfinningu Breta sem halda að enginn kunni að spila almennilegt popp utan Bret- lands". Sem mætti kannski „þýða": „Hvað er svona merkilegt við þessa Sykurmola?" En stað- reyndin er sú að popptónlist Frakka er ekki hátt skrifuð utan heimalandsins. Allra síst í Bret- landi. Svo líklega eru þeir bara spældir. Greyin. Margrét Elísabet Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.